Morgunblaðið - 30.05.1986, Side 22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1986
Troðfullt hús á sameiginlegnm framboðsfundi á Akranesi:
Helsta deilumálið hverjum þakka
beri nýgerðan samning við ríkið
KJÓSENDUR á Akranesi troðfylltu hús Bíóhallarinnar á Akranesi sl. miðvikudagskvöld og hlustuðu
þar á framsöguraeður tuttugu og þriggja frambjóðenda af þeim fimm framboðsiistum, sem eru í kjöri
við sveitarstjómarkosningarnar á morgun, laugardag. Þá svöruðu frambjóðendur fyrirspumum fundar-
manna. Að sögn kunnugra vora fundargestir á fimmta hundrað en fundurinn var með rólegu yfir-
bragði: „Það vantar lífið og baráttuna í þetta, eins og það var i gamla daga. Þetta var bara sýning á
fólki, engin barátta," sagði einn af eldri frambjóðendunum við blaðamann Morgunblaðsins í fundarlok
og mátti heyra að margir vom honum sammála, enda ekki að heyra að nein stór ágreiningsmál vœra
uppi. Allir voru sammála nm að gera góðan bæ betri og helsta deilumálið á fundinum virtist vera,
hveijum bæri að eigna góða hluti gerða á þvi kjörtímabili sem er að ljúka.
Á Akranesi búa 5.384 manns (1.
des. sl.) en á kjörskrá eru 3.596.
Útgerð og fiskvinnsla hefur verið
einn undirstöðuatvinnuvegur stað-
arins, þá hafa byggst upp öflug
atvinnu- og iðnfyrirtæki og má þar
helst nefna Sementsverksmiðjuna
og Skipasmíðastöð Þorgeirs og
Ellerts. Á Akranesi eru fimm listar
í kjöri, eins og að framan segir
A-listi Alþýðuflokks, B-listi Fram-
sóknarflokks, D-listi Sjálfstæðis-
flokks, G-listi Alþýðubandalags og
M-listi Flokks mannsins. í bæjar-
stjóm sitja nú ijórir fulltrúar Sjálf-
stæðisflokks, þrír frá Framsóknar-
flokki og einn frá hvomm, Alþýðu-
fiokki og Alþýðubandalagi. Meiri-
hluta mynduðu í upphafi kjörtíma-
bilsins Sjálfstæðisflokkur, Alþýðu-
flokkur og Alþýðubandalag, en
Alþýðubandalagið yfirgaf sam-
starfsflokka sína á kjörtímabilinu.
Niðurstöður skoðanakannana á
Akranesi gefa til kynna að miklar
breytingar geti orðið á skiptingu
bæjarfulltrúa. Skagablaðið, útgefíð
sl. miðvikudag, segir í forsíðufrétt
að samantekt sjö vinnustaðakann-
ana, sem tæplega 500 manns tóku
þátt í, gæfi til kynna að Alþýðu-
flokkurinn komi til með að fjölga
bæjarfulltrúum úr einum í þrjá.
Þessa tvo menn muni þeir taka af
Sjálfstæðisflokki og FVamsóknar-
fiokki. Þá telja aðrir, að Alþýðu-
bandalagið nái öðram þessara
tveggja manna. Menn reikna því
með að úrslit geti orðið tvísýn.
Fundarstjórar á fundinum á
miðvikudagskvöld vora þau Gísli
Gíslason og Bára Jósefsdóttir.
Fyrst fengu listamir 15 mínútur
hver til framsöguræðna og var
dregið um röð listanna.
A-listi Alþýðuflokks
A-listi Alþýðuflokks tefldi fram
þremur ræðumönnum: Gísla Ein-
arssyni, Sigriði Óladóttur og
Kjartani Guðmundssyni. Gísli
ræddi launa- og húsnæðismál,
ennfremur atvinnumál. Hann kvað
aðkallandi að veija höfnina hröm-
un, eins og hann kallaði það. Þá
þyrfti að stækka hana og gera að
útflutningshöfn fyrir Vesturland.
Af brýnum málum á komandi lgör-
tímabili neftidi hann m.a. að leysa
þyrfti sorpeyðingarvandamál og að
almenningsvagn þyrfti að vera í
gangi allt árið. Sigríður sagði í
upphafi sinnar ræðu, að það hefði
verið Alþýðuflokkurinn sem barist
hefi mest fyrir lækkun kosningaald-
urs. Hún ræddi síðan Qölskyldumál
og tillögur Alþýðuflokks um kaup-
leiguíbúðir, ennfremur ýmis félags-
mál. Þá sagðist hún stolt af nýgerð-
um samningi ríkisins og Akraness-
bæjar um uppbyggingu skólahús-
naeðis fyrir grannskóla á staðnum,
en um það mál má með sanni segja,
að allir vildu Lilju kveðið hafa, því
einn eða fleiri ræðumanna allra
flokkanna sem menn eiga í bæjar-
stjóm ræddu þennan samning og
vildu eigna hann, a.m.k. að hluta,
sínu fólki. Kjartan notaði í upphafí
ræðu sinnar útilokunaraðferðina til
að sýna fram á að launafólk ætti
að kjósa A-listann. Fann hann
öðram flokkum flest til foráttu en
eyddi ekki orðum á M-listann, sagði
að ekki þyrfti að fjölyrða um hann.
Hann kvað Alþýðuflokkinn mundi
beita sér sérstaklega í atvinnumál-
um og málefnum aldraðra og sagð-
ist í lokin eiga sér draum, þ.e.
drauminn um að gera Akranes að
betri bæ.
M-listi Flokks mannsins
M-listinn, Flokkur mannsins, var
næstur og ræðumenn fimm, þau
Guðrún Aðalsteinsdóttír, Hreinn
Gunnarsson, Erlingur Smári
Rafnsson, Þóra Gunnarsdóttir
og Gauti Halldórsson. Guðrún
sagði framboð M-listans ekkert
grín, eða blöðra sem myndi springa.
Þau myndu þó ekki lofa neinu en
teldu að hækka ætti laun bæjar-
starfsmanna upp í 30 þúsund krón-
ur að lágmarki. Hreinn ávarpaði
fundargesti og „þokkalega fjór-
flokksframbjóðendur“. Hann bað
fólk að láta ekki blekkjast af þeim
frambjóðendum sem hann teldi ekki
ætla að bæta hag fólksins. Hann
sagði þá m.a. hafa blekkt gamla
fólkið, þegar byggð hefðu verið
raðhús fyrir aldraða við Höfða.
Húsin hefðu kostað heilar 2,5 millj-
ónir króna og að gamla fólkið hefði
verið blekkt til að selja eigur sínar
fyrir lítið. Erlingur Smári sagðist
hafa gengið í Flokk mannsins af
því að hann hefði gefíst upp á íjór-
flokkunum. Hann væri verkamaður
sem ynni 10—12 tíma á dag, jafnvel
um helgar, en launin nægðu engan
veginn til að framfleyta Qölskyldu.
Hann sagði Flokk mannsins hafa
það helst til að bera að vera lausan
við alla hagsmunaspotta, eins og
hann orðaði það. Þóra sagðist vera
26 ára, þriggja bama heimavinn-
andi móðir og þyrfti að lifa af
17.700 kr. dagvmnutekjum einnar
fyrirvinnu á mánuði. Hún spurði
af hveiju húsmæður fengju ekki
laun fyrir að vera heima, til dæmis
samsvarandi því sem það kostaði
að hafa bam á dagvistarheimili.
Gauti sagði m.a. að peningum
bæjarfélagsins væri ekki rétt varið,
þeir fykju til dæmis í „malbikskless-
ur aðeins til að halda bflunum hrein-
um“. Þá sagði hann fjölskyldur í
dag tvístraðar og að foreldrar hefðu
ekki tíma til að sjá um bömin, því
væri ekkert undarlegt að bömin
leiddust út á villigötur.
B-listí Framsóknar-
flokks
Frá Framsóknarflokki héldu
raeður í þessari umferðþau Magnús
Ólafsson, Andrés Olafsson og
Steinunn Sigurðardóttir. Magnús
gerði Iistamál að umræðuefni og
sagðist vilja gera Bíóhöllina að
miðstöð menningar og lista. Þá
ræddi hann samgöngumál og einnig
kvað hann biýnt að fá betra út-
varpsefni á rás 2. Hann ræddi
nokkuð frambjóðendur listanna,
sagði m.a. að helmingur skólastjóra
bæjarins væru í framboði. Þá sagði
hann framsóknarmenn ætíð hafa
gert sér grein fyrir að á bak við
hvem karlmann í valdastöðu væri
kona, sem í raun réði ákvörðunum
hans. Framsókn hefði nú ákveðið
að hætta þessari milliliðastarfsemi,
því væra konur Qölmennar á listan-
um og tvær í efstu sætum. Andrés
ræddi m.a. framkvæmdir bæjarfé-
lagsins og deildi hart á verklegar
framkvæmdir unnar á vegum
Hagvirkis á sl. ári. Sagði hann m.a.
einstætt að upp úr varanlegri gat-
nagerð yxu blóm strax á fyrsta ári.
Hann spurði ennfremur hvort það
væri ekki stefna flokkanna að efla
heimafyrirtæki og kaupa þjónustu
af þeim og upplýsti að fyrra kosn-
ingablað A-listans hefðu verið
prentað í Reykjavík. Þá sagði hann
það öllu verra með Alþýðubanda-
lagið, sem hefði látið prenta bæði
kosningablöð sín í Reykjavík. Sjálf-
stæðismenn berðust síðan fyrir því
að fá Reykvíking til að skipuleggja
hafnarsvæðið. Af baráttumálum
framsóknar á komandi kjörtímabili
nefndi hann að aukin yrðu tengsl
bæjarfulltrúa og bæjarbúa og að
lokið yrði byggingu sundlaugar.
„Vinnum öll að betri bæ“ vora
lokaorð hans. Steinunn Ias upp úr
samkomulagi meirihlutaflokkanna
frá árinu 1982, stefnumál sem hún
sagði að ekki hefði verið staðið við.
Þá ræddi hún fjármál bæjarfélags-
ins og sagði íhugunareftii hversu
lántökur hefðu aukist, lántökur
milli áranna 1985 og 1986 myndu
aukast um 72%, eða úr 16,9 millj.
í 29,1 millj. Hún sagðist sinna öllum
málaflokkum, ekki aðeins svoköll-
uðum mjúkum málum, eins og oft
væri sagt um konur. I lokin sagði
hún að framsókn myndi auka tengsl
við bæjarbúa.
G-listi Alþýðu-
bandalags
Af G-lista Alþýðubandalagsins
fluttu framsögur þau Guðbjartur
Hannesson, Ragnheiður Þor-
grímsdóttir og Gunnlaugur Har-
aldsson. Guðbjartur sagði m.a. að
hann hefði hlustað á raddir fólksins
í þessari kosningabaráttu. Efst á
lista hjá þeim væra kjaramál, hús-
næðismál og atvinnumál. Varðandi
kjaramál sagðist hann fullviss að
hækkun lægstu launa þyldi enga
bið. „Við verðum að reyna að sníða
helstu vankantana af kjarasamn-
ingunum með því að hækka lág-
markslaun veralega og mér er jafn-
framt ljóst að 30 þús. kr. lág-
markslaun geta aldrei orðið endan-
leg Iausn.“ Þá sagði hann að sér
væri ljóst að launþegahreyfingin
hefði ekki treyst sér til að ganga
lengra í síðustu kjarasamningum
gegn sterkum atvinnurekendum,
studdum af ríkisvaldinu. Þá kvatti
hann til að bæjarfélagið stæði sjálf-
stætt að gerð kjarasamninga, með
því gæti það stutt launþegahreyf-
inguna. Ragnheiður vildi enn-
fremur að bæjarstjómin mótaði
stefnu með því að semja við bæjar-
starfsmenn sína um hækkun launa.
Hún sagði skuldastöðu bæjarins
hættulega. í lok ræðu sinnar ítrek-
aði hún, að það væri mikill misskiln-
ingur hjá fólki sem teldi framboðs-
listana alla eins og stefnuskrár
þeirra. Gunnlaugur ræddi hús-
næðismál, sérstaklega íbúðir fyrir
aldraða á Höfða og dvalarheimilið
þar. Hann sagði 60 manns á biðlista
eftir dvöl þar og deildi á meirihlut-
ann fyrir að hafa fellt tillögu þeirra
um stækkun Höfða. Hann sagði
afstöðuna til þeirra, sem byggt
hefðu bæinn og lagt granninn að
því sem fólk byggi nú við, hreint
sleifarlag, sem Alþýðubandalagið
hefði á stefnuskrá sinni að bæta úr.
D-listi Sjálfstæðis-
flokks
D-listi Sjálfstæðisflokks var síð-
astur í röðinni. Ræðumenn hans
vora Þórður Björgvinsson, Jón-
ína Ingólfsdóttir, Rúnar Péturs-
son og Viktor Guðlaugsson. Þórð-
ur sagði brýnt að endurskoða
rekstrarþætti bæjarfélagsins. Þá
sagði hann það ánægjulegt að sjá
ýmsa áhugamannahópa eflast, svo
sem foreldrafélög, og að brýnt væri
fyrir bæjarfélagið að efla slíka hópa
með sameiginlega hagsmuni fyrir
augum, þ.e. að nýta framtak þeirra
til góðs. Hann gerði æskulýðsmál
sérstaklega að umræðuefni og sagði
að starfsemi bæjarins í Amardal
hefði gefið mjög góða raun. Starf-
semin þar yrði aukin og endurbætt.
Jónína sagði blómlegan Akranes-
kaupstað ávöxt þróttmikils starfs.
Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði sér að
skila betri bæ með áframhaldandi
uppbyggingu, t.d. í öldranar-,
æskulýðs- og dagvistarmálum. Hún
ræddi ýmis félagsmál og sagði í
lokin takmark sjálfstæðismanna að
halda sínum íjórða manni. Flokkur-
inn væri svo heppinn að fá í það
sæti Þórð Björgvinsson formann
æskulýðsnefndar, sem væri ungur
maður og efnilegur. Hún hvatti
kjósendur til að koma honum í
bæjarstjóm og gera með því Akra-
nes að enn betri bæ. Rúnar lagði
áherslu á atvinnumál og sagði sinn
flokk leggja áherslu á ný atvinnu-
tækifæri. Hann ræddi hugmynd að
samstarfshópi fulltrúa atvinnulífs-
ins í bænum, tæknimenntaðs fólks
og áhugafólks um atvinnurekstur.
Tengsl við bæjarstjóm gætu verið
í gegnum atvinnumálanefnd. Þá
lýsti hann áhuga á skipulagðri
ferðamannaþjónustu. Þá vildi flokk-
urinn athuga ítarlega hvort ekki
mætti skapa verðmæti með því að
nýta heitt vatn sem nú rynni ónýtt
til sjávar rétt hjá bænum, „ekki
veitir Hitaveitunni af,“ sagði hann.
Viktor sagði að fjármálastjóm
bæjarins væri góð. Þá ræddi hann
nokkuð um yfirlýsingar annarra
frambjóðenda og gerði að umræðu-
efni mismunum stjómarhátta