Morgunblaðið - 12.02.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.02.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR12. FEBRÚAR1986 Utandagskrárumræður á alþingi um olíukaup og olíuverð: Sovétmenn miða alltaf við hæsta verð á olíumarkaði í Rotterdam — sagði Kjartan Jóhannsson — Við- skiptaráðherra eindregið andvígur frjálsri olíuverslun MATTHÍAS Bjamason, við- skiptaráðherra, sagði á alþingi í gaer, að hann hygðist beita sér fyrir því að verð á gasolfu hér á landi lækkaði á næstunni, enda þótt það gæti kostað verulega aukið útstreymi fjármagns af innkaupajöfnunarreikningi olíu- félaganna. Verð á gasolíu hefur verið óbreytt frá þvi í október á síðasta ári, er hækkun varð, en hefur hins vegar farið lækkandi á mörkuðum erlendis undan- famar vikur. Sama er að segja um aðrar tegundir olíu. Hjörleifur Guttormsson (Abl.- Al.) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á ftindi sameinaðs þings í gær og gerði olíukaup til landsins að um- talsefni. Hann benti á hina stór- felldu lækkun á verði olíu á mörkuð- um erlendis og spurði hvenær vænta mætti þess að hún kæmi fram á íslandi. Hann sagði, að bensín og svartolía hefðu að vísu lækkað örlítið í verði fyrir skömmu, en verð á gasolfu væri óbreytt frá því í október 1985, er síðasta hækkun varð. Þingmaðurinn vakti athygli á því, að olíufélögin hefðu seint á síð- asta ári keypt miklar birgðir af olíu á háu verði og myndu þær endast fram undir sumarmál. Það væri mikið hagsmunamál fyrir togaraút- gerð og loðnuverksmiðjur að olíu- verðlækkunin kæmi fram hér á landi. Útgerðarmenn væru þegar famir að reyna að komast yfir ódýra olíu erlendis og það væri ekki hægt að lá þeim það. En hinn mikii verð- munur á olíu hér og erlendis Ieiddi til þess að atvinna drægist saman og útflutningur óunnins hráefnis í sjávarútvegi ykist, sem aftur leiddi til þess að framboð okkar á frystum fiski á Bandaríkjamarkaði minnkaði mjög. Þingmaðurinn kvaðst vilja inna viðskiptaráðherra eftir því hvort honum þætti ekki eðlilegt, að verðlækkun á olíu erlendis kæmi fram hér og jafnframt hvort honum fyndist ekki eitthvað bogið við olíu- Skammstafanir í stjórnmálafréttum í stjórnmálafréttum Morgunblaðsins eru þessar skammstafanir notaðar. Fyrir flokka: A.: Alþýðuflokkur Abl.: Alþýðubandalag Bj.: Bandalagjafnaðarm. F.: Framsóknarflokkur Kl.: Kvennalisti Kf.: Kvennaframboð S.: Sjálfstæðisflokkur Fyrir kjördæmi: Rvk.: Reykjavík VI.: Vesturland Vf.: Vestfirðir Nv.: Norðurland vestra Ne.: Norðurland eystra Al.: Austurland SL: Suðurland Rn.: Reykjanes innflutningskerfið. Viðskiptaráðherra benti á, að sérstakur innkaupajöfnunarreikn- ingur tæki við sveiflum, sem yrðu á olíuverði. Þegar olía hækkaði erlendis væri verð hér áfram óbreytt um nokkurt skeið, og sömu sögu væri að segja af lækkun á olíuverði. Ef verð á olíu væri látið lækka til jafns við verð á „lægsta degi“ á mörkuðum erlendis yrði stórfellt útstreymi af jöfnunarreikningnum, en það þýddi að verulega væri gengið á fé bankanna. Ráðherra sagði, að svartolía og bensín hefðu lækkað í verði fyrir hálfum mánuði og ríkisstjómin hefði ákveðið að beita sér fyrir því í samráði við verðlagsyfirvöld að verð á gasolíu lækkaði einnig innan skamms og að ekki yrði beðið fram í miðjan aprílmánuð eftir verðbreyt- ingu. Kjartan Jóhannsson (A.-Rn.) sagði að lækkun olíuverðs virtist alltaf vera lengi á leiðinni, en sama gilti ekki um hækkun olíuverðsins. Hann veik sérstaklega að þeim ummælum viðskiptaráðherra að varasamt væri að miða olíuverð hér á landi við lægsta verð á mörkuðum tiltekinn dag. Þingmaðurinn sagði, að þannig væri frá olíukaupasamn- ingum við Sovétmenn gengið að þeir hefðu val um það hvaða dag verðið væri miðað við. Þeir sem athugað hefðu línurit yfir þróun olíuverðs á Rotterdam-markaði og borið það saman við olíukaup hér á landi hefðu veitt því athygli að Sovétmenn miðuðu alltaf við þann dag er verðið væri hæst, en aldrei þann dag er það væri lægst. Kjartan sagði olíufélögin ekki njóta þess ef þau keyptu ódýra olíu, og því sæju þau sér engan hag í því. Tímabært væri orðið að taka olíukaupakerfið til endurskoðunar. " Hjörleifur Guttormsson kvað það betri fréttir en engar að ríkisstjóm- in ætlaði að beita sér fyrir lækkun gasolíuverðs fyrir sumarmál. Sá verðmunur, sem nú væri fyrir hendi, hljAi að teljast óviðunandi. Ef menn hefðu trú á því að olíuverð héldi áfram að lækka erlendis þá ætti að láta lækkunina koma strax fram hérlendis. Taka mætti nokkra áhættu í því sambandi. Jafnframt kvað hann nauðsynlegt að endur- skoða það kerfi olíuviðskipta sem hér væri við lýði, svo núverandi ástand endurtæki sig ekki. Matthías Bjamason varaði mjög við hugmyndum um fijálsa olíu- versiun. Slíkt gæti leitt til þess að íslendingar gætu ekki selt neina saltsfld á næstu ámm. Hann sagði, að enginn hefði dregið í efa að nauðsynlegt væri að kaupa mikið magn olíu til landsins í einu, svo hér væm ætíð birgðir í 2-3 mánuði dreifðar um land allt. Einnig hefðu menn verið sammála um það, að verðið ætti að vera hið sama um land allt. Páll Pétursson (F.-Nv.) sagðist vilja vara við afleiðingum olíulækk- unarinnar og vekja athygli á því að ekki væri víst að hún yrði til frambúðar. Vitnaði hann í því sambandi til tveggja erlendra sér- fræðinga, sem hefðu bent á að í kjölfar olíulækkunar kæmi efna- hagslegur óstöðugleiki. Aðrar orku- lindir yrðu um hríð ekki samkeppn- isfærar við olíu, og fallið yrði frá olíuleit og olíuvinnslu á frumstigi. Síðan gæti komið bakslag og verð- sprenging á ný. Kvaðst hann vilja, að íslendingar undirbyggju sig undir það að mögm árin kæmu á ný með skynsamlegri nýtingu á hinum tímabundna hag af olíulækk- uninni. Þingmaðurinn tók sérstaklega fram, að hann væri andvígur fijáls- um innflutningi á olíu. Kjartan Jóhannsson sagði það Morgunblaðið/Emilía Aheyrendurá þingpöllum áminntir Kennarar fjölmenntu á þing- palla alþingis í gær, en búist var við því að tekin yrði á dagskrá fyrirspurn Hjörleifs Guttormssonar (Abl.—Al.) til fjármálaráðherra og mennta- málaráðherra um Iaun, samn- ings- og verkfallsrétt og lög- verndun á starfsheiti kennara. Fjármálaráðherra boðaði hins vegar fjarveru og var því ekki unnt að taka fyrirspumina á dagskrá. Þegar tilkynnt var um fjarveru ráðherra heyrðust köll og hlátur á þingpöllum og sá Þorvaldur Garðar Krisljáns- son, forseti sameinaðs þings, ástæðu til að áminna áheyrend- ur um að nauðsynlegt væri að þögn ríkti á þingpöllum. Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra: Rætt verði um opinbera menningarstefnu á alþingi SVERRIR Hermannsson, menntamálaráðherra sagði á alþingi í gær, að hann vildi beita sér fyrir því að þar færu fram sérstakar umræður um opinbera stefnu í menningarmálum. Tilefni þessara ummæla var fyr- irspum frá þremur þingmönnum Alþýðubandalagsins um opinbera stefnumörkun í menningarmálum. Helgi Seljan (Abl.-Al.), sem mælti fyrir fyrirspuminni, kvaðst vilja taka skýrt fram að ekki væri verið að óska eftir ríkisforsjá eða mið- stýringu á þessum vettvangi. Sverrir Hermannsson sagði, að ekki væri hægt að segja að fyrri ríkisstjómir hefðu markað fast- mótaða stefnu á sviði menningar- mála. Sama væri upp á teningnum hvað núverandi stjómvöld áhrærði. Ingvar Gíslason (F.-Ne.) kvaðst hlynntur sérstakri umræðu á al- þingi um menningarstefnu stjóm- valda. Það væri hins vegar býsna erfitt að ætla sér að marka heild- stæða menningarstefnu í einu vett- fangi. Á það væri hins vegar að líta, að auðvitað væri um ákveðna menningarstefnu að ræða í allri sögu alþingis og birtist hún í því hvemig það afgreiddi menningar- mál, s.s. fjárframlög á því svic Margt væri hins vegar óljóst u: það við hvað væri miðað er ht væri mörkuð. Guðrún Helgadótt: (Abl.-Rvk.) sagði að tvennt væ arðbært á íslandi: fískurinn í sjói um og menningin. Hún kvað: sammála því að nauðsynlegt væ að efna til málþings um opinbei stefnumörkum í menningarmálui og sagðist treysta því að menntí málaráðherra Iéti ekki Garða Sigurðsson (Abl.-Sl.) telja sér tr um að eingöngu þyrfti að huga a físknum í sjónum. álitamál hvort væri svartara svart- nætti Matthíasar Bjamasonar eða Páls Péturssonar. Páll boðaði mikla ógæfu í kjölfar olfulækkunar og Matthías fullyrti að frelsi í olíuvið- skiptum leiddi til birgðaskorts í landinu og kæmi í veg fyrir sölu á fiskafurðum okkar erlendis. Þetta svartagallsraus minnti sig á um- ræðumar um hættur af viðskipta- frelsi á upphafsárum Viðreisnar. Ráðherrann ætti að líta til þess hvemig atmennt viðskiptafrelsi hefði reynst og skoða annmarka oiíukerfísins með það í huga. Valdimar Indriðason (S.-Vl.) kvaðst sammála viðskiptaráðherra um að staða okkar hvað varðar útflutning saltsfldar til Sovétríkj- anna væri í hættu ef bundinn yrði endi á olíukaupin þaðan. Hvergi nema í Rússlandi væri hægt að selja saltsíld. Kolbrún Jónsdóttir (Bj.-Ne.) sagði, að olíuverslun Rússa við ís- lendinga væri engin góðgerðar- starfsemi. Þeir seldu olíu hingað af því þeir sæju sér hag af því. Hvatti þingmaðurinn til þess að fullu frelsi yrði komið á í þessum viðskiptum. Lejrfð yrði samkeppni um að fá olíu á sem lægstu verði og þeir sem olíusölu hefðu með höndum jafnframt látnir taka ábyrgð á gengi viðskiptanna. Sölu- og markaðsmál; Náms- og starfsþjálfun Sextán þingmenn Sjálfstæðis- flokks hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um samstarf menntamálaráðuneytis, við- skiptaráðuneytis, utanríkisráðu- neytis og aðila vinnumarkaðarins um skipulagningu „náms og starfsþjálfunar á sviði sölu- og markaðsmála, innanlands og utan, jafnhliða sérstökum að- gerðum til að afla þekkingar á mörkuðum. Markmiðið verði að koma á fót í skólakerfinu og viðskiptalífinu víðtæku námi í sölumennsku, markaðsöflun, áróðurs- og auglýsingatækni og samningagerð." Fyrsti flutnings- maður er Arni Johnsen (S-SI). í greinargerð kemur fram að Matthías A Mathiesen, þá við- skiptaráðherra, hafi skipað þijár nefndir í markaðsmálum. Ein á að leita leiða til að örva íslenzka út- flutningsstarfsemi og glæða áhuga almennings á útflutningsmálum, með sérstakt markaðsátak á Norð- urlöndum í huga 1986. Önnur á að greiða fyrir útflutningi verkefna og þjónustu á sviði sjávarútvegs og orkuvinnslu. Sú þriðja íjailar um samstarf útfljrtjenda og stjómvalda til að efla útflutning. Flutnings- menn telja að til að fylgja slíku starfi eftir þurfí að koma á námi í sölu- og markaðsmálum, en mögu- leikar til slíks náms séu mjög tak- markaðir í skólakerfí okkar. Þá segir í greinargerð að full ástæða sé til þess að senda „tugi manna til starfsnáms erlendis til þess að kynna sér vinnubrögð, markaði og söluleiðir fyrir íslenzkar afiirðir, kynna sér störf sem varða íslenzka hagsmuni erlendis og störf við fyrirtæki sem tengjast íslenzk- um hagsmunum, kynna sér lönd og markaðssvæði þar sem íslendingar selja ekkert en möguleikar á sölu kunna að leynast þegar að er gáð“. Í greinargerð kemur og fram að Islendingar séu það háðir milliríkja- verzlun að átak af því tagi, sem tillagan gerir ráð fyrir, hafi mikið þjóðhagslegt gildi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.