Morgunblaðið - 10.07.1986, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986
Tölvur í skólastarfi
eftirJón Torfa
Jónasson
Inng-angur
Undanfarin ár hef ég tekið virkan
þátt í umræðu um tölvur í skóla-
starfi. Stundum hefur verið haft á
orði að ég væri helst til ákafur tals-
maður mikillar tölvuvæðingar í
skólum, en ég hef einnig heyrt
kvartað yfir því að ég væri dragbí-
tur á stórstíga uppbyggingu tölvu-
kosts í skólum. í hvoru tveggja felst
nokkur sanngimi og mun ég hér á
eftir reyna að útskýra hvers vegna.
Rök fyrir tölvu-
væðingu skóla
Fyrir tveimur ámm tók ég þátt
í undirbúningi norræns fundar um
tölvur í skólastarfi. Þar lagði ég til
að meðal annars yrði rætt hvort
gera ætti sérstakt átak til tölvuvæð-
ingar í skólum. Samstarfsmenn
mínir svöruðu því til að þetta væri
útrætt mál í þeirra löndum. Nær
væri að ræða hvernig ætti að standa
að verki. Ég var ósáttur við þetta
þá og er raunar enn. Það má vel
vera að flestir séu sammála um að
tölvur eigi nú þegar umtalsvert er-
indi inn í skólana, en rökin verða
að koma fram svo hægt sé að taka
tillit til þeirra. Það er að vísu auð-
velt að gera heldur mikið úr kröfum
um rök og útskýringar. Það er ekki
nóg að tala um hlutina, það verður
líka að framkvæma. En þar sem
kröfumar um tölvuvæðingu skól-
anna eru allháværar, kosta bæði fé
og tíma, en eru jafnframt afar óljós-
ar, tel ég athugun röksemdanna
nauðsynlega.
Hér á eftir nefni ég sjö vel þekkt-
ar staðhæfingar um nauðsyn þess
að tölvuvæða skólana. Röðin ræðst
af því hve mikinn hljómgrunn þær
hafa fengið í almennri umræðu. Ég
tel þær fyrst upp og geri síðan grein
fyrir sannleiksgildi þeirra og dreg
þá ályktun að engin þeirra réttlæti
mikla Qárfestingu í tölvu í skólana
eins og sakir standa. Hins vegar
tel ég nauðsynlegt og eftirsóknar-
vert að flétta notkun tölvu inn í
ýmsa þætti skólastarfsins og mun
útskýra í lokin hvers vegna, hvaða
þætti og hvemig þetta mætti gera.
Nokkrar staðhæfingar
um tölvur í
skólastarfi
1. Tölvumar em komnar. Þær em
allt í kringum okkur og ef menn
læra ekki á tölvur þá verða þeir
undir. Við sem eldri emm getum
vonandi sloppið á eftirlaun án
þess að læra að nota þessi tæki,
en krakkamir sleppa ekki. Við
verðum aldeilis að taka til hend-
inni og kenna þeim öllum á
tölvur. Kaupum tölvur.
2. Við stefnum inn í hátækniþjóð-
félagið, upplýsingaþjóðfélagið,
sem byggir að meira eða minna
leyti á tölvum. Atvinnulífið tekur
stökkbreytingum og við verðum
að miða skólastarfið við að und-
irbúa nemendur okkar undir
þessar breytingar. Þetta krefst
m.a. fræðslu um tölvur og notk-
un þeirra.
3. Tölvusérfræðingar, áhugamenn
um tölvur, en þó fyrst og fremst
sölumenn tölva, em iðnir við að
láta frá sér fara hástemmdar
fullyrðingar um gagnsemi þess-
ara stórkostlegu tækja. Tölvur
má nota til flestra hluta, m.a.
má nota þær til þess að annast
drjúgan hluta venjulegs skóla-
starfs. Það er því ærin ástæða
til þess að gera stórátak í tölvu-
væðingu skólans.
4. Tölvutæknin tekur sífelldum
breytingum þannig að ekki er
víst að það sem við kennum
nemendum okkar nú komi að
miklu gagni í starfi þeirra síðar.
En aðalatriðið er að fólk losni
við tölvuhræðslu og öðlist skiln-
ing á nýtingu þessarar nýju
tækni. Það skiptir ekki öllu máli
hvað kennt er, bara að það sé
eitthvað.
5. Tölvur em þegar notaðar tölu-
vert í skólastarfí erlendis til
margvíslegra hluta og eðlilegt
er að auka notkun þeirra hér á
landi að sama skapi. Þær em
mikilvirk, gagnleg og afar
spennandi kennslutæki og auk
þess létta þær af kennumm ótal
leiðinlegum, vélrænum verkum.
6. Tækniþróun síðustu áratuga
krefst þess að ný fræðigrein —
tölvunarfræði — verði kennd í
öllum skólum, helst strax í
gmnnskóla. Þetta er forsenda
þess að við getum tekið þátt í
samkeppni þróaðra þjóða í há-
tækniiðnaði.
7. Tækniþróun síðustu ára hef-
ur skapað skilyrði fyrir ný
vinnubrögð, bæði í daglegu
starfí, atvinnulífí og fræðilegri
vinnu. Það er eðlilegt að þetta
speglist sem fyrst í þeim þáttum
skólastarfsins þar sem það á við.
Víkjum nú að þessum
staðhæfingum
1. Tölvumar em allt í kringum
okkur. Vissulega. Innreið þeirra
hefur verið ótrúlega hröð. En
það er líka svo ótal margt annað
sem er allt í kringum okkur. í
nánasta umhverfí em flugvélar,
bílar, lyf og vímuefni, popptón-
list, sjónvarpstæki, kapalkerfí
og myndbönd, bókhaldsreglur
og umferðarreglur, kvikmyndir,
álverksmiðjur og fískeldi, kjam-
orka og geimferðir. Framþróun
lífefnafræði og erfðafræði er
bæði hröð og ógnvekjandi. Eilí-
tið fjær okkur geisa stríð og
hungur og mengun ógna mörg-
um þjóðum. Líf okkar og
umhverfi er orðið æði flókið, en
það er ekki ljóst að mönnum sé
best borgið með því að læra allt
um tæknilegar hliðar þessara
mála, þótt vitaskuld sé eftir-
sóknarvert að fólk sé vel upplýst
um sem flesta þætti umhverfis
síns. Þeim mun betri yfírsýn og
skilning sem við öðlumst, þeim .
mun líklegra er að við stýmm
frekar en látum stjómast af
tækniflóðinu. En almennar full-
yrðingar um innreið tölvanna —
blandnar hálfgerðri taugaveikl-
un — em til lítillar leiðsagnar
fyrir þá sem vilja gera raun-
hæfar tillögur um það hvemig
tölvur tengjast skólastarfi.
2. Við stefnum inn í hátækniþjóð-
félagið, upplýsingaþjóðfélagið.
Dveljum um stund við þessa
setningu.
Hvað varðar upplýsingaþjóðfé-
lagið, þá virðist mér öll umræða
með ólíkindum óupplýst — mglings-
leg og til lítillar hjálpar. Hvað eiga
menn við? Við heymm orð eins og
upplýsingaiðnaður, upplýsinga-
tækni, upplýsingafræði.
Þegar talað er um upplýsingar
kemur mér stundum' í hug máð
skilti á gömlum kofa sem ég sá
einu sinni á ferð minni á Álandseyj-
um. Það var augljóslega ætlað
ferðamönnum og á því stóð: In-
formation. Einhvem tíma hefur
verið þama leiðsögn að fá um báts-
ferðir á nálægar eyjar. Auðvitað
er fásinna að láta sér detta í hug
að upplýsingar og miðlun þeirra sé
eitthvað nýtt, í þann veginn að
skella yfir okkur nú á síðustu ámm
eða jafnvel á þessari öld. Það sýndi
skrýtinn skilning á mannkynssög-
unni. En það er bersýnilegt að
eitthvað er að gerast nú þessa ára-
tugina sem auðveldar öflun,
meðferð, geymslu og miðlun upp-
lýsinga. Eitthvað, sem skiptir máli
þótt við vitum ekki hve miklu.
Umræðan um upplýsingar og
upplýsingaþjóðfélag er mglingsleg
af tveimur ástæðum: í fyrsta lagi
er mörgu hrært saman. Rafeinda-
fískivogum, myndbandagerð (og
-glápi), bókhaldi, skjalavinnslu,
tölvustýrðum geimferðum, skóla-
og rannsóknastörfum, auglýsinga-
gerð, vörulagerkerfum og gervi-
Jón Torfi Jónasson
Fyrri hluti
„Niðurstaða mín er sú
að í almennu skóla-
starfi eigi ekki að fara
sér óðslega í kennslu
ákveðinna tækniatriða,
en beina athyglinni að
ýmsum grunnþáttum í
meðferð upplýsinga og
undirstöðuatriðum
tölvutækninnar.“
hnöttum, allt er þetta merkt
upplýsingum.
I öðm lagi er mikið rætt um
tæki og tækjabúnað en lítið um
upplýsingar.
Það er sem sagt óljóst hvers
konar upplýsingar er verið að tala
um þegar talað er um upplýsinga-
þjóðfélag og jafnframt er óljóst að
hvaða marki umræðan snýst í raun
og vem um þær.
Það er vitaskuld ýmislegt í nýju
tækninni sem gerir okkur auðveld-
ara um vik en áður bæði hvað
varðar tjáningu og vinnu með upp-
lýsingar, hún lætur okkur í té
mikilvirk tæki af mörgu tagi. Ég
ætla að nefna hér þekktustu dæmin.
Ritvinnsla
Þar er texti skrifaður, settur
skipulega upp og geymdur. Forrit
(m.a. íslensk) geta að vissu marki
leiðrétt stafsetningarvillur og höf-
undur fær jafnvel stíllegar ábend-
ingar. Ef um fræðilegt efni er að
ræða er hægt að láta tölvuna búa
til atriðaorðaskrá og efnisyfírlit.
Töflureiknar
Þar em gerðir margs konar út-
reikningar og tölur, hvort sem það
em bókhaldstölur eða rannsóknar-
niðurstöður settar í myndrænt form
t.d. línurit eða súlurit. Þessi tæki
em notuð til áætlanagerðar og yfír-
lits í rekstri fyrirtækja, til tölfræði-
legra útreikninga, og til skýrslu-
gerðar af ýmsu tagi.
Gagnagrunnar
Inn á tölvu em skráðar upplýs-
ingar af ýmsu tagi, svo sem þjóð-
skráin, lagasöfn eða birgðaskrár,
skjalasöfn og heimildaskrár og auð-
veldar þetta til muna alla upplýs-
ingaleit. Ekki líður á löngu þar til
orðabækur og alfræðirit af ýmsu
tagi verða fáanleg á tölvuskífum
eða í litlum teningum, sem setja
má í tölvu.
í fljótu bragði virðist mikilvægt
að læra á öll þessi kerfí vegna þess
hve hjálpleg þau geta verið við okk-
ar daglegu störf í hinu nýja upplýs-
ingaþjóðfélagi. Ef kennsla slíkra
kerfa væri tekin upp í skólunum
nú þá er vel af stað farið. Eða hvað?
Það er einmitt þróun ofan-
greindra kerfa sem hefur verið
mest áberandi nú síðustu tvö árin.
Með tilkomu einmenningstölvanna
stækkar markaðurinn fyrir þau
hreint ótrúlega og þau verða sölu-
vara af öðm tagi en fyrr. Nú em
það ekki einungis stórar stofnanir
og fyrirtæki sem kaupa þennan
búnað. Geysilegt átak hefur verið
gert til þess að gera kerfín þannig
úr garði að sem flestir geti notað
þau, en til þess að svo megi verða,
þurfa þau að vera afar auðlærð
(svo ekki þurfí að fara á námskeið
til þess að ná valdi á þeim) og auð-
veld í meðfömm þannig að þau liggi
vel við daglegri notkun. Sum em
furðu aðgengileg (sbr.
„Mac-write“-ritvinnslukerfíð), en
samt má búast við miklum breyting-
um á næstu ámm. Kerfí nánustu
framtíðar munu að mörgu leyti
verða öðmvísi uppbyggð, en þau
sem við emm nú að venjast og krefj-
ast annarra vinnubragða. Einstök
forrit úreldast að þessu leyti afar
fljótt. Um nokkurt skeið verður
vélritunarkunnátta þó mikilvæg í
allri tölvunotkun og að mínu viti
mættu menn gefa henni ennþá
meiri gaum en nú er gert.
Spumingin er því sú hvort helstu
kerfín verði ekki bráðlega svo auð-
lærð að ástæðulaust sé að kenna
þau en við gætum einbeitt okkur í
alvöru að efnislegum þáttum tölvu-
notkunarinnar. Snúið okkur að
þeim þáttum sem virðast oft verða
útundan í umræðu um tölvur og
tölvunotkun. Það em þó einmitt
þeir þættir sem réttlæta tölvuvæð-
ingu og gera hana spennandi.
Hveijir em þessir þættir? Við
viljum nota tölvu til þess að afla,
vinna úr og miðla upplýsingum.
Þetta skilja margir svo að nauðsyn-
legt sé af þessum sökum að læra
allt um tölvur og tæknibúnað. En
þetta er misskilningur. Mun mikil-
vægara er að læra um það, sem
lýtur beint að upplýsingunum sjálf-
um.
Hyggjum nú nánar að þessu. Við
viljum nota tölvur til þess að afla
upplýsinga og þekkingar. Tölvur
hafa að mörgu leyti gjörbreytt að-
stöðu okkar til þess að safna og
skrá upplýsingar og — því miður
liggur mér við að segja — gert þetta
svo ótrúlega auðvelt. En það er
eftir sem áður vandasamt verk að
afla upplýsinga, sem em einhvers
virði og ég er sannfærður um að
hlutfall nauðsynlegra upplýsinga
af hinu ört stækkandi upplýsinga-
fjalli fer sífellt minnkandi. Það sem
brýnt er að kenna nemendum í
þessu sambandi er einmitt að afla
upplýsinga almennilega og kenna
þeim að velja og hafna. En þetta
verður ekki gert á almennum nám-
skeiðum, heldur fyrst og fremst
innan hverrar kennslugreinar fyrir
sig. Það er fátt, sem kennt er um
skilmerkilegar athuganir á hraun-
kvikunni undir Kröflu, sem nýtist
þegar athuga á lesblindu, þegar
fínna þarf nýtt símanúmer gamals
kunningja á Akureyri eða þegar
leitað er eftir vel skrifaðri og efnis-
mikilli grein um upplýsingaþjóð-
félagið. Sá vandi, sem hér er íað
að er iðulega vanmetinn og þau em
ófá dæmin um að böm upplýsinga-
þjóðfélagsins, helli sér út í upplýs-
ingasöfnun af miklu hugrekki og
full bjartsýni, en átti sig engan
veginn á því hve gögnin sem þau fá
í hendumar em lítils virði og hve
eftirleikurinn er oft erfiður. Sumir
halda jafnvel að þeir geti bara látið
tölvuna sjá um afganginn: „Ur-
vinnsla gagnanna; jú, hún er öll
unnin í tölvu."
Hér er raunar komið að helstu
réttlætingu tölvuvæðingar. Tölvur
em fyrst og fremst gagnlegar til
þess að vinna úr upplýsingum. Hér
má nefna tölfræðilega útreikninga
sem t.d. er beitt á vísindalegar nið-
urstöður, reikninga þjóðarbús,
fyrirtækja eða einstaklinga og nið-
urstöður kannana af ýmsu tagi.
Hér má einnig nefna tölvuleit að
upplýsingum þar sem safnað hefur
verið saman fróðleik um t.d. af-
mörkuð svið jarðfræði, læknisfræðí
eða lögfræði.
Svipaða sögu er að segja um
miðlun upplýsinga og áður er sögð
um úrvinnslu þeirra og öflun. Fram-
reiðsla ritaðs máls er orðin ákaflega
auðveld, en öguð og skilmerkileg
samantekt og frásögn vefst fyrir
mörgum. En ég held að margt
megi læra um þetta eins og um
margt annað. En það hlýtur fyrst
og fremst að lúta að efninu ssm
miðla á og framsetningu þess, en
ekki þeim tölvukerfum sem kunna
að verða notuð.
Nú dreg ég saman athugasemdir
mínar um tæki og efni.
Ef svo heldur sem horfír að rit-
vinnslan, reiknikerfín og gagna-
grunnskerfín verði tiltölulega
auðveld í notkun er nauðsynlegt og
mögulegt að skerpa dómgreind og
skilning notendanna á þeim verkum
sem vinna á. Þetta næst ekki nema
með því að þekkja efnið vel og
skilja þær aðferðir sem á að nota.
Þetta eru atriði sem virðast verða
ótrúlega oft útundan í umræðu
manna um tölvur og tölvuvæðingu
skólastarfsins.
I máli mínu hér að framan um
tölvur og svokallað upplýsingaþjóð-
félag, hef ég einkum rætt tvennt.
í fyrsta lagi afar óljósa notkun
hugtaka og síðan tengsl tækninnar
og efnisins sem við ætlum að nota
hana til þess að glíma við. Næst
vil ég snúa mér að öðrum þætti
þessa nýja þjóðfélags, þeim sem
nefndur er hátækniiðnaður.
Undanfarið hefur nokkuð verið
rætt um að við íslendingar þurfum
að taka þátt í stórstígri þróun nýrr-
ar tækni og til þess að svo megi
verða þá má ætla að við verðum
að tengja tölvur og tölvutækni
skólastarfinu í auknum mæli. Það
er vert að hafa það í huga í þessu
sambandi að töívuvæðing breskra
skóla byggist fyrst og fremst á
slíkum rökum og raunar kom mest
af því fé sem varið var til kaupa á
búnaði í skólana frá breska iðnaðar-
ráðuneytinu og frá iðnfyrirtækjun-
um sjálfum, en ekki frá
menntamálaráðuneytinu. Þetta
skiptir að sjálfsögðu máli þegar við
(eða önnur Norðurlandanna) erum
að bera okkur saman við Breta í
þessum málum. Við bendum á
þeirra framtak og fjárfestingar til
samanburðar en gleymum því
stundum að réttlætingin var fyrst
og fremst sú að undirbyggja bre-
skan hátækniiðnað.
Hátækniiðnaður er afar vítt og
sveigjanlegt hugtak og tvær spum-
ingar skjóta upp kollinum ef
hugmyndina um samkeppni á að
taka alvarlega. Hin fyrri er sú hvort
ekki sé nauðsynlegt að einbeita
okkur að tilteknum sviðum og hin
seinni, hvemig best megi undirbúa
komandi kynslóðir undir þátttöku í
harðri samkeppni svo eitthvert vit
sé í? Eigum við að stefna að smíði
gervihnatta, fjarskiptakerfa, for-
rita, fiskormaskynjara eða sér-
hæfðra upplýsingabanka? Ekki
getum við orðið samkeppnishæf á
öllum sviðum hátækninnar.
Við emm að mínu mati í svip-
aðri stöðu og Álendingar. Vorið
1985 var ég á norrænum fundi sem
haldinn var á Álandseyjum og fjall-
aði um tölvuvæðingu skólanna.
Heimamönnum þótti heldur óvæn-
legt að reiða sig á helstu atvinnu-
vegi sína, siglingar og ferðamanna-
straum og útskýrðu fyrir
fundarmönnum að þeir ætluðu sér,
si svona, að hasla sér völl í hátækni-
iðnaði, þar væri framtíðin. Við sama
tækifæri sagði mér Finni, sem
stjómar rannsóknarstofnun í Hels-
inki, að þessi yfírlýsing hljómaði
kunnuglega í eyrum. Ótrúlega mörg
bæjarfélög, stór og smá, hefðu haft
um það stór orð að nú ætluðu þau
að hella sér út í hátækniiðnaðinn.
Hann taldi raunar að fá þeirra ættu
erindi út í þá samkeppni sem nú
ríki á þessu sviði. En hvað um það.
Líklegt er að margir ætli sér nú
að róa á þessi mið og væntanlega
verður að velja einhver ákveðin við-
fangsefni. Þá væri e.t.v. hægt að
gera markvisst og öflugt átak í
menntun þess fólks sem ætlar að
taka þátt. En ef menn eru að hugsa
um slíkt af einhverri alvöru hér á
landi þá er ég sannfærður um að
það kostar allt önnur vinnubrögð
og mun meira fé en nú er um að
tala. Síðan verða menn að átta sig
á því að það dugar ekki að veita
fé bara til rannsókna. Uppbygging
til lengri tíma krefst peninga til
menntunar, (en þeim á ekki að veija