Morgunblaðið - 30.05.1986, Side 5

Morgunblaðið - 30.05.1986, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1986 5 Morgunblaðið/Börkur Cecile Licad komin til landsins Cecile Licad, píanóleikarinn frá Filippseyjum, kom til landsins í gærmorgun. Hún brá sér fljótlega á æfingu í Háskólabíó og var komin þangað klukkan 11. Þar tóku á móti henni Jean- Pierre Jacquillat, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar og fram- kvæmdastjórinn, Sigurður Björnsson. Cecile Licad leikur með Sinfóniuhýómsveitinni á Listahátíð á laugardag. r-------- Eru þeir að fá 'ann -> m A-------- Laxinn er farinn að sýna sig æði víða, í Þverá í Borgarfirði, Laxá í Aðaldal, Norðurá, Elliðaánum og Korpu, svo ekki sé minnst á Hvítá í Borgarfirði þar sem netaveiði hófst að vanda 20. maí og hafa nokkrir tugir laxa veiðst, 8—17 punda þungir. Mest af því hefur verið lax á leið í Þverá, en þar hafa sést að sögn nokkrir laxar. Fyrir norðan hefur frést af laxi sem flækti sig í silunganet. Var það 15 punda lax, nýrunnin hrygna. Stangveiði hefst í fyrstu laveiði- ánum um helgina, nánar tiltekið í Norðurá og Laxá í Asum á sunnu- daginn. Síðan hefst veiðin í hverri ánni af annarri, en flestar opna 10,—20. júní. Síðustu daga hafa fyrstu laxamir verið að ganga í Elliðaámar og í gærmorgun vom vænir laxar, smáhópar,_ bæði i Fossinum og í Holunni. Ámar em afar vatnslitlar en laxinn hefur ekki iátið það á sig fá. Vitni staðfesta að þetta séu 6—10 punda laxar, alvanaleg stærð á þessum tíma. Veiði hefst 10. júní. Ekki er um eins mikla fiskfor að ræða í Korpu, þar sást einn fallegur lax í Sjávar- fossinum strax eftir að það féll frá fyrr í vikunni. Eftir næsta flóð var laxinn á bak og burt, en hvort hann synti fram eða aftur er ekki vitað. Þetta er sá tími sem menn eiga það til að mgla saman hóplöxum og nýrenningum, en það sem að framan er greint á ekkert skylt við Frá Norðurá í Borgarfirði, Stokkhylur og sér til Laugar- kvarnar. Stangveiði hefst i ánni á sunnudaginn og er talið að eitthvað sé gengið af laxi í ána. niðurgöngulaxa. Þeir munu yfirleitt horfnir úr ám sunnanlands og vest- an, en einhver brögð em að því að þeir séu enn að tínast niður fyrir norðan. Til dæmis hefur frést, að töluverð ganga sé nú niður Laxá í Aðaldal. Þess má að lokum geta, að fiskifræðingar spá öflugum laxa- göngum í ár í sumar, bæði er reikn- að með sterkum göngum af laxi sem hefur dvalið 2 ár í sjó, „stórlaxin- um“, svo og ekki lakari smálaxa- göngum en í fyrra. Ef spámar standast, verða ámar fullar af fiski, en sunnanlands og vestan óttast þó margir vatnsskort vegna sjóleys- is á vetrinum sem leið. Vegagerð: Miðfell lægstbjóðandi í slitlög á Reykjanesi í ÞESSARI viku voru opnuð tilboð i tveimur útboðum Vegagerðar ríkisins, efnisvinnslu á Norðurlandi vestra og slitlög á Reykjanesi. Tiltölulega fáir verktakar buðu og voru lægstu tilboð 78,6% og 98% af kostnaðaráætlun. Miðfell hf. átti lægsta tilboð í lagningu slitlaga á Reykjanesi í sumar (útlögn malbiks og olíumal- ar), 5.503 þúsund kr., sem er 98% af kostnaðaráætlun, en hún hljóðaði upp á 5.611 þúsund kr. í verkið buðu einnig Loftorka sf, Halldór Bjömsson & Guðmundur Bjömsson og Hlaðbær hf. og vom tilboð þeirra allra yfir kostnaðaráætlun. Hæsta tilboðið var 9.530 þúsund, eða tæplega 70% yfir áætlun. Króksverk átti lægsta boð í efnis- vinnslu á Norðurlandi vestra í sumar (46 þúsund rúmmetrar alls), 7.700 þúsund kr., sem er 78,6% af kostnaðaráætlun sem reyndist vera 9.791 þúsund kr. Undir kostnaðar- áætlun vom einnig verktakafyrir- tækin Btjótur, Völur og Borgar- verk, en Hagvirki var með lang- hæsta tilboðið, 12.473 þúsund kr., sem er 27% yfir kostnaðaráætlun. Látum ekki lævísar raddir svæfa okkur: Davíð þarf á atkvæðum okkar allra að halda eftír Hrafn Gunnlaugsson í kosningum er alltaf hætta á því að menn trúi blint á gamla listabókstafínn. Sú kynslóð sem er að erfa þetta land verður að leyfa sér að hugsa öðruvísi. Við verðum að setja menn í öndvegi en ekki bókstafstrúna. Það hefur sannast æ ofaní æ, að ef forystumanninn vantar skiptir litlu máli hvaða flokkur fer með völdin þegar losa á um hlekki aftur- halds og stöðnunar. Þá reynir á menn, en ekki flokkspólitíska hjá- trú. Þá reynir á þann, sem valinn er til forustu, sama fyrir hvaða listabókstaf hann stendur. Þetta skulum við hafa hugfast í dag. Við skulum kjósa Davið Oddsson boigarstjóra, manninn sem hefur sýnt það í verki, að hann er tilbúinn að skapa Reykjavík framtíðarinnar. Ungt fólk og listamenn, sem hafa fylgst með starfi hans, vita að allir geta nú fengið lóð í borginni, lóða- Hrafn Gunnlaugsson braski er lokið, og borgarleikhús rís af gmnni. Listalífíð hefur aldrei staðið með meiri blóma í þessari borg. Það er til marks um hugsun lít- illa sanda, að upp á síðkastið hefur áróður andstæðinga Davíðs Odds- sonar gengið æ meir út á það eitt að ata persónu hans auri og gera hann tortryggilegan sem forystu- mann. Þeir menn sem þekkja Davíð, hvar í flokki sem þeir standa, vita að þessar árásir em einungis taugaveikluð málefnafátækt — Davíð hefur hreinlega staðið sig svo vel sem boigarstjóri, að nú dugir það eitt að sækja að honum per- sónulega með dylgjum og útúr- snúningum. Látum ekki blekkjast af þessari rógsherferð og látum heldur ekki lævísar raddir svæfa okkur á verð- inum. Síðasta vopn þeirra er að reyna að telja okkur trú um að Davíð sé svo ömggur að ekki þurfi að kjósa. Gætum okkar á slíkum málflutningi, Davíð þarf á atkvæð- um allra fijálshugsandi manna að halda. Baráttan er tvísýn. Höfundur er rithöfundur og leik- stjóri, hann er jafnframt varafor- seti Bandalags íslenskra lista- mnnnn. Landbúnaður: 6118 tonn af kindakjöti til í birgðum í landinu Salan í apríl 11,4% minni en í apríl á síðasta ári f aprílmánuði voru seld 584 tonn af kindakjöti á innan- landsmarkaði, 75 tonnum (11,4%) minna en í apríl 1985. Frá byrjun september til aprílloka, það er 8 fyrstu mánuði verðlagsársins, voru seld 5.987 tonn af kindakjöti hér innanlands á móti 6.231 tonni sömu mánuði árið áður. Samdrátturinn nemur því tæpum 4% þrátt fyrir kinda- kjötsútsöluna í nóvember og desember síðastliðnum. Kindakjötssalan eykst nú smám saman eftir mikla lægð fyrstu mánuði ársins í kjölfar kindakjöts- útsölunnar, en hún er enn töluvert miklu minni en var á sama tíma í fyrra. Það sem af er verðlagsár- inu hafa verið flutt út 1.947 tonn af kindakjöti, á móti 2.019 tonn- um á sama tima á verðlagsárinu 1984/85. Nú eru til í birgðum PÓSTUR og simi er nú að reyna nýja gerð af þráðlausum sima, sem gerður er eftir evrópskum staðli. Simi þessi hefur veríð samþykktur til notkunar viða i Vestur-Evrópu og búizt er við þvi að svo verði hér fljótlega. Gústav Amar, yfirverkfræðingur hjá Pósti og síma, sagði að til þessa hefði notkun þráðlausra síma af 6.118 tonn af kindakjöti, 623 tonnum (11,3%) meira en 1. maí ífyrra. bandarískri gerð verið bönnuð hér vegna þess að símamir hefði tmflað sjónvarpsútsendingar og bátabylgj- una. Það gerðu þessir nýju símar ekki og auk þess væri erfíðara að komast inn á þá en bandarísku sím- ana. Hann sagði að prófunum á símanum væri að ljúka og líklega yrði sala hafin fljótlega. Póstur og sími: Þráðlausir símar að koma á markað VEL KLÆDD, SÍMASKRÁ SIMASKRA alltaf sem ný í kápunní frá Múlalundí Engri bók er flett jafnmikið og símaskránni. Hún þarf því að eiga góða Yfirhöfn svo hún losni ekki úr böndunum og verði ílla til reika. í hlífðarkápunni frá Múlalundi, vinnustofu SÍBS, er símaskráin vel varin! Fæst í öllum helstu bóka- og ritfangaverslunum Iandsins Hátúni 10 C, Símar: 38450 38401 f Múlalundur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.