Morgunblaðið - 30.05.1986, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1986
PállÞorláks-
son rafverk-
takilátinn
Utankjörstaðakosning
erlendis:
Óánægja í
Amsterdam
Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson
* 90
A sundi í Oxará
Sumarið framundan verður væntanlega mikið ferðasumar hjá hestamönnum, þvi búast má við að
margir þeirra fari ríðandi á landsmótið, sem haldið verður á Hellu í byrjun júlí. Nokkrir tamningamenn
í Mosfellssveit ákváðu að æfa hross sin í ferðalögum og fóru ríðandi til Þingvalla nú í vikunni. Um
60 hross voru i rekstrinum og var myndin tekin þegar hópurinn fór yfir eitt vætufallið á leiðinni.
Víðishúsið slegið sjóðum
iðnaðarins á 73,5 milljónir
Lýstar kröfur í þrotabúið 170 milljónir kr.
HÚS þrotabús Trésmiðjunnar
Víðis hf. á Skemmuvegi 2 i Kópa-
vogi var slegið Iðnaðarbankan-
um, Iðnlánasjóði og Iðnþróunar-
sjóði fyrir 73,5 milljónir kr. á
nauðungaruppboði bæjarfóget-
ans í Kópavogi í gær. Búist er
við að aðrar eignir fyrirtækisins,
vélar og fleira, verði boðnar upp
síðar i mánuðinum.
Þrír aðilar buðu í húsið. Sjóðir
iðnaðarins buðu sameiginlega og
byrjuðu á 56 milljóna króna boði.
Trésmiðjan Smiður hf. bauð 60
milljónir og síðan buðu þessir aðilar
til skiptis, ásamt Verzlunarbankan-
um sem bauð einu sinni, þar til
eignin var slegin Iðnaðarbankan-
um, Iðnlánasjóði og Iðnþróunarsjóði
á 73,5 milijónir kr. Hæstbjóðendur
eru stærstu kröfuhafar í þrotabúið.
Trésmiðjan Smiður hf. er skráð með
heimilsfang á Stórhöfða. Stjómar-
formaður félagsins er Þórarinn
Jónsson forstjóri JL-byggingarvara
sf. Brunabótamat Víðishússins er
rúmar 133 milljónir kr., en fast-
eignamat 56 milljónir kr.
Heildarupphæð lýstra krafa í
þrotabú Trésmiðjunnar Víðis hf. er
tæpar 170 milljónir kr. Þar af eru
120 milljónir með veði f húseigninni
og tækjum, og 8,6 milljónir í svo-
kölluðum forgangskröfum, það er
launum og fleiru. Virðist söluverð
eignanna ekki duga til að greiða
veðskuldir og lítið sem ekkert af-
gangs upp í almennar kröfur.
NOKKUR óánægja iríkir meðal
íslendinga I Hollandi, sem ekki
gátu greitt atkvæði 21. og 22.
inaí á iræðismannsskrifstofunni í
Amsterdam að sögn í'réttaritara
Morgunblaðsins þar. UJtanrikis-
L’áðuneytið hafði auglýst að utan-
Ikjörstaðakosning gæti farið
fram f Amsterdam fyrrnefnda
tvo daga eða eftir samkomulagi.
Komelíus Sigmundsson, sendi-
fulltrúi í utanríkisráðuneytinu,
sagði í samtali við Morgunblaðið,
að leiðinlegt væri að þessi óánægja
hefði ekki komið fram fyrr en á
sfðasta degi. Hefðu menn haft
samband við utanríkisráðuneytið í
tíma hefði allt verið gert til að kippa
þessu í liðinn.
Samkvæmt eftirgrennslan
ffettaritara Mbl. mun ræðismaður-
inn í Amsterdam ekki hafa verið
beðinn um að vera á skrifstofu sinni
nema umrædda tvo daga. Komelíus
sagði, að sami hátturinn hefði alls
staðar verið hafður á; tveir ákveðnir
dagar og síðan reynt að liðka fyrir
með kosningu aðra daga væri slíkt
knýjandi. Oánægju hefði ekki orðið
vart frá öðmm kjörstöðum erlendis
og hann harmaði að svona hefði
farið í Amsterdam.
Nýja bíó verður Bíóhúsið
NÝJA BÍÓ, sem heitir Bíó húsið
frá 1. júlí n.k., hefur verið leigt
Árna Samúelsyni eiganda Bió-
hallarinnar.
„Við lokum fram til 1. júlí á
meðan verið er frísak upp á bíóið,"
sagði Ámi. Anddyrið, miðasalan og
sýningarsalurinn verða máluð en
óráðið er hvort settar verða upp
nýjar innréttingar. Ætlunin er að
breyta rekstrarfyrirkomulaginu í
líkinug við Bíóhöllina og verður
meðal annars komið fyrir mynd-
bandi í forstofu.
Z*S828Í*-
Páll Þorláksson rafverktaki í
Kópavogi er Játinn. Páll fæddist
í Reykjavík 6. september 1934.
Hann var sonur Þorláks Jónsson-
,ir rafverktaka i Reykjavík og
Kristjönu Ömólfsdóttur. en hún
lést árið 1969.
Páll Þorláksson lauk prófí frá
Iðnskólanum í Reykjavík. Hann rak
fyrirtækið Raffell í Kópavogi í
Qölda ára. Páll tók þátt í störfum
Landsambands íslenskra rafverk-
taka og auk þess starfaði hann að
ýmsum féiagsmálum rafvirkja og
rafverktaka. Hann tók einnig virk-
an þátt í félagsstarfí Sjálfstæðis-
fíokksins í Kópavogi.
Eftirlifandi kona Páls er Ást-
hildur Pétursdóttir bæjarfulltrúi í
Kópavogi. Þau eignuðust tvö böm,
Björgvin og Margréti, sem bæði em
uppkomin.
PáU Þorláksson
Hörður Helga-
son af henti
trúnaðarbréf
sitt í gær
HÖRÐUR Helgason sendiherra
afhenti í gær Margréti Dana-
drottningu trúnaðarbréf sitt sem
sendiherra íslands í Danmörku.
Myndin er tekin er ráðgjafí drottn-
ingar sótti Hörð og Söru, konu
hans, á Hotel D’Angleterre fyrir
athöfnina.
Seat-bílamir að
losna frá Spáni
Þrýstingur frá Seat í Madrid á her og lögreglu leysti málið eftir mánaðar þóf
50 Seat Ibisa-bílar í eigu
íslendinga verða í dag fluttir
frá Bilbao á Spáni til Bayonne
í Frakklandi. I um það bil einn
mánuð hafa bUarnir beðið út-
skipunar í Bilbao, en vegna
verkfalla hafa þeir ekki
fengizt lausir. 1 Bayonne bíður
flutningaskipið Saga og er
áætlað að það komi með bílana
hingað til lands 10. júni.
Agúst Ragnarsson, markaðs-
stjóri fyrirtækisins Töggur, sem
flytur bílana inn, sagði í gær, að
eftir mikinn þrýsting frá Zeat í
Madrid, skipamiðlunnini Emesa og
fyrirtækinu, meðal annars á her
og lögreglu , hefði loksins fengizt
leyfí til að flytja bflana. Þeir yrðu
fluttir frá Bilbao með flutningabfl-
um klukkan 10 fyrir hádegi áleiðis
til Bayonne og þar yrði þeim ekið
um borð í Sögu upp úr hádeginu
ef allt gengi að óskum.
Ágúst sagði þessa bið hafa verið
erfiða, því markmið fyrirtækisins
væri að þjóna viðskiptavinum sín-
um eins vel og unnt væri. Þeir
ættu bflana og Spánverjar hefðu
engan rétt til að halda á þeim.
Vegna þess hefði allra ráða verið
leitað til að koma bflunum heim
eins fljótt og unnt væri.
Yfirlýsingar
MORGUNBLAÐINU hafa borizt eftirfarandi yfirlýsingar
frá Hagvirki hf. og formanni stjórnar verkamannabústaða í
Hafnarfirði:
í tilefni af skrifum í kosninga-
blaði Einars Þ. Mathiesen í Hafti-
arfírði, Frjálsu framboði, 2. tölu-
blaði, um að Ámi Grétar Finns-
son, hæstaréttarlögmaður hafi
verið greiddar kr. 800.000 í sölu-
laun af þeim íbúðum sem Verka-
mannabústaðir í Hafnarfírði
keyptu af Hagvirki hf. við
Hvammabraut 10 og 12, Hafnar-
firði, vil ég undirritaður formaður
stjómar Verkamannabústaða í
Hafnarfirði, taka fram að kaupin
voru gerð milliliðalaust, með við-
ræðum fulltrúa stjómar verka-
mannabústaða við Hagvirki hf.
og enginn fasteignarsali kom þar
nálægt.
Þá vill undirritaður láta koma
fram vegna aðdróttanna í sama
blaði, að Sigurður Þorvarðarson
sem skipar 6. sæti lista Sjálfstæð-
isflokksins, vann við eftirlitsstörf
fyrir hönd stjómar verkamanna-
bústaða í Hafnarfírði á Hvamma-
braut 10 og 12, en hann hefur
nú mörg undanfarin ár unnið að
sambærilegum störfum fyrir
verkamannabústaði nú hin síðustu
ár við eftirlit á byggingu verka-
mannabústaða að Móabarði 34 og
36.
Því vísa ég fram komnum ásök-
unum á bug sem rætnum dylgjum.
Hafnarfirði 28. maí 1986.
Grétar Þorleifsson
formaður stjómar verka-
mannabústaða í Hafnar-
firði.
í tilefni af aðdróttunum, sem
fram koma í kosningablaði Einars
Þ. Mathiesen í Haftiarfírði,
Fijálsu Framboði, 2. tölublaði, um
að Ámi Grétar Finnsson, hæsta-
réttarlögmaður, hafí fengið kr.
800.000 í sölulaun frá Hagvirki
hf. fyrir sölu fyrirtækisins, á íbúð-
um að Hvammabraut 10 og 12,
Hafnarfirði, til Verkamannabú-
staða í Hafnarfírði, þá skal upp-
lýst, að engin sölulaun eru greidd
af þessum íbúðum, hvorki til Áma
Grétars, né annarra, enda sá
Hagvirki hf. sjálft um söluna.
Dylgjumar í kosningablaði Einars
Þ. Mathiesen em því tilhæfulaus-
ar.
Hafnarfirði 28. mai 1986,
f.h. Hagvirkis hf., .
Guðbjörn Ólafsson.
Stranglers
koma ekki
í frétt frá Listahátíð segir að
hljómsveitin Stranglers sem til stóð
að léki á hátíðinni komi ekki þrátt
fyrir að búið hafí verið að ganga
frá samningum varðandi hana.
Framkvæmdastjóm hátíðarinnar
fær ekkert við ráðið en unnið er
að því að fá aðra góða hljómsveit
í stað Stranglers.