Morgunblaðið - 30.05.1986, Qupperneq 64
H
öföar til
_____fólksíöllum
starfsgreinum!
FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1986
VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR.
Sjóflutningar til varnarliðsins:
Nýjar reglur
í undirbúningí
— sagði Matthías Á. Mathiesen eftir fund
með George Shulz í Halifax í gærkvöldi
MATTHÍAS Á. Mathiesen utan-
ríkisráðherra átti í gærkvöldi
klukkustundarfund með George
Shulz, utanríkisráðherra Banda-
rikjanna, um Rainbow Naviga-
tion-málið. Ráðherramir eru báð-
ir staddir á ráðherrafundi Atl-
antshafsbandalagsins i Halifax í
Kanada og hafði Shulz áður óskað
eftir þvi sérstaklega að ræða við
Matthías.
Matthías sagði í gærkvöldi að
þeir hefðu farið yfir Rainbow-málið
og rætt ýmsa þætti þess: „Shulz
lýsti yfir því í lok fundarins að hann
myndi þegar við heimkomuna til
Washington ræða við vamarmáia-
ráðherra Bandaríkjanna, Caspar
Weinberger, og láta hann heija
undirbúning að breyttum reglum um
útboð flutninganna, sem að hvíldu á
traustari grunni, en áður gerð til-
raun, sem strandaði á bandarískum
dómstólum."
Matthías kvað Shulz hafa gert ráð
fyrir því að Hans G. Andersen sendi-
herra, sem einnig sat fundinn, yrði
látinn fylgjast með frekari undir-
búningi eftir viðræður við Edward
Derwinsky. Derwinsky vinnur að
málinu af hálfu Bandarikjastjómar.
Auk Matthíasar og Hans sátu
fundinn Ólafur Egilsson, skrifstofu-
stjóri utanríkisráðuneytisins, Tómas
Tómasson, fastafulltrúi NATO í
Brussel, og Hreinn Loftsson aðstoð-
armaður utanríkisráðherra.
Ennfremur var rætt við Shulz um
ætlun íslendinga að veiða hval í vís-
indaskyni í sumar. „Vandamál hefur
verið að selja hvalafurðir og því
haldið fram að löggjöf, sem sett var
á Bandaríkjaþingi, stæði í vegi,“
sagði Matthías.
„Ég mun þegar heim kemur gera
ríkisstjóminni nánari grein fyrir því
hvað fram fór á fundinum með Shulz
en ríkisstjómin leggur áherslu á
varanlega lausn þessa máls hið allra
fyrsta, nú eins og áður, og eftir
því verður gengið," sagði Matthías
að lokum.
Grunsamlega ró-
legt á fáikaslóðum
Morgunblaðið/RAX
Brugðið á leik á Lækjartorgi
Þessir krakkar vildu ekki hleypa Davíð Oddssyni heim strax að loknum útifundi sjálfstæðis-
manna í gær. Þau brugðu á leik við borgarstjórann á Lækjartorgi meðan hann heilsaði eldri
kjósanda. Að baki Davíðs er kona hans, Ástríður Thorarensen.
Davíð Oddsson, borgarstjóri, á kosningafundi sjálfstæðismanna:
Það getur orðið
mjótt á mununum
Sjálfstæðisflokkurinn hefur jafnan verið 8-9% undir skoðanakönnunum
stæðisflokkurinn hefur jafnan
— segir fálka-
eftirlitsmaður
í Mývatnssveit
„ÞAÐ ER grunsamlega rólegt á
fálkaslóðum,“ sagði Haukur
Hreggviðsson eftirlitsmaður
með fálkahreiðrum i Mývatns-
sveit í samtali við Morgunblaðið
ígær.
„Þrátt fyrir fjölda ferðamanna
sem þegar em komnir hingað og
komu um leið og snjórinn fór, hef
ég ekki orðið var við mannaferðir
við fálkahreiðrin. Ekki einu sinni
hjá þeim sem allir virðast vita
um,“ sagði Haukur. Hann sagði
að eftir því að dæma, virtist áróð-
urinn sem búið væri að reka gegn
fálkaþjófum og vitneskjan um að
hreiðranna sé gætt hafa borið
einhvem árangur.
Þrátt fyrir kalt vor er útlit fyrir
að varpið hafí tekist vel og er útlit
fyrir mun fleiri fálkaunga í ár
Fimm af yfirmönnum Hafskips
vom úrskurðaðir í gæsluvarðhald til
25. júní að kröfu Rannsóknarlög-
reglu rikisins vegna rannsóknar
Hafskipsmálsins og einn til 11. júní.
Sá sem fékk stysta gæsluvarðhaldið,
Sigurþór Guðmundsson, var leystur
miðað við árið í fyrra. Fugiamir
verpa á misjöfnum tíma að sögn
Hauks og getur skeikað nokkmm
vikum milli hreiðra allt eftir því
hversu gamall fuglinn er. Þeir
yngstu, sem em að verpa í fyrsta
sinn, verpa síðast.
kærðu úrskurðinn til Hæstaréttar.
Einn þeirra, Þórður Hilmarsson, var
leystur úr haldi í fyrrakvöld og aftur-
kallaði hann kæm sína á slðustu
stundu. Hæstiréttur kvað síðan upp
þann dóm í gær að gæs'uvarðhalds-
ANDSTÆÐINGARNIR halda því
að Reykvikingum í síbylju, að
meirihluti sjálfstæðismanna sé
svo öruggur, að menn megi gjarn-
an kasta atkvæði sínu á aðra. En
skoðanakannanir, sem nú hafa
birst nýlega, segja okkur allt aðra
sögu. Línurit um fyrri kannanir
og kosningaúrslit sýna, að Sjálf-
vist fjórmenninganna, þeirra Ragn-
ars Kjartanssonar, Björgólfs Guð-
mundssonar, Helga Magnússonar og
Páls Braga Kristjónssonar, skyldi
stytt um hálfan mánuð eins og áiður
segir.
Hallvarður Einvarðsson rann-
sóknarlögreglustjóri ríkisins sagði í
gær að rannsókn málsins miðaði
eðlilega áfram. Aðspurður um áhrif
stjrttingar gæsluvarðhaldsins sagð-
ist hann vona að það hefði ekki slæm
áhrif á rannsókn málsins.
verið 8 til 9% undir þeim tölum,
sem skoðanakannanir hafa gefið
til kynna. Þetta segir okkur nú,
að mjótt geti orðið á mununum,
sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri
Reykjavíkur, á kosningafundi
Sjálfstæðisflokksins á Lækjar-
torgi siðdegis í gær.
Birgir ísl. Gunnarsson, fyrrver-
andi borgarstjóri, setti fundinn og
sagði: „I kosningum er enginn ör-
uggur - og samkvæmt skoðanakönn-
unum á meira en þriðjungur kjó-
senda eftir að taka afstöðu. Úrslitin
eru því engan veginn ráðin."
Ámi Sigfússon, sem skipar sjö-
unda sæti á lista sjálfstæðismanna,
sagði meðal annars: „Sleifarlagið og
samkomulagsleysið bíður nú eftir
lyklinum við borgarhliðið. En ungt
fólk vill framsýna forystu. Við viljum
gera Reykjavík að ennþá betri borg
og við vitum hvemig við förum að
því.“
Katrín Fjeldsted, sem skipar
þriðja sæti á lista sjálfstæðismanna,
sagði meðal annars: „Við sjálfstæð-
ismenn teljum að málefnastaða
okkar eftir fjögurra ára stjóm sé
góð. Við komum fram sem sam-
hentur flokkur með skýra stefnu og
viljum kynna þá stefriu fyrirfram
öfugt við hina flokkana. Fimm smá-
flokkar, sem geta ekki komið sér
saman um markmið fyrir kosningar,
em allt annað en líklegir til að koma
sér saman eftir kosningar eins og
dæmin sanna."
í ræðu sinni vék Davíð Oddsson
að málflutningi andstæðinga Sjálf-
stæðisflokksins með þessum orðum:
„Eg hef ekki verið virkur í stjóm-
málum nema í tæpa tvo áratugi. En
ég man ekki kosningabaráttu, sem
hefur einkennst jafnmikið af skít-
kasti og hreinum ósannindum eins
og frambjóðendur Alþýðubandalags
og að hluta til Alþýðuflokks hafa
byggt á. Mér reyndari menn segja
að fara þurfi áratugi aftur í tímann
til að finna nokkuð líkt. Ég trúi
því ekki, að Reykvíkingar nútímans
taki slíka kosningabaráttu gilda."
í þann mund, sem fundurinn var
settur, fór að rigna í miðborg
Reykjavíkur og setti það svip á
fundarsókn. Birgir Isl. Gunnarsson
var fundarstjóri. Hijómsveit Stefáns
Stefánssonar lék fyrir fundinn en á
fundinum flutti hljómsveit Magnúsar
Kjartanssonar Reykjavíkurlög
ásamt söngvurunum Ellen Kristjáns-
dóttur og Sigrúnu Hjálmtýsdóttur.
Heigi Skúiason, leikari, flutti ljóð
eftir Tómas Guðmundsson.
(Sjá nánar á miðopnu.)
Hæstiréttur stytt-
ir gæsluvarðhaldið
Einn Hafskipsmanna leystur úr haldi í fyrrakvöld
HÆSTIRÉTTUR hefur stytt gæsluvarðhald fjögurra af yfirmönnum
Hafskips hf. um tvær vikur. I dómi sínum fellst Hæstiréttur á rökin
fyrir gæsluvarðhaldsúrskurðinum og staðfestir hann með þeirri breyt-
ingu að gæsluvarðhaldið standi til 11. júní stað 25. júní.
úr haldi síðastliðinn mánudag. Hinir