Morgunblaðið - 30.05.1986, Síða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1986
Leynilegar
kosningar?
eftir Hallgrím
Sveinsson
Áður fyrr tíðkaðist það að kosið
var í heyranda hljóði sem kallað
var. Það þótti ekki gott og voru
leynilegar kosningar teknar upp
árið 1908 og hefur svo verið síðan
í Alþingis- og sveitarstjómarkosn-
ingum, enda eitt af grundvallarat-
riðum í stjómarskrá okkar. Þrátt
fyrir það er þama svolítill galli á
gjöf Njarðar.
í fámennustu sveitarfélögum
þessa lands fer yfírleitt fram svo-
kölluð óhlutbundin kosning til sveit-
arstjómar. íbúar em þá allir í kjöri
sem á kjörskrá standa. Samkvæmt
nýsamþykktum sveitarstjómarlög-
um fer kosning fram með þeim
hætti að kjósandi ritar nafn og
heimili þeirra sem hann vill kjósa
í sveitarstjóm eða sýslunefnd á
kjörseðil. Áð kosningu lokinni fer
fram talning atkvæða. Formaður
kjörstjómar á hveijum stað les upp
nöfn þeirra sem kosnir hafa verið
og sýnir öðmm kjörstjómarmönn-
um seðlana og gæta þeir þess að
allt sé rétt sem formaður kjörstjóm-
ar les upp. Kjörseðlana skoðar svo
hver kjörstjómarmaður í krók og
kring, allt eftir sínum hentugieik-
um.
í kjörstjómum í þessum áður-
nefndu fámennu sveitarfélögum
situr að sjálfsögðu valinkunnugt
sæmdarfólk, með hreppstjórann í
fararbroddi. Þrátt fyrir það er satt
að segja óskiljanlegt hvers vegna
verið er að leggja á þetta ágæta
fólk þá byrði að geta grandskoðað
meira og minna hvemig samborgar-
ar þess kjósa. í fámennum sveitar-
félögum er nokkum veginn vitað
hvemig skrift manna lítur út.
Hreppstjóri getur t.d. í flestum til-
fellum sagt til um hver á hvaða
skrift og mun svo vera um fleiri.
Hvaða áhrif þetta kann svo að hafa
á móral í litlu sveitarfélagi geta
menn svo ímyndað sér. Þjóð veit
þá þrír vita segir máltækið.
En sem betur fer sýnist ákaflega
auðvelt að breyta þessu með nútíma
tækni ef menn vilja. Ekki þarf
annað en að kjörseðillinn sé útbúinn
með þeim hætti að á honum standi
nöfn allra þeirra sem em á kjörskrá
viðkomandi hrepps. Síðan krossar
kjósandi eða setur tölu við nöfn
þeirra aðila sem hann kýs í stað
þess að skrifa þau. Svona einfalt
virðist þetta í augum leikmanns.
Sagt er að kjörseðillinn í Hafnar-
fírði í komandi kosningum sé að
minnsta kosti um hálfur metri að
lengd. í þeim sveitarfélögum sem
hér hafa verið gerð að umræðuefni
þyrfti seðillinn ekki að vera nema
svosem 20 til 30 sentimetrar ef sú
aðferð væri notuð sem hér hefur
Hallgrímur Sveinsson
„Þrátt fyrir það er satt
að segja óskiljanlegt
hvers vegna verið er að
leggja á þetta ágæta
fólk þá byrði að geta
grandskoðað meira og
minna hvernig sam-
borgarar þess kjósa. \
fámennum sveitarfé-
lögum er nokkurn veg-
inn vitað hvernig skrift
manna lítur út.“
verið lýst. Og það sem meira er.
Það fyrirkomulag myndi koma í veg
fyrir hluta af þeim leiðindum sem
oft skapast í kringum kosningar á
landi hér.
Hvar eru nú þín haukfránu augu,
Eyjólfur Konráð?
Höfundur er bóndiá Hrafnseyri
og skólastjóri grunnskólans á
Þingeyri.
Stjórn Slysavamadeildarinnar Ingólfs við nýkeyptan torfærubíl af MAN-gerð sem sameinar marga kosti. Hann er mjúkur og liðlegur
fólksbíll sem getur borið 20-25 manns ásamt öllum búnaði sem þeim fylgir og jafnframt dregið vagn með tveimur stórum snjóbílum.
Tæki þetta er hið fyrsta hér á landi sem notað er við björgunar- og leitarstörf.
Stjórnarmennimir era talið frá hægri: Örlygur Hálfdanarson, formaður, Guðni Sigþórsson, gjaldkeri, Skúli Ólafsson, meðstjóm-
andi, Kristján Jón Hafsteinsson i stjóra björgunarsveitarinnar, Sigurður Guðmarsson, meðstjórnandi, Gunnar Karl Guðjónsson, rit-
ari, Stefán Bragi Bjaraason í stjóra björgunarsveitar, Jón A. Jónsson, meðstjóraandi, Gunnar Magnússon, meðstjóraandi, Brynjólfur
Þór Brynjólfsson, varaformaður, og Böðvar Ásgeirsson, formaður björgunarsveitarinnar.
Slysavarnadeildin Ingólfur:
Sínntí 31 útkalli á síðasta ári
Á AÐALFUNDI Slysavarna-
deildar Ingólfs í Reykjavík, sem
nýlega var haldinn, kom fram
að umsvif deildarinnar hafi
aukist ár frá ári og var björgun-
arsveitin kölluð út þijátíu og
einu sinni á árinu.
í frétt frá fundinum, sem haldinn
var um borð í varðskipinu Þór og
Slysavamafélagið eignaðist á síð-
asta ári, kemur fram að félagar í
Slysavamadeild Ingólfs eru ríflega
eitt þúsund. Björgunarsveitina
skipa 75 félagar auk 15 nýliða og
20 varamanna. Áhersla er lögð á
þjálfun mannanna og að þeir hafí
yfir sem bestum búnaði að ráða. Á
síðasta ári fóru tveir björgunar-
sveitarmenn á vegum Almanna-
vama ríkisins til Danmerkur til
þjálfunar í ruðningsstörfum úr
föllnum húsum og einn fór til
Bandaríkjanna til þjálfunar í köfun.
Allt starf í Ingólfi er sjálfboða-
liðastarf og hefur deildin Qármagn-
að starf sitt, rekstur og viðhald
björgunartækjanna með sölu
merkja, happdrættismiða og flug-
elda. Á síðasta ári færði Kvenna-
deild SVFI í Reykjavík, slysavama-
deildinni að gjöf torfærujeppa og
Reykjavíkurborg styrkti starfsem-
ina með 70.000 kr. ffamlagi á ár-
inu. Þá hafa fjölmörg fyrirtæki í
borginni sýnt slysavamastarfinu
velvild og skilning.
Aukin umsvif björgunarsveitar-
innar á síðustu árum hafa þrengt
að starfsemi hennar og leitar nú
stjóm Ingólfs og Slysavamafélags-
ins leiða til úrbóta og hafa meðal
annars sótt til borgarinnar og
hafnaryfirvalda um úrlausn. I
stjóm Björgunarsveitar Ingólfs
eiga sæti Böðvar Ásgeirsson for-
maður, Kristján Jón Hafsteinsson,
Stefán Bragi Bjamason, Ásgeir
Böðvarsson og Kristján Magnús-
Á aðalfundinum baðst Engelhart
S. Bjömsson, sem verið hefur for-
maður björgunarsveitarinnar und-
anfarin ár en hefur nú tekið við
stjóm á umdæmi nr. 1 hjá SVFÍ,
undan endurkjöri. Þá baðst Böðvar
Vemharðsson, sem hefur verið
gjaldkeri deildarinnar undanfarin
flögur ár, einnig undan endurkjöri.
Voru þeim Engelhart og Böðvari
færðar sérstakar þakkir fyrir störf
sín. f stjóm Slysavamadeildrar
Ingólfs fyrir starfsárið 1986 til
1987 voru kjömir Örlygur Hálf-
danarson, formaður, Birgir Þór
Brynjólfsson, varaformaður, Guðni
Sigþórsson, gjaldkeri, Gunnar Karl
Guðjónsson, ritari, Skúli Ólafsson,
Sigurður Guðmarsson, Páll Frans-
son, Jón A. Jónsson og Gunnar
Magnússon. Fulltrúi deildarinnar í
minningarsjóð Tómasar Hjaltason-
ar var kjörinn Stefán Bragi Bjama-
Skólameistarar MK og MS:
„Vinna nemenda með námi
hlýtur að vera til baga“
— kannanir skólanna leiddu í ljós að rúm-
lega helmingur nemenda vinnur með námi
KANNANIR voru gerðar ínnan tveggja menntaskóla í vetur, Mennta-
skólans við Sund og Menntaskólans i Kópavogi, um hversu margir
nemendur skólanna stunduðu hlutastörf með námi. Niðurstöður sýndu
að allt upp í 70% nemenda unnu með námi. Hæst var hlutfallið í fjórða
bekk. Blaðamaður Morgunblaðsins snéri sér til Ara Trausta Guðmunds-
sonar aðstoðarskólameistara í MS og Ingólfs Þorkelssonar, skólameist-
ara i MK.
„Það er vel rúmur meirihluti
nemenda sem vinnur með námi —
misjafnt hversu mikið — en við
höfum ekki treyst okkur til að setja
jafnaðarmerki milli lélegs námsár-
angurs og mikils vinnuálags," sagði
Ari Trausti. „Það er auðvitað
misjaftit hversu margar klukku-
stundir á viku nemendur vinna —
allt frá 2—3 stundum upp í yfir 40
stundir, en ég giska á að meðaltalið
sé á bilinu 10—15 stundir á viku.
Aðalatriðið er að skólatíminn er
35—36 kennslustundir á viku sem
er það mikið starf að ætli nemendur
sér í frekara nám, þá á ekki að vera
hægt að vinna úti með náminu. En
ef unglingamir vinna samt sem áður,
þá hlýtur það á einhvem hátt að
koma niður á náminu."
Ari Trausti sagði að það lægju
margar ástæður að baki vinnuviljan-
um. Þessi aldurshópur vildi nú í
meiri mæli hafa peninga milli hand-
anna í ýmislegt svo sem fatnað,
skemmtanir, íþróttir og annað slíkt.
„Þetta er e.t.v. ekki spuming um
að lifa flott heldur vilja krakkamir
vera sjálfstæðir og eignast hluti upp
á eigin spýtur sem kosta mikla
peninga. Síðan em þeir nemendur
til sem vinna með námi af hreinni
fátækt — foreldrar hafa beinlínis
ekki efni á að sjá fyrir þeim í skóla
svo þau eru tilneydd til að mennta
sig algjörlega sjálf. Það hafa verið
gerðar nokkrar úrtakskannanir í
skólunum við og við á undanfömum
ámm viðvíkjandi vinnu nemenda og
miðað við þessa heildarkönnun, sem
nú var gerð, hefur þetta frekar
aukist heldur en hitt og bendir
ekkert til þess að það snúist við á
næstunni. Við höfum af þessu miklar
áhyggjur en getum lítið að gert þar
sem okkur er ekki uppálagt að skipta
okkur af einkahögum nemenda,"
sagði Ari Trausti.
„Ég vil fullyrða að hlutfall þeirra
nemenda sem vinna með námi er
svipað í öllu framhaldsskólakerfinu,"
sagði Ingólfur Þorkelsson. „Og ég
er alveg sannfærður um að samræmi
er milli lélegs námsárangurs og
vinnu með námi — við höfum dæmi
um það. Einn nemandinn sagði $
samtali við Morgunblaðið 23. mars
sl. eftir könnunina að það væri mál
hvers og eins hvort hann ynni eða
ekki og að skólastarfið væri ekki
fullt starf. Það kom í ljós að fleiri
nemendur voru sammála þessu
þegar ég ræddi þetta alvarlega mál
við þá eftir könnunina. Auðvitað
hefur nemandi frelsi til þess að
skríða eða falla á prófum en það er
mitt hlutverk sem skólameistari að
hvetja nemendur til þess að ganga
uppréttir og viðvíkjandi þeirri full-
yrðingu um hvort skólastarfíð sé
fullt starf, þarf að líta á forsendum-
ar sem nemendur gefa sér. Ef byggt
er á þeirri forsendu að nægilegt sé
að kasta höndum til verksins, þá
getur fullyrðingin reynst rétt. Hins-
vegar ef nemandinn hefur heilbrigð-
an metnað þá er fullyrðingin fírra.
Það er tvímælalaust fullt starf að
vera í menntaskóla ef menn sinna
starfínu vel.“
Ingólfur sagði að auðvitað væru
til þeir nemendur sem þyrftu á at-
vinnu að halda með námi og eins
þyrftu sumir að borga heim, en þó
væru þeir fáir. „Þeir eru undantekn-
ingin sem sannar þá reglu að megin-
hluti nemenda fær fæði og húsnæði
endurgjaldslaust heima — þess
vegna á þeim að duga sumarkaupið
fyrir bókum, nauðsynlegum fatnaði
og skemmtunum. Hinsvegar ef
nemendur freistast til þess að kaupa
nýjustu glæsigræjumar sem aug-
lýstar eru í sjónvarpinu og tísku-
klæðnaðinn, þá auðvitað dugir sum-
arkaupið ekki svo ég tali nú ekki
um alla þá nemendur sem leggja
metnað sinn í að kaupa bifreiðir.
Þá eru nemendur komnir á kaf í lífs-
gæðakapphlaupið. Þó að veraldleg
velferð sé ágæt út af fyrir sig, tel
ég að andleg verðmæti séu ofar og
hefur nám svo sannarlega varan-
legra gildi en auglýsingaskrumið.
Ég ætla að ræða þetta við nem-
endur þegar ég slít skólanum. Ég
ætla að taka þetta mál upp aftur í
haust í sérstakri umræðu við for-
eldra og mér fínnst að skólastjóram-
ir sumir séu allt of linir í afstöðu
sinni við þennan tíðaranda. Við
getum auðvitað ekki bannað nem-
endum að vinna, en það er hægt að
ræða við nemendur, hvetja þá til
þess að hætta þessu og hægt er að
haga starfi innan skólanna þannig
að það verði hreinlega erfitt fyrir
nemendur að ætla að vinna mikið
með náminu," sagði Ingólfur.