Morgunblaðið - 10.07.1986, Síða 7

Morgunblaðið - 10.07.1986, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986 7 * Atak í skóg- og tijárækt á Suðurnesjum: Njarðvíkingar taka að sér skógarreit- inn í Sólbrekkum Vogum, Vatnsleysuströnd Skógrækt rikisins mælir með því að ef vilji er fyrir átaki í skóg- rækt á Suðurnesjum verði því einbeitt að þremur svæðum, Háabjalla, Sólbrekkum og Selskógi, segir i yfirliti um könnun á gróðri á Suðurnesjum er Kristinn Skæringsson skógarvörður, Snorri Sigurðsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags íslands og Sigurður Blöndal skógræktarstjóri gerðu í nóvember á sl. ári. Var könnunin gerð vegna ályktunar Alþingis frá sl. ári. Alþingi ályktaði að fela Skógrækt ríkisins í samráði við sveitarfélög á Suðumesjum og félagasamtök að kanna hvaða landssvæði í eigu þessara aðila væru best hæf til ræktunar tijágróðurs. Samband sveitarfélaga á Suðumesjum skip- aði þriggja manna nefnd tii að virkja skógræktaráhuga á Suður- nesjum og samræma aðgerðir. Nefndin, sem skipuð _er Áka Grönz, Gunnlaugi Dan Ólafssyni og Halldóm Thorlacius, hefur komið saman nokkmm sinnum og verið sammála um að hvetja fólk til vemlegs átaks í skógrækt- armálum. Nefndin beinir því einkum til sveitarstjóma, félaga- samtaka og skólastjómenda á Suðumesjum að leggja málefninu lið. Hefur máiið verið kynnt fyrir sveitarstjómum og skólastjóm- endum á svæðinu. Hefur nefndin sent frá sér ritið „Átak í tijárækt á Suðumesjum", þar sem er að finna almenna fræðslu og leið- beiningar um tijárækt. í yfirliti um gróður á Suðumesj- um er gerð ítarleg grein fyrir náttúmlegum skilyrðum á svæð- inu svo sem veðurfari, landslagi og jarðvegi. Þá er ítarlegt yfírlit um skógræktarreiti og tijárækt, en nokkrir sýnilegir skógræktar- reitir em á Suðumesjum frá starfi Skógræktarfélags Suðumesja, sem starfaði með nokkmm krafti og áhuga frá árinu 1950 og næstu ár á eftir, en síðan lognaðist starf- semin út af svo að í 20-25 ár hefur það legið niðri að mestu og skógræktarfélagið að heita má óvirkt nema í Grindavík. í áliti Skógræktar ríkisins seg- in „Frumheijamir í skógrækt á þessu svæði, sem hófu starfið um og upp úr 1950 virðast hafa borið niður á sumum þeim stöðum sem vænlegir geta talist til nokkurs árangurs. Þessi svæði em Hái- bjalli, Sólbrekkur og Selskógur. Á þessum stöðum er skjól af lands- lagi, þeir em við alfaraleiðir og þar er a.m.k. á hluta svæðanna bærilegur jarðvegur. Tvö fyrri atriðin em nauðsynleg til þess að ræktunin nái tilgangi. Jarðveg má hinsvegar bæta, en það kostar fyrirhöfn og hefur kostnað í for með sér. Ef vilji ér til þess að gera átak í umhverfisskógrækt á Suðumesj- um, mælir Skógrækt ríkisins með að því verði einbeitt að þessum þremur svæðum, þar sem halda má áfram fómfúsu starfi frum- heijanna, en jafnframt hægt að læra af reynslu þeirra. Nauðsyn- legt er að leggja vinnu í að Morgunblaðið/EG Sólbrekkur í Njarðvíkurlandi, sem bæjarstjóm Njarðvíkur hefur ákveðið að hafa umsjón með. skipuleggja svæðin með það í huga, að þau verði grænar vinjar á hinu hijóstuga landi, sem þama er. Markmiðið hlýtur að vera að fólk geti notið þar útivistar í skjóli, sem tré ein geta gefið og þar sem samspil nokkurra tijátegunda gleður augað. Skipulagið á að felast m.a. í því að skapa slíka mynd, sterka andstæðu við nakið og hijúft landslag." Þá segir í áliti Skógræktar ríkisins: „Bráð- nauðsynlegt er að grisja þessa þijá nefndu tijáreiti hið allra fýrsta. Skógrækt ríkisins er reiðu- búin að veita til þess aðstoð með leiðbeiningum og nauðsynlegum verkfæmm. Skógræktarfélag er starfandi í Grindavík, sem sér um Selskóg- inn. Reitimir í Háabjalla og Sólbrekkum virðast eins og er ekki á ábyrgð neins, þar eð Skóg- ræktarfélag Suðumesja er ekki starfandi lengur. Nauðsynlegt er að einhver aðili verði ábyrgur fyr- ir þessum reitum. Skógrækt rikisins mælir ein- dregið gegn því að reynd verði skógrækt á flatlendi utan byggðar á svæðinu." Á síðasta fundi fráfarandi bæj- arstjómar Njarðvíkur 12. júní sl. var samþykkt einróma tillaga Áka Grönz að Njarðvíkurbær taki að sér umsjón og ábyrgð á skógar- reitum í Sólbrekkum í Njarðví- kurlandi, samkvæmt tilmælum Skógræktar ríkisins, og þar með halda áfram starfi brautryðjend- anna í Skógræktarfélagi Suður- PANASONIC VHS HQ (High Quality Picture System) er fullkomið myndgæðakerfi í VHS sem byggir á tveimur mögnuðum tækni- nýjungum. 1. Svokallaður „White Clipper“ er hækkaður um 20% til að gefa skarpari útiínur og betri aðgreiningu í myndina. 2. „Detail Enhancer System“. Þar sem öll smáatriði t.d. í bakgrunni skýrast og myndin verður ótrúlega hrein og skýr. Það þarf vart að taka það fram að þegar Panasonic hannaði báðar þessar tækninýjungar höfðu þeir það sérstaklega í huga að þær nýttust fyrir allar VHS spólur jafnt áteknar sem óáteknar, nýjar sem notaðar. PANASONIC VHS HQ tryggir ykkur hámarks VHS gæði og endingu. m WJAPIS BRÁUTARHOLT 2 SÍMI 27133

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.