Morgunblaðið - 30.05.1986, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1986
u n 7 í {{
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
> ny í/JAmFK'tiKi'i) ir
Léleg þjónusta
bensínsjálfsala
Kæri Velvakandi
Fimmtudaginn 8. maí, uppstign-
ingardag, var ég á leið út úr bænum
og sá að mig vantaði benzín. Þá
hafði ég nýlega séð auglýsingu frá
Skeljungi um benzínsjálfsala er
tæki við öllum íslenskum seðlum,
sjálfsalinn átti að vera við Suðurfell
í Breiðholti. Það var mikið að gera
er ég ók þar að, setti eitt þúsund
krónur í sjálfsalann og sá töluna
1000 birtast á skerminum. Ég tók
dæluna og benzínið steymdi inn á
tankinn, en allt í einu stansaði
dælan, ég hafði þá fengið afgreitt
fyrir eitt hundrað krónur og meira
kom ekki úr dælunni, hún hafði
snuðað mig um 900 krónur.
Daginn eftir, föstudag fór ég á
sömu benzfnstöð og vildi fá aftur
900 krónumar. Þá var mér sagt
að ekki væri búið að fara yfir strim-
ilinn úr sjálfsalanum, en ég gæti
komið aftur sama dag. Þegar ég
var búinn að vinna, um 8 leytið um
kvöldið, var mér sagt að maðurinn
sem kynni að lesa af strimlinum
væri farinn, ég gæti komið um
hádegi næsta dag, laugardag. Ég
fór þangað og sagði maðurinn að
hann sæi ekkert á strimlinum og
gæti þvi ekkert gert, en benti mér
á að tala við þá á aðalskrifstofunni
við Suðurlandsbraut. Þangað fór ég
f.h. á mánudag og var bent á mann
þar, hann sagðist ekkert geta gert
fýrst ekkert sæist á strimlinum.
Sjálfsalinn á greinilega að vita
betur en kúnninn hvort eitthvað fer
úrskeiðis eða ekki. Sjálfsalinn býður
ekki einu sinni upp á nótu, þannig
að viðskiptavinurinn getur ekkert
sannað. Þetta kalla ég lélega þjón-
ustu.
Þökk fyrir birtinguna.
Árai
Ut um hvippinn
og hvappinn
Agæti Velvakandi.
Mig langar til að koma á fram-
færi innilegu þakklæti til Inger
Önnu Aikman, stjórnanda þáttarins
Út um hvippinn og hvappinn á rás
2. Þessir þættir eru nefnilega alveg
frábærir. í þeim fjallar hún um allt
milli himins og jarðar, en þó fyrst
og fremst um það hvemig það er
að vera manneskja. Ég er svo heil-
luð af víðsýni hennar og umburðar-
lyndi að ég er farin að láta taka
þættina upp fyrir mig, ef ég get
ekki hlustað. Það er neftiilega stað-
reynd að það er sama hversu illa
manni kannske líður, manni líður
alltaf miklu betur eftir að hafa
hlustað á þennan þátt. Það eina sem
mætti breyta er útsendingartíminn.
Ég er svolítið hrædd um að þáttur-
inn fari fram hjá mörgum sem eru
að vinna á þessum tíma. Er ekki
hægt að færa hann yfír á fímmtu-
dagskvöldin til dæmis. Og eitt enn,
er ekki hægt að endurflytja eitthvað
af hennar fyrri þáttum? Mér skilst
nefnilega að hún hafí verið með
þessa þætti í a.m.k. eitt ár, en mér
var ekki bent á þessa þætti fyrr
en fyrir svona 7 mánuðum. Þess
vegna segi ég, látið þennan þátt
ekki fara fram hjá ykkur. Og Inger,
áfram með svona þætti sem fá
mann til að hugsa. Ekki veitir af.
Ein þakklát
Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur
yfir 60% fylgi
Enn á ný er runnið upp nýtt
kosningaár, og í þetta sinn til allra
sveitarstjóma á íslandi á árinu
Viðtöl, viðtöl og
aftur viðtöl
Eins og allir vita hefur orðið
sannkölluð sprenging í útgáfumál-
um hérlendis undanfarin misseri, á
ég þar við öll tímaritin sem sprottið
hafa upp með brauki og bramli.
Framboð á lesefni er nú orðið gífur-
legt, og bætast tímaritin þar við
dagblöðin og hinar viðamiklu helg-
arútgáfur þeirra. Markaðurinn er
mettaður og vel það. Það gefur
auga leið að með þessu harðnar
slagurinn og bitist er um efni sem
trekkir. En því miður eru allir famir
að hjakka i sama farinu, sem em
viðtöl, viðtöl og aftur viðtöl. Og af
því að við emm ekki milljónaþjóð
(þó við högum okkur iðulega sem
slík) þá er alltaf verið að tala við
sama fólkið meira og minna. Við-
talið sem form er að verða útjaskað
því það er fyrir löngu búið að þurr-
pumpa allt það fólk sem eithvað
hefur að segja (og þeir em fáir). í
langflestum tilvikum er nánast
ekkert á viðtali að græða. Það em
rétt fleyttar kerlingar á yfírborðinu,
aldrei spurt eða rætt um neitt sem
Iesendur búa svo að og geta hug-
leitt eftir á. Nú myndi margur rísa
upp og segja að „þetta sé nú ekki
algilt", nei, vissulega em til og
hafa verið tekin eftirminnileg viðtöl,
en þau em jafn sjaldgæf og logn-
dagar í Reykjavfk. Obbinn af við-
talaflóðinu er eins og lýst er hér
að ofan: innantómt hjal um svo sem
ekki neitt. Ef svona heldur áfram
verður búið að taka viðtal við þjóð-
ina alla fyrir aldamót. íslendingar
hafa jafnan verið iðnari við að fjalla
um persónur en málefni og á það
ekki einungis við í pólitíkinni. Hér
með er lýst eftir meiri frumleika
hjá tímritum og blöðum, eða öllu
heldur (og ekki síður) færri við-
tölum. Minnkið dekrið við fræga
fólkið og þá sem ekkert hafa fram
að færa. Skrifíð um eitthvað sem
máli skiptir.
Ungur Reykvíkingur
1986. Já, árin líða fram hvert af
öðm í sínum eilífa óumbreytanleik,
og enginn stöðvar „tímans þunga
nið“ segir skáldið frá Fagraskógi.
Og hart verður barist næstu daga
eða þar til kosningum lýkur. Hér í
Reykjavík munu allir vinstri glund-
roðaflokkamir reyna að gera hosur
sínar grænar fyrir Reykvíkingum,
en án árangurs. Öllum er í fersku
minni vinstri meirihlutinn er réð hér
ríkjum illu heilli frá 1978—1982.
Samkvæmt skoðanakönnunum hef-
ur Sjálfstæðisflokkurínn nú yfír
60% fylgi hér í Reykjavík og ná-
grenni, og mun því vinna glæsileg-
an kosningasigur 31. maí næstkom-
andi.
Þorkell Hjaltason
HEILRÆÐI
Vandið val bj örgnnarvesta
Heilræði
Góð björgunarvesti hafa þann kost að snúa sjálfkrafa þeim er þau
nota í flotlegu með munn og nef yfir vatnsfletinum og vama því
að menn fljóti á grúfu. Öll vesti ættu að vera með endurskins-
borðum, flautu og ljósi.
Hrói höttur
og hár-
greiðslu-
meistarinn
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
í hefndarhug (Mission .. .Kill).
Sýnd í Regnboganum. Stjörau-
gjöf: ’/t
Bandarísk. Framleiðandi, leik-
stjóri og hlutaðeigandi í handriti:
David Winters. Aðalhlutverk:
Robert Ginty, Merete van Kamp
og Cameron Mitchell.
í hefndarhug (Mission .. .Kill)
segir frá Cooper (Robert Ginty)
nokkrum sem kallar sig Ian
Kennedy en er kallaður Hrói höttur
af öðrum. Hann er hár og myndar-
legur Bandaríkjamaður með blá
augu og hann er nógu bijálaður til
að beijast við heilan her og nógu
harður af sér til að vinna, eins og
stendur á auglýsingaskiltinu. Þar
stendur auðvitað ekki að þessi lé-
lega B-mynd er nógu vitlaus til að
sofna á nema maður sé þeim mun
harðari af sér.
Cooper þessi er einn góðan veður-
dag í einhveiju skálduðu S-Amer-
íkuríki sem hlotið hefur heitið Santa
María. Einhverskonar uppreisn
stendur yfír í landinu a.m.k. er þjóð-
höfðinginn voðalega grimmilegur,
feitur og sveittur kall, sem öllum
er illa við, og upp til sveita býr
skæruliðaflokkur er gæti vel verið
59
Cooper (i miðið) með skæruliðun-
umgóðu.
partur af skæruliðahópi Woodys
Allen í Bananas. Cooper veit ekki
fyrr en hann er farinn að beijast
með uppreisnarmönnum og gengur
voðalega vel eins og við mátti bú-
ast. Hann fellur vel í hópinn sem
virðist undir miklum áhrifum frá
gömlum amerískum vestrum. „Þeir
kenndu mér að beijast," segir einn
skæruliðinn heldur en ekki hróðug-
ur.
Jæja, Hrói höttur, en það er
Cooper kallaður af því hann er svo
góður maður, hjálpar skæruliðunum
að vinna hvem stórsigurinn á fætur
öðrum þar til kemur að lokabar-
dagnum að allt fer út um þúfur.
En það er í lagi því mjmdin er löngu
farin út um þúfur, hún er sundur-
laus og óspennandi og illa leikin
og því fyrr sem maður gleymir
henni, því betra. Sá eini sem á
eitthvað hrós skilið er hárgreiðslu-
meistari Roberts Ginty. Mikilfeng-
legt handbragð hans fær að njóta
sín í hveijum ramma og honum
tekst að láta hið mikla og fallega
hár leikarans halda sinni fullkomnu
lögun á hveiju sem gengur svo leita
þarf allt aftur til Simons Templar
til samanburðar.
Frá félagsstarf i aldraðra I Gerðubergi Morgunbiaðið/Júiius
Sýning á handavinnu
og f öndri í Gerðubergi
í Gerðubergi í Breiðholti verð-
ur haldin sýning á handavinnu
og föndri úr félagsstarfi aldr-
aðra sunnudaginn I. júní á milli
kl. 13.30 og 18.
Á sýningunni verður einnig sölu-
hom þar sem handavinna er seld
og að auki kaffíveitingar. Vakin er
athygli á að strætisvagnaleiðir nr.
12 og 13 stansa fyrir framan húsið.
Fréttatilkynning
Kennarasamband tslands:
Krossapróf fyrir frambjóðendur
Kennarasamband íslands hef-
ur sent frambjóðendum um land
allt þríblöðung, sem er krossa-
próf, í sambandi við væntanlegar
sveitarstjóraarkosningar.
Þar gefst þeim kostur á að kanna
þekkingu sína varðandi skólahald.
Einnig era þeir hvattir til að kynna
sér sem flest atriði skólamála í sínu
heimahéraði.
Kennarasambandið væntir þess
að bæklingurinn stuðli að málefna-
legri umræðu og úrbótum í þessum
eftium. (Úr fréttatílkynningu)
Utankiörstaða-
skrifstofa
S)ÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
Valhöll, Háaleitisbraut 1,3. hæð.
Símar 688322, 688953 og 688954.
Upplýsingar um kjörskrá o.fl.
Utankjörstaðakosning fer fram í Ármúlaskóla
alla daga kl. 10-12, 14-18 og 20-22 nema sunnu-
dagakl. 14-18.
Sjálfstæðisfólk. Vinsamlegast látið skrifstofuna
vita um alla kjósendur sem verða ekki heima á
kjördegi 31. maí nk.