Morgunblaðið - 06.04.1986, Blaðsíða 16
16 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. APRÍL1986
Álafossverksmiðjan í QQ
- saga Álafoss rakin oggetiÖ helslu viðburða í sögufyrirtœkisins
þurft að fara til skreðara, bíða
lengur og borga meira fyrir. Þannig
losnaði verksmiðjan við mikið af
ofnum efnum og létu þúsundir
landsmanna sauma á sig föt þama.
A þeim tíma sem Siguqón átti
fyrirtækið skall heimskreppan á.
Samt munu hafa unnið við verk-
smiðjuna um 50 manns að jafnaði
á árunum milli 1930 og 1940. Sjálf-
ur bjó Siguijón lengst af á Álafossi
en 1936 flutti hann til Reykjavíkur
og bjó þar til æviloka.
Rétt fyrir stríðið, eða um 1939
bætti Sigurjón við a.m.k. 2 vefstól-
um og keypti nýja rakgrind, en
annað var ekki endumýjað af véla-
kosti fyrirtækisins. Er stíðið hófst
og herinn settist að hér á landi
varð mikill uppgangur í vinnslunni.
Unnu þá um 70 manns nótt og dag
í verksmiðjunni og allar vélar hafð-
ar í gangi. Vefnaðarvara seldist þá
mjög vel, líka lopi og band, en
vömskortur var mikill. Þá var einn-
ig settur upp matsölustaður á Ála-
fossi sem hermenn sóttu mjög og
einnig fóm þeir mikið í sundlaugina.
Á þessum ámm hagnaðist Álafoss
vemlega þannig að hægt var að
auka við vélakost fyrirtækisins er
stríðinu lauk. Árið 1947 var keypt
nýtt kembivélasett, svo og tvær
spunavélar og fjórir vefstólar.
Byggt var nýtt hús, þar sem nú er
teppasníðsla, og farið að vinna á
þessar vélar 1949, en þá var mikill
vömskortur í landinu.
Sonur Siguijóns, Ásbjöm, tók við
forstjórastöðunni 1949. Siguijón
var þó aðaleigandinn og réð mestu,
en Pétur Siguijónsson var þá ný-
kominn heim frá Þýskalandi, lærður
textilverkfrajðingur, og varð hann
verksmiðjustjóri. Þannig var stjóm
fyrirtækisins skipuð allt til ársins
1956 er Siguijón Pétursson lést.
Eftir 1950 varð rnikill samdráttur
í fataiðnaðinum hér á Islandi vegna
innflutnings á eftirsóttari fataefn-
um og lagðist starfsemi Álafoss-
verksmiðjunnar þá niður að vem-
legu leyti, og ekkert ofið í nokkur
ár. Um tíma vom aðeins um 15
menn á staðnum en margir þeirra
störfuðu að búskap.
Starfsemi Álafoss hf.
blómgast á ný
Byijað var að vefa gólfteppi hér
á landi árið 1954. Það vom fyrir-
tækin Vefarinn hf. og Axminster
sem vom brautryðjendurnir en Ála-
foss framleiddi bandið fyrir þessi
fyrirtæki. Varð þetta lyftistöng
fyrir Álafoss og jukust umsvifin
ÁR
nokkuð. Árið 1957 vom keyptir
vefstólar og fór Álafoss þá út í
teppaframleiðslu. Gerður var samn-
ingur við Teppi hf., sem hafði einka-
sölu á teppunum fyrstu þijú árin,
eða fram til 1960. Það ár tók
Guðjón Hjartarson við sem verk-
smiðjustjóri og á þeim tíma var
farið að undirbúa byggingu ullar-
þvottarstöðvar, en fram til þess
hafði ullin verið þvegin á fremur
fmmstæðan hátt. Hafist var handa
um byggingu nýrrar spunaverk-
smiðju 1961 og húsið tekið í notkun
á miðju ári 1963. Liður í þessari
Spunavélar í Álafossverksmiðjunni — myndin er tekin
um 1920
:
-
Verksmiðjuhús Álafoss hf. eins og þau eru nú.
uppbyggingu var ný tætaradeild.
Keyptur var nýr tætari, hreinsitæt-
ari, blöndunarklefar o. fl. og ein
kembivél ásamt því sem hinar eldri
vom gerðar upp. Tvær spunavélar
vom keyptar, tvinningarvél, fjögur
hesputré og litunarpottur. Allt þetta
kostaði óhemju fjármagn, sem að
miklu leyti var tekið að láni, og
varð reksturinn mjög erfiður um
tíma sökum fjármagnskostnaðar.
Framkvæmdir þessar vom fyrst
og fremst gerðar til að hægt væri
að framleiða gólfteppaband og var
gerður samningur við Westonverk-
smiðjurnar í Danmörku. Þangað var
flutt út milli 200 og 300 tonn af
teppabandi á ári fram til 1967. Á
þessum tíma vom gólfteppin og
teppabandið aðal markaðsvara
verksmiðjunnar, en þó var alltaf
framleitt nokkuð af áklæðum og
fataefnum þannig að vefnaðardeild-
in, sem var 8-9 vefstólar, var stöð-
ugt í gangi. Gengisþróun var fyrir-
tækinu mjög óhagstæð og tapaðist
stórfé á þessum tíma af þeim sök-
um.
Árið 1967 var hafín framleiðsla
á hespulopa og seldist hann strax
vel, fyrst hér innanlands og í Dan-
mörku og Svíþjóð. Fljótlega opnað-
ist markaður í Bandaríkjunum og
efldi þetta hag fyrirtækisins. Hins
vegar varð tap á teppabands-
útflutningnum og þeim samningum
sagt upp haustið 1967. Aukning
náðist árið 1968 í útflutningi á
hespulopa, en þá var svo komið í
fjármálum fyrirtækisins að Fram-
kvæmdasjóður tók það yfir og áttu
þá gömlu eigendumir 6% í fyrirtæk-
inu en Framkvæmdasjóður 94%.
Þá tók Pétur Pétursson við sem
forstjóri en Ásbjöm Siguijónsson
varð sölustjóri.
Mikil áhersla var lögð á að vinna
markað fyrir hesþulopann og 1968
var hannað loðband á Álafossi í
samvinnu við aðra aðila, og hófst
uppúr því pijónaiðnaðurinn sem
fyrirtækið er kunnugt fyrir nú.
Litlar pijónaverksmiðjur spruttu
upp víðsvegar um landið og sömu-
leiðis saumastofur en Álafoss tók
að sér sölu á framleiðslu þessara
aðila. Útflutningur fór vaxandi á
þessum tíma og árið 1970 var hann
orðinn einn þriðji af heildarveltu
fyrirtækisins. Árið 1971 var keypt
til fyrirtækisins ný kembivél og þá
hpfst samstarf við American Ex-
press sem olli tímamótum í sögu
fyrirtækisins. Vom seldar það ár
42 þúsund ullarkápur, en fram-
leiðsla þeirra var geysimikið verk-
efni og hleypti miklu lífi í pijóna-
og framleiðsluiðnaðinn hér á landi.
Þó mikil aukning væri í fram-
leiðslu og veltu á þessum ámm
urðu erfiðleikar í gengismálum
starfseminni þungur baggi og gekk
ekki alltof vel hjá fyrirtækinu, en
þó svo að alltaf miðaði framávið.
Forstjóraskipti urðu hjá fyrirtækinu
árið 1974 er Pétur Pétursson helg-
aði sig öðmm störfum og gerðist
Alþingismaður, en Pétur Eiríksson
núverandi forstjóri fyrirtækisins,
tók við.
Sótt á nýja markaði
Á þessum ámm var mikið unnið
í markaðsstarfsemi á vegum fyrir-
tækisins. Umboðsmenn vom fengn-
ir víða um heim og em margir
þeirra öflugustu umboðsmenn fyrir-
tækisins enn í dag. Þá var á þessum
tíma stofnað fyrirtækið Álafoss í
Now York, sem sér um sölu og
dreifingu á Álafossvömm í Banda-
ríkjunum. Hafist var handa um að
stækka verksmiðjuna árið 1976, en
starfsemin hafði þá aukist mikið
og húsnæði orðið alltof lítið. Var
þá keypt ný kembivél og tilheyrandi
spunavélar og húsnæði stækkað um
400 fermetra. Þá var einnig gerður
fyrsti samningurinn við Sovétmenn
um sölu á 600 þúsund treflum og
í tilefni af því var sett upp pijóna-
stofa í Kópavoginum, en áður höfðu
saumastofa fyrirtækisins og fata-
deild verið til húsa þar. Þetta sama
ár var húsið við Vesturgötu 2 keypt
og það endurbyggt og verslunin
flutt þangað um haustið. Má segja
að það hafi verið stöðugur upp-
gangur í fyrirtækinu frá þessum
tíma og alveg til ársins 1981.
Litunardeildin var stækkuð, tvær
nýjar kembivélar með tilheyrandi
spunavélum vom keyptar, pökkun-
ardeildinn var stækkuð og endur-
bætt, pijónastofan var flutt upp í
Mosfellssveit og saumastofan einn-
ig. Nú em verksmiðjuhúsin á mel-
unum við Álafoss um 1.100 fer-
metrar.
Þó svo að reksturinn hafi verið
að mörgu leyti erfíðari nú á seinni
ámm og ýmis tákn verið á lofti um
að þessar vömr, þ.e. pijónafatnað-
urinn og handpijónabandið, njóti
minni vinsælda en áður, hefur
uppbyggingin haldið áfram. Það
hefur verið byggt nýtt hús yfir út-
flutningsdeildina og verið er að
byggja nýtt hús yfir tætaradeildina
og verður hún væntanlega sett upp
þar á þessu ári.
Ef litið er yfir sögu Álafoss hf.
sést að hjá fyrirtækinu hafa skipst
á skin og skúrir. En þetta elsta
framleiðslufyrirtæki íslands, hefur
aldrei stöðvast alveg þrátt fyrir
breytingar og eigendaskipti. Ála-
foss hefur verir leiðandi í íslenskum
ullariðnaði og fyrirtækið er nú
þekkt fyrir vandaða vöm um allan
heim.
ÐASKRIFSTOFA HALLVEIGARSTIG 1 SIMAR 28388 28580
Já, vegna þúsunda ánægðra
ATLANTIK farþega, sem margir
hverjir fara ár eftir árl — Og þeir
biðja um sömu gististaðina Royal
Torrenova (ógleymanlegt andrúms-
loftll; Royal Jardin del Mar (stór-
kostleg aðstaða fyrir unga sem
aldnal); Royal Playa de Palma
(glæsileiki, gæði — frábær stað-
setningl) Og alls staðar sama góða
þjónustan. — Þar eru hinir þraut-
reyndu fslensku fararstjórar
ATLANTIK, engin undantekning.
Þeir standa fyrir skoðunarferðum,
sem Ijóma I minningunni um
ókomin ár.
Verð frá 28.300
á mann,3 viku
afsláttur fyrir bö
BROTTFARARDAGAR;
Brottfarardagar:
26. mars, 9. aprd, 6. maf, 25. maf, 15.
júnf, 2. júlf, 23. júlí, 13. ágúst, 3.
september, 24. september, 22.
októbert.
beint leiguflug -dagflug
SUMARIÐ í RÖÐ