Morgunblaðið - 10.07.1986, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986
Boy George háður heróíni?
Sá orðrómur hefur verið á kreiki í Bretlandi að söngvarinn
Boy George sé háður eiturlyfinu heróíni og í síðustu viku kom
bróðir popparans, David O’Dowd, fram i sjónvarpi og sagði
orðróminn vera sannan. Söngvarinn og annar bróðir hans, Kev-
in, þvertóku fyrir að nokkurt sannleikskom væri að finna í
þessum staðhæfingum, en á þriðjudag vora Kevin og þrir aðrir
handteknir og sakaðir um að hafa ætlað að selja Boy George
heróin. Kevin var Iátinn laus skömmu síðar, en ekkert hefur
spurst til popparans síðan Kevin var handtekinn.
McDonalds:
Ljóstrar upp
leyndarmálum
Chicago, AP.
MCDONALDS-fyrirtækið, sem
selt hefur milljarða hamborgara
um dagana, ætlar á næstunni að
dreifa 750 þúsund bæklingum,
þar sem neytendur fá upplýsing-
ar um innihald og kaloriufjölda
í framleiðsluvörum fyrirtækis-
ins.
Það hefur kostað yfír milljón
dala að hanna bæklinginn, sem er
37 síður. í honum segir m.a., að
McDonalds noti aðeins ósvikið
nautakjöt í hamborgarana, í þeim
séu engin aukaefni.
Einnig er nákvæm upptalning á
þeim hráefnum, sem notuð eru í
sósuna, en þau eru fjölmörg.
Nautahátíðin í Pamploma á Spáni:
Sætir harðri gagnrýni
dýraverndunarsamtaka
Frá fréttaritara Morgunblaðsins f Barcelona, Jóni Arasyni.
NÚ STENDUR yfir ein mesta
nautahátíð hér á Spáni, sem
haldin er árlega. Hún hófst 7.
júli í Pamplona og stendur í
viku. Þar er sleppt fjölda nauta
á götum úti og eru dauðsföll
og slys tíð. Þess vegna m.a.
hefur hátíðin sætt harðri gagn-
rýni ýmissa dýraverndunar-
samtaka, sem staðið hafa að
mikilli herferð gegn nautaati
undanfarnar vikur.
Á hinn bóginn er þetta mikil
skemmtun og eru dæmi þess að
fólk hafi ekki sofíð í sjö daga
samfleytt á meðan á hátíðinni
stendur.
Þá tvo daga sem af er hátíða-
höldunum, er nefnast San Fermin,
hafa 27 manns meiðst lítillega.
Einn útlendingur, Bandaríkja-
maður að nafni Fred Sields,
viðbeinsbrotnaði og hlaut nokkrar
minniháttar skeinur hér og þar.
Eftir eru fimm dagar þar til þess-
um samleik manna og nauta lýkur
og er því ekki enn séð fyrir hvem-
ig veislugestir verða á sig komnir
þá er yfír lýkur. Margir fara eins
konar pílagrímsferð árlega og
skemmta sér alltaf jafn vel. Þai
er mikið um dýrðir fyrir utan
Frá hátiðinni i Pamploma á Spáni í fyrra. Þá særðust tveir menn
alvarlega, þegar nautin vora rekin um götur borgarinnar.
nautagamanið og er dýrlingurinn
heilagur Fermin hinn hressasti
yfir öllu þessu tilstandi. í bók
Hemingways Hátíð, er hann skrif-
aði um þessi hátíðahöld í Pampl-
ona sem helguð eru heilögum
Fermin, segir frá hópi ungmenna
sem fór frá Frakklandi í leit að
ævintýrum og til að hreinsa sig
af illum öndum. Spænskt mannlíf
er litskrúðugt og forlagatrúin í
hinni spænsku þjóðarsá! gefur
lífsháskanum byr undir báða
vængi og er sá þáttur kapítuli
útaf fyrir sig.
Verða nautaöt lögð
niður á Spáni í
framtíðinni?
Þessi uppáhaldsíþrótt margra
Spánveija, sem og annarra, liggur
nú undir hörðu ámæli sambands
dýravemdunarfélaga hér á Spáni
og eru þessi sambönd heldur
hvassyrt í garð yfírvalda og fylgj-
enda jþessarar þjóðaríþróttar
íbera. I einu blaðanna hér má
lesa eftirfarandi auglýsingu:
„Hjálpið okkur við að stöðva
þetta" hljóðar fyrirsögnin, en
síðan kemur auglýsingin í heldur
kaldhæðnislegum stíl: „Komið,
kaupið ykkur miða inn á leika
gladíatoranna, þar verður kvalið
og pyntað og missið ekki af hinu
langa dauðstríði þessa vesalings
dýrs, sem er kvalið og pínt á leik-
vanginum og sært til ólífis á
snilldarlegan hátt eftir langdregið
helstríð fyrir augum §öldans.“
Önnur fyrirsögn hljóðar þann-
ig: „Öll berum við ábyrgðina," og
heldur greinin svo áfram: „I
hundruðum þorpa á Spáni, þar
sem hátíðahöld fara fram árlega
og stundum oftar, er hápunktur
skemmtiatriðanna hrottaleg pynt-
ing á dýrum, þar sem yfirvöld á
hveijum stað eru í fararbroddi og
nefna þetta siðmenningu og þjóð-
lega skemmtan fyrir erlenda
ferðamenn. Þetta er gjaldeyris-
plokk ogferðamannabeita." Þessu
lýkur svo með þessum orðum:
„Sameinist okkur í að stöðva
þessa villimennsku!"
Svo hljóðar þessi rödd dýra-
vemdunarsamtakanna hér og er
ekki séð fyrir hvaða afleiðingar
þessi áróðursherferð kann að hafa
í för með sér né heldur hve sterk
rök þarf til að breyta hugarfari
manna og ástríðu þessarar þjóðar
á þessari aldagömlu hefð — og
að sjálfsögðu kemur þetta mörg-
um „spánskt fyrir sjónir“.
Hemingway segir í bókinni
Dauðinn eftir hádegr. „Ég fór með
marga að sjá nautaat og þá tók
ég eftir að fólk skiptist í tvo
flokka; þ.e. þeir sem eru „mann-
vinir" og hinir sem eru „dýravin-
ir“.“
Sri Lanka:
Saulján Sinhalesar
létu lífið í skæruliðaárás
Colombo, Sri Lanka, AP.
SAUTJÁN óbreyttir borgarar af kynþætti sinhalesa voru vegnir i
árás tamílskra skæruliða á þrjá flutningabila á þriðjudagskvöld.
Árásin átti sér stað um fimm km suður af hafnarborginni Trinco-
malee í austurhluta Sri Lanka. Var fólkið að flýja úr héraðinu og
hafði fengið far með bílunum. Skömmu síðar var fimm manna
tamílsk fjölskylda myrt í hefndarskyni í miðborg Trincomalee.
Lögreglan þar sagði, að um 20 Aðeins einn maður komst lífs af.
skæruliðar tamíla hefðu ýmist skot- Talsmaður stjórnvalda sagði, að
ið, stungið eða höggvið fólkið til 12 hinna myrtu hefðu verið far-
bana og síðan kveikt í bílunum. þegar, þar af tvær konur og tvö
böm undir fimm ára aldri. Auk
þeirra létu lífið bflstjóramir þrír og
tveir aðstoðarmenn þeirra.
Lögreglan sagði, að aðeins
klukkutíma eftir að fréttin af at-
burðinum barst til Trincomalee á
þriðjudagskvöld, hefðu ungir menn
ráðist á tamílafjölskyldu, hjón með
þijú böm, á aðalgötu borgarinnar,
barið þau til bana og síðan kveikt
í líkunum.
Afganski kommúnistaflokkurinn:
Hreinsamr líklegar
Islamabad, AP.
MIKLAR deilur eru nú í afg-
anska kommúnistaflokknum um
skipan Najibullah í embætti for-
manns flokksins og leiðtoga
stjóraarinnar, að sögn vestrænna
heimildarmanna. Sömu heimildir
herma að flokkurinn sé klofinn
í fylkingar og hafa andstæðingar
hins nýja leiðtoga staðið á bak
við sprengjutilræði í höfuðborg-
inni Kabúl undanfaraa daga.
Heimildarmennimir telja líklegt
að Najibullah muni reyna að koma
andstaeðingum sínum frá á næsta
þingi kommúnistaflokksins, sem
hefst bráðlega. í viðtali við Naji-
bullah á mánudaginn sagðist hann
reiðubúmn til viðræðna við hófsama
andstæðinga sína, en þvertók fyrir
að eiga viðræður við leiðtoga
skæruliða, sem beijast gegn stjóm-
arhemum.
Heimildarmennimir sögðu að
sprengjur hefðu sprungið víða í
Kabúl um helgina, og einnig hefði
vélbyssuskothríð heyrst. Þeir segja
að rekja megi sprengingamar til
stríðandi fylkinga innan flokksins
frekar en til átaka milli stjómar-
hersins og skæmliða.
Vestrænir stjómarerindrekar í
Pakistan staðfestu í gær að miklir
bardagar hefðu orðið milli stjómar-
Najibullah, leiðtogi afganska'
kommúnistaflokksins.
hersins og skæruliða í borginni
Herat. Skæruliðar náðu stórum
hluta borgarinnar á sitt vald og er
talið að margir óbreyttir borgarar
hafí fallið í bardögunum.
Tamílska skæmliðahreyfingin
gaf út yfírlýsingu í aðalstöðvum
sínum í Indlandi í gær, þar sem
sagði, að stjómarhermenn hefðu
drepið tamílana í Trincomalee og
hefðu fómardýrin verið sjö talsins
en ekki fimm.
Tilkynnt var í ríkisútvarpinu á
Sri Lanka í gærmorgun, að stjóm-
völd hefðu sett á útgöngubann í
Tricomalee og nágrenni um óákveð-
inn tíma. Talsmaður stjómarinnar
sagði, að það væri gert í því skyni
að koma í veg fyrir frekari hefndar-
aðgerðir vegna árásar skæmlið-
anna. Þeirra er nú ákaft leitað.
Innanlandsátökin á Srí Lanka
hafa harðnað að miklum mun
síðustu þijá mánuðina og sprengju-
tilræðum og árásum á óbreytta
borgara fjölgað.
Iranir gera harðar loftár-
ásir fyrir vestan Mehran
Segjast hafa fellt og sært 2.300 íraska hermenn
Nicosíu, Kýpur, AP.
ÍRÖNSK hemaðaryfirvöld segja,
að herþotur þeirra hafi gert
harða hríð að fjórum íröskum
stórfylkjum og fellt og sært 2.300
hermenn, auk þess sem 155 írak-
ar hafi verið teknir til fanga.
Að sögn írönsku fréttastofunnar
IRNA bar loftárásimar upp á tíunda
dag sóknaraðgerða írana á Mehr-
an-svæðinu, þar sem barist er á um
180 km breiðu svæði. í opinbem
tilkynningunni var ekki tekið fram,
hver skiptingin væri milli særðra
og fallinna.
írönsk hemaðaryfirvöld sögðu
frá því á þriðjudag, að fjögur írösk
stórfylki á víglínunni hefðu verið
borin ofurliði og a.m.k. 2.000 írak-
ar felldir.
írösk stjómvöld hafa ekkert látið
frá sér fara um síðustu yfírlýsingar
írana. Hafa þau hins vegar vísað á
bug siguryfirlýsingum þeirra frá
því á þriðjudag og sögðu iraska
herinn hafa hmndið mörgum árás-
um írana og fellt og sært „þúsund-
ir“ íranskra hermanna.
Að sögn IRNA hafa hersveitir
Irana verið að treysta stöðu sína á
herteknu svæðunum í kjölfar loft-
árásanna í gær. Hafa íranir náð á
sitt vald um 300 ferkflómetmm
lands fyrir vestan landamærabæinn
Mehran í austurhluta íraks, frá því
að sókn þeirra hófst fyrir tíu dögum.