Morgunblaðið - 12.02.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.02.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR12. FEBRÚAR1986 Fangaskiptin á Glienicke-brú: „Þorði ekki að trúa að sonur minn væri frjáls“ - sagði Ida Milgrom, móðir Anatolys Shcharansky Moskvu, 11. febrúar. AP. IDA MILGROM, móðir sovéska andófsmannsins Anatoly Shcharanskys, var í dag í sjöunda himni yfir því, að syni hennar skyldi hafa verið sleppt úr fangelsi og sagði hún við fréttamenn, að hún væri „varla farin að skilja“, að þjáningar sonar sins væru á enda. Kvaðst hún vilja fá að fara til sonar síns á Vesturlöndum og vona að öðrum sovéskum andófsmönn- um yrði einnig sleppt. Milgrom, sem er 77 ára gömul, var stödd á heimili vinar síns í Moskvu ásamt öðrum syni sínum, Leonid Shcharansky, þegar vest- rænir fréttamenn sögðu henni tíð- indin. Síðan heyrði hún skýrt frá fangaskiptunum í erlendri útvarps- stöð en að venju var ekkert sagt frá þeim í sovéskum fjölmiðlum. „Það er fyrst nú, að ég er farin að trúa þessu," sagði Milgrom brosandi og þrýsti samanvöðluðum vasaklút að bijósti sínu. „Þetta er svo ánægjulegt, að ég á bágt með að átta mig á því eftir öll þessi erfiðu ár.“ Milgrom kvaðst hafa heyrt orð- róm um það í marga daga, að sonur hennar yrði látinn laus en hún vildi ekki trúa honum. Hún hafði svo oft orðið fyrir vonbrigðum. „Jafnvel þegar ég heyrði sagt í erlendu út- varpsstöðinni, að hann væri á brúnni, þorði ég ekki að trúa því, að sonur minn væri fijáls. Ég var hrædd. Hver veit hvað hefði getað gerst. Þeim kynni að snúast hugur. Það var ekki fyrr en sagt var, að hann væri að fara burt í bíl, að ég leyfði fögnuðinum að gagntaka migj“ sagði Milgrom. „I níu ár hef ég vaknað til og sofnað út frá hugsuninni um Tolya (auknefni Shcharanskys) og mér þykir leitt, að faðir hans skyldi ekki lifa þessa stund," sagði Mil- grom en Boris, maður hennar, lést á afmælisdegi sonar þeirraj Anato- lys, 20. janúar árið 1980. „Eg vona, að þessi hamingja eigi eftir að falla í skaut öllum þeim ijölskyldum, sem þjást í þessu landi.“ Ida Milgrom kvaðst hafa áhyggj- ur af heilsu sonar síns. „Öll sín bestu ár hefur hann verið í fangelsi við ömurlegar aðstæður. Þeir hafa reynt að knýja hann til að játa á sig sakir en auðvitað hafði hann ekkert að játa. Nú er hann frjáls og ég vona, að ég og fjölskylda mín fáum að fara til hans,“ sagði hún og Leonid, sonur hennar, skaut því inn, að í kvöld ætlaði fjölskyldan að gleðjast saman yfir kampavíni „sem er þó erfítt að komast yfír nú um stundir". „Ég vona, að framtíðin flytji þér ekki aðra erfíðleika meiri," sagði einn þeirra, sem komnir voru til að samfagna Shcharansky-fjölskyld- unni. Bonn, New York og London, 11. febrúar. AP. VESTRÆN ríki fögnuðu í dag lausn Anatolis Shcharanskys úr sovésku fangelsi og komu hans til Vesturlanda og skoruðu á Sovétrikin að láta einnig lausan mannréttindabaráttumanninn Andrei Sakharov, sem verið hefur í útlegð i borginni Gorki í Sovétríkjunum og aðra þá sem sætt hafa ofsóknum vegna gagn- rýni sinnar á sovéska stjómkerf- ið. Samtök gyðinga í Bandaríkjun- um hafa látið í ljósi fögnuð sinn yfír lausn Shcharanskys, en kröfð- ust þess jafnframt að öllum gyðing- um í Sovétríkjunum, sem þess ósk- uðu, yrði leyft að flytjast úr landi. Zeese Schnur hjá baráttusamtökum fyrir frelsun sovéskra gyðinga i New York sagði að Shcharansky hefði í mörg ár verið tákn um baráttuna fyrir frelsi og bætti við að þau vonuðust til að lausn hans væri tákn þess sem koma skyldi. í öllu falli myndi þetta gefa baráttu þeirra byr undir báða vængi. Aðrir forsvarsmenn gyðinga sögðu að það varpaði skugga á gleði þeirra vegna frelsunar Shcharanskys að 400 þús- und gyðingar í Sovétríkjunum hefðu foijnlega farið þess á leit að flytjast til Israels. Geoffrey Howe, utanríkisráð- herra Bretlands, lýsti yfír gleði sinni vegna lausnar Shdiaranskys og sagðist vonast til þess að Sovét- menn myndu fara eins að í sam- bandi við aðra baráttumenn fyrir mannréttindum í Sovétríkjunum og bætti við að áfram skyldi haldið við að þrýsta á Sovétmenn að standa við skuldbindingar sínar í Helsinki- sáttmálanum. Bretar hafa verið að rejma að fá Sovétmenn til að leyfa mökum 23 Breta að flytjast frá Sovétríkjunum, en lejifí til þess hefur ennþá ekki fengist. AP/ Símamynd Anatoli Shcharansky ásamt sendiherra Bandarikjanna i Vestur- Þýskalandi, Richart Burt. Sendiherrann tók á móti Shcharansky á Glienicke-brú og fylgdi honum til Tempelhof-flugvallar. Fögnuður á Vestur- löndum vegna lausn- ar Schcharanskys AP/Símamynd Fjöldi manna fagnaði Shcharansky þegar hann kom til Tel Aviv í ísrael. Hér heilsar hann fólkinu með nokkurs konar sigurmerki. Graham Greene sæmdur orðu London, 11. febrúar. AP. Sest Duvalier að í Líberíu? Port-au-Prince, Haiti, 11. febrúar. AP. BRESKI rithöfundurinn Graham Greene, sem af mörgum er talinn einhver mesti höfundur nú á enska tungu, hefur hlotið bresku orðuna Order of Merit. Fór veit- ingin fram í Buckinghamhöll þar sem Elizabeth drottning II. sæmdi hann og tvo aðra orðunni á mánudagskvöld. Order of Merit-orðan er sérstök heiðurs- orða sem aðeins 24 menn geta borið á hveijum tíma og litið er á hana sem sérstaka gjöf þjóð- höfðingjans. Hinum 81 árs gamla rithöfundi hlotnaðist þessi heiður í þann mund sem sjónvarpsstöðvar víða um heim sýna kvikmynd um stjómina á Haiti sem byggð er á bók Greenes frá 1966, „Trúðamir“ (The Come- dians). Francois heitinn Duvalier einræðisherra, eða „Papa Doc“ eins og hann var jafnan nefndur, ákærði Greene fyrir bókina, sem gaf dökka mynd af stjómarfarinu á Haiti. Greene er nú búsettur í Antibes í Suður-Frakklandi. Euan Camer- on, fulltrúi Greenes hjá útgefendum hans í London, sagði, að fjölskylda Greenes fagnaði þeim heiðri sem honum hefði verið sýndur og út- gefendúr hans væru afar ánægðir. Á áttræðisafmæli sínu sagðist Greene líta svo á að sín yrði minnst sem góðs rithöfundar fremur en mikils skálds. „Ég tel mig meðal góðra rithöfunda, en að ég sé mikið skáld er of sterkt til orða tekið," sagði Greene. Graham Greene Tveir aðrir hlutu orðuna samtím- is Greene. Þeir era Sir Frank Whittle, 78 ára að aldri, og Fred- erick Sanger, 67 ára. FORSETI bráðabirgðasijómar- innar á Haiti hét í dag lands- fólkinu að koma á lýðræðislegum stjómarháttum og að fijálsar kosningar yrðu haldnar undir alþjóðlegu eftirliti. Utanríkisráð- herra Vestur-Afríkuríkisins Líb- eríu sagði í dag, að Jean-Claude Duvalier gæti fengið að setjast þar að. Henri Namphy, hershöfðingi og forseti sex manna bráðabirgða- stjómar, sem tók við völdunum eftir flótta Duvaliers, sagði í dag þegar hann sór embættiseið sinn, að lýð- ræðislegir stjómarhættir yrðu tekn- ir upp og fijálsar kosningar haldn- ar. Ekki nefndi hann þó hvenær af þeim yrði. Ókyrrt er enn á Haiti og leitar fólk dyram og dyngjum að fyrram liðsmönnum öryggislögreglunnar, hinnar svokölluðu „Tonton Maco- ute“. Vora um 300 þeirra drepnir um helgina. Namphy tilkynnti í dag, að lögreglan hefði verið leyst upp og bað hann fólk um að gæta stillingar. J. Bemard Blamo, utanríkisráð- herra Líberíu, sagði í dag, að Jean- Claude Duvalier og fjölskyldu hans væri heimilt að seijast að í landinu en um það hefði þó enn ekki komið formleg beiðni. Þær fréttir bárast svo frá Frakklandi síðla í dag, að Duvalier hefði yfírgefíð hótelið, sem hann hefur verið á, en ekki var vitað hvert förinni var heitið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.