Morgunblaðið - 10.07.1986, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986
ÚTVARP/ SJÓNVARP
Elsku
María
Það er óskaplega lítið skrifað af
útvarpsleikritum þessa dagana,
raunar engin furða eins og búið er
að rithöfundum þessa lands, þessum
láglaunahópi og því spái ég að haldi
fram sem horfir með launakjör rit-
höfunda þá verði slagorðið um að vér
íslendingar séum bókelskustu menn
jarðarinnar að öfugmæli því hver er
sú þjóð er hatar þá er skrifa bækur,
ég spyr? Eitthvað virðast nú forystu-
menn rithöfunda hafa sofnað á verðin-
um eða í það minnsta er Þorgeir
Þorgeirsson rithöfundur á því máli er
hann segir í snjallri grein hér í blaðinu
fimmtudaginn 3. júlí: Að gengnum
dómi yfir mér var eins og forysta Rit-
höfundasambandsins liti snöggvast
uppúr kokkteilglasinu sínu og fyndist
eiginlega að nú þyrfti að segja eitt-
hvað. Þetta er algeng stemmning í
kokkteilboðum sem staðið hafa fram
yfir kórrétan tíma. 011 fom ráð um
það að „mæla þarft eða þegja" eru
löngu drukknuð í kampavínum og
sætvellulegum kokkteilum. Menn
standa bara gleiðir og sljóeygir og
finnst þeir endilega þurfa að segja
eitthvað. Og þá verður mörgum það
helst til bjargar að vitna í blöðin. Eða
hrækja bara útúr sér einhverri ann-
arri umræðuklisju með kæruleysissvip.
Þrátt jyrir
Að öllu gamni slepptu þá skaust
nú síðastliðinn fimmtudag á öldum
ljósvakans nýtt íslenskt leikrit:
Elsku María, eftir Odd Bjömsson.
Það hafðist þrátt fyrir sultarlaunin
og sætvellulegu kokkteilana. Og
það sem meira er að leikritið var
bara býsna skemmtilegt þótt þess
hefði nú ekki verið getið í dagskrár-
kynningu sem var af einhverjum
undarlegum ástæðum óvenju
snubbótt að þessu sinni. Skemmti-
legheitin stöfuðu annars fýrst og
fremst af þvi að hugmyndin að
baki verkinu var snjöll þótt hún
væri býsna einföld en Oddur lét
aðalleikarann hann, Ama Tryggva,
liggja í kistu og skoða þaðan líf
sitt með henni elsku Maríu sem
hafði bókstaflega legið með öllu
embættismannaliði þorpsins þar
sem þau skötuhjú bjuggu og voru
reyndar nýgift. Hvílíkur losti og
blessaður eiginmaðurinn svo ger-
samlega varnarlaus gegn hinum
ákafa presti, lækni, meðhjálpara og
sýslumanni og á endanum lognaðist
hann ofan í kistuna góðu. Snyrti-
legt morð hjá Oddi Bjömssyni. Og
svo vom tök Odds, sem var hér líka
í hlutverki leikstjórans, á leikumn-
um býsna styrk. Hann greip meira
að segja sjálfur inní leikinn með
sinni hljómfögm og dramatísku
rödd. Sannur leikhúsmaður Oddur
Bjömsson og sannast hér hið fom-
kveðna að dropinn holar steininn
hef ég reyndar tekið eftir því að
.Oddur hefir stöðugt betri tök á leik-
húsinu, þannig að miðillinn leikur
orðið í höndum hans í orðsins fyllstu
merkingu.
Árni
En ber er hver að baki nema sér
bróður eigi og Oddur stóð hér eigi
einn og óstuddur. Nei, ekki aldeilis
því eins og áður sagði lék Ámi
Tryggva aðalhlutverkið og hver fer
nú í fötin hans og ekki má gleyma
embættismannastóðinu er þeir
Kristinn Hallsson, Steindór Hjör-
leifsson, Rúrik og Róbert léku
fímlega af fingmm fram. Nýliðinn
Inga Hildur Haraldsdóttir fyllti stól
elsku Maríu og er ekkert við því
að segja og svo var hún Þóra Frið-
riksdóttir í hlutverki systur hins
óhamingjusama eiginmanns í kist-
unni góðu. Takk fyrir öllsömul, þið
endurvöktuð leikhúsið eins og ég
kynntist því lítill drengur í litlu
þorpi milli hárra fjalla þar sem löng-
um sást ekki til sólar nema í
hugarheimi.
Ólafur M.
Jóhannesson
Garðar
Bjarni
Fimmtudagsumræðan:
Viðskiptasiðferði til umfjöllunar
■■■■I Á dagskrá hljóð-
00 20 varps í kvöld er
"" Fimmtudags-
umræðan. Að þessu sinni
verður fjallað um við-
skiptasiðferði. Umræðu-
Danmarks
Radio
Big
Band
■■■■ í kvöld verður
n03 útvarpað öðmm
þætti af 4 um
Danmarks Radio Big Band
sem gerðir em af Ólafi
Þórðarsyni og Bjame Rost-
vold, fyrrum trommuleik-
ara hijómsveitarinnar.
Þættir þessir, sem unnir
vom hjá danska útvarpinu,
fjalla um hljómsveitina,
stjómendur hennar og
sögu í stómm dráttum.
DRBB hefur nú starfað í
yfir 20 ár og þykir ein af
markverðustu hljómsveit-
hópinn skipa: Garðar
Valdimarsson ríkisskatt-
stjóri, Ólafur Davíðsson
framkvæmdastjóri Félags
íslenskra iðnrekenda og
Ámi Vilhjálmsson háskóla-
kennari. Umræðunni stýrir
Bjami Sigtryggsson.
Rætt verður m.a. um
þær kröfur sem samfélagið
gerir til þeirra sem stýra
atvinnurekstri, um skatta-
siðferði og neðanjarðar-
hagkerfi. Einnig verður
rætt um freistingar og sið-
ferðisþrek í fmmskógi
viðskiptalífsins.
Barnaefni
í morgun-
útvarpinu
■■■■ Morgunþáttur
i noo rásar tvö verður
A vl samkvæmt
venju á dagskrá kl. 9-12 í
dag. Stjómendur em Ás-
geir Tómasson, Gunnlaug-
ur Helgason og Kolbrún
Halldórsdóttir. Eftir fréttir
kl. 10 er stuttum barna-
þætti skotið inn í. Stjóm-
andi þess efnis er Guðríður
Haraldsdóttir. Að þessu
sinni verður Sigríður
Hannesdóttir í heimsókn,
en hún er bömum að góðu
kunn vegna Brúðubílsins.
Barnadagbókin er um
stundarfjórðungs löng.
Myndin sýnir Danmarks Radio Big Band í hljóðveri
danska útvarpsins. í hljómsveitinni eru 20 hljóð-
færaleikarar, þar af 15 blásarar.
um af þessu tagi í Evrópu.
Þættimir em 50 mínútna
langir og fara fram bæði á
íslensku og dönsku. Tón-
listin sem leikin er er ýmist
af hljómplötum sveitarinn-
ar eða hljóðritanir danska
útvarpsins.
Tónleikar
í Operunni:
Sigríður
Ella Magnús-
dóttir
syngur
■■■■ Tónleikar í ís-
0~| 05 lensku ópemnni.
" A Sigríður Ella
Magnúsdóttir syngur lög
eftir Gluck, Mozart, Sig-
valda Kaldalóns, Áma
Thorsteinsson, Skúla
Halldórsson, Emil Thor-
oddsen og Þórarin Guð-
mundsson. Paul Wynne
Griffíths leikur með á
Sigríður Ella Magnúsdóttir
píanó. Hljóðritunin var
gerð á tónleikum Sigríðar
Ellu 26. maí síðastliðinn.
UTVARP
Fimmtudagur
„ 10. júlí
7.00 Veöurfregnir. Fréttir
Bæn.
7.15 Morgunvaktin
7.30 Fréttir. Tilkynningar
8.00 Fréttir. Tilkynningar
8.15 Veöurfregnir
8.30 Fréttiráensku.
9.00 Fréttir
9.05 Morgunstund barn-
anna: „Pétur Pan og Vanda"
eftirJ.M. Barrie.
Sigríöur Thorlacius þýddi.
Heiödís Norðfjörö les (12).
9.20 Morguntrimm. Tilkynn-
ingar. Tónleikar, þulur velur
og kynnir.
9.45 Lesiöúrforustugreinum
dagblaöanna.
10.00 Fréttir
10.10 Veöurfregnir
10.30 „Ég man þá'tíö." Her-
mann Ragnar Stefánsson
kynnir lög frá liönum árum.
11.00 Samhljómur. Stórsveit
danska útvarpsins. Bjarne
Rostvold og Ólafur Þórðar-
son blaöa í sdgu hennar.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar
12.20 Fréttir
12.45 Veöurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.30 í dagsins önn - Efri árin.
Umsjón: Ásdís Skúladóttir.
14.00 Miðdegissagan: „Katr-
in", saga frá Álandseyjum
eftir Sally Salminen.
Jón Helgason þýddi. Stein-
unn S. Siguröardóttir les
(8).
14.30 (lagasmiöju Þóris Bald-
urssonar.
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
15.20 Á hringveginum —
Austurland. Umsjón: Inga
Rósa Þóröardóttir, Örn
Ragnarsson og Ásta R. Jó-
hannesdóttir.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veöurfregnir.
16.20 Rapsódiur Franz Liszt.
Umsjón: Guðmundur Jóns-
son. Fyrsti þáttur.
17.00 Fréttir.
17.03 Barnaútvarpiö. Stjórn-
andi: Sólveig Pálsdóttir.
Aðstoöarmaöur: Sigurlaug
M. Jónasdóttir.
17.45 I loftinu. Hallgrímur
Thorsteinsson og Guðlaug
María Bjarnadóttir. Tilkynn-
ingar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.40 Tilkynningar.
19.50 Daglegtmál
Guðmundur Sæmundsson
flytur þáttinn.
20.00 „Aö vinna bug á fáfræð-
inni.” Dagskrá um Sigurgeir
Friöriksson, fyrsta borgar-
bókavörö í Reykjavík.
Gerður Steinþórsdóttir tekur
saman og ræöir viö Kristínu
H. Pétursdóttur og Her-
borgu Gestsdóttur. Lesari
ásamt Geröi: Gunnar Stef-
ánsson.
20.45 Tónleikar í (slensku
óperunni. Sigríður Ella
Magnúsdóttir syngur lög
eftirGluck, Mozart, Sigvalda
Kaldalóns, Árna Thorsteins-
son, Skúla Halldórsson,
Emil Thoroddsen og Þórarin
Guðmundsson. Paul Wynne
Griffith leikur með á píanó.
(Hljóðritað á tónleikum 26.
maí sl.)
FIMMTUDAGUR
10. júlí
9.00 Morgunþáttur
Stjórnendur:Ásgeir Tómas-
son, Gunnlaugur Helgason
og Kolbrún Halldórsdóttir.
Inn í þáttinn fléttast u.þ.b.
fimmtán mínútna barnaefni
kl. 10.5 sem Guöriöur Har-
aldsdóttirannast.
SJÓNVARP
19.15 Ádöfinni.
Umsjónarmaður Marianna
Friðjónsdóttir.
19.25 Krakkarniríhverfinu.
(Kids of Degrassi Street)
Lokaþáttur: Griff á góða aö.
Kanadiskur myndaflokkur
fyrir börn og unglinga. Þýö-
andi Ólöf Pétursdóttir.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veöur.
20.30 Auglýsingar og dag-
skrá
20.40 Rokkararnir geta ekki
þagnaö.
BjarniTryggvason.
FOSTUDAGUR
11. júlí
Umsjónarmaöur Jón Gúst-
afsson. Stjórn upptöku
Björn Emilsson.
21.05 Kastljós.
Þátturum innlend málefni.
21.40 Ságamli.
(DerAlte). 14. Vinargreiöi.
Þýskur sakamálamynda-
flokkur í fimmtán þáttum.
Aöalhlutverk: Siegfried
Lowitz. Þýðandi Kristrún
Þóröardóttir.
22.40 Seinni fréttir.
22.45 i hitasvækju.
(92° intheShade).
Bandarísk bíómynd frá
1975. Höfundur og leikstjóri
Thomas McGuane. Aöal-
hlutverk: Peter Fonda, Warr-
en Oates, Burgess Mered-
ithogLouiseLatham.
Myndin gerist á fenjasvæö-
unum á Flórídaskaga. Líf
fólksins þar mótast af kæf-
andi hitanum sem sjaldnast
er undir þrjátíu gráöum í
forsælu. Söguhetjan er
ungur þorpsbúi sem stefnir
að því að veröa fiskilóös
hjá ferðamönnum en mætir
mótspyrnu gamalreynds
fiskimanns. Þýöandi Bogi
Arnar Finnbogason.
00.20 Dagskrárlok.
12.00 Hlé
14.00 Andrá
Stjórnandi: Ásta R. Jóhann-
esdóttir.
15.00 Djassogblús.
Vernharður Linnet kynnir.
16.00 Hittogþetta.
Umsjón: Andrea Guö-
mundsdóttir.
17.00 Einu sinni áöurvar.
Ragnheiður Daviðsdóttir
kynnir lög frá rokktimabilinu,
1955-1962.
18.00 Hlé
20.00 Vinsældalisti hlustenda
rásartvö
Leopold Sveinsson kynnir
tíu vinsælustu lög vikunnar.
21.00 Umnáttmál
Gestur Einar Jónsson stjórn-
ar þættinum. (Frá Akureyri).
22.00 Rökkurtónar
Stjórnandi: SvavarGests.
23.00 Strákarnir frá Muswell
hæö.
Annar þáttur af- fimm þar
sem stiklaö er á stóru i sögu
hljómsveitarinnar Kinks.
Umsjón: Gunnlaugur Sig-
fússon.
24.00 Dagskrárlok.
Fréttir eru sagöar kl. 9.00,
10.00, 11.00, 15.00, 16.00
og 17.00.
SVÆÐISUTVARP
REYKJAVÍK
17.03—18.00 Svæðisútvarp
fyrir Reykjavik og nágrenni
— FM 90,1 MHz.
AKUREYRI
17.03—18.30 Svæöisútvarp
fyrir Akureyri og nágrenni —
FM 96,5 MHz.