Morgunblaðið - 12.02.1986, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 12.02.1986, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1986 53 • Þrátt fyrir mlklar stjömur á vlö Kerry Dixon, sem héma sést, hefur áhorfendum fækkað hjá Chelsea þó svo þaö sé ekki eins mikiö og hjá öörum félögum f London. Enska knattspyrnan: Áhorfendum fækkar stöðugt GÍFURLEGIR erfiðleikar blasa við mörgum frægustu knatt- spyrnufélögum Englands, eink- um liðunum í London. Ástæðan er fækkun áhorfenda f stórum stfl — og þar með. minnkandi tekjur svo skiptir milljónum í viku hverri. Verst er ástan'dið hjá Arsenal og Tottenham, en áhorfendum hjá þessum félög- um hefur fækkað um rúmlega 25% miðað við árið á undan. Og áhorfendafjöldinn var þó lægri en nokkru sinni fyrr. Fækkun áhorfenda er raunar ekki ný bóla í Englandi, þróunin hefur verið stöðug í þá átt undan- farin áratug. Fyrir tuttugu árum, veturinn áður en Englendingar urðu heimsmeistarar, komu samtals 34 milljónir manna á vellina. í fyrra var samsvarandi tala aðeins 17 milljónir og í ár er búist við að fjöldinn fari undir 15milljónir. í umræðu síðastiiðinna ára um þessi mál hefur sjónvarpinu jafn- an verið kennt um hluta fækkun- arinnar, með þeim rökum að fólki finnist þægilegra að horfa á fót- boltann heima í stofu en að fara á völlinn í misjöfnu veðri. í haust brá hinsvegar sv.o við að samn- ingar tókust ekki milli enska knattspyrnusambandsins og sjónvarpsstööva, og því hefur lít- ið sem ekkert verið sýnt frá knattspyrnu í breska sjónvarpinu — nema einstakir leikir í beinni útsendingu. Knattspyrnuleysi sjónvarpsins hefur því haft þver- Sorgarsagan í tölum: 1984-85 Arsenal (13) 443,181 Chelsea (12) 298,907 QPR(14) 196,679 Tottemham(13) 394,612 Watford (12) 239,440 West Ham (11) 224,970 Charlton(12) 66,338 C. Palace (13) 88,146 Fullham(13) 77,281 Millwall (12) 64,842 Wimbledon (14) 66,430 Brentford (15) 62,170 Orient (13) 33,053 öfug áhrif við það sem búist var við, auk þess sem liðin hafa tapað auglýsingatekjum. Mikið framboð allskyns af- þreyingarefnis, með öðrum orð- um hörð samkeppni, er talið helsta ástæðan fyrir minni að- sókn, auk ofbeldisverka á völlun- um. Athygli vekur að útkoman hjá „stóru“ liðunum er sýnu verri en hjá liöum úr neðri deildunum. 1985-86 mismunur prósent 327,178 +116,003 +26,17 279,787 +19,120 +6,40 203,932 +7,253 +3,69 294,651 +99,961 +25,33 184,172 +55,268 +23,08 194,292 +30,678 +13,64 57,452 + 8,886 +13,39 90,133 +1,987 +2,25 65,133 +12,148 +15,72 70,490 +5,648 +8,63 54,527 +11,903 +17,92 64,089 +1,919 +3,09 37,634 +4,581 +13,86 Samtals 2,256,049 1,923,470 +332,579 +14,74 Tölurnar í svigunum sýna fjölda heimaleikja Lundúnaliða frá byrjun keppnistímabilsins þar til í endaöan janúar. íþróttir kvenna: Fá íþróttir kvenna jafn lítið rúm og könnun jafnréttisráðs gefur til kynna? FYRIR skömmu sendi jafnrétt- isráð frá sér niðurstöður úr könnum sem ráðið gekkst fyrir. í könnun þessari var gerð úttekt á íþróttaskrifum dagblaðanna og var höfuðáherslan iögð á hversu mikið, eða öllu heldur Iftið, er skrifað um konur f fþróttum f fslenskum dagblöð- unum. Helstu niðurstöður könnunar þessar voru að um- fjöllun dagblaðanna hórlendis um konur er aðeins 2,5% |>ess texta og þeirra mynda sem birt- ast f íslensku dagblöðunum. Könnunin var gerð frá 2. nóv- ember til þess 21. en það er sama tímabil og samskonar könnun náði til árið 1982. Niður- stöður þessarar könnunar benda til að íþróttafréttamenn hérlend- is skrifi minna um konur og íþróttir en erlendir starfsbræður þeirra. í könnun sem Petterson gerði í Noregi árið 1973 og þau Kari Fastins og Jan Tanger end- urtóku síðan árið 1980-1981 kemur í Ijós að þar fá konur um það bil 10% íþróttaefnis norskra blaða. Aðra könnun má nefna f þessu sambandi þar sem niðurstöður eru mun hagstæðari konum en hórlendis. ( Bandaríkjunum var þetta kannað árið 1980 og síðan aftur þremur árum síðar. Seinni könnunin leiddi í Ijós að um 15% íþróttaefnis er um kvenfólk. I þessari könnun voru fimm dag- blöð f Bandarfkjunum athuguð og að auki fjögur tímarit. Tímarit- in komu mun verr út úr þessum samanburði en dagblöðin því þar var íþróttaumfjöllun um konur rétt um 5%. Fleiri kannnir mætti hér nefna en það verður þó látið ógert þar sem niðurstöður þeirra eru flest- ar á einn veg. Íþróttasíöur dag- blaða, víðast hvar um hinn vest- ræna heim, eru að mestu fylltar með efni um karlmenn en þó virðist ísland vera í sérflokki því eins og áður segir er umfjöllunin hér mun minni en annars staðar þekkist. Hver skyldi vera skýringin á því að hérlendis er fjallað mun minna um íþróttir og konur en annars staðar? Hér á eftir skulu nefndar nokkrar hugsanlegar ástæður á þeim mikla mun sem er á niðurstöðum þeirra kannana sem hér hafa verið nefndar. Það fyrsta sem nefnt verður er sá geyslegur munur sem er á vinnslu íslensku könnunarinnar og hinna tveggja sem hér er vitn- að til. í þeirri íslensku er úrtaks- tímabilið mjög skekkt, það er aðeins þriggja vikna tímabil í nóvember, og gefur alls ekki rétta mynd af þeim skrifum sem eru allt áriö. Þaö sem hafa ber í huga þegar könnun sem þessi er gerð er að úrtakið sem tekið er endurspegli það viðfangsefni sem verið er að fást við hverju sinni. Það verður að endurspegla allt árið og alla daga því það getur til dæmis verið misjafnt eftir árstíðum og/eða dögum hvenær fjallað er um íþróttir sem kvenfólk tekur mikinn þátt í. Einfaldasta leiðin i slíkri könn- un sem hér um ræðir er trúlega að taka eintak af öllum dagblöð- unum aðra hverja viku. Þá væri til dæmis byrjað að taka þriðju- dagsblöðin í 1. viku ársins, mið- vikudag í 3. vikunni, fimmtudag í þeirri 5. og svo framvegis. Með því að vinna úrtakið á þennan hátt ættu niðurstöðurnar að gefa mun trúveröugri mynd af heildar- skrifunum og ekki er um mikið fleiri eintök sem þarf að inni- haldsgreina að ræða þannig að vinnan ætti því að vera svipuð. Hér er ekki átt viö að hlutur kvenna yrði meiri fyrir bragðið en til þess að vel sé og marktæk- ar niðurstöður fáist er nauösyn- legt að beita trúveröugum vinnu- brögðum. í inngangi að íslensku skýrsl- unni er bent á að konur séu 33,2% allra íþróttaiökenda í landinu og er þar miöað viö tölur frá fþróttasambandi íslands. Seinna er bent á að konur stundi helst skíðaíþrótt (17,7%), frjálsar íþróttir (13,8%) og fimleika (10,9%). Knattspyrnan er hins- vegar vinsælust hjá körlum (29,6%) ásamt skíöaíþróttinni (13,7%) og handknattleik (11,0%). í framhaldi af þeim tölum sem hér hafa verið raktar er rétt að athuga aðeins hvað um var að vera hjá íþróttamönnum þessar þrjár umræddar vikur í nóvem- ber. Það voru engar frjálsíþróttir, skíðavertiðin var ekki hafinn, hvorki hér á landi né erlendis og engin fimleikamót voru haldin á þessum tíma. Þrjár af helstu „kvennagreinunum" voru ekki stundaðar þann tíma sem könn- unin var gerð. Handknattleikur- inn var að vísu í fullum gangi og knattspyrnuvertíðinni að Ijúka hérlendis. Það helsta sem um var aö vera hér á landi þessar þrjár vikur voru Evrópuleikir félagsliða í handknattleik karla, báðar um- ferðirnar, það þýðir alls sex leikir. Valsstúlkurnar léku ekki sinn Evrópuleik á þessum tíma. Loka- leikur knattspyrnutímabilsins var í nóvember. Framarar tóku á móti Rapid Wien á Laugardals- vellinum og tók viðureign þessi nokkurt pláss á síðum dagblað- anna um þetta leyti. Þaö sama gildir um Evrópukeppni félags- liða í handknattleik. Annað sem má nefna er frábær árangur Sigurðar Péturssonar á golf- mótum erlendis og frásagnir af gengi íslenskra leikmanna á er- lendri grund, bæði í handknatt- leik og knattspyrnu en sem kunn- ugt er leika margir íslendingar erlendis. (þróttir eru stundum skil- greindar þannig að þær burfi að hafa þrennt til að bera. Anægju, heilbrigði og skemmtun. Skipting milli kynja í tveimur fyrstu flokk- unum er líklega jöfn, eða ætti að minnsta kosti að vera það. Konur og karlar hafa sömu ánægju af íþróttum og einnig ættu bæði kynin að leggja jafnt af mörkum varðandi heilbrigði með íþrótta- iðkun. Hvað viðkemur þriðja þættinum þá blasa við okkur allt aðrar staðreyndir. Auðvitað fá bæði kynin jafn mikla skemmtun út úr því að stunda íþróttir en konur í íþróttum skemmta ekki eins mörgum og karlar sem keppa í íþróttum. Þetta sóst til dæmis ef aðsókn að kappleikjum eru athuguð. Hér á landi eru að vísu ekki til neinar tölur um fjölda þeirra sem keppa í íþróttum en þó er Ijóst að þar eru karlmenn í tals- verðum meirihluta. Hlutur kvenna er þar talsvert rýrari en það eru einmitt keppnisíþróttir sem mest er fjallað um á síöum dagblaðanna. I norsku könnununni sem nefnd var hér að framan kemur í Ijós aö frá árinu 1973 til ársins 1981 jukust skrif um konur í íþróttum á síðum dagblaðanna þar í landi úr 5% í 10%. Höfundar skýrslunnar benda þó á að þrátt fyrir þessi aukningu hafi raun- verulegur hlutur kvenna minnkað því þessu 5% sem munar eru aðallega tilkomin vegna þess aö konur taki nú mun meiri þátt í keppnisíþróttum og því sé hlut- fall þeirra meira en áöur en að sama skapi raunverulegt hlutfall skrifanna um þær minna. Skýrsla jafnréttisráðs er gagn- leg að því leytinu til að hún vekur umræöur, eða ætti að minnsta kosti að gera það. Sé tilgangur- inn með henni sá þá er vel en heldur hefði ég nú viljað sjá skýrlsu sem unnin hefði verið þannig að marktæk væri. Eitt er víst að hlutufall frétta um kven- fólk í íþróttum ætti að vera meira miðað við þátttöku þeirra þó svo efast megi um útkomuna í ís- lensku könnuninni. Síðast en ekki síst ber að nefna þýðingarmikiö atriði, og ef til vill það þýðingarmesta, og það er hvernig skrifað er um íþróttir en ekki hve mikið. Hér er ekki verið að halda því fram að hér- lendis sé skrifað af slíkri gæsku og kunnáttu um kvennaíþróttir að það vegi upp þau prósent sem á vantar til að umfjöllun um konur í íþróttum verði svipuð og erlend- is. Slíkt mat er alltaf huglægt en engu að síður eru til vísindalegar aöferðir til að meta það þó svo efast megi um slikar aðferðir. Skúli Sveinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.