Morgunblaðið - 30.05.1986, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1986
Við erum að byggja upp
háskólanám á Akureyri
eftir Halldór
Blöndal
Ég var að lesa um það í alþingis-
tíðindum 120 ára gömlum, hvemig
þingmenn skiptust í andstæðar
fylkingar vegna þess, að þeir gátu
ekki orðið á eitt sáttir um það,
hvort Passíusálmana og fleiri bæk-
ur frá Hólaprentsmiðjunni gömlu
mætti prenta á Akureyri eins og í
Reykjavík. Auðvitað var það felit í
fyrstu atrennu og auðvitað var sagt,
að bók prentuð fyrir norðan yrði
ekki eins vönduð og ekki eins ódýr
og sama bók prentuð í Reykjavík.
Þannig gekk það nú til.
Menntunarkrafan er
sjálfsögð
Ég þekki engan, sem ekki er
þeirrar skoðunar, að aðrar og meiri
menntunarkröfur séu gerðar nú en
fyrir hálfri eða heilli öld. Mér fínnst
óþarfí að fjölyrða um svo sjálfsaðan
hlut sem þann, að Menntaskólinn á
Akureyri hafí verið eðlilegt fram-
hald Möðruvallaskóla, — lykill fyrir
Norðlendinga að æðri menntun.
Skömmu síðar var Iðnskólinn á
Akureyri stofnaður. Síðan hefur
þetta þróast stig af stigi. Loks voru
framhaldsdeildir Gagnfræðaskól-
ans, Vélskólinn, Iðnskólinn og Hús-
mæðraskólinn sameinaðar í Verk-
menntaskólanum nýja, en nemend-
ur hans og Menntaskólans voru um
1400 í vetur.
Gagnfræðaprófíð þótti á sínum
tíma merkur áfangi og síðar Ioka-
próf úr iðnskóla eða menntaskóla.
En þekkingarkröfumar hafa verið
að vaxa eftir því sem árin líða. Nú
þykir t.d. nauðsynlegt, að meistari
í iðngrein, sem tekur að sér verk
og hefur menn í vinnu, hafí nokkra
þekkingu og leikni í bókhaldi og
viðskiptafræði. Stúdentspróf veitir
engin starfsréttindi.
Við þessar aðstæður var óhjá-
kvæmilegt, að krafa um kennslu á
háskólastigi á Akureyri yrði reist.
Það er óviðunandi, að allir, sem
vilja fá fyllstu starfsréttindi og
fullnægjandi þekkingu í sinni grein
þurfí til Reykjavíkur, þegar hægt
er að sýna fram á, að það er hag-
kvæmt fyrir þjóðfélagið í heild að
auka þá fræðslu og kennslu, sem
nú er á Akureyri.
Stutt, hagnýtt nám
Ég hef séð það í blöðum, að
ýmsum þykir seint ganga að
kennsla á háskólastigi heflist hér á
Akureyri. Fyrsti fundur háskóla-
nefndarinnar var í febrúarmánuði
og síðan hefur það áunnist, að
auglýst hefur verið, að aðfaramám
iðnrekstrarbrautar heflist við Verk-
menntaskólann í haust, en kennsla
í iðnrekstrarfræði ári síðar. Það
nám er á háskólastigi, eins og það
er skilgreint. Það er hagnýtt nám,
— í senn viðskiptalegs sem tækni-
legs eðlis, — og talið einkar hag-
kvæmt fyrir þá, sem vilja snúa sér
að rekstri smáfyrirtækja. Mér er
sagt, að þetta nám sé eftirsótt
vegna þess hversu skammur náms-
tíminn er og vel nýttur.
Ég hef skrifað Félagi íslenskra
iðnrekenda, Sambandi íslenskra
samvinnufélaga og Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna bréf, þar sem ég
fer fram á að þessi samtök skipi
starfshóp til að gera tillögur um,
hvemig hægt sé að byggja upp nám
á tækniháskólastigi á Akureyri í
matvælafræðum. Þessi grein varð
fyrir valinu vegna þess hversu íjöl-
breyttur matvælaiðnaðurinn er hér
á Akureyri og vegna þess hversu
þessi grein hefur verið vanrækt í
skólakerfínu.
Þá er til íhugunar, hvemig stuttu
en hagnýtu námi í viðskipta- og
markaðsfræði yrði fyrir komið.
Rætt hefur verið um kennslu- og
uppeldisfræði, tungumál o.fl.
Námsbraut í
hjúkrunarfræðum
Það hefur um skeið verið skoðun
stjómar Fjórðungssjúkrahússins að
nauðsynlegt sé að setja á stofn
námsbraut í hjúkrunarfræðum hér
á Akureyri. Fyrir því em tvær
ástæður fyrst og fremst. Annars
vegar óttast menn, að ella verði
skortur á hjúkranarfræðingum.
Hins vegar hefur innra starf sjúkra-
hússins verið með slíkum ágætum,
að það er ekki talið síðra en í stóra
sjúkrahúsunum syðra. Það sýnir
breidd þeirrar þjónustu, sem veitt
er í sjúkrahúsinu, að við það era
starfandi sérfræðingar í 12—15
undirgreinum læknisfræðinnar, eft-
ir því hvemig talið er. Námsbraut
í hjúkranarfræðum myndi vissulega
víkka grann sjúkrahússins og laða
þangað úrvals fólk. í úttekt sem
gerð hefur verið fyrir forgöngu
þeirra Tómasar Inga Olrich, for-
manns háskólanefndar Akureyrar,
kemur fram, að þegar eru búsettur
á Akureyri sérfræðingar í flestum
kennslugreinum hjúkranarfræði og
hafa sumir þeirra kennt við slíka
deild eða læknadeild f háskólanum
hér ogerlendis.
Það er að vísu rétt, að hér starfar
nú enginn hjúkranaifræðingar með
MS-háskólagráðu, sem rétt hefur
til að kenna við hjúkranarbraut á
háskólastigi. Ég er þeirrar skoðun-
ar, að þess vegna sé rétt að auglýsa
námsstyrk eða styrki fyrir þá hjúkr-
unarfræðinga, sem hér era starf-
andi, til þess að þeir geti öðlast
þessa menntun. en það er ekki nóg.
Ef sá draumur á að geta ræst, sem
ég vil trúa, að hjúkranarfræðibraut-
in taki til starfa haustið 1987 verður
að ráða MS. hjúkranarfræðing til
starfa nú í haust til þess að undir-
búa hana, afla kennslugagna og
ráða kennara.
Aðfaranám
hjúkrunarfræði
Ég hef lagt það til, að auglýst
sé aðfaramám hjúkranarfræði hér
á Akureyri strax í haust. Reynslan
sýnir, að fyrsta árið hefur reynst
mörgum erfítt og fallprósentan er
óeðlilega há í einstökum greinum.
Það er freistandi að draga þá álykt-
un af því, að of margir stúdentar
séu ekki nægilega vel undirbúnir,
þannig að almennt sé nauðsynlegt,
að námsefni framhaldsskólanna
miðist í ríkara mæli en nú við það
háskólanám, sem viðkomandi hugs-
ar sér.
Með þetta í huga blasir við, að
skynsamlegt getur verið að gefa
þeim sem lagt hafa nám á hilluna
f nokkur ár en vilja taka þráðinn
upp að nýju, kost á gagnlegri upp-
rifjun í þeim námsgreinum hjúkr-
unarfræðinnar, sem erfiðastar hafa
þótt. Þar nefni ég t.d. tölvufræði,
tölfræði, líkindareikning, efnafræði
og fagensku. Það fer svo eftir
undirtektum, hvert framhaldið
verður, en þessi hugmynd hefur
hvarvetna fengið góðar undirtektir,
þar sem hún hefur verið kynnt.
Þetta mál er nú í vinnslu, svo og
hjúkranarbrautin, en þess er að
vænta að hjúkranar- og læknadeild-
ir háskólans skili um þær áliti um
miðjanjúní.
Ingvar Gíslason
og Kólumbus
Ýmsir hafa viljað eigna sér hug-
myndina um háskólanám á Akur-
eyri. Ég veit ekki betur en Þórarinn
Bjömsson skólameistari hafí fyrst-
ur allra sett hana skipulega fram,
en það var í ræðu á þingi Fjórðungs-
sambands Norðlendinga 1958.
Davfð Stefánsson skáld frá Fagra-
skógi gerði sfðan hugmyndina
fleyga í frægri ræðu fjóram áram
síðar. Ég hef séð í Degi á Akureyri,
að FYamsóknarmenn ragla þessum
sæmdarmönnum saman við Ingvar
Gíslason, fyrram menntamálaráð-
herra. Og það sem meira er: Þeir
segja, að hann hafí skilið svo við
það embætti og háskólamálið, að
„nánast var formsatriði að koma
Halldór Blöndal
„Við sjálfstæðismenn
höfum tekið frumkvæð-
ið í háskólamálinu og
stigið þau skref, sem
stigin hafa verið. Við
þykjumst vinna það, að
ungu fólki, sem vill
seijast að í bænum,
fjölgi með tilkomu há-
skóladeildanna. Það
mun þykja eftirsóknar-
vert að vinna við þær
og fyrirtækin munu
sækja þangað hug-
myndir og þekkingu.“
því endanlega í höfn. Kolbrún Þor-
móðsdóttir, fjórði maður á lista
Framsóknarflokksins til bæjar-
stjómarkosninga á Akureyri, kom
með skemmtilega samlíkingu í
þessu sambandi í ræðu fyrir
skömmu. Hún sagði að vel Iesið og
menntað fólk vissi að Leifur heppni
hafí fundið Ameríku en Kolumbusi
hlotnast heiðurinn tæpum 5 öldum
síðar..." Frekari útlistun er ekki
gefín á þessari líkingu. Nærtækt
er að skilja hana svo, að Leifur
heppni hafí að vísu fundið Vínland
og Ingvar hafí að vísu viljað vinna
að háskóla á Akureyri, en það hafí
komið fyrir lítið og ekki orðið annað
en sögusögn. Svo komu aðrir til
skjalanna, Kólumbus og Sverrir
Hermannsson.
Þetta var útúrdúr að gefnu til-
eftii.
Akureyri mun breyta
umsvip
Atvinnulíf hér á Akureyri hefur
Sigur í þessum kosningum er
sigur á stöðnun og afturför
eftir Signrð Jóh.
Sig-urðsson
Það er ástæða til þess í þessari
síðustu viku fyrir bæjarstjómar-
kosningar að gaumgæfa þá stöðu
sem blasir við Akureyringum og
þá valkosti sem þeir hafa í þessum
kosningum.
í síðustu bæjarstjómarkosning-
um á Akureyri kom upp sú staða
að bæjarbúar höfnuðu áframhald-
andi samstarfi vinstri flokkanna,
en vegna „misskilnings" Kvenna-
framboðsins tók það að sér það
hlutverk að endurreisa þann meiri-
hluta sem í reynd var fallinn. Staða
þessa nýja meirihluta var veik þegar
í upphafí. Málefnasamningur sem
gerður var var óljós og bar með sér
djúpstæðan ágreining milli sam-
starfsaðila. Þetta stafaði meðal
annars af því hversu ólík hug-
myndafræði þessara frambða er og
afstaða til_ hlutverks sveitarstjóma
misjöfn. Á þessum veika granni
hófst starfíð og hafa verkin verið í
fullu samræmi við undirstöðuna.
Gífurlegur tími hefur farið í umræð-
ur um mál sem auðvelt hefði verið
að leysa, ef festa hefði ríkt í stjóm-
un. Ekki hefur verið hægt að skapa
þá forustu sem bæjarbúar vilja sjá
í fari bæjaryfírvalda. Margt hefur
áunnist á þessu kjörtímabili, en þar
er fyrst og fremst um verkefni að
ræða sem verið hafa til vinnslu til
margra ára eða verkefni sem komið
hafa upp vegna aðgerða annarra
en bæjarstjómar.
Þessu er nauðsynlegt að breyta
Snúa verður til skipulagðra og
ákveðnari vinnubragða með ákveð-
in markmið í huga. Þetta teljum
við mögulegt, en aðeins með því
móti að nýir aðilar mjmdi forustu-
sveit í bæjarmálum.
Við höfum sett fram ákveðin
stefnumál í þessum kosningum og
reynt í þeim efnum að setja í fyrir-
rúm þau atriði sem við teljum að
vinna beri að og sem hafí f för með
sér mikilvæg skref til framfara á
öllum sviðum bæjarmála.
Eftirfarandi stefíiumál setjum við
fram sem megin þátt í okkar áætlun
til næstu ára. Undirstaðan er fólgin
í Qölþættu atvinnulífi á öllum svið-
um. Öflug félagsleg þjónusta og
Qölbreytt menningarlíf byggir á
þeim granni.
Þessi meginatriði era:
9 Hafnaraðstaða verði bætt með
byggingu fískihafnar norðan
Togarabryggju.
• Að því markmiði verði náð í
málefnum Hitaveitu Akureyrar
að Akureyringar búi við lægri
orkugjöld í lok kjörtímabilsins.
• Sundlaug verði byggð í Glerár-
hverfí á næsta ári.
• Fasteignaskattur af íbúðar-
húsnæði verði innheimtur án
álags.
9 Að minnsta kosti einu skipi
verði bætt í skipaflota Útgerð-
arfélags Akureyringa hf. og það
verði byggt á Akureyri.
• Að öflugar háskóladeildir rísi á
Akureyri.
9 Við deiliskipulag á Glerársvæð-
inu og lagningu Borgar- og
Dalbrautar verði Kotárborgar-
svæðið skipulagt með það í huga
að þar geti risið íbúða- og stofn-
anabyggð.
9 Hafnarstræti 63 (Gamli-Bama-
verið í lægð, sérstaklega hefur
byggingariðnaðurinn átt erfítt upp-
dráttar svo að menn hafa orðið að
flytjast búferlum til að hafa atvinnu
og híbýli er nú að athuga um verk-
efni á Grænlandi. Á hinn bóginn
er því ekki að leyna, að rekstur
margra einkafyrirtælqa hefur
gengið vel og sumra mjög vel og
hafa þau unnið merkt brautryðj-
endastarf og era í fremstu röð
fyrirtækja í sinni grein hér á landi.
Áð öllu samanlögðu get ég ekki
betur séð, en lægðin í atvinnulífinu
hér sé tímabundin, — framkvæmdir
muni aukast og bærinn fá sinn fyrri
svip.
Við sjálfstæðismenn leggjum nú
sem fyrr áherslu á, að nauðsynlegt
sé að breikka grann atvinnulífsins
hér á Akureyri. Þriðjungur verk-
færra karla og kvenna vinnur hjá
samvinnuhreyfingunni eða á vegum
hennar eða á vegum hennar og við
þykjumst geta sýnt fram á, að
þaðan sé ekki að vænta neins þess
frumkvæðis í náinni framtíð, sem
neitt dregur. Þvert á móti bendir
margt til, að forystumenn þessara
samtaka þykist vel gera ef þeir
geta haldið í horfínu. Það verður
því að líta annað, þegar við eram
að tala um viðreisn Ákureyrar.
Við sjálfstæðismenn höfum tekið
framkvæðið í háskólamálinu og
stigið þau skref, sem stigin hafa
verið. Við þykjumst vinna það, að
ungu fólki, sem vill setjast að í
bænum, fjölgi með tilkomu háskóla-
deildanna. Það mun þykja eftir-
sóknarvert að vinna við þær og
fyrirtækin munu sækja þangað
hugmyndir og þekkingu.
Við sjálfstæðismenn teljum ein-
sýnt, að útibú Iðntæknistofnunar
verði opnað hér á Akureyri í tengsl-
um við það iðnrekstramám, sem
hér hefst á næsta ári, en það mun
auðvelda rekstur deilda á sviði
tækniháskólahér.
Ég flutti ásamt Svavari Gests-
syni tillögu um það á Alþingi, að
Byggðastofnun yrði flutt til Akur-
eyrar og hef tekið málið upp í stjóm
stofnunarinnar. Hagvangur hefur
skilað skýrslu um málið, sem verður
tekin til meðferðar og afgreiðslu
nú í sumar.
Eins og þessi grein ber með sér
höfum við sjálfstæðismenn hafíð
baráttu fyrir því, að fleiri og nýjum
stoðum verði rennt undir atvinnulíf-
ið á Akureyri. Byggingariðnaðurinn
stendur höllum fæti og umsvifin
verða að aukast veralega til þess
að hann fái verkefni sem duga
afkastagetu hans. Ég hef hér tíund-
að ýmis þau mál, sem ég vil leggja
áherslu á núna, en þegar horft er
til lengri framtíðar kemur stóriðju-
málið vitaskuld upp á nýjan leik.
Nútímabær sem vill vera framtíðar-
bær hlýtur að meta og nýta alla
þá atvinnukosti, sem f boði era.
Höfundur er alþingismaður og
formaður nefndar um kennslu á
háskólastigi á Akureyri.
Sigurður J. Sigurðsson
„ Af reynslu liðinna ára
er aug-ljóst að það er
fullkomlega tímabært
fyrir Akureyringa að
huga vandlega að því
hvort ekki sé skynsam-
legt að veita nýjum
aðilum tækifæri til að
hafa forystu í bæjar-
málum“.