Morgunblaðið - 04.02.1986, Side 25

Morgunblaðið - 04.02.1986, Side 25
GENCI GJALDMIÐLA MORGUNBLAÐIÐ, ÞRHXJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1986 25 London, 3. febrúar. AP. GÓÐAR fréttir af bandarískum efnahagsmálum ollu því i dag, að dollarinn hækkaði nokkuð í verði gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum. Breska pundið elti hins vegar olíuverðið og lækkaði gengi þess dálítið. Bandaríkjadollar hækkaði all- verulega gagnvart kanadíska doll- araum en hann hefur staðið mjög höllum fæti að undanfömu. Gagn- vart pundinu hækkaði dollarinn einnig allmikið en það á nú mjög í vök að veijast vegna nýrrar hættu á olíuverðstríði. Gagnvart japanska jeninu lækkaði dollarínn hins vegar enn og fengust nú 1,3855 dollarar en 1,4125 ígær. Það, sem olli gengishækkun doll- arans, vom fréttir um 2,8% vöxt í bandarískum byggingariðnaði í desember og 2,7% fleiri verksmiðju- pantanir í sama mánuði. Falli pundsins olli aftur á móti sú yfirlýs- ing Yamanis, olíumálaráðherra Saudi-Arabíu, að engin von væri til, að samkomulag næðist milli OPEC og þeirra olíuframleiðslu- þjóða, sem utan þess væm. Gengi dollarans gagnvart öðmm gjaldmiðlum var þetta í kvöld: 2,3960 v-þýsk mörk (2,3892), 2,0330, svissneskir frankar (2,0297), 7,3375 franskir frankar (7,3200), 2,7070 hollensk gyllini (2,7030), 1,629,50 ítalskar límr (1,628,00), 1,4340 kanadískir doll- arar (1,4250). Gullverðið féll aðeins í dag og fást nú fyrir únsuna 347,50 dollar- AP/Símamynd Snjóplógur ryður veginn fyrir bíla á hraðbrautinni milli Bordeaux og Montepillier i Suður-Frakklandi. Þar og víðar í Evrópu er nú fannfergi meira en elstu menn muna. Fannfergi og flóð í Evrópu London, Marseille, Innsbruck, Feneyjum, 3. febrúar. AP. HIÐ VERSTA vetrarveður hefur verið í Evrópu um helgina og snjókoman víða meiri en áður þekkjast dæmi um, t.d. í Miðjarðar- hafslöndunum. Veðrinu hafa fylgt skriðuföll og stórflóð, eins og í Feneyjum, og verulegar rafmagnstruflanir. A Norður-Englandi lokuðust vegir vegna snjóa í gær, sunnudag, og um 5.000 heimili vora án hita og rafmagns. Höfðu rafmagnslínur slitnað vegna ísingar en óvanalega miklir kuldar em nú á Bretlandseyj- um og vindasamt. Gamall maður varð úti í veðrinu og björgunarmenn hafa átt erilsama helgi. í Frakklandi era enn á annað höndrað þúsund heimili rafmagns- Iaus, fjómm dögum eftir hríðarveð- ur, sem varð níu manns að íjörtjóni. Er ástandið nokkuð farið að skána en þó verður enn að flytja fólki víða í Pýreneafjöllum allar vistir með þyrlum. Á Ítalíu em snjóar sums staðar meiri en elstu menn muna en annars staðar hafa stórrigningar valdið flóðum. í Feneyjum er vatns- borðið hálfum öðmm metra hærra en vera ber og hefur það aðeins tvisvar á öldinni verið hærra. í Sviss og Austurríki hefur kyngt niður miklum snjó og er af þeim sökum mikil hætta á skriðufjöllum. Sl. laugardag féll snjóskriða á hótel skammt frá Innsbmck og lést þá einn maður og fjórir slösuðust. Nærri 40 manns vom í hótelinu þegar skriðan féll og þykir það mikil mildi, að ekki fór verr. í Rúmeníu er ástandið slæmt og herma fréttir að samgöngur í landinu hafi að mestu farið úr skorðum um helgina vegna mikillar snjókomu. Á sunnudag var umferð einkabOa bönnuð um óákveðinn tíma. ATHU6IÐ/ Nýtt símanúmer Frá og meö 1. febrúar bættist: framan við símanúmer okkar, sem eru að öðru leyti óbreytt. Númer í skiptiborði er nú 681299 Beinn sími á verkstæði er 6 81225 í varahlutaverslun 6 81265 og hjólbarðadeild 6 81923 BÍLABORG HF Smiðshöfða 23 Mjög auðvelt er að setja moppurnar á festiplötuna, og taka þær af. Hakarnir á neðra borði festiplötunnar (franskur renni- lás) tryggja að moppurnar eru alltaf vel fastar á meðan á hreingerningu stendur. Nýju moppukerin eru fáanleg fyrir allar þrjár moppubreiddirnar (33, 40, 57 cm). Þau eru á hjólavögnum, með vindipressu og grind, auk margs konar aukahluta. Mjög auðvelt er að vinda moppumar með vindipressunni. Það er stórmerk nýjung. Með frauðplastsvampi í pressunni verður vindingin jöfn og þétt. Þegar moppan er orðin -Æ óhrein fer hún í hliðar- |h körfuna og þaðan í I þvottavélina. Því hreinni sem moppurnar eru, því betri árangur næst! $ GERÐIN Smiðsbúð 10 - Garðabæ - sími (91)41630, (91)41930

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.