Morgunblaðið - 30.05.1986, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1986
Að segia satt
eftir Ingólf S. Sveinsson
Undanfama daga hafa væntan-
legir kjósendur kvartað yfír því, að
erfítt sé að átta sig í því moldviðri
af upplýsingum, sem yfír þá hefur
dunið. Það er undarlegt að Ölfus-
vatnsmálið skuli hafa orðið helsta
málið í kosningahríð vinstri manna.
I því máli var borgarstjóm einfald-
lega að tryggja borgarbúum í fram-
tíðinni nægilegan yl og tryggja til
þess land á lágu verði. Þeir, sem
hamast mest gegn þessu, slá á
strengi öfundarinnar með því að
segja að þetta hafí verið gert til
að rík fjölskylda yrði ennþá ríkari.
Það uggvænlegasta við svona
málflutning fjölda fólks, sem gætu
orðið stjómmálaleiðtogar, er þó
einmitt það, að þama étur hver
eftir öðmm hrein ósannindi, sem
þetta fólk veit að em ósannindi.
Einstakt dæmi um þetta er sú full-
yrðing vinstri manna að borgin
geti ekki nýtt sér landið næstu 50
ár. Sannleikurínn er að borgin gat
nýtt allt landið utan örfárra sumar-
bústaðalóða strax eftir kaupin.
Einhvem tíma hlýtur sá tími að
koma, að það sé ekki lengur allt í
lagi að segja ósatt bara af því að
það er kosningabarátta. Kona ein
sagði nýlega: „Ég kýs ekki og
enginn úr minni ijölskyldu því að
það er engum að treysta."
Þetta er kjami málsins. Við verð-
um að geta treyst orðum stjóm-
málaleiðtoga. Að öðmm kosti verð-
um við að hundsa þá og reyna að
leiða hjá okkur hvemig málefnum
samfélagsins er ráðið. Þannig end-
um við með því að nöldra úti í
homi, vonsvikin og óánægð.
Kosningabarátta sjálfstæðis-
manna og ekki síður vinnan við
málefnaundirbúning kosninganna,
hefur einkennst af gamaldags boð-
orðum: Það á aðeins að lofa því sem
hægt er að efna.
Það er dyggð að greiða skuldir
sínar.
Það er nauðsynlegt að segja satt.
Það hefur einfaldlega verið lögð
rækt við siðferði í þessari vinnu
sjálfstæðismanna.
Heilsugæsla í
Reykjavík
Um efndir á loforðum getur fólk
lesið í blöðum. En þar vil ég taka
eitt mál út úr sem em heilsugæslu-
stöðvamar. Þar hefur verið vel
unnið og árangur er góður þótt
sumum fínnist róðurinn sækjast
Ingólfur Sveinsson
„Við verðum að geta
treyst orðum stjórn-
málaleiðtoga. Að öðr-
um kosti verðum við að
hundsa þá og reyna að
leiða hjá okkur hvernig
málefnum samfélagsins
er ráðið. Þannig endum
við með þvi að nöldra
úti í horni, vonsvikin
og óánægð.“
seint. Aðalskýringin á þeim seina-
gangi er einfaldlega svonefnd
byggðastefna. Heilsugæslustöðvar
hafa risið allt í kringum landið,
reistar fyrir fé ríkisins að 85% og
byggðanna að 15%. Sums staðar
hafa stöðvamar orðið fáránlega
stórar, annars staðar vel við hæfí.
Nú ætti röðin að vera komin að
Reykjavík, en eins og allir vita situr
Reykjavík jafnan eftir þegar slík
þjóðarátök em gerð. Minni byggð-
imar ganga fyrir. Skýring þessa
kann að vera hin íslenska samúð
með þeim smáa á beinan kostnað
þess stóra en einnig margfalt vægi
atkvæða dreifbýlisins miðað við
Reykjavík. Endurteknar umsóknir
um fé á fjárlögum til heilsugæzlu
í Reykjavík hafa ekki skilað meim
og þar er ekki áhugaleysi um að
kenna.
Hitt er annað mál að Reykvíking-
ar búa ekki illa með heilsugæzlu.
Hér em fjölmargir ágætir læknar,
sem alltaf hafa unnið einir á stofum
og einnig ljöldi sérfræðinga, sem
óvíða fínnast á landsbyggðinni. Hér
em því aðstæður aðrar og það þarf
að taka mið af slíkum raunvem-
leika.
Vafalaust ijölgar heilsugæslu-
stöðvum jafnt og þétt. Tvær nýjar
stöðvar munu rísa við Hraunberg
og Vesturgötu á næstu 4 ámm.
Aðaiatriðið er að þær veiti góða
þjónustu.
Heilbrigð fjár-
málastjórn
Það hefur ekki þótt neitt sérlega
fréttnæmt að Reyijavíkurborg hef-
ur ekki tekið erlent lán síðan 1983.
Fyrirtæki borgarinnar hafa einnig
hvert um sig verið að greiða upp
skuldir á þessu kjörtímabili og em
nú flest skuldlaus. Reykjavíkur-
höfn, sem vinstri menn skiluðu stór-
skuldugri hefur t.d. varið 134 millj-
ónum til að greiða upp skuldir á
kjörtímabilinu meðan 14 milljónir
af tekjum hennar hafa farið til
framkvæmda. Er höfnin nú skuldlít-
il.
Það er lítill vandi að lofa lágum
þjónustugjöldum, greiða þau niður
með lánum og skila öðmm skulda-
súpu.
Hver íslendingur skuldar 281
þúsund krónur í útlöndum. Skuldir
komust yfír 56% af landsframleiðslu
í fyrra. Því meiri tíðindum sætir,
þegar stærsta sveitarfélag landsins
ástundar það siðferði að hafa reiður
á sínum Qármálum.
Þetta er engin tilviljun því að það
er í fullu samræmi við gildismat
þeirra manna, sem ráðið hafa í
Reykjavík sl. 4 ár.
Stjómmál em siðferði. Það er
mikilvægt að stærsta fyrirtæki
landsins, langstærsta sveitarfélag-
ið, haldi áfram heilbrigðri Qármála-
stjóm. Önnur Qármál í landinu
hljóta fyrr eða síðar að taka mið
afþví.
Reykvíkingar! Tryggjum áfram-
hald þeirrar stefnu, stefnu sjálf-
stæðismanna í Reykjavík.
Höfundur er læknir i Reykjavík.
Hann akipar 18. aæti & liata Sjálf-
atæðiaflokkaina í Reykjavík.
TILBOÐ
■ \ 43 ;
946 m*
H!T
Til sölu
Hafnargata 43, Keflavík
Húsið er 3ja hæða með þremur
íbúðum. 60 fm grunnflötur. Lóðin
er 946 fm. Erfðafestlóð. Möguleiki
á að færa húsið út að Austurgötu
og fá góða byggingarlóð við Hafn-
argötu á góðum stað.
Tilboð sendist til:
Brynjars Sigmundssonar,
Tunguvegi 14 — 260 Njar&vík.
BAKKASEL
Fallegt endaraðhús er skiptist þannig:
1. hæð: forstofa, stofur, stórt og fallegt eldhús, forstofuherb. og
snyrting.
Efri hæð: þrjú svefnherb. og bað.
Jarðhæð: tvö herb. og stórt fjölskherb. Þvottah., geymsla, svo og
tvö herb. fyrir saunu og tilheyrandi.
Sér inng. er einnig í jarðhæðina þannig að þar er hægð að hafa
sér íb.
Bílsk. Fullgerð ræktuð lóð. Falleg eign. Laus 1. ágúst. Verð 5,4
millj. Hugsanleg skipti á ódýrari eign.
26600®i
Fasteignaþjónuttan
Autlunlrmti 17,«. 29K0
Þorsteinn Steingrimsson.
lögg. fasteígnasali.
685009 '
685988
Austurbrún. 2ja herb. íb. á 1. I
hæö. Laus strax. Ekkert óhv.
Hjarðarhagi. 3ja herb. íb. á 3. I
hæð. Glæsil. eign. Laus strax.
Laugarnesvegur. 3ja herb.
íb. á 2. hæð. Afh. í júlí. Hagst. verö.
Hrafnhólar. 3ja herb. íb. á 2.
hæð í þriggja hæða húsi. Ákv. sala.
Verð 21CX) þús.
Rauðalækur. 3ja herb. rúmg. I
ib. á jarðh. i þribhúsi. Sérinng., sérhiti.
Ákv. sala.
Flúðasel. 4ra herb. ib. á 2. hæð. I
Bilskýli. Afh. í sept.
Efstihjalli Kóp. 4ra herb. fb. á
2. hæð. Gott út8ýni. Verð 2,6-2,7 millj.
Dvergabakki. 4ra herb. ib. &
3. hæð. Sérþvottah. Aukaherb. í kj.
Breiðholt. Einbýlish. tilb. u. tróv.
og móln. v. Klapparberg. Til afh. strax.
Eignaskipti mögul.
V.
J
Góðandaginn!
Tómatar á útsölu
NÚ stendur yfir útsala á tömöt-
um og voru þeir lækkaðir um
nærri þriðjung. Tómataútsalan
mun standá í örfáa daga.
Kfló af tómötum er nú selt á 120
krónur í heildsölu, en var á 175
krónur, og er verðlækkunin því
31,4%. Samsvarar þetta 150-160
kr. útsöluverði sem er 70 krónum
lægra en var fyrir útsölu.
Níels Marteinsson sölustjóri hjá
Sölufélagi garðyrkjumanna sagði
að undanfama daga hefði mikil
framleiðsla komið á markaðinn og
því hefði þessi útsala verið ákveðin.
Hann sagði að útsalan myndi
standa meðan birgðir entust, þó
ekki lengur en fram að helgi.
Fjölbreytt dagskrá í
útvarpi og sjónvarpi
á kosninganóttina
AÐ VENJU verður kosningavaka bæði í útvarpi og sjónvarpi að
kvöldi kosningadags og fram eftir nóttu. Kosningavaka útvarpsins
hefst bæði á rás 1 og 2 kl. 22.00, en sjónvarpsins kl. 23.00 næsta
laugardagskvöld.
Samkvæmt upplýsingum sem
Morgunblaðið fékk hjá Páli Magnús-
syni varafréttastjóra sjónvarpsins
verður kosningavaka sjónvarpsins
mun viðameiri en á undanfömum
ámm og verða allir fréttamenn sjón-
varpsins að störfum þetta kvöld.
Dagskráin verður með þeim hætti
að birtar verða kosningatölur og
spár og auk þess verða sýnd viðtöl
við stjómmálamenn og kjósendur.
Þá verður einnig boðið upp á ýmis
skemmtiatriði. í sjónvarpssal verður
hljómsveit og þangað verður boðið
um 100 gestum til þess að fylgjast
með gangi mála.
Páll sagði að tölvuspár verði nú
mun fullkomnari en áður og hefur
verið gerður samningur við tölvufyr-
irtækið Hewlett Packard til að sjá
um þau mál. Sérstök áhersla verður
lögð á grafískar útskýringar.
Bein útsending verður frá talning-
unni í Austurbæjarskóla, kosninga-
skrifstofum flokkanna og fleiri stöð-
um. Við beinu útsendingamar verður
m.a. notaður nýr og fullkominn
upptökubfll sem sjónvarpið fékk ný-
lega. Kosningavöku lýkur þegar úr-
slit verða orðin Ijós, og bjóst Páll
við að það yrði um klukkan fjögur
að morgni sunnudagsins.
í útvarpi verða sagðar fréttir af
kjörsókn allan laugardaginn. En að
sögn Kára Jónassonar varafrétta-
stjóra útvarps hefst hið eiginlega
kosningaútvarp á rás 1 og rás 2 um
klukkan 22.00.
Á rás 2 verður leikin létt tónlist
og nýjustu tölur sagðar með vissu
millibili. Á rás 1 hefst dagskráin
með því að sagðar verða nýjustu
fréttir af kjörsókn. Klukkan 23.00
verður byijað að birta tölur eftir
því sem þær berast. Gestir koma í
hljóðstofu til þess að segja álit sitt
á kosningunum og úrslitum. Frétta-
ritarar og fréttamenn verða á ferð-
inni víða um land til þess að fylgjast
með kosningunum.
í Reykjavík verða tvær litlar
sendistöðvar á stöðugu ferðalagi um
höfuðborgarsvæðið og verður út-
varpað beint frá kosningaskrifstof-
um og fleiri stöðum. Á Akureyri
verður ein slík stöð í notkun. Hinn
almenni kjósandi verður tekinn tali
og rabbað við hann um tölur og
úrslit. Talað verður við frambjóðend-
ur, stjómmálaleiðtoga og hinn al-
menna kjósanda og fl.
Allt efni á rás 1 verður sent út á
stuttbylgju til Bandaríkjanna og
Evrópu og einnig sent um sérstaka
símalínu til Svíþjóðar þar sem það
verður sent út á sérstökum
FM-bylgjum í Gautaborg og Lundi.
Heyrst hefur að íslendingar í Stokk-
hólmi ætli að koma saman og hlusta
á beint kosningaútvarp frá íslandi.
Allt starfslið fréttastofunnar verð-
ur að störfum á kosninganóttina.
Fylgst verður með talningu í Austur-
bæjarskóla í beinni útsendingu og
sagði Kári að öll tækni útvarpsins
verði notuð til að koma þessu sem
fyrst til hlustenda. Allar upplýsingar
settar strax inn I tölvu útvarpsins
sem nú verður notuð til að spá um
úrslit í fyrsta sinn. Sérstakt forrit
verður fyrir kosningaspár á hveijum
stað. Útvarpað verður fram á morg-
un og sagði Kári að venjulega rynni
dagskráin saman við morgunútvarp-
ið daginn eftir.
Bláskógar gjaldþrota
A fimmta hundrað beiðnir um gjaldþrota-
skipti hafa borist á þessu ári í Reykjavík
Húsgagnaverslunin Bláskógar hf.
fór fram á gjaldþrotaskipti á
fimmtudag i siðustu viku. Ragnar
Hall skiptaráðandi sagði að sam-
kvæmt upplýsingum forráða-
manna fyrirtækisins væru skuldir
þess um 23-24 milljónir króna.
Ragnar benti á að reynslan sýndi
að alltaf bættust við kröfur í bú.
Frestur til að lýsa kröfum í búið er
tveir mánuðir frá því að auglýsing
um gjaldskipti birtist í Lögbirtingar-
blaðinu. Hún birtist líklega eftir tvær
til þijár vikur.
Sveinn Sveinsson, hdl. hefur verið
skipaður bústjóri. Eins og greint
hefíir verið frá hér í blaðinu óskuðu
forráðamenn Bláskóga eftir
greiðslustöðvun. Þeim var veittur
viku frestur til að skila upplýsingum
um áform stjómenda fyrirtækisins.
Þeir ákváðu að nýta sér hann ekki
og fóru fram á gjaldþrotaskipti.