Morgunblaðið - 04.02.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.02.1986, Blaðsíða 25
GENCI GJALDMIÐLA MORGUNBLAÐIÐ, ÞRHXJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1986 25 London, 3. febrúar. AP. GÓÐAR fréttir af bandarískum efnahagsmálum ollu því i dag, að dollarinn hækkaði nokkuð í verði gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum. Breska pundið elti hins vegar olíuverðið og lækkaði gengi þess dálítið. Bandaríkjadollar hækkaði all- verulega gagnvart kanadíska doll- araum en hann hefur staðið mjög höllum fæti að undanfömu. Gagn- vart pundinu hækkaði dollarinn einnig allmikið en það á nú mjög í vök að veijast vegna nýrrar hættu á olíuverðstríði. Gagnvart japanska jeninu lækkaði dollarínn hins vegar enn og fengust nú 1,3855 dollarar en 1,4125 ígær. Það, sem olli gengishækkun doll- arans, vom fréttir um 2,8% vöxt í bandarískum byggingariðnaði í desember og 2,7% fleiri verksmiðju- pantanir í sama mánuði. Falli pundsins olli aftur á móti sú yfirlýs- ing Yamanis, olíumálaráðherra Saudi-Arabíu, að engin von væri til, að samkomulag næðist milli OPEC og þeirra olíuframleiðslu- þjóða, sem utan þess væm. Gengi dollarans gagnvart öðmm gjaldmiðlum var þetta í kvöld: 2,3960 v-þýsk mörk (2,3892), 2,0330, svissneskir frankar (2,0297), 7,3375 franskir frankar (7,3200), 2,7070 hollensk gyllini (2,7030), 1,629,50 ítalskar límr (1,628,00), 1,4340 kanadískir doll- arar (1,4250). Gullverðið féll aðeins í dag og fást nú fyrir únsuna 347,50 dollar- AP/Símamynd Snjóplógur ryður veginn fyrir bíla á hraðbrautinni milli Bordeaux og Montepillier i Suður-Frakklandi. Þar og víðar í Evrópu er nú fannfergi meira en elstu menn muna. Fannfergi og flóð í Evrópu London, Marseille, Innsbruck, Feneyjum, 3. febrúar. AP. HIÐ VERSTA vetrarveður hefur verið í Evrópu um helgina og snjókoman víða meiri en áður þekkjast dæmi um, t.d. í Miðjarðar- hafslöndunum. Veðrinu hafa fylgt skriðuföll og stórflóð, eins og í Feneyjum, og verulegar rafmagnstruflanir. A Norður-Englandi lokuðust vegir vegna snjóa í gær, sunnudag, og um 5.000 heimili vora án hita og rafmagns. Höfðu rafmagnslínur slitnað vegna ísingar en óvanalega miklir kuldar em nú á Bretlandseyj- um og vindasamt. Gamall maður varð úti í veðrinu og björgunarmenn hafa átt erilsama helgi. í Frakklandi era enn á annað höndrað þúsund heimili rafmagns- Iaus, fjómm dögum eftir hríðarveð- ur, sem varð níu manns að íjörtjóni. Er ástandið nokkuð farið að skána en þó verður enn að flytja fólki víða í Pýreneafjöllum allar vistir með þyrlum. Á Ítalíu em snjóar sums staðar meiri en elstu menn muna en annars staðar hafa stórrigningar valdið flóðum. í Feneyjum er vatns- borðið hálfum öðmm metra hærra en vera ber og hefur það aðeins tvisvar á öldinni verið hærra. í Sviss og Austurríki hefur kyngt niður miklum snjó og er af þeim sökum mikil hætta á skriðufjöllum. Sl. laugardag féll snjóskriða á hótel skammt frá Innsbmck og lést þá einn maður og fjórir slösuðust. Nærri 40 manns vom í hótelinu þegar skriðan féll og þykir það mikil mildi, að ekki fór verr. í Rúmeníu er ástandið slæmt og herma fréttir að samgöngur í landinu hafi að mestu farið úr skorðum um helgina vegna mikillar snjókomu. Á sunnudag var umferð einkabOa bönnuð um óákveðinn tíma. ATHU6IÐ/ Nýtt símanúmer Frá og meö 1. febrúar bættist: framan við símanúmer okkar, sem eru að öðru leyti óbreytt. Númer í skiptiborði er nú 681299 Beinn sími á verkstæði er 6 81225 í varahlutaverslun 6 81265 og hjólbarðadeild 6 81923 BÍLABORG HF Smiðshöfða 23 Mjög auðvelt er að setja moppurnar á festiplötuna, og taka þær af. Hakarnir á neðra borði festiplötunnar (franskur renni- lás) tryggja að moppurnar eru alltaf vel fastar á meðan á hreingerningu stendur. Nýju moppukerin eru fáanleg fyrir allar þrjár moppubreiddirnar (33, 40, 57 cm). Þau eru á hjólavögnum, með vindipressu og grind, auk margs konar aukahluta. Mjög auðvelt er að vinda moppumar með vindipressunni. Það er stórmerk nýjung. Með frauðplastsvampi í pressunni verður vindingin jöfn og þétt. Þegar moppan er orðin -Æ óhrein fer hún í hliðar- |h körfuna og þaðan í I þvottavélina. Því hreinni sem moppurnar eru, því betri árangur næst! $ GERÐIN Smiðsbúð 10 - Garðabæ - sími (91)41630, (91)41930
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.