Morgunblaðið - 04.02.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.02.1986, Blaðsíða 38
* 38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR1986 Þröstur Arnason skák- meistari Reykjavíkur ÞRÖSTUR Amason varð skák- meistari Reykjavíkur á mið- vikudagskvöldið og er lang- yngstur þeirra sem þann titil hefur unnið. Allir fyrri Reykja- vikurmeistarar hafa verið komnir fast að tvítugu eða verið þaðan af eldri. Þröstur vann titilinn eftir mjög harða keppni við jafnaldra sinn, Hannes Hlífar Stefánsson, sem leiddi mótið lengst af, og Andra Ass Grétarsson. Þröstur varð snemma mótsins að lúta i lægra haldi fyrir Hannesi, en á enda- sprettinum tefldi hann mjög vel á meðan Hannes gaf eftir. Þegar tveimur umferðum var ólokið af mótinu virtist svo sem Hannes stæði með pálmann í höndunum, því þá hafði hann heilan vinning í forskot á keppi- nauta sína. En þá tapaði hann illa fyrir Andra og fyrir síðustu um- ferðina voru þeir tveir og Þröstur Ámason efstir. Jafnvel þá virtist Hannes enn standa bezt að vígi, því í síðustu umferðinni áttu þeir *** Þröstur og Andri að tefla saman, en Hannes var svo „heppinn" að fá ellefu ára dreng, Héðin Stein- grímsson, sem andstæðing. En það var greinilegt að Hannes var ekki í sama forminu og fyrr á mótinu, því hann fékk verri stöðu með svörtu gegn Héðni. Á meðan fékk Þröstur upp yfirburðastöðu gegn Andra, sem endaði með því að falla á tíma. Þar með var ljóst að Hannes yrði að vinna Héðin til að fá einvígi um titilinn. En sá stutti reyndist sýnd veiði en ekki gefin, hann stóð lengst af betur og hélt örugglega jafntefli, þótt Hannes berðist til síðasta manns. Að missa af titlinum var auðvitað súrt í broti fyrir Hannes, en þeir Þröstur eiga áreiðanlega eftir að mætast oft við taflborðið í framtíðinni. Hannes teflir mjög hvasst en er mistækur. Reykjavíkurmeistar- inrl nýbakaði teflir hins vegar mun traustar og af lokaumferðinni að dæma lætur hann spennu ekki koma sér úr jafnvægi. Þeir Þröstur og Hannes tefla nú í Svíþjóð á Norðurlandamóti grunnskóla og þegar heim kemur bíður þeirra erftt verkefni, því þeir fá að vera með í opna al- þjóðlega mótinu í febrúar. Það verður fróðlegt að sjá hvemig þeim vegnar gegn meisturunum, en það má þó ekki gera miklar kröfur, aðalatriðið er að þeir verða reynslunni ríkari. Þeir sem fylgst hafa með frétt- um af Skákþingi Reykjavíkur hafa sumir haldið að um eitthvað unglingamót hafí verið að ræða. Það er þó öðru nær. Á meðal þátttakenda vom margir þeirra sem börðust um efstu sætin á Skákþingi Reykjavíkur, Skák- þingi íslands og Haustmóti TR í fyrra. Röð efstu manna í opna flokknum varð_þessi: 1. Þröstur Ámason 9 v. af 11 mögulegum. 2.-4. Hannes Hlífar Stefánsson, Bjami Hjartarson og Amaldur Loftsson 8 V2 v. 5.-8. Davíð Ólafsson, Héðinn Stein- grímsson, Andri Áss Grétarsson og Páll Þ. Bergsson 8 v. 9.—11. Tómas Bjömsson, Ragnar Vals- son og Jóhannes Ágústsson 7 V2 v. 12,—20. Ögmundur Kristins- son, Magnús Aleaxandersson, Haraldur Haraldsson, Haukur Angantýsson, Þröstur Þórhalls- son, Ægir Páll Friðbertsson, Sig- uijón Haraldsson, Arinbjöm Gunnarsson og Sigurður D. Sig- fússon 7 v. í unglingaflokki þar sem tefldu 14 ára og yngri varð röð efstu manna þannig: 1. Þröstur Ámason 9 v. af 9 mögulegum. 2. Hannes Hiífar Stefánsson 8 v. 3.-5. Kristinn Friðriksson, Sigurður D. Sigfús- son og Guðfríður Lilja Grétars- dóttir 7 v. 6.-7. Sæberg Sigurðs- son og Ingmundur J. Bergsson 6 V2 v. Það vom fleiri en þeir Þröstur, Hannes og Héðinn sem komu á óvart á skákþinginu. Eins 0g sjá má af lokastöðunni hér að ofan em mörg ný nöfn í efstu sætun- um, en þekktari skákmenn aftar á merinni. Einn þeirra sem kom á óvart var Bjami Hjartarson, 25 ára, sem lítið sem ekkert hefur teflt undanfarin ár, en að sögn stúderað töluvert í laumi. Hann var í toppbaráttunni allt mótið og tefldi mjög góða skák í síðustu Þröstur Árnason umferð, vafalaust beztu skák mótsins: Hvítt: Bjarni Hjartarson Svart: Jóhannes Ágústsson Frönsk vörn 1. e4 - e6, 2. d4 - d5, 3. Rc3 — Bb4,4. e5 — Dd7 Tigran heitinn Petrosjan hafði dálæti á þessu afbrigði en það er ákaflega vandteflt á svart. 5. a3 — Bxc3+, 6. bxc3 — b6, 7. Rf3 - Ba6, 8. Bxa6 - Rxa6, 9. a.4 - Rb8 í skákinni Westerinen — Tai- manov, Leningrand 1967, fékk svartur góða stöðu eftir 9. — Re7, 10. Rh4 - Rb8, 11. 0-0 - Rbc6,12. f6 - g6,13. g4 - 0-0-0 10.0-0 - Rc6,11. Ba3 - 0-0-0?! Rétta leiðin til að tefla stöðuna er að leika 11. — Rge7 og bíða með að hróka þar til hvítur hefur valið áætlun, eins og Taimanov gerði. Nú veit hvítur strax hvert hann á að beina spjótum sínum, þ.e. leggja í sókn á drottningar- væng. 12. Dd3 - Kb7, 13. Rd2 - f6, 14. f4 - Rh6?!, 15. Rb3 - Ka8, 16. a5 Hvítur hefur yfirhöndina, því hann er í sókn en svartur á ekkert mótspil. Það er þó alls ekki hlaup- ið að þvf að bijóta vamir svarts á bak aftur. 16. - Rf7, 17. Hfbl - Hb8, 18. axb6 — cxb6, 19. Hel — Hbe8, 20. c4! — dxc4, 21. Dxc4 — Rfd8, 22. Dd3 — g5!? Örvæntingarfull tilraun til að ná mótspili. Annars hefði hvítur óáreittur getað leikið 23. c4 og 24. d5. 23. exf6 — gxf4, 24. c4 — Hhg8, 25. Df3 - Db7,26. Bd6! - Rf7 Nú virðist liggja beint við að vinna peð með 27. Bxf4, þó svarta staðan sé langt frá því vonlaus eftir 27. — Rb4! Hvítur finnur hins vegar miklu sterkari leik sem þvingar strax fram sigur: 27. Rc5!! - bxc5, 28. Hfbl - Rg5 Tvímælalaust bezta tilraunin. Ef 28. — Rb4 þá einfaldlega 29. Dxb7* - Kxb7, 30. Bxc5 og vinnur létt. 29. Hxa7+! - Kxa7, 30. Hal+ og svartur gafst upp, því mátið blasir við. Selfoss: Framleiðsla á refakössum í einingahúsaverksmiðju einu, efnið unnið og þeir settir saman. Með því að framleiða þá í stórum stíl næðist hagstætt verð. Reynt væri að hafa framleiðslu- tímann stuttan, '/2 mánuð, og ekkert væri því til fyrirstöðu að framleiða einnig kassa fyrir minkalæður. Guðmundur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri SG, sagði að kass- amir væm alveg jafngóðir og sams konar kassar sem fluttir eru inn frá Finnlandi. „Þessir kassar hafa farið á mörg bú, bæði hér í Ámessýslu, við Homafjörð og Hvalfjörð og ég veit ekki annað en mönnum líki þeir vel,“ sagði Guðmundur. Sig. Jóns. meginþorra þjóðarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er224 80 Selfossi, 28. janúar. Fyrir skömmu hóf húsein- ingaverksmiðjan SG-Eininga- hús á Selfossi fjöldaframleiðslu á gotkössum fyrir refalæður. Frá því samdráttar varð vart í framleiðslu einingahúsa hefur hjá fyrirtækinu verið leitað leiða til að auka fjölbreytni í starfsemi fyrirtækisins og nýta þannig vélakostinn sem fyrir hendi er. Framleiðsla refakass- anna er einn þeirra kosta sem fyrir liggja. Refakassamir em unnir eftir teikningum frá Rannsóknarstofn- un landbúnaðarins en framleiðsl- an löguð að efni og vélakosti fyrirtækisins. Óskar Jónsson, starfsmaður SG, sem hefur yfímmsjón með framleiðslu kassanna, sagði að teknir væm fyrir 3—400 kassar í Guðmundur Sigurðjónsson framkvæmdastjóri og Óskar Jónsson með einn refakassann og stæðu af ósamansettum kössum. 60% og innihurðum Útsala Stakir stólar nú kr. 460.- áður kr. 1.260.- Hjónarúm nú kr. 3.660. áður kr. 5.960.- Stakir stólar nú kr. 890.- áður kr. 2.900.- Vönduð Sófasett nú kr. 31.990.- áður kr. 46.600.- Svefnsófar nú kr. 9.800.- áður kr. 16.900.- Innihurðir nú kr. 1.980.- áður kr. 3.400. Fataskápar nú kr. 7.948.- áður kr. 10.900.- Gerið góð kaup strax í dag Nýborgc§) á nýjum stað.. Skútuvogi4, sími 82470
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.