Morgunblaðið - 12.02.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.02.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR12. FEBRÚAR 1986 33 Blikur á lofti í atvinnumálum á Grundarf irði Heimamenn ekki á eitt sáttir um meðferð málsins GRUNDFIRÐINGAR eru nú mjög uggandi um stöðu atvinnu- lífs á staðnum eftir að ljóst var að togarinn Sigurfari II yrði ekki seldur til Grundarfjarðar. Með skipinu missa Grundfirðing- ar um 4.000 tonna kvóta, sem er rúmur þriðjungur þess afla- magns sem unninn hefur verið á staðnum, og um tveir þriðju hlutar þess afla, sem unnin hefur verið í stærsta atvinnufyrirtæki á staðnum, Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar. Fulltrúar heimamanna hafa að undanförnu verið í viðræðum við þingmenn Vesturlandskjördæmis og aðra ráðamenn vegna þessa máls og Hraðfrystihús Grundarfjarðar hefur sótt um leyfi til innflutn- ings á fiskiskipi til hráefnisöflun- ar, en til þess þarf undanþágu frá gildandi lögum og reglum. Þingmenn kjördæmisins hafa tilkynnt sjávarútvegsráðherra að þeir muni beita sér fyrir breyt- ingum á fiskveiðilögunum í þessu skyni, enda sé það eina leiðin til að tryggja hraðfrystihúsinu hrá- efni og næga atvinnu á staðnum. Stjóm Fiskveiðasjóðs ákvað á fundi sínum í fyrri viku að selja Sigurfara Haraldi Böðvarssyni og Co. á Akranesi, en fyrirtækið bauð 187,5 milljónir króna í skipið. Skipið var áður gert út frá Grundarfirði af Hjálmari Gunnarssyni útgerðar- manni, sem átti 60% í skipinu á móti 40% Hraðfrystihúss Grundar- fjarðar. Þessir aðilar buðu í skipið í sitt hvoru lagi, Siglunes hf. (Hjálmar Gunnarsson og fleiri) bauð 168,3 milljónir og Hraðfrysti- hús Grundarfjarðar bauð 165 millj- ónir og voru fjögur tilboð hærri en þesi tvö. Áður en stjórn Fiskveiða- sjóðs tók ákvörðun höfðu þingmenn Vesturlandskjördæmis ritað sjávar- útvegsráðherra bréf þar sem þeir lögðu áherslu á að skipið færi aftur til heimahafnar. Sjávarútvegsráð- herra kynnti Fiskveiðasjóði álit þingmannanna, en í svari sjóðsins kom fram, að áhersla væri lögð á að selja skipið hæstbjóðanda, svo fremi sem greiðsluáætlun og veð stæðust. Vegna þessa hótuðu þrír stjómarmanna Fiskveiðasjóðs að ganga úr stjórninni, linnti ekki póli- tískum þrýstingi á stjómendur sjóðsins. Er blaðamaður Morgunblaðsins var á ferð á Grundarfirði fyrr í þessari viku kom berlega í ljós að heimamenn eru ekki á eitt sáttir innbyrðis um meðferð þessa máls og skiptast menn þar jafnvel eftir pólitískum flokkslínum. Flestir Gmndfirðingar em þó sammála um að það hafi skaðað stöðu þeirra, að hafa ekki borið gæfu til að standa saman um tilboð í skipið. Og allir virðast vera sammála um nauðsyn þess að fá annað skip í staðinn fyrir Sigurfara til að koma í veg fyrir alvarleg skakkaföll í atvinnulífi heimamanna. Togarinn Sigurfari II, sen. nú hefur verið seldur til Haraldar Böð- varssonar og Co. Akranesi. Lítið eftir til að vinna ef ekkert kemur í staðinn — segir Garðar Gunnarsson, verkstjóri í Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar „EF EKKERT skip kentur í stað- inn fyrir Sigurfara hefur það ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér og ég vil helst ekki hugsa þá hugsun til enda,“ sagði Garðar Gunnarsson, verkstjóri í Hrað- frystihúsi Grundarfjarðar. Hann sagði að frystihúsið væri stærsta atvinnufyrirtækið á staðnum, þar ynnu að jafnaði rúmlega 100 manns við eðlilegar aðstæður, og þvi Ijóst hversu al varlegar afleið- ingar það myndi hafa í för með sér fyrir atvinnulífið á Grundar- firði ef ekki tækist að tryggja fyrirtækinu hráefni. „Þetta hefur svo keðjuverkandi áhrif út fyrir frystihúsið og má þar nefna tekjutap sveitarfélagsins," sagði Garðar. „Ef ekkert skip kemur í staðinn fyrir Sigurfara þýðir það að við missum um tvo þriðju hluta þess afla sem við höfum haft úr að vinna. í fyrra tókum við á móti um það bil 4.900 tonnum. Afli Sigurfara í ár er að sóknar- marki 3.600 tonn þannig að það er þá orðið lítið eftir, ef ekkert kemur í staðinn fyrir það skarð sem hann skilur eftir. Það hefur verið mikið lagt í þetta hús að undan- fömu, hlutafé var aukið á síðasta ári og fjárhagsleg staða fyrirtækis- ins er góð eins og er. Ef ekkert verður að gert er hins vegar ljóst að öll þessi uppbygging verður brotin niður á tiltölulega skömmum tíma með ófyrirsjáanlegumn afleið- ingum fyrir atvinnulífið hér á staðn- um,“ sagði Garðar Gunnarsson verkstjóri. Frá Grundarfirði. í baksýn gnæfir tignarlegt Kirkjufellið yfir staðnum. Grundfirðingar eru dæmdir til að drepast með lögum * _ segir Arni Emilsson hreppsnefndar- maður og fyrrum sveitarstjóri „ÞAÐ liggur fyrir, að þingmenn kjördæmisins hafa tilkynnt sjáv- arútvegsráðherra, að þar sem Sigurfari verður ekki endur- heimtur muni þeir beita sér fyrir breytingum á fiskveiðilögunum i þá veru, að Hraðfrystihús Grund- arfjarðar geti keypt skip erlendis frá og fengið á það sambærileg- an kvóta. Þetta virðist vera eina leiðin til að tryggja frystihúsinu hráefni og næga atvinnu hér á staðnum,“ sagði Árni Emilsson, útibússtjóri Búnaðarbankans, fyrrum sveitarstjóri og núver- andi hreppsnefndarmaður á Grundarfirði. Árni sagði að Hraðfrystihús Grundarfjarðar hefði óskað eftir heimild viðskiptaráðherra til inn- flutnings á fiskiskipi til hráefnisöfl- unar, en til þess þyrfti undanþágu frá gildandi lögum og reglum. Hann sagði að þetta mál hefði varpað ljósi á þann misbrest sem væri á kvóta- lögunum, og nauðsynlegt væri að taka þau mál öll til rækilegrar endurskoðunar. „Það er út af fyrir sig ekkert við því að segja þótt eitt fyrirtæki fari á hausinn. Það er hægt að sætta sig við það. En það er ekki hægt að sætta sig við að með lögum frá Alþingi sé Grundfirðingum gert að drepast, því að með Sigurfara fer Morgnunblaðið/Bjarni Garðar Gunnarsson verkstjóri: Alvarlegar afleiðingar fyrir at- vinnulífíð ef ekki tekst að tryggja hraðfrystihúsinu hrá- efni. rúmur þriðjungur af lífsbjörginni. Það er sitthvað að drepast úr eigin aumingjadómi eða að vera dæmdur til þess með lögum," sagði Ami. Hann sagði að í mörg ár hefði ekki þurft að flytja burt hráefni frá Grundarfirði og samvinna físk- vinnslufyrirtækjanna hefði verið góð enda hefðu Grundfirðingar verið stærri í frystingu en mörg mun stærri sjávarpláss. „Hér hefur átt sér stað feiknarlega mikil upp- bygging í fískvinnslustöðvum. Nú er því öllu fómað ef ekki kemur nýtt skip í stað Sigurfara. Núver- andi ríkisstjóm hefur verið því fylgj- andi að menn fjárfestu með arðsem- issjónarmið í huga. Þetta höfm við gert, en nú á að bijóta það allt niður. Manni virðist lítil skynsemi Morgunblaðið/Bjami Árni Emilsson segir að þetta mál haf i m.a. varpað Ijósi á þá mis- bresti sem séu á kvótalögunum. í því að hvetja menn til að fjárfesta í arðbæmm fyrirtækjum í dag, en kippa síðan undan þeim fótunum á morgun," sagði Ámi. getrauna- VINNINGAR! 24. leikvika - leikir 8. febrúar 1986 Vinningsröð:X 2 1-X 1 2-2 XX-X 1 2 1. vinningur 11 réttir: kr. 178.265,-. 18818 41851(2/11,6/10) 44523(4/10) 107408(6/10) 125891(6/10) 2. vinningur: 10 réttir, kr. 4.982,- 5647 6865 6907 8139 8398 8943 9436 9689 11260 12744 14317 24188 27531 27540 28735 40162 41833* 51078 51172 52547 55376 56531 60589+ 60947 109310+ 128727 109582 130232*+ 125889 131091 125892 132360 126040*+ 132796+ 126997 133208 127686* 133272 128541 134350 135087X 504509 Ur21.viku: 24519 Ur23.viku: 59683 ♦=2/10 x=4/10 Kærufrestur er til mánudagsins 3. mars 1986 kl. 12.00 á hádegi. íslenskar Getraunir, íþróttamiðstöðinni v/Sigtún, Reykjavík Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöö fást hjá umboðsmönnum og á skrífstofunni f Reykjavík. Vinningsupphaéðir geta lækkað, ef kæmr verða teknar til greína. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Islenskra Getrauna fyrír lok kærufrests.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.