Morgunblaðið - 30.05.1986, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1986
25
Dagvist — skóla-
mál í Mosfellssveit
eftirÞórdísi
Sigurðardóttur og
Helgu A. Richter
Nú fara í hönd sveitarstjómar-
kosningar í Mosfellshreppi eins og
í mörgum öðrum byggðarlögum.
Þann 31. maí nk. verður kosið um
það hvort hér verður áfram styrk
stjóm sjálfstæðismeirihluta eða
sambland annarra flokka.
Við greinarhöfundar sem skipum
2. og 4. sæti D-listans í komandi
kosningum höfum ákveðið að beita
okkur fyrir öllum málaflokkum, en
viljum hér fjalla sérstaklega um þá
tvo málaflokka sem okkur fínnst
þörf á að ræða.
Davistarmál:
Leikskóli — dagheimili
Á síðasta kjörtímabili var tekið
í notkun nýtt bamaheimili sem
hlaut nafnið Hlíð. Einnig er starf-
ræktur leikskóli í hlýlegu eldra hús-
næði að Hlaðhömrum. Þrátt fyrir
„Við í Mosfellssveit
höfum átt þvi láni að
fagna að hafa samfelld-
an skóladag. Þessu vilj-
um við halda áfram.“
það þarf að undirbúa byggingu nýs
bamaheimilis.
Mosfellshreppur veitir í dag 138
bömum leikskólavist og 32 bömum
dagheimilisvist. Á biðlista fyrir leik-
skóla em 66 böm og 32 böm fyrir
dagheimili.
I dag er algengt að báðir foreldr-
ar stundi vinnu utan heimilis og
einnig færist það í vöxt að annað
foreldranna annist uppeldi bam-
anna. Með breyttum þjóðfélags-
háttum verður þörfin biýnni fyrir
bamaheimilisdvöl.
Á nýskipulögðu byggingasvæði á
Reykjahvolsmelum er fyrirhuguð
bygging bamaheimilis. Nýlega birt-
ust í Morgunblaðinu niðurstöður
könnunar um biðlista á leikskóla
og dagheimili. Forsendur fyrir þeim
útreikningi sem þar var á ferðinni
vom rangar. Við stöndum síður en
svo verr en önnur sveitarfélög í
þessum málum.
Skólamál
Við í Mosfellssveit höfum átt
því láni að fagna að hafa samfelldan
skóladag. Þessu viljum við halda
áfram.
Grunnskóli
Skólamir okkar em vel búnir og
skemmtilegir vinnustaðir nemenda
og kennara. Verið er að byggja upp
bókasöfn í báðum skólunum og á
síðasta kjörtímabili var komið upp
skólaeldhúsi.
Grenndarskóli
Með vaxandi byggð eykst þörfín
á húsnæði fyrir gmnnskólann.
Athuga þarf gaumgæfílega hvort
betra sé að auka við húsrýmið á
skólasvæðinu eða að byggja
grenndarskóla. Á skólasvæðinu em
Þórdis Sigurðardóttir
sundlaug og íþróttahús og það
þyrfti að aka bömunum úr grennd-
arskóla 2—3svar í viku niður á
skólasvæðið. Okkur fínnst skyn-
samara að auka við húsrýmið á
skólasvæðinu, enda sýna nýjustu
fæðingartölur að um töluverða
fækkun bamsfæðinga er að ræða.
Skóladagheimili
Stofnun skóladagheimilis hefur
hlaupið mjög fyrir bijóstið á vinstri
flokkunum hér í sveitinni. Láta þeir
eins og að D-listinn hyggist ekkert
gera í þessum málum. Hið rétta er
að D-listinn vill koma á fót skóla-
dagheimili og/eða athvarfi fyrir
Helga A. Richter
yngstu nemenduma þegar sýnt er
að þörf er fyrir hendi.
D-listinn vill einnig stuðla að
bættum samskiptum heimila og
skóla og koma til móts við útivinn-
andi foreldra yngstu bamanna.
Vaxtarbroddur þjóðarinnar er í
bömunum okkar. Við á D-listanum
viljum gera vel við bömin og veita
þeim gott atlæti í uppvextinum.
Mosfellingar em sama sinnis og
því hafa þeir valið og velja sjálf-
stæðismenn til forystu.
Höfundar eru á framboðslista
D-Iistans í MosfeUssveit.
Fimmta herdeildin
eftir Erling Friðriksson
Hvað er eiginlega að gerast á
Mogganum? Þetta er spuming sem
ég hef spurt mig nánast á hveijum
morgni að undanfömu. Ég verð að
viðurkenna, að ég undrast stómm
hvemig Mogginn tekur hveija skoð-
anakönnunina á fætur annarri, og
slær því upp með stríðsletri hvað
Sjálfstæðisflokkurinn er viss með
að halda meirihlutanum í Reykja-
vík. Fyrir mér lítur þetta nánast út
einsogblaðiðsegi:
— Þið, ágæta sjálfstæðisfólk og
aðrir stuðningsmenn Sjálfstæðis-
flokksins til borgarstjómar, flokk-
urinn er svo viss með að halda
meirihlutanum að þic^ getið bara
setið róleg heima. Það verða svo
margir aðrir til að kjósa Davíð &
Co. að ykkar atkvæði skiptir engu
máli. Sama á við um ykkur, sem
alla jafna tilheyrið öðmm flokkum,
en viljið styrka borgarstjóm, ykkar
atkvæði höfum við ekkert við að
gera.
Þetta er ég hræddur um að sé
vægast sagt stórhættuleg stefna,
nema meiningin sé, að sjálfstæðis-
flokkurinn standi uppi með kannski
40% atkvæða á sunnudaginn.
Vænlegra til árangurs held ég
væri að benda fólki betur á að í
Erlingur Friðriksson
„Spurningin er bara
þessi: Viljum við styrka
stjórn Sjálfstæðis-
flokksins eða vand-
ræðalega málþófs-
s1jórn?“
raun er ekki um nema tvennt að
velja í þessum borgarstjómarkosn-
ingum. Spumingin er bara þessi:
Viljum við stjrrka sljóm Sjálfstæðis-
flokksins, eða vandræðalega mál-
þófsstjóm. Vinstri sljóm í borginni
held ég geti ekki orðið annað, vegna
þess, að engir mið-vinstri flokkanna
geta gengið til samstarfs við þessa
frekjudós, hann Davíð, eins og þeir
hafa lýst honum í ræðu og riti
undanfarið ár — það yrði sennilega
þeirra pólitíska sjálfsmorð. Hins
vegar má reikna með að borgar-
stjómarflokkur Sjálfstæðisflokks-
ins sé það stór, að hinir flokkamir
yrðu allir að sameinast á móti
honum til að ná meirihluta. Ég
held við þekkjum öll hvemig sú
stjóm yrði — ég vil hana alla vega
ekki.
Þá vaknar líka sú spuming, hvort
borgarsljóri þurfí ekki að vera dálít-
ið frekur til að ná árangri? Sáum
við ekki, fyrir nokkmm ámm,
hvemig gekk meðan menn þurftu
sífellt að ráðgast við aðra, áður en
nokkra ákvörðun var hægt að taka?
Sem betur fer hefur Davíð ömgg-
lega tekið einhveijar rangar
ákvarðanir, — það er mannlegt. Er
samt ekki betra að hafa mann sem
þó tekur ákvarðanir, en láta flest
tækifæri renna sér úr greipum,
vegna þess að tíminn fer allur í
samningaumleitanir, og endirinn
verður alltaf einhvers konar mála-
miðlun? Höfum við ekki nóg af slík-
um slysum í kringum okkur, þó við
séum laus við slíkt í borgarstjóm-
inni?
Vegna þess að ég vil vera laus
við slíkt, bið ég þig, kjósandi góður,
hvar í flokki sem þú stendur, kjóstu
Sjálfstæðisflokkinn, hvað sem líður
misgóðum skoðanakönnunum.
Höfundur er eigandi Eldaskálans
ÍReykjavík.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásfcium Moggans!
Þessí vigalegi Breti er einn af 45 sem kastaði út frá bryggjunni
í Straumsvík. Kastlengd sumra veiðimanna er mjög mikil og oft
flýgur krókurinn yfir 100 metra.
Motgunblaðið/Einar Falur.
Sj óstangaveiðimenn
í Stráumsvík
ÞESSA dagana dvelur í Kefla-
vík hópur 45 sjóstangaveiði-
manna frá Bretlandi. Þetta er
annar hópurinn sem kemur í
sumar, en sá fyrri var hér í
sambandi við fyrsta alþjóðlega
sjóstangaveiðimótið í Keflavík.
Veiðimennimir, sem allir eru
margreyndir sjóstangaveiði-
menn, spreyta sig hér á landi
bæði við strandveiði og sjó-
stangaveiði.
Meðal veiðimannanna er Clive
Richards, forseti stórra samtaka
veiðimanna í Bretlandi, og hefur
hann veitt víða í heiminum.
Fréttamaður hitti hann að máli
þar sem hópurinn var við veiðar
á bryggjunni í Straumsvík. „Ég
er mjög ánægður með veiðina hér
á íslandi hingað til,“ sagði Ric-
hards. „í gær fór ég út á bát og
það var sá dásamlegasti dagur
sem ég hef lent í við veiðar úr
bát. Við vorum þrír saman og
fengum um 500 kíló á þremur
tímum. Það var frábært." Afturá-
móti sagðist Richards ekki vera
alveg jafn ánægður með strand-
veiðina, en hann lofaði mjög
gestrisnina og allan aðbúnað.
Þessi hópur fer af landi brott
á sunnudag, en næstu vikur munu
tveir tuttugu manna hópar
spreyta sig á veiðinni við Suður-
nesin. Það er ferðaskrifstofan
Víkingaferðir í Keflavík sem
gengst fyrir þessum ferðum í
samvinnu við Flugleiðir.
Beckers
Allar vikur verða
fegrunarvikttr með
Beckers málníngu.