Morgunblaðið - 29.01.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.01.1986, Blaðsíða 48
MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. * „Okurmálið“ til ríkissaksóknara: S veitar stj órnar- kosningarnar í vor: ~Xi Oruggt að 18árafái að kjósa — segir Friðrik Sophusson „ÞAÐ er alveg öruggt að þeir sem hafa náð 18 ára aldri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor munu eiga rétt á því að kjósa. Ef ekki tekst að afgreiða það frumvarp til nýrra sveitarstjóm- arlaga sem liggur frammi á Alþingi í tæka tíð, verður þessi þáttur tekinn út úr þvi og af- greiddur sérstaklega fyrir kosn- ingamar," sagði Friðrik Soph- usson formaður félagsmála- nefndar neðri deildar Alþingis. Eftir kosningamar 1984 varð sú stjómarskrárbreyting að lögum að kosningaaldur í Alþingiskosningum skyldi miðaður við 18 ára og eldri. í frumvarpi um sveitarstjómarmál sem lagt var fram á Alþingi í haust er gert ráð fyrir að hið sama gildi um sveitarstjómarkosningar. Hins vegar er óvíst að takist að afgreiða frumvarpið á þessu misseri. En að sögn Friðriks er full samstaða um það meðal stjómarflokkanna að taka kosningaaldurinn út úr frum- varpinu og afgreiða hann sérstak- lega fyrir kosningamar ef dráttur verður á því að frumvarpið verði að lögum. DNG hf. á Akureyri: Fimmtíu vindur seldar til Færevja Akureyri, 28. janúar. t/ V Akureyri, 28. janúar. FÆREYSKA fyrirtækið Peters- en og Guttesen í Þórshöfn hefur pantað 50 færavindur frá DNG h.f. á Akureyri. Fyrirtækið er umboðsaðili fyrir DNG í Færejj- um. „Við áttum von á pöntun en ekki svona stórri. Við afgreiddum 20 vindur til þeirra í lok desember þannig að það kom okkur á óvart hve mikið þeir vilja nú fá, en þetta er auðvitað mjög ánægjulegt", sagði Kristján Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri DNG í samtali við Morgunblaðið. „Við eigum að afgreiða 20 stykki strax og síðan 10 á mánuði í þrjá mánuði. Framleiðsla er nú í fullum gangi hjá okkur, - við erum að undirbúa okkur fyrir aðal sölutíma- bil á innanlandsmarkaði og erum bjartsýnir á að selja mikið í ár innanlands", sagði Kristján og bætti við að pöntun á 50 vindum nú væri mjög gott fyrir fyrirtækið miðað við stærð þess. Kristján var spurður um stöðu fyrirtækisins: „Uppbyggingin gengur mjög vel. Við erum á réttri leið. Við erum nú komnir með ára- mótauppgjör og erum ánægðir með það. Þetta hefur gengið betur hjá okkur en ég þorði að vona“, sagði hann. _______, , ,______ 5.000 kr. seðill í umferð á árinu ÁKVEÐIÐ hefur veríð að taka 5.000 króna seðil í notkun hér á landi á þessu árí. Að sögn Jóhannesar Nordal seðlabankastjóra er nú verið að vinna að gerð 5.000 króna seðils og er gert ráð fyrir að seðillinn verði tekinn í notkun um mitt þetta ár. Látur seðilsins er bláleitur. Á honum verður mynd af Ragnheiði Jónsdóttur sem var biskupsfrú á Hólum á 17. öld. Hún var mikil hannyrðakona og er annað mynd- efni á seðlinum tengt hannyrðum hennar. 128 manns kærðir Morgunblaðið/RAX fyrir meint okur RANNSÓKN „okurmálsins" sem svo er nefnt er lokið hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. í gær voru gögn málsins send embætti ríkissaksóknara. Alls eru 128 einstaklingar kærðir fyrir meint okur. Nú er það embættis ríkissaksóknara að taka afstöðu til ákæru á hendur þessu fólki og á hendur Hermanni Björgvinssyni, sem var „milliliður“ í umfangsmik- iUi okurstarfsemi - það er tók okurlán og endurveitti með hærri vöxtum. RLR yfirheyrði á miUi 50 og 60 lántakendur vegna rannsóknar málsms. Rannsóknin hófst 30. október síðastliðinn, eftir að kæra barst á hendur Hermanni Björgvinssyni fyrir meint okur. Hann rak Verð- bréfamarkaðinn við Lækjartorg. Við húsleit á skrifstofu hans fund- ust um 209 milljónir króna, að langmestu leyti í ávísunum, en á milli 3 og 4 milljónir króna í reiðufé, erlendum gjaldeyri og ís- lenskum peningum. Jafnframt fannst „listi" með nöfnum 89 manna, sem lánað höfðu fé í okurstarfsemina. Við rannsókn málsins íjölgaði nöfnum og eins og fyrr sagði eru nú 128 manns kærðir fyrir meint okur - fyrir að hafa lagt fé í okurstarfsemi Her- manns. Velta stærstu lánveitenda skipti tugum milljóna. Ýmsir höfðu lán- að um langt skeið í okurstarfsem- ina og þannig ávaxtað fé sitt hratt. Flestir sem þáðu lán eru ÍBÚÐARHÚSIÐ að SÓIheimum í Laxárdal i Dölum brann til kaldra kola i gærkveldi. Heimil- isfólkið, hjón með tvö uppkomin börn og aldraður maður, faðir húsbóndans, bjargaðist úr eldin- með rekstur fyrirtækja, verslanir og innflutningsfyrirtæki. Fjórir til sex rannsóknarlögreglumenn hafa unnið sleitulaust að rannsókn málsins. Síðastliðið sumar var Hermann dæmdur fyrir okur í Sakadómi Kópavogs. Hann var dæmdur í 245 þúsund króna sekt - fyrir að taka sér allt að 203% vexti og var sektaður fyrir andvirði fjórfalds ólögmæts ágóða af lánunum. Þá um heilt að húfi. Slökkviliðinu í Búðardal barst tilkynning um eldsvoðann laust fyrir klukkan hálf níu í gærkveldi. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var (búðarhúsið alelda. Mjög slæmt tengdist hann einu mesta fíkni- efnamáli, sem upp hefur komið hérlendis, Karlseftiismálinu svo- kallaða, þegar skipvetji á togaran- um var tekinn árið 1983 með 11,3 kíló af hassi á hafnarbakka í Reykjavík. Hermann lánaði fé sem notað var til fíkniefnakaup- anna og var yfírheyrður vegna málsins, en hann kvaðst ekki hafa vitað að nota ætti það til kaupa á hassi. veður var, hvasst og mikill skaf- renningur og voru aðstæður til slökkvistarfs mjög erfíðar. Tækja- kostur slökkviliðsins í Búðardal er einn gamall slökkvibfll. Þegar Morgunblaðið fór í prent- un í nótt var slökkviliðið enn ekki komið til baka frá Sólheimum og því var erfiðleikum bundið að afla upplýsinga um eldsupptök og tjón í eldsvoðanum. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins brann allt, sem brunnið gat. Þá var og óvíst um tryggingar á innbúi og eigum fólks- ins. Eldsvoði í Laxárdal: Húsið að Sólheim- um brann til grunna Heimilisfólkið bjargaðist úr eldinum Ekki var talið að útihús á Sól- heimum væru í hættu, en fyrir- hugað var að hafa vakt á brunastað í nótt til öryggis. Veður hamlaði flugi MIKIL röskun varð á innanlandsflugi i gærdag vegna vonskuveðurs um allt land. Hjá Flugleiðum komust aðeins þrjár vélar á loft í gærmorgun, til Egilsstaða og Færeyja, Vestmannaeyja og Horna- fjarðar en eftir hádegi varð að fella niður allar fyrirhugaðar ferðir félagsins innanlands, til Akureyrar, Egilsstaða, Sauðárkróks, Húsavíkur og ísafjarðar. Meðfylgjandi myndir voru teknar á Reykjavfkurflugvelli I gærdag og á stærri myndinni má sjá í Fokkervél i hríðarkófinu, en á inn- felldu myndinni er starfsfólk I farmskrárdeild, sem hafði í nógu að snúast við að aflýsa ferðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.