Morgunblaðið - 12.02.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.02.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR12. FEBRÚAR1986 27 Fékk g’ervihjarta í annað sinn er ígræðsla mistókst Tucson, Arizona, 11. febrúar. AP. LÆKNAR komu öðru sinni fyrir gervihjarta í fertugri konu á sunnudag, þegar sýnt var að mannshjarta, sem grætt hafði verið í hana, brást gersamlega. Er hún fyrsti sjúklingurinn, sem tvisvar hefur gengist undir slíka aðgerð. Sfðara gervihjartað, sem sett var í konuna, Bemadette Chayrez, er minna og annarrar gerðar en hjart- að, sem fjarlægt var á föstudaginn, að sögn talsmanns Háskólasjúkra- hússins í Tucson. Aðgerðin á sunnudag tók tæpar níu klukkustundir vegna tafa af völdum innvortis blæðinga. Sjúklingurinn er enn mjög þungt haldinn, enda hjartaaðgerðimar orðnar þrjár á u.þ.b. einni viku. Ekki hefur enn verið unnt að taka ákvörðun um, hvenær mannshjarta verður grætt f konuna á nýjan leik, en það verður tæplega gert á næstunni. Morðið á de Carvajal aðmírál: Baskar segjast ábyrgir San Sebastían, Spáni, 11. febrúar. AP. Aðskilnaðarsamtök baska hafa lýst sig ábyrg fyrir morðunum á Cristobal Colon de Carvajal aðmírál og bílstjóra hans í Madríd sl. fimmtudag. Aðmíráll- inn var á leið til vinnu sinnar er þrír menn vörpuðu handsprengj- um á bifreið hans og hófu sam- tímis vélbyssuskothríð. Carvajai aðmíráll var 61 árs að aldri og var kominn í beinan karl- legg af Kristófer Kólumbus. Hann og bílstjóri hans eru hinir fyrstu sem láta lífíð í aðgerðum hryðju- verkamanna á Spáni á þessu ári. Bandaríska geimferðastofnunin: Fresta næstu þrem- ur geimfeijuferðum Washington og Kanaveral höfda, 11. febrúar. AP. BANDARISKA geimferðastofn- unin, NASA, tilkynnti f gær, að næstu þremur geimfeijuferðum yrði frestað vegna Challenger- slyssins. Þar með verður einnig bið á, að geimför verði send til Júpiter og sólarinnar, þar sem skjóta átti þeim frá geimfeijum. Hagstæð skilyrði til þess verða ekki til staðar á ný fyrr en eftir 13 mánuði. Engu að síður er unnið af fullum krafti að undirbúningi geimfetju- ferðar, sem á áætlun er í júlímán- uði, og er það gert í von um að starfsmönnum NASA takist fljót- lega að fínna orsök sprengingarinn- ar í Challenger. Næsta ferð geimferju var á dagskrá 6. mars, og átti ferjan að flytja ýmsan búnað til rannsókna á Halley-halastjömunni, sem hverfa mun sjónum áður en annað mannað geimfar frá Bandaríkjunum getur farið á loft. Glatast visindamönnum þar tækifæri, sem aðeins gefst á 76árafresti. Lítið hefur miðað í leit rannsókn- arskipanna þriggja að Chailenger- eldflaugunum. Sérstakt kapp hefur verið lagt á að fínna hægri eld- flaugina, sem talið er, að kunni að hafa rifnað og valdið sprengingu í aðaleldsneytisgeyminum. ERLENT Ingebrigt Holst-Dvrnes. arframleiðendur hafa átt í við Níg- eríu. Eftir að lögreglan fletti ofan af leynireikningnum í Sviss lögðu hann og Bringsvor fram ný skatt- framtöl fyrir árið 1984, þar sem gefnar vom upp 1 millj. n.kr. hærri fjárhæð en áður (yfír 5 millj. ísl. kr.). Lögreglan hefur hins vegar ekki látið sér þetta nægja, heldur ákveðið að rannsaka málið betur. Gmnur leikur á, að mennimir tveir hafí fengið umboðslaun greidd til baka frá Nígeríu vegna fisks, sem þeir seldu þangað. Þeir hafa þó báðir lýst því yfír ennfremur, að þeir hafi ekki hagnazt persónu- lega á bankareikningnum í Sviss. Halda þeir því fram, að peningamir hafi verið notaðir í þágu fyrirtækis þeirra til þess að greiða fyrir sölu á físki í Nígen'u. Hafí féð m.a. verið notað til þess að múta mönnum og fyrirtækjum þar í landi frá árinu 1983. Peningamir á reikningnum í Sviss eiga samkvæmt frásögn þeirra beggja rót sína að rekja til „ofsahagnaðar" á útfluttum fiski til Nígeríu frá 1980, sem í rauninni var ólögleg, þar sem norsk yfírvöld höfðu sett hámarksverð á útflutn- ingsafurðir þangað. Piskurinn var seldur með atbeina svissnesks firma, Norex, sem tókst að ná fram mjög háu söluverði. Mismuninum á þessu verði og hinu opinbera verði frá Noregi var skipt á milli svissneska fyrirtækisins og reikningsins, sem Holst-Dymes stofriaði. - Allt að 70% afsláttur BOKAUTSALA í tilefni þess að fyrirtœkið á 20 ára aímœli nœsta haust heíjum við aímœlisárið með því að efna til stórútsölu á bókum í verslun okkar að Síðumúla 11. Opió frá 9 - 18 nema á laugardögum 10-14 BOKAlJTGAFAI'i ÖRIN & ÖRLYGIJR Siðumúla 11, simi 84866 STÝRIKERFI EINKATÖLVA Innan þeirra fyrirtækja er nota einkatölvur er nauðsyn að hafa starfsmenn með þekkingu á innviðum og búnaði tölvukerfisins. Tilgangur MS. DOS námskeiðanna er að gera starfsmenn sem hafa umsjón með einkatölvum sjálfstæða í meðferð búnaðar- ins. Þátttakendum er veitt innsýn í uþþbyggingu stýrikerfa og hvernig þau starfa. Farið er yfir allar skipanir stýrikerfisins og hjálparforrit þess. Kennd verður tenging jaðartækja við stýri- kerfi og vél og rætt um öryggisatriði og daglegan rekstur. Leiðbeinandi: Björn Guðmundsson.kerfisfrædingur i ...............—i Timi og stadur 17.-20. febrúar kl. 18.30-22.30 Ánanaustum 15 EINKATÖLVUR Einkatölvur verða sífellt algengari, og þurfa því æ fleiri að þekkja undirstöðuatriði er varða notkun þeirra og meðferð. Reynslan hefur sýnt, að notendur einkatölva ná betri árangri í starfi, ef þeir hagnýta sér þetta sjálfsagða hjálpartæki á réttan hátt. Markmið: Að kynna þátttakendum undirstöðuatriði vinnu við verkefni sem einkatölvum er ætlað að vinna úr. Efni: Hvernig starfar tölvan? ■ Kynning á vélbúnaði • Undir- stöðuaðgerðir stýrikerfis ■ Ritvinnsla • Gagnasafnskerfi • Töflu- reiknar. Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað starfsmönnum fyrirtækja sem nota eða ætla að nota einkatölvur. Leiðbeinandi: Björn Guðmundsson.kerfisfræðingur | | Tími og staður 17.-19. febrúar kl. 13.00-17.30 Ánanaustum 15 dBASE III Mest notaða gagnasafnskerfið á markaði í dag er dBASE II sem fæst á flestar einkatölvur. Nú er dBASE III komið á markað, enn fullkomnara en fyrri kerfi og auðveldara er að læra notkun þess. Markmið: Á þessu námskeiði fá þátttakendur þjálfun [ notkun dBASE III í því skyni að setja upp gagnasöfn, skipuleggja gagnameðhöndlun og gagnaúrvinnslu og útbúa hvers konar prentlista. Efni: Um gagnasafnskerfi • Skipulag gagna til tölvuvinnslu • Uppsetning gagnasafns • Fyrirspurnir • Samfléttun gagnasafna • Útreikningar og úrvinnsla • Útprentun. Þátttakendur: Námskeiöið er ætlað öllum þeim sem vilja tileinka sér hagkvæmni sem fylgir notkun gagnasafnskerfa við alls kyns gagnavinnslu. Leiðbeinandi: ValgeirHallvarössonyéltæknifræðingur i.......................... • i Timi og staður 26.-28. febrúar kl. 13.30-17.30 Ánanaustum 15 Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.