Morgunblaðið - 12.02.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.02.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR12. FEBRÚAR1986 Lifir rás-2? Það er bersýnilegt að rýmkun útvarpslaganna hefír hleypt nýju lífí í dagskrá sjónvarpsins en hvað um útvarpið? Svæðisútvarpið á Akureyri og í Reykjavík ber vott um fjörkipp en ég fæ ekki séð að til dæmis rás-2 sem ætti að vera hvað næmust á hið breytta and- rúmsloft í útvarpsheiminum, hafí tekið miklum umskiptum þrátt fyrir yfírlýsingar rásarstjórans þess efnis að rás-2 sé albúin í slaginn við nýju útvarpsstöðvamar. Nýir þættir þokast að vísu alltaf við og við inní dagskrá rásar-2 en í eðli sínu er dagskrá þessarar léttu músikrásar fremur íhaldssöm og uppbygging einstakra þátta lýtur mjög ákveðn- um lögmálum. Mér skilst að þáttar- stjórar hafí allfijálsar hendur um hvemig þeir haga þáttum sínum og ber að fagna slíku afskiptaleysi af hálfu yfírstjómenda, enda er vitað mál að skapandi einstaklingar á borð við þá er stýra þáttum á rás-2 njóta sín ekki til fulls nema í fijálslegu andrúmslofti. Þannig er næsta líklegt að hið fijálslega andrúmsloft geri þessum einstakl- ingum kleift að ljá þáttunum með tíð og tíma persónulegt yfírbragð, sem er svo sem gott og blessað en hvað um dagskrá rásar-2, ber að líta á dagskrá rásarinnar sem eins- konar jámbrautarlest þar sem lest: arstjóri situr í hveijum vagni? I fremsta vagninum situr svo yfírlest- arstjórinn og bíður þess að lestin silist áfram á sínu ákveðna spori? Mœtti breyta? Mætti máski breyta eitthvað skipulaginu á rás-2 þannig að stjómendur þáttanna er í rauninni bera uppi dagskrána, hefðu meiri áhrif á mótun dagskrárinnar í heild? Ég held að núverandi skipulag rás- ar-2 geti varla gengið öllu lengur. Eða hvað segja menn um þá stað- reynd að burðarásar rásar-2, þátt- arstjóramir eru lausráðnir. Hvaða stjómunarlegar afleiðingar hefír þetta skipulag? Hugsum okkur að ónefndur þáttarstjóri vilji umbylta dagskránni. Svo vill til að hug- myndir þessa róttæka þáttarstjóra stangast á við hugmyndir rásar- stjórans. Þegar þáttarstjórinn rót- tæki mætir næst til vinnu hefír þátturinn hans einfaldlega verið strikaður út úr dagskránni. Ég er hér ekki að lýsa raunverulegu dæmi heldur aðeins skipulagi rásar-2, sem vissulega býður upp á vaidníðslu. Væri ekki nær að fastráða hóp dagskrárstarfsmanna er hefðu tök á að móta sjálfa dagskrárstefnuna? Þáttarstjómnum yrði og gefið færi á að velja á milli núverandi ráðning- arfyrirkomulags og ráðningar til lengri tíma til dæmis árs í senn. Slíkt fyrirkomulag er ekki bara rétt- lætismál heldur gerir það þáttar- stjóranum auðveldara fyrir að skipuleggja tíma sinn og einnig að skipta um starf ef svo ber undir. Þá álít ég óheppilegt að í sæti rásar- stjóra rásar-2 sitji sami maðurinn of lengi, slíkt fyrirkomulag er ólýð- ræðislegt og gefur hæfum starfs- mönnum ekki færi á að neyta kraft- anna til hins ýtrasta. Hvað til dæmis um þá félaga Pál Þorsteinsson og Ásgeir Tómasson? Þessir ágætu menn eiga það svo sannarlega skilið að setjast um stund í stól rásar- stjóra. Ég vil að lokúm taka skýrt fram að ég er hér ekki að veitast persónulega að einum eða neinum. En mér virðist að skipulag rásar-2 þurfi að endurskoða ef ríkisútvarpið vill sælcja fram af fullum þunga á þeim vígstöðvum sem verða hvað þungsóttastar. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / SJÓNVARP „Svaðilf ör á Græn- landsjökul 1888“ — ný miðdegissaga eftir Friðþióf Nansen Ný miðdegis- 1 A 00 saKa hóf göngu -l-** sína á rás 1 sl. mánudag sem nefnist „Svaðilför á Grænlandsjök- ul 1888“ og er hún eftir Friðþjóf Nansen. Kjartan Ragnars þýddi og Áslaug Ragnars les. Dr. Friðþjófur Nansen fæddist 1861 í nágrenni Oslóborgar sem þá nefndist Kristianía. Hann lést 1930 á sveitasetri sínu og var greftraður á kostnað ríkis- ins á þjóðhátíðardegi Norð- manna 17. maí að við- stöddu fjölmenni hvað- anæva um heimsbyggðina. Á æskuáram stundaði hann skíðaíþrótt af kappi, einnig dýra- og fiskveiðar og hvers konar útivist. Að loknu stúdentsprófí nam hann dýrafræði og gerðist safnvörður í Björgvin 1882. Nansen samdi marg- vísleg vísindarit er lýsa vel þeim eigindum sem síðar mótuðu störf hans öll. Skal einkum nefnd heilbrigð skynsemi, skarpskyggni, sjálfstæði og framleikur, enn fremur óbilandi kjark- ur og elja, enda bauð hann birginn hvers konar þraut- um og harðrétti. Doktorsritgerð hans 1887 fjallar um vefræna þætti miðtaugakerfísins. Aðrar fjalla um íjölþættar lífrænar rannsóknir, t.d. líf og eðli hvala. Síðar hneigð- ist hugur hans æ meir að könnun heimskautasvæða. Hann tók m.a. þátt í leið- angri selfangara á Norð- ur-Ishafi 1882 og veitti forstöðu skíðaleiðangri yfir þveran Grænlandsjökul 1888, þeim sem hér verður Qallað um. Árið 1889 gekk hann að eiga söngkonuna Evu Sars og 1890 birti hann í Landfræðitímaritinu áform sín að láta berast með rekísnum Um norður- höf austur með ströndum Síberíu. Lét hann síðan smíða hið víðfræga skip Fram enda naut hann ríf- legs styrks úr ríkissjóði. Óskar konungur lagði einn- ig fram fé svo og aðrir einstaklingar. 24. júní 1893 var lagt af stað frá Kristianíu og haldið norður og austur á bóginn. Skipið rak með ísnum og reyndist svo rammgert og traust að ísinn vann ekki á því. 14. mars 1895 steig Nansen af skipsfjöl við annan mann og héldu þeir síðan á hundasleðum áleiðis að Norðurheimskautinu en ís- inn reyndist of torfær og urðu þeir að snúa við en komust þó nær norðurpól en áður hafði tekist. Að lokinni háskalegri för höfðu þeir vetursetu á Frans-Jósefslandi í kofum sem þeir hrófluðu upp úr Fríðþjófur Nansen gijóti og rekaviði. Þeir höfðu ekki annað viðurværi en kjöt veiðidýra, rostunga og bjamdýra. Um vorið bar þar að amerískan leiðangur og með honum héldu þeir til Noregs. Viku síðar tók Fram höfn í Finnmörku. Nansen naut almennrar hylli að lokinni þessari frægðarför. Var vísindalegur ávinning- ur af henni talinn mjög mikilvægur, einkum á sviði haffræði. Ut vora gefín sex Hótelstjórmn James Brolin og aðstoðarhótelstjórinn Connie Sellecca. Hótel — 1. þáttur ■■■■■ Bandarískur OO15 myndaflokkur í LiCd— 22 þáttum hefst í sjónvarpi í kvöld kl. 22.15 og ber hann yfirskriftina „Hótel". Samnefnd sjón- varpsmynd var sýnd fyrir viku, og er hún eftir sögu Arthurs Hailey en þó er hver þáttur um sig sjálf- stæð saga. Með aðalhlutverkin fara James Brolin, Connie Sellecca og Anne Baxter. Þýðandi er Jóhanna Þrá- insdóttir. ÚTVARP MIÐVIKUDAGUR 12.febrúar 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Undir regnbogan- um" eftir Bjarne Reuter. Ól- afur Flaukur Simonarson les þýðingu sína (2). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur frá kvöldinu áður sem Sigurður G. Tómasson flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forystugreinum dagblaðanna. 10.40 Hin gömlu kynni. Valborg Bentsdóttir sér um þáttinn. 11.10 Norðurlandanótur. Ólafur Þórðarson kynnir. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Frá vettvangi skólans. Umsjón: Kristín H. Tryggvadóttir. 14.00 Miðdegissagan „Svaðil- förá Grænlandsjökul 1888" eftir Friðþjóf Nansen. Kjart- an Ragnars þýddi. Áslaug Ragnars les (3). 14.30 Óperettutónlist. 16.16 Hvað finnst ykkur? Umsjón: Örn Ingi. (Frá Akur- eyri.) 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 18.00 Fréttir. Dagskrá. 18.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. a. Óbókonsert eftir Bo- huslav Martinu. Frantisek Mantak og Fílharmoníu- sveitin í Brno leika; Martin T urnkovsky stjórnar. b. Fílharmoníusveitin í Stokkhólmi leikurtónlist eftir Wilhelm Peterson-Berger; Björn Hallman stjórnar. 17.00 Barnaútvarpið. Meðal efnis: „Stína" eftir Babbis Friis Baastad í þýðingu Sig- urðar Gunnarssonar. Helga Einarsdóttir les (12). Stjórn- andi: Kristín Helgadóttir. 19.00 Stundinokkar Endursýndur þáttur frá 9. febrúar. 19.30 Aftanstund Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni. Söguhornið — Palli og morgunstundin eftir Áslaugu Jensdóttur. Myndir: Pétur Ingi Þorgils- son. Sögur snáksins með fjaörahaminn, spænskur teiknimyndaflokkur, og Ferðir Gúlívers, þýskur brúöumyndaflokkur. Sögu- maður Guörún Gísladóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttirog veður 20.30 Auglýsingarogdagskrá 17.40 Ur atvinnulífinu. — Sjáv- arútvegur og fiskvinnsla. Umsjón: Gísli Jón Kristjáns- son. 18.00 Á markaði. Fréttaskýr- ingaþáttur um viðskipti, efnahag og atvinnurekstur í umsjá Bjarna Sigtryggsson- ar. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Málræktarþáttur. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.50 Eftir fréttir. Jón Ásgeirs- son framkvæmdastjóri Rauða kross (slands flytur þáttinn. 20.00 Hálftíminn. Elín Kristins- MIÐVIKUDAGUR 12.febrúar 20.35 Nýjasta tækni og visindi Umsjónarmaður Sigurður H. Richter. 21.15 Á líðandi stundu Þáttur meö blönduðu efni. Bein útsending úrsjón- varpssal eða þaöan sem atburðir liðandi stundar eru að gerast ásamt ýmsum innskotsatriöum. Umsjónarmenn Ómar Ragnarsson, Agnes Braga- dóttir og Sigmundur Ernir dóttir kynnir popptónlist. 20.20 Iþróttir. Umsjón: Ingólf- urHannesson. 20.50 Tónmál. Þáttur Soffíu Guðmundsdóttir. (Frá Akur- eyri.) ,21.30 Sveitin mín. Umsjón: HildaTorfadóttir. 22.00 Fréttir. Frá Reykjavíkur- skákmótinu. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma (15). 22.30 Bókaþáttur. Umsjón: Njörður P. Njarð- vík. 23.10 Á óperusviðinu. Leifur Þórarinsson kynnir óperu- tónlist. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Rúnarsson. Stjórn útsend- ingar og upptöku: Tage Ammendrup og Óli örn Andreassen. 22.15 Hótel Nýrflokkur — Fyrsti þáttur Bandarískur myndaflokkur ( 22 þáttum. Þeir eru fram- hald samnefndrar sjón- varpsmyndar eftir sögu Art- hurs Haileys en hver um sig ersjálfstæö saga. Aðalhlutverk: James Brolin, Connie Sellecca og Anne Baxter. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. 23.05 Fréttir í dagskrárlok. SJÓNVARP þykk bindi er báru heitið Vísindaárangur norska heimskautsleiðangursins 1893-1896. Árið 1897 var Nansen skipaður prófessor við Kristianíuháskóla og beindist áhugi hans þar einkum að haffræðirann- sóknum enda samdi hann fjölmörg vísindarit þess efnis, m.a. um sannfræði heimilda um siglingar forn- manna og má þar nefna yínlandsferð Leifs heppna. Ómetanlegt reyndist að allra mati starf hans í þágu sjálfstæðisbaráttu Norð- manna. M.a. birtist eftir hann fjöldi greina um þau átök í ýmsum heimsblöð- um. Árið 1920 hóf Nansen hina stórmerku starfsemi sína við heimsendingu allt að 450.000 stríðsfanga, einkum þýskra og austur- rískra í Rússlandi og rússn- eskra í Mið-Evrópu. Þá er og talið að í samvinnu við Rauða krossinn hafí Nan- sen forðað um tveimur milljónum manna einkum í Volguhéraðum Rússlands frá hungurdauða. Nansen hlaut friðarverðlaun Nób- els 1923. Auk þess bárast honum rausnarleg fjár- framlög frá öðram aðilum. Öllu þessu fé varði hann í því skyni að minnka þján- ingar og eymd stríðs- hijáðra þjóða. Hann átti einnig dijúgan þátt í líkn- arstarfí Þjóðabandalags- ins. Nansen var maður fá- dæma vinsæll og jafnframt talinn velgjörðarmaður mannkyns. Fáir hafa átt jafnmörg hugðarefni og hann. Nansen var íþrótta- maður, landkönnuður, vís- indamaður, listamaður, stjómandi, fomfræðingur og ekki síst mannvinur. Honum var reistur vegleg- ur minnisvarði í garði Osló- arháskóla. MIÐVIKUDAGUR 12.febrúar 10.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 12.00 Hlé 14.00 Eftirtvö Stjórnandi: Jón Axel Ólafs- son. 15.00 Núerlag Gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. Stjórnandi: Gunnar Salvarsson. 16.00 Dægurflugur Leopold Sveinsson kynnir nýjustu dægurlögin. 17.00 Þræðir Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. 18.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar í þrjár mínútur kl. 11.00, 15.00, 16.00og 17.00. SVÆÐISÚTVÖRP AKUREYRI 17.03—18.00 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni — FM 90,1 MHz. REYKJAVÍK 17.03—18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.