Morgunblaðið - 30.05.1986, Síða 60

Morgunblaðið - 30.05.1986, Síða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAl 1986 » Ovandvirknislega unnin skoðanakönnun eftir Gunnlaug Júlíusson Á undanfSmum ámm hefur í sí- auknum mæli borið á skoðanakönn- unum af ýmsu tagi í dagblöðunum, sérstaklega þó þeim sem taka púls- inn á hinum pólitísku hræringum. Fyrirtæki er nefnist Skáis (Skoð- anakannanir á íslandi) hefur staðið fyrir fjölda þeirra, og nú síðast eru birtar niðurstöður úr einni slíkri í HP (Helgarpóstinum), þann 17.4. sl. Ýmsir fleiri hafa framkvæmt skoðanakannanir áþekkar þeirri sem hér verður fjallað um, en ekki er minnst á þá, þar eð fyrmefnd skoðanakönnun er kveikjan að þessum pistli. Skoðanankönnun sú sem Skáís framkvæmir er gerð með það fyrir augum að leitast við að rýna í væntanlegt fylgi sjómmálaflokk- anna í vor við bæjarstjómarkosn- ingamar í Reykjavík og 6 kaupstöð- um (Akureyri, Akranesi, Hafnar- fírði, Höfn í Homafírði, Isafírði og Sauðárkróki). ^ Út frá niðurstöðum þessarar könnunar setur HP síðan fram fyrirsagnir í fullyrðingastíl, eins og enginn vafí leiki á um þær niður- stöður sem skoðanakönnunin leiðir f ljós eða þær forsendur-sem þær em byggðar á. Mér hefur oft á tíðum blöskrað þau ófagmannlegu vinnubrögð sem iðulega eiga sér stað við úrvinnslu og túlkun kannana af þessu tagi, og því er það meir tilviljun að þessi könnun sem hér er minnst á, er ? tekin fyrir en að hún sé einstök í sinniröð. •• Orstutt um sko ðanakannanir Skoðanakönnun er aðferð til að afla upplýsinga um skoðanir, að- ferðir, vinnubrögð o.fl. þess háttar sem áhugavert þykir, hjá einhveij- um ákveðnum hóp (í þessu tilviki kjósendum). Með því að kanna viðhorf lítils hluta hópsins (úrtaks) má leiða lfkur að þvf hvemig viðhorf alls hópsins sé í heild sinni. Til að hægt sé að yfírfæra skoðanir og viðhorf úrtaksins yfír á hópinn all- an, er skilyrði að úrtakið sé valið eftir viðurkenndum aðferðum, þar sem tekið er tillit til þeirrar dreifíng- ar og þess mismunar sem er til staðar innan hópsins. Þar má til nefna aldur, búsetu, kyn, starfsstétt og hjúskaparstöðu, svo dæmi séu nefnd. Úrtak er notað til að komast að skoðunum hópsins vegna þess að: - það er ódýrara en að spyija alla, - það er fljótunnið. - hægt er að kanna stærri svæði en ella. - notkun sérhæfðs vinnukrafts á að leiða til marktækra niður- staðna. Stærð úrtaksins er mikilvægur upphafspunktur. Of stórt úrtak hefur einungis í för með sér óþarfa fjárútlát og fyrirhöfn, en ekki marktækari niðurstöður, en of lítið úrtak gefur aftur á móti ekki fuli- nægjandi innsýn í viðhorf heildar- innar. Breytileiki innan hópsins hefur áhrif á hve stórt úrtakið þarf að vera. Til dæmis þarf stærra úrtak til að fá rétta mynd af pólitísku fylgi stjómmálaflokkanna þar sem 6 flokkar em í framboði en þar sem þeir em einungis tveir. Það skal hins vegar tekið fram að ekki er ástæða til að ætla að það úrtak sem Skáís vinnur með sé ekki nægilega stórt, nægilegt er að spyija 0,6%—4% af hópnum til að glöggva sig á pólitískum flokkadrætti í fyrr- grejndum byggðalögum. Úrtakið er fundið á tilviljana- kenndan hátt, annaðhvort úr hópn- um sem heild eða úr einstökum hóphlutum, svo hægt sé að taka tillit til þess breytileika sem fínnst innan hópsins. Með hóphluta er átt við karlmenn/konur, mismunandi aldurshópa o.s.frv. Síðast en ekki síst er mikilvægt að fá hátt svarhlutfall í könnuninni. Almennt er miðað við að lágmarks- hlutfall þeirra sem afstöðu taka, verði að vera a.m.k. 80% af úrtak- inu, svo að niðurstöðumar séu marktækar fyrir hópinn allan. Því lægra sem þetta hlutfall er, þeim mun minna er að marka niðurstöð- umar þar sem sá hluti verður stærri og sem ekkert er vitað um. Hægt er að bæta lága svarprósentu með því að stækka úrtakið, en það fer fljótt yfír mörk þess mögulega. Vinnubrögð við skoð- anakönnun Skáís og túlkun niðurstaðna Gefíð er upp að úrtakið sé unnið eftir „tölvuskrá yfír öll símanúmer á viðkomandi svæði“ á bls. 10 (HP 16. tbl) en á síðu 22 í sama blaði „Það eru ófagmannleg vinnubrögð að draga ályktanir af ófullkomn- um gögnum og blása þær síðan út í fyrir- sögnum eins og ekki leiki nokkur vaf i á um öryggi þeirra.“ er sagt að heildarúrtakið hafí verið aukið úr 800 í 900 „m.a. með það fyrir augum að ná sem jöfnustu hlutfalli milli kynja", hvemig svo sem það er hægt með símanúmerum einum saman sem ekki fylgir nafn, og þegar ekki er unnið eftir persón- um. Hér ber að staldra við. Með þessari aðferð eru þau heimili eða einstaklingar sem ekki hafa síma útilokuð frá úrtakinu. Ekki veit ég hve stór sá hópur er, en hér er strax um skekkjuvald að ræða. Hringt var í viðkomandi númer og sá spurður sem kom í símann! Hér er aftur um varhugaverða aðferð að ræða. Hveijir svarar í símann? Ekki veit ég hvort einhveijir þjóðfélags- fræðingar hafa gert könnun á slíku, en ákveðinn gmn hef ég um að það sé ekki tilviljunum háð hver svarar í símann. Til dæmis væri gaman að sjá aldurs- og kjmskiptingu þeirra er svöruðu. Um hvem var beðið ef sá sem svaraði var ekki með kosningarétt? Þessi aðferð að velja úr símanúmerum í stað þess að velja úrtak úr kjörskrá, gerir þessa skoðanakönnun mun léttvæg- ari en ella. Með því að velja úr kjörskrá er hægt að taka tillit til þeirra atriða sem áður var minnst á s.s. aldurs, kyns og búsetu. Nú komum við að þeim skekkju- valdi sem yfírgnæfír alla aðra og gerir það að verkum að óveijandi er með öllu að slá fram ímynduðum niðurstöðum í fullyrðingastfl, eins og allt væri á hreinu. Það er hve stór hluti úrtaksins er óákveðinn, þ.e. hefur ekki ákveðið hvemig atkvæði fellur í komandi kosning- um. Niðurstöðum skoðanakönnunar- innarerskiptuppí: 1. Þá sem tilgreindu hvaða flokk þeir koma til með að kjósa þann 31.maínk. 2. Þá sem vom óákveðnir. 3. Þá sem ekki sögðust mundu kjósa eða ætla að skila auðu. Ef við skoðum fyrst flokk nr. 3, þá er ekki ætla að kjósa eða koma til með að skila auðu, þá er hlutfall hans af hópnum frá 7,02% (ísafjörð- ur) og upp í 22,4% (Akranes). Ef litið er á niðurstöður síðustu bæjar- stjómarkosninga, þá var kosninga- þátttaka í kringum 85%. í Reykja- vík er hlutfall þess hóps, sem skilar auðu/kýs ekki, 14,91% þannig að hlutfall þessa hóps í könnuninni er nálægt lagi gæti maður haldið. En síðan kemur hópur nr. 2, sem enn em óákveðnir. Á Höfn er hlutfall óákveðinna 17,07%, Sauðárkróki 19,23%, Akranesi 22,43%, en síðan er þetta hlutfall frá 36,19% (Reykjavík) uppí 51,56% (Hafnar- §örður). Eins og áður er minnst á er eitt af allra mikilvægustu atriðunum við framkvæmd skoðanakönnunar að fá sem allra hæst hlutfall af úrtak- inu til að taka afstöðu til frambor- inna spuminga. Það hefur harla lítið gildi að vinna gmnninn fyrir úrtakið vandlega og fá síðan ekki nema 50% svömn, því ekkert er vitað um afstöðu þeirra sem eftir em, en það er algjör forsenda fyrir því er hægt sé að alhæfa niðurstöður úrtaksins fyrir hópinn allan. Ekkert bendir til þess aið sá hluti sem er óákveðinn sé eins samsettur pólitískt og sá hluti sem þegar hefur gert upp hug sinn. Athuganir sem gerðar hafa verið á þessum málum hafa leitt í Ijós að þessi hluti úrtaksins (og þar með hópsins) er oft öðmvísi sam- settur, og tekur annarskonar af- stöðu, en þeir sem þegar hafa full- mótaða skoðun. Manni getur því ekki annað en blöskrað þau vinnu- brögð, sem iðulega sjást við fram- kvæmd skoðanakannana, að skoð- anir þess hluta sem tekur afstöðu, em alhæfðar fyrir allan hópinn, þótt hann sé ekki nema 40—60% af úr- takinu. Það em því óvönduð vinnu- brögð og hreint fúsk að túlka skoð- anir þess hluta sem tekur afstöðu sem einkennandi fyrir kjósendur, þegar hlutfall óákveðinna er eins hátt og hér um ræðir: (Reykjavík 36,19%, Akureyri 38,24%, ísafjörð- ur 43,86%, Selfoss 45,98% og Hafnarfjörður 51,61%). Að slá fram fyrirsögnum eins og: „Sjálfstæðis- flokkurinn fær 11 fulltrúa í Reykja- vík, Framsókn engan fulltrúa í borgarstjóm" er ekki merkileg blaðamennska, þegar sá gmnnur sem þessar fullyrðingar em byggð- ar á, em ekki meira virði en raun ber vitni. Til að bæta gráu ofan á svart er reynt að gefa niðurstöðunum einhvem fræðilegan blæ með því að reikna út frávik og 95% öiyggis- mörk (reyndar er talað um 95% frávik, hvað sem það nú þýðir). Fullyrt er út frá því að fylgi Sjálf- stæðisflokksins verði milli 53,7% og 67,3% fylgi, en fylgi Framsókn- arflokksins verði milli 1,3% (858 kjósendur) upp í 6,7% (4422 lcjós- endur. Lokaorð Ég hef hér rætt almennt um framkvæmd skoðanakönnunar og þær kröfur sem gera verður til undirbúnings og framkvæmdar könnunarinnar svo hægt sé að byggja á henni marktækar ályktan- ir. Síðan hafa dæmi verið tekin úr nýlegri könnun HP bent á galla við framkvæmd hennar og gagmýnt hvemig ályktanir em dregnar af niðurstöðunum. Þegar hluti þeirra sem tekur afstöðu er ekki meiri en þar, er ekki um annað að ræða en að sætta sig við að niðurstöðumar séu ómarktækar í hæsta máta og könnunin hafí því mistekist. það em ófagmannleg vinnubrögð að draga ályktanir af ófullkomnum gögnum og blása þær síðan út í fyrirsögnum, eins og ekki leiki nokkur vafí á um öryggi þeirra. Við vitum af reynslunni að minnsta kosti 80% kjósenda kýs í kosningum. Því ætti það að vera krafa til skoðanankannana að hlut- fall þeirra sem taka afstöðu sé ekki lægra. Niðurstöður skoðanakannana hafa áhrif á skoðanamyndum þess hluta sem er f vafa um hvaða af- stöðu hann á að taka í kosningum. Þessi áhrif aukast eftir því sem nær líður kjördegi. Því ætti það að vera frumkrafa til þeirra sem sjá um vinnslu skoðanakannana að sjá svo um að ekki séu dregnar ályktanir af marklausum gögnum eins og hér hefur verið gert. Full ástæða virðist til að tak- marka það á einhvem hátt að næstum hver sem er geti staðið fyrir skoðanakönnun og slegið sfðan niðurstöðunum upp í stórum fyrir- sögnum, þegar meiri gæðakröfur eru ekki gerðar til þeirra gagna sem að baki liggja, en raun ber vitni. Ef einhver er enn í vafa um þá þörf á háu hlutfalli þeirra sem afstöðu taka í skoðanakönnunum, sem hér er haldið fram, þá má til frekari skýringar líkja skoðana- könnun saman við að maður gangi undir próf með 10 spumingum. Þegar prófdómarinn hefur farið yfír svör við 4 spumingum, og þau hafí öll verið rétt, þá hefur hann enga heimild eða ástæðu til að álykta sem svo, að úr því fyrstu 4 svörin séu rétt, þá hljóti hin 6 einnig að vera það. Á sama hátt getur maður ekki undir neinum kringum- stæðum verið viss um að skoðanir 40% þátttakenda í úrtaki séu mark- tækar fyrir úrtakið allt, og þar með fyrir heildina. Höfundur er námsmaður i Kaup- mannahöfn. íslenska brúðuleikhúsið sýnir Islenska brúðuleikhúsið heldur sýningar á laugardögum og sunnu- dögum kl. 15, júní og júli að Flyðrugranda 4.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.