Morgunblaðið - 30.05.1986, Side 37

Morgunblaðið - 30.05.1986, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1986 37 Sönghátíð á 60 ára afmæli Krist- ins Hallssonar KRISTINN Hallsson óperusöngvari verður sextugur miðvikudaginn 4. júní nk. Af því tilefni efna vinir hans til söngveislu í Þjóðleik- húsinu þetta kvöld. í þessari veislu koma fram margir okkar kunn- ustu söngvara og listamanna og skemmta gestum. Veislan hefst á ávarpi Helga son, Ólöf Kolbrún Harðardóttír og Sæmundssonar, en sfðan koma fram í þessari röð: Þuríður Pálsdóttir og Guðmund- ur Jónsson, Magnús Jónsson, Elín Sigurvinsdóttir, Jón Sigurbjöms- son, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Guð- mundur Guðjónsson, Halldór Vil- helmsson, Einar Markússon, Júifus Vífíll Ingvarsson og Kristinn Halls- son, Sieglinde Kahmann og Sigurð- ur Bjömsson, Kristinn Sigmunds- son, Kristján Jóhannsson, Anna Júlíana Sveinsdóttir, Már Magnús- Garðar Cortes, Kristinn Hallsson, Karlakórinn Fóstbræður og Krist- inn Hallsson. Undirleik annast: Agnes Löve, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Catherine Williams, Jónas Ingi- mundarson, Jómnn Viðar, Lára Rafnsdóttir, Sigfús Halldórsson. Söngveislan hefst stundvíslega kl. 20 í Þjóðleikhúsinu. Aðgöngu- miðar verða til söiu í Þjóðleikhúsinu á venjulegum afgreiðslutíma. (Fréttatilkynnmg.) Viðgerð hafin á Krísuvíkurkirkju HAFNAR eru viðgerðir á hinni gömlu Krisuvíkurkirkju, sem er í umsjá Þjóðminjasafnsins. Voru smiðir frá Þjóðminjasafni að rétta hann af og klæða timbri um sl. helgi. Krísuvík var höfuðból frá fomu fari og kirkjustaður og fylgdu margar hjáleigur. Þessi kirkja var byggð 1859 af Beinteini Stefáns- syni og lögð niður sem helgidómur 1929. Upp úr 1950 var hún orðin mjög hrörleg og var hún þá endur- byggð og endurvígð 1964. Tók þá Þjóðminjasafnið við varðveislu hennar. Nú er hún aftur orðin mjög illa farin, jám ryðgað og rúður brotnar, og er byijað að gera við hana. Morgunblaðiö/Einar Falur Hluti þátttakenda í námskeiði Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins að Borgartúni 6. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Námskeið varðandi hreyfihömlun barna TVEGGJA daga námskeiði, þar sem fjallað var um hreyfihöml- un barna, lauk i gærkvöld með móttöku í boði félagsmálaráðu- neytisins. Námskeiðið var hald- ið í Borgartúni 6 á vegum Greiningar- og ráðgjafarstöðv- ar rfkisins. Fyrra daginn var m.a. fjallað um heilalömun og tengdar fatlan- ir, eðlilegan hreyfiþroska og greiningu á frávikum, samband hreyfíhamlaðra bama og fjöl- skyldna þeirra og truflanir á máli ogtalfærum. í gær var síðan fjallað um sjúkraþjálfun, tölvur í þágu hreyfíhamlaðra, hjálpartæki og aðlögun umhverfís, sálfræðilegt mat á hreyfíhömluðum, aðgerðir á beinum og liðum og notkun spelka og tjáskiptakerfí. Sigrún Valbergsdóttir fram- kvæmdastjóri Bandalags is- lenskra leikara með veggspjald Norrænu leiklistarhátíðar áhugamanna. Aðalfundur Sambands íslenskra rafveitna: Uppbygging fiskeldis í engu samræmi við orkuframleiðslu Norræn leiklistar- hátíð áhugamanna haldin á Islandi Leikrit hátíðarinnar tengjast norrænum menningararfi FYRSTA NORRÆNA Leiklistarhátfð áhugamanna verður haldin í Reykjavík dagana 22. til 26. júnf nk. Þetta verður f fyrsta sinn sem Færeyingar, Grænlendingar, Samar og Álandseyingar taka þátt í hátíðinni ásamt Dönum, Svfum, Norðmönnum, Finnum og Íslending- um, sem áður hafa haldið leiklistarhátíðir. Erlendir þátttakendur verða 240, þar af 170 áhugaleikarar, sem taka þátt í leiksýningum á hátíðinni. I fslenska leikhópnum eru um 50 leikarar. Efni leikritanna sem leikin eru á ing þeirra tengist lífí hirðingja með AÐALFUNDUR Sambands íslenskra rafveitna var haldinn á miðviku- dag og fimmtudag. Á dagskrá fundarins voru m.a. erindi um raforku- notkun fiskeldis, með tilliti til eigin rafmagnsframleiðslu eldisstöð- vanna. Jakob Björnsson orkumálastjóri sagði f ræðu sinni að ómögu- legt væri að áætla orkuþörf fiskeldisstöðva. Eldisbændur hefðu ekki framkvæmt grundvallarrannsóknir i greininni. Varaði hann við því að rafmagnsveitur legðu í fjárfestingu til að anna eftirspum sem enginn hefði áætlað með vissu. Samkvæmt áætlun orkumála- stjóra gæti raforkuþörf fískeldis orðið 50 Gw stundir árið 1990, en allt að 300 Gw stundir um aldamót- in. Þá gæti notkun þeirra á varma- afli orðið helmingur af landsfram- leiðslu. Nú hafa tvær fiskeldisstöðv- ar á Suðumesjum í hyggju að fram- leiða eigið rafmagn. Heitt vatn mun knýja rafala stöðvanna og það síðan notað til að hita upp ferskvatn fyrir eldiskerin. Jakob sagði að hag- kvæmni slíkra rafmagnsstöðva hefði verið ofmetin. Fiskeldið væri Suðurlandsskjálfti á ekki að trufla raforkukerfið RAFORKUKERFI íslendinga á að geta staðið af sér allar „fyrir- sjáanlegar'* náttúruhamfarir, flóð, fárviðri og jarðskjálfta. Mesta hættan er á sprungubelt- inu Sunnanlands, en rafmagns- línur, stöðvarhús og stiflur era hannaðar með tilliti til 7-8 stiga skjálfta á Mercali-kvarða. Þetta kom fram í erindi Agnars Olsen forstöðumanns verkfræðideildar Landsvirkjunar á aðalfundi Sambands íslenskra rafveitna. Á undanfómum árum hafa Landsvirkjun og Orkustofnun stað- ið að umfangsmiklum rannsóknum á jarðfræði Þjórsár-Tungnár:svæð- isins. Sjö stærstu virkjanir á íslandi eru innan þessa svæðis. M.a. hefur komið í ljós að magn gosefna á fyrstu 2000 árum eftir síðustu ísöld er álíka og allt magn undanfarinna 8000 ára. Síðustu gos hafa öll verið öskugos, en raforkukerfíð á ekki að verða fyrir truflunum af þeim. Að Kröflu undanskilinni stendur Sigöldu mest hætta af hraunflóði. Að sögn Agnars eru taldar afar litlar líkur á að hraun renni að vatnsorkuverum Landsvirkjunar. mjög viðkvæmt og orkan þyrfti að vera 100% ömgg. Því yrðu stöðv- amar að nota almenningsveitur sem bakhjarl. Föst greiðsla myndi koma fyrir þá þjónustu jafnvel þótt eldis- stöðvamar notuðu ekki rafmagnið nema í neyðartilvikum. Jakob vildi að rafmagnið yrði boðið á þeim kjörum að einkastöðvamar bæru sig ekki. Það væri skynsamlegast meðan offramboð væri á rafmagni í landinu. Vaxtarbroddurinn í fískeldi er á Suðumesjum, þar sem 5 stöðvar eru starfandi og 3 í bígerð. „Hröð uppbygging fískeldis er í engu samræmi við þróun orkufram- leiðslu," sagði Albert Albertsson framkvæmdastjóri tæknisviðs Hita- veitu Suðumesja. „Dreifikerfí okkar er lúið og kemst bráðum í alger þrot.“ Um síðustu áramót bað orku- verið um leyfí til að virkja 25 Mw í viðbót. Svar við þeirri bón hefur ekki enn borist. Albert sagði að erfitt væri fyrir orkusala að gera áætlanir á meðan fískeldið byggði aðeins á hyggjuviti eldisbænda. Einn þeirra hefði t.d. hringt í sig og spurt hvort hitaveitan gæti látið sig fá 1 Mw rafmagn í flýti. Annar bað um heitt vatn, og notaði mæli- eininguna „svona stóra pípu fulla af vatni". Sagði Albert að slík vinnubrögð gætu ekki réttlætt fjár- festingar orkuvera. Fleiri ræðu- menn tóku í sama streng. hátíðinni tengjast öll norrænum menningararfi í sinni víðtækustu mynd og hvemig áhrif hans birtast í leikhúsi nútímans, að sögn Sig- rúnar Valbergsdóttur, fram- kvæmdastjóra Bandalags íslenskra Leikfélaga. Flest leikrit sem leikin em á hátíðinni em ný af nálinni en þó má fínna eldri verk. Finnsku- mælandi Finnar byggja sitt leikrit á Kamevalakvæðinu, en Svíar og Færeyingar styðjast við Snorra- Eddu. Kastmp-hópurinn frá Dan- mörku hyggst leika á Lækjatorgi að lokinni setningarathöfn hátíðar- innar og taka litríkar ævintýraper- sónur þátt í sýningunni. Sýning frá Teaterlaget Bul í Niðarósi verður i Þjóðleikhúsinu og þar verður einnig sýning samíska leikhópsins en sýn- tónlistarívafi. Framlag Grænlendinga em þrír einþáttungar og Leikfélag Kópa- vogs frumflytur verk eftir Jón Hjartarson, sem hann skrifaði sér- staklega fyrir hátíðina. í Bæjarbíó í Hafnarfirði sýna Svíar, Álandsey- ingar og Hafnfírðingar og áhuga- leikfélag Reykjavíkur sýnir á Galdralofti í Hafnarstræti 9. í tengslum við hátíðina er leiksmiðja í Kramhúsinu og hefur breska kvik- myndaleikkonan Ailse Berk verið fengin til að kenna. Leiklistarhátíðin er styrkt af Norræna menningarmálasjóðnum, menntamálaráðuneytinu og Reykj avíkurborg. Vigdís Finnboga- dóttir forseti Islands er vemdari hátfðarinnar. Félagsmálaráð: Tilraun með heimsend- ingu á mat til aldraðra „ÞESSA DAGANA eru að hefjast á vegum Félagsmálaráðs heim- sendingar á mat til einstaklinga,*1 sagði Margrét S. Einarsdóttir, forstöðumaður þjónustuíbúða aldraða við Dalbraut. í eldhúsinu þar hefur alla tið verið eldað fyrir fleiri en þá sem þar búa t.d. eru þar 20 kostgangarar og að auki eru sendar máltíðir i Furugerði, Norðurbrún, Löngu- hlíð og nú síðast í Gimli. Að sögn Margrétar er þessi ein- staklingsþjónusta á tilraunastigi og verður næstu vikur en tilgangurinn með þessu núna er að leysa úr brýn- ustu þörf. Leitað var eftir aðstoð heimilishjálparinnar og ellimála- deildar Reykjavíkurborgar um að velja þá einstaklinga sem taka þátt í fyrstu atrennu. „Við bindum okkur fyrst við þá sem vilja fá matinn fímm virka daga vikunnar," sagði Margrét, en vitað er um mun fleiri , sem vilja fá hann tvisvar til þrisvar í viku. Hún sagði að ef tilraunin gæfi góða raun og eftirspum væri mikil yrði að endurskoða þjón- ustuna og skipuleggja frá gmnni. Kostnaður við hveija heimsenda máltíð er áætlaður kr. 140.00 með heimsendingargjaldi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.