Morgunblaðið - 10.07.1986, Page 1
80 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
151. tbl. 72,árg.________________ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986__________________________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Suður-Afríka:
Banni við funda-
frelsi var aflétt
Jóhannesarborg, AP.
STJÓRNVÖLD í Suður-Afríku afléttu í gærkvöldi lögum, sem kveða
á um bann við fundum verkalýðsfélaga. í tilkynningu stjómvalda
segir að það hafi verið mistök að setja lögin.
Fjögur verkalýðsfélög höfðu
kært lagasetninguna fyrir dómstól-
um, þar sem þau spilltu fyrir
samningaviðræðum þeirra við at-
vinnurekendur og gætu leitt til
verkfalla.
Samkvæmt tilkynningu stjómar-
innar segir þó að ný lög verði sett
um afnám fimdafrelsis í dag. Þau
ættu þó aðeins við fundi í Soweto,
en skertu ekki fundafrelsi verka-
lýðsfélaga.
Stéttarfélög hafa þegar gripið til
verkfallsaðgerða til að mótmæla
handtökum vérkalýðsleiðtoga, og
mikil röskun hefur orðið á vinnu-
tíma undanfarna daga. Um 18
þúsund félagar í Stéttarsambandi
námamanna hafa t.d. iagt niður
vinnu nokkra klukkutíma í senn
síðustu daga.
Aður en stjómvöld ákváðu að
afnema lögin um bann við fundum
verkalýðsfélaga sagði formaður
Þjóðarsambands verkalýðsfélaga,
Jay Naidoo, að staðið yrði við áform
um að efna til eins dags allsheíjar-
verkfalls nk. mánudag til að
mótmæla setningu neyðarástands-
laganna.
Formaðurinn sagði þetta í leyni-
legu viðtali, en hann er nú í felum.
Alls er talið að milli tvö til þijú
þúsund manns hafi verið settir í
fangelsi síðan neyðarástandslögin
voru sett 12, júní.
Símamynd/AP
Bifreið Karls Heinz Beckurts eftir sprengjutilræði Rauðu herdeildarinnar í gær í Miinchen. Beckurts
og bílstjóri hans létu lifið í sprengingunni.
Lögreglu-, sjúkra- og slökkviliðsbílar við lögreglustöð í miðborg
Parísar í gær, en þar sprakk sprengja með þeim afleiðingum að
einn maður lét lífið og 27 særðust.
París:
Sprengjuárás
á lögreglustöð
Paris, AP.
Rauða herdeildin í Vestur-Þýskalandi:
Lýsa yfir ábyrgð
á morði iðjuhölds
Mllnchen.AP.
HRYÐJUVERKASAMTÖKIN Rauða herdeildin (RAF) hafa
lýst ábyrgö á hendur sér á morðinu á vestur-þýska iðjuhöld-
inum Karl Heinz Beckurts, en sprengjuárás var gerð á
bifreið hans í gærmorgun. Bílstjóri Beckurts lét einnnig
lífið í sprengingunni.
SPRENGJA sprakk í lögreglu-
stöð í miðborg Parísar í gær með
þeim afleiðingum að einn maður
lét lífið og 27 særðust, þar á
meðal þrír alvarlega
Enginn hefur enn lýst ábyrgð á
hendur sér á sprengjutilræðinu, en
getum hefur verið leitt að því að
hér hafí hryðjuverkasamtökin Act-
ion Direct verið að verki.
Lögreglustöðin er andspænis
skrifstofu Jacques Chirac forsætis-
ráðherra Frakklands, en hann
gegnir einnig embætti borgarstjóra
Parísar. Skömmu eftir að sprengjan
sprakk kom Chirac á vettvang, og
fundi franska þingsins var slitið svo
að þingmenn gætu litið þar á að-
stæður.
Chirac sagði við fréttamenn að
hann væri „þrumu lostinn og æfur
af bræði vegna sprengjutilræðis-
ins“. Hann bætti því við að kominn
væri tími til að stjómarandstöðu-
flokkamir létu af þrákelkni sinni
og samþykktu tillögu stjómarinnar
um hertar öryggisráðstafanir.
Talið er að Action Direct hafa
staðið að mörgum hryðjuverkum í
Frakklandi á undanfömum ámm.
Fyrr í vikunni lýstu samtökin t.d.
yfír ábyrgð á tveimur sprengjutil-
ræðum, sem framin vom í París.
gærkvöldi með táragasi og vatni
á mikinn mannfjölda sem safnast
hafði saman til að fylgja einum
Ianda sínum, Rodrigo Roja, til
grafar. Roja, sem er með banda-
rískan ríkisborgararétt, lést af
brunasárum fyrir viku, en óháð
mannréttindasamtök í landinu
halda því fram að lögreglumenn
hafi hellt yfir hann eldfimu efni
Að sögn vestur-þýsku lögregl-
unnar stóð sveit innan Rauðu
herdeildarinnar, sem kennd er við
Mara Cagol, að morðtilræðinu.
Beckurts, sem átti sæti í stjórn
stórfyrirtækisins Siemens og var
yfírmaður rannsóknardeildar þess,
var leið til vinnu sinnar í úthverfi
Munchen þegar sprengjuárásin var
gerð. í yfírlýsingu RAF sagði að
ástæða þess að Beckerts var myrtur
væri sú að hann hefði stundað rann-
sóknir í tengslum við geimvamaá-
ætlun Bandaríkjamanna (SDI).
Talsmaður Siemens sagði hins veg-
ar að rannsóknir Beckurts vörðuðu
á engan hátt geimvarnaáætlunina.
Rauða herdeildin kom sprengj-
unni fyrir á þjóðvegi, þar sem
bifreið Beckurts átti leið fram hjá.
og kveikt í.
Lögreglumennimir dreifðu
mannfjöldanum, sem safnast hafði
vegna útfarar Rojas, en ekki er vit-
að hvort einhvetjir slösuðust.
Talsmaður Bandaríkjastjómar
sagði í gær að stjómvöld litu dauða
Rojos mjög alvarlegum augum, og
hvatti hann til þess að óháð rann-
sóknamefnd yrði skipuð til að
rannsaka málið.
Fannst fjarstýribúnaður skammt.
frá þeim stað, sem sprengjan
sprakk. Var sprengjan svo öflug
að bfllinn kastaðist út af veginum
og varð brátt alelda. Önnur bifreið,
sem lífvörður Beckurts ók, fylgdi
fast á eftir. Lífvörðinn sakaði þó
ekki, en bifreið hans skemmdist
nokkuð.
Innanríkisráðherra Vestur-
Þýskalands, Friedrich Zimmer-
mann, sagði á fréttamannafundi í
gær að bréf hefði fundist hjá fjar-
stýribúnaði sprengjunnar, þar sem
Rauða herdeildin lýsti ábyrgð á
hendur sér á tilræðinu. Þetta er
annað morðið á 18 mánuðum, sem
Rauða herdeildin stendur að, en í
febrúar á síðasta ári lýsti RAF yfír
ábyrgð á tilræðinu á iðjuhöldinum
Emst Zimmermann. Telur lögregl-
an að um 20 hryðjuverkasveitir séu
innan RAF, og eigi þær sér um 200
stuðningsmenn, sem sjái þeim fyrir
fjármunum og vopnum.
Sjá frétt á bls 30.
Annar leiðangur að
flaki Titanic hafinn
Massachusettð, AP.
56 vísindamenn og sæfarar lögðu úr höfn í Massachusetts í Banda-
ríkjunum í gær, áleiðis að flaki farþegaskipsins Titanic, sem fórst
árið 1912 utan við strendur Nýfundnalands. Nokkrir úr hópnum
eru að leggja í annan leiðangur sinn að Titanic, en i fyrra fann
flokkur bandarískra og franskra leiðangursmanna flakið, þar sem
það hafði legið á botni Atlantshafsins i 74 ár.
Robert Ballard, sem var leið- síðan niður aðalstigann inn í sal-
angursstjóri í fyrra, sagðist ekki
bjartsýnn á fínna jarðneskar leifar
þeirra 1.513 manna sem fórust
með skipinu, en það liggur á um
4.000 metra dýpi.
Fram á síðustu stundu var unn-
ið að undirbúningi þriggja manna
kafbáts, Alvin, sem áætlað er að
senda niður að flakinu. Áhöfn
kafbátsins mun stjóma vélmenn-
inu Jason yngra, sem senda á inn
í flakið. Er ætlunin að Jason verði
sendur inn um gat á skipinu, þar
sem áður var glerhvelfing og
ma.
Á myndum sem teknar voru í
leiðangrinum í fyrra, sést að skip-
ið hefur brotnað í tvennt og
nálægt skutinum fundust
vínflöskur, koppar og rúmdýnur.
Rannsóknarmennirnir segjast
ætla að taka um 100.000 myndir
í þessum leiðangri og setja svo
tvo bronsskildi á hliðar skipsins,
þar sem rituð er þakkarorð til
þeirra sem að leiðöngrunum
tveimur stóðu.
Lögregla í Chile
ræðst á líkfylgd
Santiagó, AP.
LÖGREGLAN í Chile réðst í