Morgunblaðið - 12.02.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.02.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR12. FEBRÚAR1986 Minning: Haraldur Guðmunds son fasteignasali Fæddur 15. febrúar 1906 Dáinn 2. febrúar 1906 í dag verður útfor Haraldar Guðmundssonar fasteignasala gerð frá Fossvogskirlgu. Er ég frétti andlát hans, minntist ég liðinnar tíðar, og í huga mér komu ýmis atriði, smá og stór, sem tengjast bemsku minni og upp- *'r vaxtarárum. Heimili hans var ann- að heimili mitt, fjölskylda hans og Qölskylda mín sem ein. Aldrei bar þar skugga á. Og nú, þá hann er allur, sakna ég vinar í stað, manns, sem aldrei fór dult með skoðanir sínar, lifði samkvæmt þeim, var hjálpsamur og raungóður, þó að aldrei mætti láta á því bera. Þessa eiginleika faldi hann oft á bak við allt að því hijúfa framkomu, sem þó allir sem til þekktu, sáu í gegn- um. Hann var glaður á góðri stund, höfðingi heim að sækja, naut sam- vista við ættingja og vini, hrókur alls fagnaðar í gleði, traust og örlát stoð í sorg og erfíðleikum. Þannig manégHaraldGuðmundsson. Haraldur var fæddur í Reykjavík 15. febrúar 1906. Foreldrar hans voru hjónin Ingileif Bjamadóttir og Guðmundur Egilsson, kaupmaður og byggingameistari. Böm þeirra Qögur, Ingólfur, Haraldur, Ásta og Hákon, em nú öll látin. Haraldur hóf nám í Menntaskólanum í Reykjavík, gekk vel, en aðstæður hans breyttust þannig, að hann hvarf frá námi. Var hann við ýmis algeng störf og vann meðal annars við húsbyggingar, bæði á eigin vegum, svo og í félagi við föður sinn og Ingólf, bróður sinn. Eftir það sneri hann sér að loðdýrarækt, einnig rak hann hænsnabú um tíma. Á árinu 1937 setti hann á stofn fasteignasölu, sem hann starfaði við, meðan heilsa og kraftar leyfðu. Fyrr á ámm vora ekki margir fasteignasaiar í Reykjavík, og vom því umsvif hans talsverð. Hann var viðskiptavinum sínum hollur ráð- gjafí, ekki síður kaupendum en seljendum. Veit ég, að hans er minnst sem ráðvands og heilsteypts fagmanns í stétt sinni. Hinn 13. október 1934 kvæntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Mörtu Tómasdóttur, Sigurðssonar, hreppstjóra frá Barkarstöðum í Fljótshlíð, móðursystur minni. Böm þeirra þijú em Grétar, lögfræðing- ur, kvæntur Svanfn'ði Kjartans- dóttur, Ingileif Svandís, sjúkraþjálf- ari, gift Howard Smith, lækni, og Sigurður, sem rekur auglýsinga- stofu. Bama- og bamabamabömin em nú orðin 18 talsins. Haraldur bar hag niðja sinna mjög fyrir bijósti og reyndist þeim góður faðir, afí og langafí. Ætt- rækni hans var mikil. Nutu þar margir góðs af, þó að ekki færi hann hátt með það. Og hvergi leið honum betur, en í góðra vina og ættingja hópi. Samheldni ættingj- anna frá Barkarstöðum er mikil. Sérstakt og mikið samband var með þeim §ómm systmm, sem í Reykja- vík bjuggu og tóku makar systr- anna slíkan þátt í ræktun þessara Qölskyldubanda, að þau styrktust enn betur. Haraldur leit á ættingja Mörtu jafnt sem sína, og þar sem við bjuggum í næsta nágrenni, man ég jafnt heimili þeirra, sem mitt eigið og lít á það sem mitt annað bernskuheimili. Sérstaklega kært var með þeim Haraldi og Þóm, elstu aisystur Mörtu. Var gaman að fylgjast með, er þau ræddu saman um menn og málefni. Oft vom þau á sama máli, en ef ekki, þá héldu bæði fast við sitt, og gaf hvorugt eftir, en skildu alltaf sátt. Enn betur kom vinátta þeirra i ljós, eftir að Þóra veiktist. Naut hún stuðnings hans og um- hyggju, og fannst honum ekkert of gott henni til handa. Fyrir um fímm ámm var Harald- ur skorinn mjaðmarskurði og fékk nýja mjaðmarliði. Gekk sú aðgerð mjög vel. Dvaldi hann þá um hríð ásamt Mörtu á heimili dóttur þeirra og tengdasonar f Englandi. Þar naut hann þjálfunar og hlaut góðan bata. Þau Haraldur og Marta sóttu sundlaugamar f Laugardal á hveij- um degi, ef þau gátu því við komið. Haraldur taldi sundíþróttina holla og heilbrigða og stuðla að betri heilsu. Eitt er víst, hann kenndi sér aldrei neins meins, að mjaðmarlið- unum undanskildum, þar til hann veiktist af heilablæðingu í mars á fyrra ári. Lá hann síðan rúmfastur á Landspítalanum, þar til hann iést að kvöldi 2. febrúar síðastliðinn, nær áttræður að aldri. Margra ára samfylgd skilur eftir bjartar og góðar endurminningar. Ættingjar og vinir kveðja hann með söknuði og þakklæti. Pálmar Ólason Ég vil minnast afa míns, Harald- ar Guðmundssonar, nokkmm oið- um fyrir hönd okkar, bamabama hans. Hann var yfírlætislaus maður. Þeir sem ekki þekktu hann héldu kannski að þama færi einhver miðlungur. Hann var hvergi nefnd- armaður eða stjómarformaður, bar enga titla, átti látlaust heimili og barst ekki á. En við sem þekktum hann vissum að hann var óviðjafn- anlegur. Hann var góður maður, gjaf- mildur, nægjusamur, hjartahlýr, grandvar og traustur og þannig mætti lengi telja án þess þó að lesandinn áttaði sig á þvi hvað hann var sérstakur. Hann kunni að greina varanieik frá fallvelti, safn- aði ekki fjársjóðum en hugsaði fyrst og mest um annarra hag og siðast um sinn. Hans helsta áhugamál var að tryggja að aðstæður ættingja, vina og venslamanna væm góðar, helst betri en hans eigin. Skapgerð hans var traust eins og eftir kerfísbundna ögun, ráð- vendni hans var eins fortakslaus og hjá einlægam trúmanni. Þó er ekki vitað til að hann hafí rifíð sig upp á nóttunni til bænagjörðar eða rannsakað siðfræði. Honum var eðlilegt að breyta rétt og gæska hans var brátt áfram. Hann var ekki margmáll eða langorður en talaði hug sinn og breytti i samræmi við orð sín. Hann þoldi ekki óspiiun- arsemi og pijál en hafði að regiu í öfiun veraldlegra gæða að maður ætti að eiga það sem hann þyrfti en allt þar umfram yrði æ til traf- ala. Þó var hann enginn meinlæta- maður en rataði þann meðalveg sem fáir fínna. Innileg gestrisni og lífs- gleði gerðu hús þeirra ömmu að fjölsóttum samkomustað. Afí var svo heimakær að honum þóttu sumarbústaðir og sérstök skemmti- hús fáranleikinn uppmálaður. En þó tók hann sig til öðm hveiju, löngu áður en það tíðkaðist meðal almennings, og fór í siglingar með fjölskyldu sína. Það er kannski ljósara nú en í byijun þessa greinarkoms hvers vegna listi lýsingarorða eða smáat- vika getur ekki lýst afa vei. Hvert lýsingarorð felur aðeins í sér eina hugsun en afa tókst að sætta magnaðar skapgerðarandstæður og tvinna úr þeim merkilega heild. Hann var maður sjálfsafneitunar og reglufestu en annan eins lffs- nautnamann var erfitt að fínna. Hann sagði ekki gamansögur en var samt drepfyndinn. Hann var virðulegur í fasi og formfastur í samskiptum, en þó gjörsamlega laus við tilgerð. Hann var fáorður maður og sérvitur en hafði samt einstakt lag á og skemmtun af að umgangast fólk. Kannski er rétt að segja að hann hafi verið vitur. Það segir sig sjálft að við sem nutum þess að þekkja vel Harald Guðmundsson emm þakklát fyrir það. Af því að ég skrifa fyrir hönd margra, kannski með ólíkar skoðan- ir á eilífðarmálum, segi ég lítið um framhaldslíf. En við vitum öll að við munum lengi enn, í því sem við gemm réttast og best, njóta kynna okkar við hann. Nú, ef haldið er bókhald á himnum yfír gjörðir manna á jörðinni þá hefur hann afí ömgglega skilið reglumar þar og uppgjörið við hliðið hefur tekið stuttan tíma. Blessuð sé minning hans. t Móöirokkar, INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Bergþórugötu 2, andaöist á öldrunardeild Landspítalans, Hátúni 10B, 10. febrúar. Vaigeröur Siguröardóttir, Þorsteina Siguröardóttir, Báröur Sigurösson, Jakob Sigurösson. t Eiginkona mín og móöir okkar, GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR, Strandgötu 8, Hvammstanga, lést 29. janúar. Útförin hefur fariö fram. Þökkum auösýnda samúð. Höskuldur Helgason, Slgrún Höskuldsdóttir, Ólafur Höskuldsson. t Elskuleg konan mín, dóttir okkar og systir, EVA HRÖNN HREINSDÓTTIR, Rjúpufelli 25, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 14. febrúar kl. 10.30. Árelfus Örn Þóröarson, Þrúöur Ingvarsdóttir, Hreinn Eyjólfsson, Reynir Hreinsson. t Eiginmaöur minn, SIGURÐUR VIGFÚSSON, forstööumaður, Hverfisgötu 90, sem lést 4. febrúar, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 14. febrúar kl. 15.00. Áslaug Stefánsdóttir. t Faðir okkar, ÓLAFUR Þ. PÁLSSON, byggingameistari, verður jarösunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 13. febrúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaöir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Georg Ólafsson, Hafsteinn Ólafsson, Agúst Ólafsson, Jónfna Ólafsdóttir. t Dóttir okkar og stjúpdóttir, ANNA EGGERTSDÓTTIR sjúkraliöl, verður jarösungin frá Neskirkju fimmtudaginn 13. febrúar kl. 13.30. Blóm afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Hallfrfður Eiðsdóttir, Eggert Guömundsson, Karl Magnússon. t Útför föður okkar, ÞORLÁKS G. OTTESEN fyrrverandi verkstjóra, Selásbletti 7, Reykjavfk, sem lést 3. febrúar sl., veröur gerð frá Langholtskirkju fimmtudag- inn 13. febrúar kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö. Fyrir hönd ættingja og annarra vandamanna, Sigrfður Þ. Ottesen, Kristfn Þ. Ottesen, Sigurlaug Þ. Ottesen, Ása Þ. Ottesen, Hulda Þ. Ottesen. t Þökkum auðsýnda samúö vegna andláts og jarðarfarar INGÓLFS BJÖRGVINS JÓNSSONAR, Selvogsgötu 4, Hafnarfirði. Aðstandendur. t Innilegar þakkir til ailra þeirra sem auðsýndu samúö og hiýhug við andlát og útför INGVARS ÞORKELSSONAR, Þórisstööum, Grfmsnesi. Sigurdfs Sigurðardóttir. t Þökkum innilega auösýnda samúð við andlát KRISTRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Auöarstræti 17. Erla Jóhannsdóttir, Helga Jóhannsdóttir, Haukur Jóhannsson, Þórdfs Guðmundsdóttir. Sigurður J. Grétarsson 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.