Morgunblaðið - 04.02.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.02.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR1986 29 / Morgunblaðið/Júlíus ta vita að börn hennar séu heimt ini er einnig Svavar Jónsson frá ga, fegin kkur“ unina því nesti sitt höfðu þau skilið eftir í skíðaskálanum? „Ekkert ofsalega," svaraði Jón Ásgeir um leið og hann tók rennandi blautt súkkulaði upp úr vasa sínum og bætti við: „Við feng- um okkur súkkulaði en ákváðum að fara sparlega með það ef við fýnd- umst ekki strax." Leitin beintist einkum að vesturhlíðum Bláfjalla Borgarskáíi Áætluð leið barnanna, en hér bárust þau af leið Hér byggðu börnin snjóhús og létu fyrir berast Hciðartoppur Leitarsveitin Mannbjörg frá Þorlákshöfn kom þessa leið og fann börnin Morgunblaöifl/GÓI „ ... eins og utan úr mug’gunni heyrðust skrækir“ Lýsing félaga björgunarsveitarinnar í Þorlákshöfn sem fundu börnin þrjú „Leitarstjóm — Mannbjörg kallar: Við höfum fundið börnin heil á húfi.“ Þannig hljómuðu skilaboðin í talstöðinni i skiða- skálanum í Bláfjöllum klukkan 03.32 aðfaranótt sunnudagsins. Mikill fögnuður greip um sig í skíðaskálanum. Björgunarmenn þustu þegar fram í skála og tíl- kynntu mæðmm bamanna að þau væm fundin heil á húfi. Enginn getur lýst gleði þeirra og fögnuði yfir þessum tíðindum eftir margra ldukkustunda erf- iða bið á milli vonar og ótta um afdrif baraanna. Æðrulausar höfðu þær setið i skálanum, átt hugsanir sinar með sér og beðið fregna. „Maður veigrar sér við að lýsa þeim tilfinningum sem bærðust með okkur þessar klukkustundir. En allt er gott sem endar vel,“ sagði Þuriður Stefánsdóttir, móðir Jóns Ás- geirs og Sólrúnar Þórunnar i samtali við Morgunblaðið. Um 200 manns leituðu Um 200 manns tóku þátt í leitinni að börnunum þremur úr Garðabæ — Jóni Ásgeiri Bjamasyni, 12 ára, Sólrúnu Þórunni, 11 ára systur hans og Alfreð Harðarsyni, 12 ára. Þau höfðu farið á skíði í Bláfjöll að morgni laugardagsins. Foreldrar þeirra fóru að óttast um þau snemma um kvöldið þegar þau komu ekki heim og um níuleytið hófu starfs- menn í Bláfjöllum að svipast um eftir þeim. í skíðaskálanum fundust bakpokar bamanna og nesti. Þá fóru menn að óttast um afdrif þeirra og upp úr klukkan tíu á laugardags- kvöldið voru allar björgunarsveitir Slysavamafélags íslands, hjálpar- sveitir skáta og flugbjörgunarsveitir frá Reykjavík, á Suðumesjum og allt austur að Hellu kallaðar út til leitar. Leitarstjóm var mynduð og hafði aðsetur í skíðaskálanum. Hana skipuðu Svavar Jónsson frá lögregl- unni í Reykjavík, Gylfi Gunnarsson frá flugbjörgunarsveitinni, Ámi Friðriksson frá Slysavamafélaginu og Bjami Axelsson frá Landssam- bandi hjálparsveita skáta. Leitarmenn ösluðu krapa Leitað var á öllu Bláfjallasvæðinu, ftá Sandskeiði og Þrengslum vestur í Grindarskörð. Aðstæður til leitar vom mjög erfíðar — suð-austan slagveður og rigning. Þoka var á svæðinu, sem var mjög erfitt yfír- ferðar. Leitarmenn ösluðu krapa og blautan snjó og vart stætt á fjöllum. Athygli manna beindist að snjóskrið- um, sem fallið höfðu í hlíðum Blá- §alla, sérstaklega á svæði Ármanns. Augu manna beindust að snjóskriðum Leitarhundar vom sendir á vett- vang og stikur til leitar í snjónum. Greinilegt var, að menn óttuðust að bömin hefðu lent í snjóskriðu og þegar leið á nóttina var leitað með vaxandi þunga í hlíðunum þar sem helstu skíðabrekkumar em. En jafn- framt var farið um á snjósleðum og beltabílum um nágrennið. Alls vom leitarmenn á 35 snjósleðum og þrem- ur beltabílum. Þá vom hjálparsveitir, sem vom við æfingar á Langjökli og á Hveravöllum, kvaddar til byggða til þess að taka þátt í leit- inni. En laust eftir hálffjögur um nótt- ina bámst svo tíðindin frá Mann- björg, sveit Slysavamafélagsins í Þorlákshöfn: „Við höfum fundið bömin heil á húfí". Þeir höfðu lagt upp frá Þrengslavegi í átt að Bláfjöll- um. Fóm á vélseðum vestur á bóg- inn, upp á Heiðina há, suður af Blá- fjallasvæðinu og fundu bömin þreytt og blaut á heiðinni, en vel á sig komin. Veður var afleitt, suðaustan rok og rigning og aðstæður svo slæmar, að björgunarmenn gátu ekki áttað sig nákvæmlega á hvar á Heiðinni há þeir fundu bömin. Þeir fikmðu sig til baka eftir vél- sleðafömnum til bifreiðar sveitarinn- ar við Þrengslaveg. „Þau eru bara hress“ Þar var hlúð að bömunum og haldið 1 átt að afleggjaranum að Bláfjöllum og komið þangað um fimmleytið. Mæður bamanna héldu frá skíðaskálanum til móts við þau. Það urðu miklir fagnaðarfundir við gatnamótin. „Þau em bara hress," sagði Magrét Kristjánsdóttir, móðir Alfreðs, og ekki laust við að nokk- urrar undmnar gætti í rödd hennar eftir að hún hafði faðmað son sinn. Og er furða þegar höfð er í huga sú hætta sem bömin komust f á fjöllum uppi f suðaustan roki og rigningu. Þau höfðu sýnt ótrúlegt æðmleysi í hrakningum sínum, svo fullorðnir gætu verið stoltir af. HH. Þakkarávarp til bj örgunarf ólks FORELDRAR barnanna sem leitað var aðfaranótt sunnudags hafa beðið Morgunblaðið fyrir eftirfarandi: „Enn einu sinni hafa björg- unarsveitir Iandsins unnið afreksverk. Blómi æskulýðs og þaulreyndir fjallamenn undir kunnáttusamlegri sfjóm flykktust að kvöldi laugardags 1. febrúar sl. um 200 saman til leitar þriggja bama við erfíðar aðstæður. Þetta ein- vala lið hugprúðra karla og kvenna stóðst gjömingaveður íslenzkra fjalla. En það gerðu einnig bömin þijú, sem villzt höfðu á leið milli tveggja lyfta og voru týnd í hálfan sólar- hring. Einnig þeim var í bijóst blásið þrek og þor á þessari örlagastundu af guðlegum mátti. f kjölfar atburða af þessu tagi duga orð skammt, en hér er samt af hálfu for- eldra bamanna, sem í háskan- um lentu, gerð tilraun til þakklætisvotts til allra þeirra fómfúsu einstaklinga og sam- taka frá Hellu til Suðumesja, sem lögðu sig alla fram og skiluðu árangri. Þuríður Stefánsdóttir, Bjarni Jónsson, Jóna Margrét Kristjánsdóttir, Hörður Alfreðsson.“ MorgunDiaoio/Jön H. Sigurmundsson Þeir björguðu böraunum — Guðmundur Þorsteinsson, Grimur Markússon, Þorleifur Björgvinsson og Kristján Friðgeirsson, formaður björgunarsveitarinnar Mannbjörg. ! ( t i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.