Morgunblaðið - 30.05.1986, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 30. MAÍ1986
pli0r0nttiMaííii^
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Batdvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 450 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö.
Valið er
Kosningabaráttan er á loka-
stigi. Hún hefur alfarið
snúist um málefni sveitar-
stjóma. Á morgun eru síðustu
forvöð fyrir okkur að taka
ákvörðun um hvem við veljum
til að fara með stjóm málefna
bæjarfélaga okkar. Aðstæður
em mismunandi eftir byggðar-
lögum. En eins og áður hefur
verið bent á hér á þessum stað,
er það einkenni sveitarfélaga,
að þeim vegnar best, ef einum
flokki er treyst til að bera
ábyrgð á stjóm þeirra. Gleggsta
dæmið um þetta og það, sem
flestir þekkja er farsæld höfuð-
borgarinnar undir stjóm sjálf-
stæðismanna.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
borið gæfu til þess að treysta
ungum og dugmiklum mönnum
fyrir forystu í borgarsfjóm
Reykjavíkur. Með því er að sjálf-
sögðu tekin áhætta, en reynslan
sýnir, að sjálfstæðismenn hafa
ekki farið villir vega í vali sfnu.
Davíð Oddsson hefur verið
borgarstjóri Reykjavíkur í 4 ár.
Undir hans forystu náðu sjálf-
stæðismenn aftur meirihluta í
borgarstjóminni eftir 4 ára
vinstri stjóm. Þau 4 ár einn-
kenndust af deyfð og aðgerða-
leysi. Það kjörtímabil, sem nú
er að líða, er með allt öðmm
blæ.
Störf Davíðs Oddssonar í
borgarstjóm Reykjavíkur sýna,
að þar fer raunsær stjómmála-
maður, sem er óhræddur við að
taka ákvarðanir. Þegar hann
hóf þátttöku í stjómmálum,
höfðu ýmsir einmitt fyrirvara á
raunsæi hans sem stjómmála-
manns. Kom þar margt til, svo
sem æska hans og listrænt
upplag. Með störfum sfnum
hefur Davíð sýnt, að þessar
áhyggjur vom óþarfar. Undir
hans forystu hefur verið höggv-
ið á hnúta í erfíðum málum.
Andstæðingar Davíðs Oddsson-
ar hafa það helst á orði, að
hann stjómi of mikið og af of
mikilli festu. Meðal sjálfstæðis-
manna nýtur hann óskoraðs
trausts.
Pyrir kosningamar nú hafa
sjálfstæðismenn í Reykjavík
lagt fram skýra og ótvíræða
steftiuskrá, þar sem tekið er á
höfuðviðfangsefnum. Þeir hafa
rekið kosningabaráttu sína með
jákvæðum formerkjum; segja
óhikað hvað þeir vilja að gert
verði á næstu fíómm ámm. í
lok kjörtímabilsins er fjárhags-
staða borgarinnar sterk. Ekki
er tekist á um þá staðreynd.
Ekki er heldur haldið uppi
gagmýni á sjálfstæðismenn
fyrir að ganga of hart að borg-
arbúum í skattheimtu. Hvorki í
fjármálum né skattamálum
auðvelt
hafa vinstrisinnar tök á að
gagnrýna sjálfstæðismenn.
Ætli þeir að framkvæma allt,
sem þeir lofa, hefði það stór-
fellda hækkun skatta í för með
sér. Sjálfstæðismenn heita því
hins vegar að auka ekki álög-
urnar. I þessu efni er auðvelt
að draga skýr mörk á milli
stefnu Sjálfstæðisflokksins og
vinstrisinna.
Kosningabarátta andstæð-
inga Sjálfstæðisflokksins hefur
verið neikvæð. Þeir leitast við
að koma spillingarorði á Davíð
Oddsson og saka hann jafn-
framt um ólýðræðislega sljóm-
arhætti. Er langt síðan vinstri-
sinnar hafa sótt að andstæðingi
með jafn lágkúmlegum hætti
og nú. Hér verður þessi óhróður
ekki riijaður, enda hafa lesend-
ur Morgunblaðsins fengið að
kynnast honum í greinum eftir
andstæðinga Sjálfstæðisflokks-
ins í blaðinu. Er furðulegt, ef
menn halda, að neikvætt nöldur
af þessu tagi laði fólk að ein-
hveijum stjómmálaflokkum.
Helsta ástæðan fyrir óvild
vinstrisinna í garð Davíðs Odds-
sonar er, að þeir hafa mátt sín
lítils í borgarstjóratíð hans.
Undir forystu borgarstjóra hef-
ur tekist að sjá við áróðurs-
brögðum vinstri flokkanna og
ábyrgðarleysi þeirra hefur verið
afhjúpað. Allir andstæðingar
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
nema Alþýðubandalagið hafa
skipt um menn í efstu sætum
Iista sinna í von um, að þeir
geti treyst stöðu sína með nýju
fólki. Innan Alþýðubandalags-
ins ríkir á hinn bóginn svo mikil
óeining, að óvíst er, hvort efsti
maðurinn ráði nokkm að kosn-
ingum loknum. Hið gagnstæða
verður sagt um Sjálfstasðis-
flokkinn, undir forystu Davíðs
Oddssonar hefur skapast mikill
einhugur meðal borgarfulltrúa.
Fyrir reykvíska lq'ósendur er
valið auðvelt vilji þeir, að Davíð
Oddsson haldi áfram að vera
borgarstjóri. Þeir tryggja það
með því að leggja D-lista Sjálf-
stæðisflokksins lið. Davíð Odds-
son verður ekki kosinn borgar-
stjóri með því að setja x við
einhvem annan lista en D-lista
Sjálfstæðisflokksins.
Morgunblaðið er þeirrar
skoðunar, að stjóm höfuðborg-
arinnar sé best komið í höndum
eins flokks og á hið sama við
um önnur bæjarfélög. Hafí
menn um þá kosti að velja, að
styðja Sjálfstæðisflokkinn til
meirihlutastjómar eða velja
einhvem vinstri flokkanna ti!
glundroðastjómar, er valið auð-
velt. Ábyrg stjóm eins flokks
tryggir besta stjóm.
UTIFUNE
Sjálfstæðismenn efndu til
lokafundarí
kosningabaráttu sinni í
Reykjavík á Lækjartorgi
síðdegis í gær. Það setti svip
á fundarsókn að í þá mund,
sem menn voru að hópast
saman, tók að rigna. Hér eru
birtir kaflar úr ræðum
þeirra, sem töluðu á
fundinum. Þá er einnig birt
hér á síðunni ræða Þorsteins
Pálssonar, formanns
Sjálfstæðisflokksins, á fundi
fulltrúaráðs
sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík í gær.
„Frambjóð-
endur vinstri
flokkanna
á harða-
hlaupum frá
fortíðinni“
— sagði Davíð Oddsson
„VIÐ frambjóðendur D-lista
Sjálfstæðisflokksins viljum að
kosið sé um borgarmál, að kosið
sé um verk liðinna fjögurra ára
og menn meti i fyrsta lagi, hvort
borginni hafi verið stjórnað í
samræmi við gefin loforð og í
öðru lagi, sem enn meira máli
skiptir, að borginni hafi verið
stjómað f samræmi við hagsmuni
Reykvikinga. Andstæðingar okk-
ar vilja sumir að kosið sé um
eitthvað allt annað. Það lýsir
ekki góðri samvisku i borgarmál-
um,“ sagði Davið Oddsson, borg-
arstjóri, i ræðu sinni.
„Við vitum," sagði Davíð,
„hvemig fór með stjóm borgarinnar
á árunum 1978-1982, þegar vinstri
stjóm var í Reykjavík. Frambjóð-
endur vinstri flokkanna, fjögurra
eða fímm, sem nú bjóða Reykvík-
ingum að taka að sér stjóm borgar-
málefna, em hins vegar á harða-
hlaupum frá fortíðinni. Sumir fram-
bjóðendur þeirra yppta aðeins öxl-
um og segja: þá var ég ekki þama,
þess vegna ber ég enga ábyrgð, og
Frá útifundi sjálfstæðismanna á Lækjartorgi i gær.
síðan láta þeir eins og þeir séu í
persónulegu framboði, óháð flokkn-
um, sem býður þá fram.“ En „Reyk-
víkingar hafa engu gieymt, þó að
þeir að vísu skilji, hvers vegna
vinstri menn vilja ekki muna og
vilja ekki bera neina ábyrgð á því,
sem gert var undir vinstri stjóm.
Þessi framkoma frambjóðenda
vinstri flokkanna nú segir okkur
meira en mörg orð um afrek vinstri
stjómar í Reykjavfk."
„Ég hef ekki verið virkur í stjóm-
málum nema í tæpa tvo áratugi,"
sagði Davíð ennfremur. „En ég man
ekki kosningabaráttu, sem hefur
einkennst jafnmikið af skítkasti og
hreinum ósannindum eins og fram-
bjóðendur Alþýðubandalags og að
hluta til Alþýðuflokks hafa byggt
sína baráttu á. Mér reyndari menn
segja að fara þurfí áratugi aftur í
tímann til að fínna nokkuð líkt. Ég
trúi því ekki að Reykvíkingar nú-
tfmans taki slfka kosningabaráttu
gilda."
Þá sagði borgarstjóri:; „Ég hefí
ekki gleymt því, að fyrir kosning-
amar 1978 héldu talsmenn vinstri
flokkanna því fram, að það væri í
sjálfu sér ekki markmið að hnekkja
meirihluta Sjálfstæðismanna, held-
ur eingöngu að veita þáverandi
borgarsijóra og stuðningsmönnúm
hans meira aðhald, eins og það var
orðað. Þessi laumulegi áróður
heppnaðist. Borgin féll á 58 at-
kvæðum. Við sjáum, að nú skal á
ný leika svipað bragð. Andstæðing-
amir halda því að Reykvíkingum í
síbylju, að meirihluti Sjálfstæðis-
manna sé svo öraggur, að menn
megi gjaman kasta atkvæði sínu á
aðra. En skoðanakannanir, sem nú
hafa birst nýlega, segja okkur allt
aðra sögu. Línurit um fyrri kannan-
ir og kosningaúrlit sýna, að Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur jafnan verið
8-9% undir þeim tölum, sem skoð-
anakannanir hafa gefíð til kynna.
Þetta segir okkur nú, að mjótt geti
orðið á mununum. Þetta segir
okkur, að nú má enginn svíkja lit,
ef tryggja á, að ekki fari illa.“
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins:
Full þörf árver
og öflugrar bai
„Nú verður aftur hlýtt og bjart
um bæinn," sagði Tómas, borgar-
skáldið úr Grímsnesinu, þegar hann
sá vorið koma sunnan yfir sæinn.
Á þessum vordögum höfiim við háð
kosningabaráttu hér í höfuðborg-
inni og um land allt. í kosningum
eram við að skapa framtíð þjóðar
og fólks í borg og bæ. Við erum
ekki einasta að neyta stjómskipu-
legra réttinda og fullnægja kröfum
lýðræðisins. Atkvæðaseðillinn er
ákvörðun um framtíðina.
Fyrir 4 árum var aftur hlýtt og
bjart um bæinn, þegar Reykvíking-
ar hrandu af sér glundróðastjóm
vinstri flokkanna í Reykjavfk. Það
var örlagarík barátta.
Reynslan sýnir að sá kosninga-
sigur varð til framfara og farsæld-
ar. Sú kosningabarátta, sem nú er
senn á enda, er ekki síður mikilvæg.
Það væri mikið slys, ef meirihluti
sjálfstæðismanna í Reykjavík glat-
aðist á ný.
Menn hugsa auðvitað eitt og
annað í hita leiksins. Sumum finnst
e.t.v. að óhætt sé að veita mönnum
aðhald, að styrkur sjálfstæðis-
manna sé svo mikill, að ekkert sé
í húfi, þótt atkvæðinu sé kastað
annað. Porastumenn minnihlutans
era jafnvel svo heillum horfnir í
málflutningi sínum, að uppistaðan
í kosningaræðum þeirra felst í þvf
að segja við borgarbúa, að þeir
þurfa ekki að óttast það, að meiri-
hluti sjálfstæðismanna falli, þó að
einhvetjir greiði stjómarandstöðu-
liðinu atkvæði. Þessi áróðursbrögð
sýna að fokið er í flest slgól. En
hvað sem því líður geta þau auðvit-
að villt um fyrir mönnum og leitt
til andvaraleysis.
Ég hygg að enginn kjósi að vakna
að morgni sunnudags undir fímm-
klofnum vinstrimeirihluta. Það væri
eins og að lesa Austurstrætiskvæði
Tómasar með öfugum formerkjum.
Fyrir þvf er full þörf árvekni og
öflugrar baráttu í lokasókninni.
Ýmsir hafa haft á orði, að kosn-
ingabaráttan hafí að þessu sinni
verið rólegri en í annan tíma.