Morgunblaðið - 30.05.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.05.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1986 Framtíðarskipulag hol- ræsamála í Kópavogi gott en ekki gallalaust segir Richard Björgvinsson Áætlun um framtíðarlausn fráveitumála í Reykjavík, sem kynnt var í aprilmánuði sl., gerir ráð fyrir að á næstu átta árum verði lokið við hreinsun sjávar og fjöru umhverfis borgina. Að sögn Áma Ó. Lárussonar, formanns samstarfsnefndar sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu um holræsagerð, er þessi áætlun innan þeirra tíma- marka sem sveitarfélögin settu sér. Ámi sagði, að hlutverk samstarfsnefndarinnar hefði verið að knýja á um að sveitarfé- lögin á höfuðborgarsvæðinu samþykktu að hreinsa fjörur og draga úr mengun í samræmi við ákveðna staðla Alþjóða heil- brigðismálastofnunarinnar á tuttugu ára tímabili. Ámi sagði jafnframt, að þó svo að Reykjavíkurborg stæði öðrum sveitarfélögum framar á þessu sviði þá sætu hin sveitar- félögin ekki aðgerðarlaus og framtak og áætlanir Kópavogs- bæjar væm gott dæmi um það. Richard Björgvinsson, efsti maður á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins til bæjarstjómar Kópavogs, sagði að sjálfstæðis- menn væm nokkuð ánægðir með þá áætlun sem ákveðin hefði verið í fráveitu- og hol- ræsamálum Kópavogs. Áætlun- in væri þó ekki gallalaus. Hann sagði, að vinstri meirihlutinn hefði tekið þá ákvörðun að láta mjókka frárennslisrörin úr 1200 millimetrum í 800 millimetra. Það hefði þær afleiðingar í för með sér að beina þyrfti öllu hitaveituvatni í regnvatnslögn bæjarins. En slíkt væri ekki hægt án þess að kæla heita vatnið niður fyrst því annars stæðu gufustrókamir upp úr öllum göturistum. Richard sagði einnig, að þessi mjókkun frá- rennslisröranna gerði það að verkum að setja þyrfti fleiri yfírföll á ræsið og því væri hætta á því að meiri mengun bærist út í umhverfíð en nauð- synlegt hefði verið. Sjálfstæðis- menn í Kópavogi hefðu um langt árabil barist fyrir því að hol- ræsamálunum væri komið í lag en vinstri meirihlutinn hefði ekki byijað á þessum fram- kvæmdum fyrr en um síðustu áramót. Richard sagði, að það væri nauðsynlegt að öll sveitar- félögin á höfuðborgarsvæðinu gerðu átak í þessum málum. Tók hann sem dæmi, að þó svo að Reykjavíkurborg lagfærði Fossvogsræsið svokallaða þá væm öll holræsi í Fossvoginum Kópavogsmegin opin og því væri nauðsynlegt að sveitarfé- lögin fylgdust að svo hreinsun- araðgerðimar bæm tilætlaðan árangur. Sigurður Bjömsson bæjar- verkfræðingur sagði, að sam- kvæmt áætlun bæjarins ætti nýja ræsið að vera komið út á Kársnestá árið 1990 og hreinsi- stöðin að vera komin í gagnið árið 1995. Hann sagði einnig, að um leið og nýju ræsin yrðu lögð þá yrðu allar smáu rásim- ar, sem em vítt og breitt í kring- um bæinn, hreinsaðar upp. Aðspurður um mjókkun frá- rennslisröranna sagði Sigurður, að það myndi spara bænum umtalsverðar íjárhæðir en ekki hefði enn verið reiknað út eða gerð athugun á því hver spam- aðurinn yrði í heild. Þessi mynd var tekin í mars si. þegar byrjað var að grafa niður ræsin sem tilheyra fyrsta áfanga fráveituframkvæmdanna í Kópa- vogi. Miklar framkvæmd- ir eru fyrirhugaðar MIKLAR framkvæmdir eru fyrirhugaðar I hol- ræsamálum Kópavogs. Eru þessar framkvæmdir í samræmi við þá stefnu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um að hreinsa fjörur og draga ár mengun sjávar innan tuttugu ára. Framtíðarskipulag holræsa- kerfísins í Kópavogi gerir ráð fyrir því að byggt verði eitt meginholræsi fyrir nær allan Vesturbæ og suðurhluta Aust- urbæjar. Þetta nýja holræsi mun ná fram á Kársnes en þar er fyrirhugað að byggja dælu- stöð og hreinsistöð. Fossvogs- hverfíð mun hins vegar þjóna Norðurbæ og norðurhluta Austurbæjar en Kópavogsbær keypti sig inn í Fossvogsræsið, sem er í eigu Reykjavíkur, á sínum tíma. Richard Björg- vinsson sagði í samtali við Morgunblaðið að þau kaup væru sennilega ein arðbærasta fjárfesting Kópavogsbæjar fyrr og síðar. Samkvæmt skipulaginu Meginholræsi í Kópavogi Áfangaskiptí og áætlaður kostnaður (Vísitala 1. apríl 1986 — 265 stíg). Af. Heiti Framkv. Áætl.kostn. ár þús.kr. 1A Safnræsi Reynihvammur — Urðarbraut 1986 23.175 1B Sæbólsræsi 1986 8.725 2 Suðurhlíðaræsi 1987 5.145 3 Marbakkabraut 1987 3.655 4 Smárahvammsræsi 1987 3.270 5 Safnræsi Urðarbraut — Kópavogshöfn 1988-89 19.055 6 Safnræsi Kópavogshöfn — Kársnestá 1990 11.380 7 Útrás og dælustöð Kársnestá 1991 6.795 8 Yfirfallsbrunnar og leiðslur frá Hvömmum 1991 8.310 9 Safnræsi norðan Vesturvarar 1992 8.440 10 Hreinsistöð Kársnesi 1992-95 25.150 | Meginlagnir alls 123.100 11 Tvöföldun lagna í Hvömmum 22.030 Holræsaveita alls 145.180 munu ræsin í Sæbólshverfi og Marbakkabraut tengjast Foss- vogsræsinu en þar eru nú opin ræsi sem liggja beint út í Fossvoginn. Fyrsta áfanga framkvæmd- anna á að ljúka á þessu ári en samkvæmt áætluninni til- heyrir fyrsta áfanga að leggja safnræsi í Reynihvamm og Urðarbraut og ljúka við Sæ- bólsræsi. Á næsta ári er síðan áætlað að ganga frá Suður- hlíðaræsi, Smárahvammsræsi og ræsi í Marbakkabraut. Heildarkostnaður fram- kvæmdanna er áætlaður rúm- lega 145 milljónir króna miðað við vísitölu 1. apríl sl. Áætlað er að framkvæmdunum verði lokið árið 1995. D-listinn opnar kosninga- skrifstofu í Stykkishólmi Heilsugæsla í Álftamýri Stykkishólmi, 25. mai. Eins og áður bjóða nú sjálf- stæðismenn og óháðir fram sameiginlegan lista til hrepps- nefndarkosninga í Stykkis- hólmi. Hefir hann eins og áður bókstafinn D. Þessi listi hefir nm árabil haft meirihluta í hreppsnefnd Stykkishólms- hrepps og hafa aldrei verið meiri framkvæmdir i bænum en á þvi tímabili. Ötult starfslið með traustum sveitarstjóra hefur hrundið mörg- um gagnlegum og góðum framtíð- armálum í framkvæmd. D-listinn hefur nú opnað kosningarskrif- stofu í Lions-húsinu og verí'ur hún opin fram til kjördags á hverjum degi. Sími kosningaskrifstofunnar er 93-8054 og eru þar veittar allar upplýsingar varðandi kosningam- ar. Árni eftir Sigiirð Örn Hektorsson Að gefnu tilefni þykir mér undirrituðum bæði rétt og skylt að taka fram nokkur atriði varð- andi umræðu í fjölmiðlum um Heilsugæsluna í Álftamýri. 1. Á hausti 1984 barst mér og fleiri læknum vitneskja þess efnis, að borgaryfírvöld í Reykjavík, þ. ám. formaður heilbrigðisráðs, hefðu lýst áhuga sínum á að fínna nýjar leiðir til að hraða uppbyggingu heilsugæslunnar í Reykjavík, þannig að fjölga mætti stöðv- um. Þar með opnaðist nýtt tækifæri fyrir myndun hóp- starfs heilsugæslufólks, þ. á m. lækna og hjúkrunar- fræðinga, til að sinna víð- tækari heilsugæslu í hverf- um, sem ekki voru/eru fyrir heilsugæslustöðvar. 2. Allar götur síðan hefur verið alveg ljóst að núverandi borg- arstjómarmeirihluti hefur stuðlað að því að gera okkur aðstandendum Heilsugæslunn- ar í Álftamýri kleift að taka að okkur heilsuvernd fyrir íbúa í Háaleitis- og Laugames- hverfí. 3. Sá samningur sem gerður hefur verið milli borgarstjómar og Heimilislæknastöðvarinnar hf. um heilsuvemd fyrir um- rætt hverfí var því engan veginn sjálfgefínn. Þar þurfti vissulega stjómmálalegt átak að koma til, en einnig vemlegt eigið átak okkar læknanna til að velja og fara þá leið sem borgaryfírvöld hafa mtt. Að- standendum Heilsugæslunnar í Álftamýri er þó ljóst, að samningurinn gerir aðeins ráð fyrir mjög takmörkuðu starfí í upphafí. Til að unnt verði að veita íbúum Háaleitis- og Laugameshverfis fullkomna heilsugæslu þarf að sjálfsögðu að koma til aukið framlag borgarinnar. Hins vegar er hér um að ræða tilraun í stuttan tíma til áramóta, með tak- markaðri þjónustu en síðan reiknum við að sjálfsögðu með fullri þjónustu. Miðað við und- irtektir borgaryfírvalda undan- farin misseri er góðs að vænta um áframhaldandi uppbygg- ingu, og hefur ekkert komið fram sem gefur tilefni til að ætla að það bregðist. 4. í viðjum ríkisrekstrar og mið- stýringarhugmynda hefur bygging heilsugæslustöðva í Reykjavík dregist á langinn. Hinsvegar má fullyrða að umræddur samningur markar þáttaskil ef hann verður til þess að opna fleiri tækifæri til enn frekari uppbyggingar heilsugæslu í borginni. Gagnvart Heilsugæslunni í Álftamýri hefur meirihluti heil- brigðisráðs og borgarstjómar vissulega veitt þessari tilraun okkar með nýtt rekstrarform heilsugæslu í Reykjavík braut- argengi. Slíkt framtak ber að virða. Höfundur er læknir, sérfræðingur í heimilialækningum við Heilsugæsluna í Álftamýri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.