Morgunblaðið - 10.07.1986, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986
Áfengið gleymdist í ofboðinu
vegna ólöglegra fíkniefna
eftir Árna
Einarsson
Breska stjómin sætir stöðugt
auknum þrýstingi frá heilbrigðis-
yfirvöldum þar í landi að snúast
betur en gert hefur verið gegn
auknum áfengisvandamálum.
Bretar neyta nú nær tvöfalt
meira áfengis en fyrir 30 árum og
á sama tíma hefur raunverð áfeng-
is lækkað um helming, segir í
skýrslu sem liggur fyrir Neðri mál-
stojfu breska þingsins.
í skýrslunni (An Agenda for
Action on Alcohol) er farið fram á
aukið aðhald í leyfisveitingum til
áfengissölu, aukna skatta á áfengi
og herta löggjöf vegna ölvunarakst-
urs.
„í skýrslunni er farið
fram á aukið aðhald í
leyfisveitingum til
áfengissölu, aukna
skatta á áfengi og herta
löggjöf vegna ölvunar-
aksturs.“
kom fram í máli eins ræðumanna,
Don Steele, að: „Ofboðið vegna
ólöglegra fíkniefna dregur athygli
frá aðalQandanum, áfenginu. Arið
1984 létust a.m.k. 26.500 vegna
ofneyslu áfengis — en „aðeins" 235
vegna ofneyslu ólöglegra fíkniefna.
Stjómin eyðir 17 milljónum punda
árlega í að vinna gegn neyslu ólög-
Árni Einarsson
legra fíkniefna, en 1 milljón punda
er varið til fræðslu um áfengi."
I skýrslunni kemur fram að á
liðnum ámm hafi þrír ráðherrar
heilbrigðismála látið uppi áhyggjur
vegna áfengismála en lítið hafi ver-
ið að gert þar eð fjármálaráðuneytið
ákveði skattlagninguna.
Lagt er til að stefnt verði að
30—40% minnkun á áfengis-
neyslu næstu fimm árin; t.d. með
því að hækka áfengisverð umfram
almennar verðhækkanir og með enn
hærri sköttun á sterka drykki.
Áfengisframleiðendur eyða milli 1
og 2 milljónum punda árlega í aug-
lýsingar og íjárstyrkir í auglýsinga-
skyni hafa aukist um nær 25% á
ári frá 1981, segir í skýrslunni.
Kannanir sýna að þar að auki ber
áfengi á góma eða er sýnt í a/4
breskra sjónvarpsþátta.
Breska læknasambandið (British
Medical Association) lýsti á ársþingi
sínu 1985 yfir stuðningi við bann
við áfengisauglýsingum frá árinu
1990; einnig að skattar á áfengis-
auglýsingum, þ. á m. fjárstuðningi
ýmiss konar, standi undir kostnaði
vegna heilbrigðisfræðslu þangað til.
I skýrslunni er lýst áhyggjum
vegna ölvunaraksturs sem leiddi til
dauðau.þ.b. 1.200 manns árið 1983
og 7.000 alvarlegra slysa. Rúmlega
50% aukning varð á dómum vegna
ölvunaraksturs á árunum 1973—
1983. Samtökum gegn ölvunar-
akstri vex nú fylgi í Bretiandi en
þau hafa strangari löggjöf vegna
ölvunaraksturs á stefnuskrá sinni.
Prófessor Brian Pritchard við Uni-
versity College í London segir:
„Algengasta orsök dauða ungs
fólks er umferðarslys þar sem ölvun
kemur við sögu en yfir 500 ung-
menni farast af þessum sökum
árlega."
„Þetta manndráp er svívirðilegt
siðleysi þar sem koma má í veg
fyrir það að mestu leyti," segir pró-
fessor Prichard einnig.
Byggt á „Health Education News nr. 58 maí/
júní 1986.)
Höfundur er fulltrúi hjá Áfengis-
varnarráði.
búið að gefast upp fyrir tóbakinu
og sér enga von til þess að geta
lagt af þennan ávana eða dregið
úr reykingum sínum. Munnstykkin
geta í fyrsta lagi hjálpað þessu fólki
til að minnkaa reykingarnar og í
öðru lagi til að öðlast betri — í
versta falli skárri — líðan með því
að draga úr þeirri hrikalegu meng-
un sem líkami stórreykingamanna
verður fyrir.
Niðurstaðan verður því óhjá-
kvæmilega sú að munnstykkin
dragi úr skaðsemi reykinga —
hjálpa meira að segja sumum til
að hætta — og láta þar af leiðandi
ekkert nema gott af sér leiða.
En þeir sem ráða tóbaksvömum
í landinu virðast þó ekki geta fallist
á þessi rök. Hinsvegar treysta þeir
sér til að mæla með þartilgerðu
jórturleðri sem hefur verið eyðilagt
með nikótíni og menn geta fengið
út á lyfseðil í hvert sinn sem tóbaks-
löngunin ætlar þá lifandi að drepa.
Þetta er auðvitað gott og blessað
ef það hjálpar einhverjum til að
losna úr viðjum tóbaksins — en því
miður: fyrir því er engu meiri trygg-
ing en að munnstykkin geri það.
Dr. Þorsteinn Blöndal er að vísu í
DV mánud. 30. júní borinn fyrir
einhverjum tölum um ágæti þessa
jórturgúmmís en ég fæ ekki séð að
þær séu á nokkum hátt hvorki
áreiðanlegri né merkilegri en tölur
sem ég he um ágæti munnstykkj-
anna. Þess vegna fínnst mér vægast
sagt mótsagnakennt — og sérstak-
lega ef höfð er í huga sú herferð
sem nú er farin gegn reykingum —
að yfirmenn tóbaksvama skuli
ýmist beinlínis leggjast gegn sölu á
munnstykkjunum eða mæta þeim
með algjörri þögn. Það læðist að
manni sá illi grunur að þama kunni
að liggja einhverskonar viðskipta-
hagsmunir að baki.
Með innflutningi á Tar-Gard-
munnstykkjunum tel ég mig vera
að leggja þeim öflum lið sem beij-
ast gegn reykingum. Þar af leiðandi
finnst mér hreint og beint ljótt af
stýrendum reykingavama á Islandi
að halda því leyndu fyrir neytendum
— og þá sérstaklega þeim sem eiga
í virkilegum vandræðum með að
stjóma reykingum sínum — að
munnstykkin geti orðið þeim að liði
í baráttunni við tjöru og nikótín.
Ef einhver getur sýnt mér fram á
með haldbærum rökum að þau
stuðli að eða auki reykingar skal
ég gjarnan endurskoða þessa af-
stöðu — en ekki fyrr. Allar rann-
sóknir sem á þeim hafa verið gerðar
benda ótvírætt til þess að með notk-
un þeirra dragi mjög úr flutningi á
skaðlegum efnum til lungnanna.
Og svona í lokin sakar kannski
ekki aðgeta þess að munnstykkin
má fá um allt land — án lyfseðils .. .
Höfundur er forstjóri íspró í
Reykjavík.
Jón Magnússon og Bjamveig Friðriksdóttir, Fögrubrekku, Gjögri.
Að reykja eða ekki
Stjómendur Steríó í nýja húsnæðinu. Frá vinstri: Garðar Runólfsson, Magnús Karlsson og Þóroddur
Skaptason.
Verslunin Steríó flutt í stærra húsnæði
VERSLUNIN Steríó er nú flutt
í nýtt og stærra húsnæði á
Laugaveg 63.
Verslunin var áður til húsa í
Hafnarstræti 5 en þar var gólfrými
einungis um 35 fermetrar. Á nýja
staðnum er gólfrými hins vegar 300
fermetrar og gjörbreytist því öll
aðstaða viðskiptavina og starfs-
manna verslunarinnar.
Steríó verslar með ýmiss konar
tæknivöru svo sem hljómflutnings-
tæki, myndbönd, sjónvörp, ör-
bylgjuofna og bílaútvörp. Auk þess
hefur verslunin einkaumboð fyrir
um 40 vörumerki, þar á meðal Ac-
om BBC-tölvumar, sem um 60
íslenskir skólar hafa tekið í notkun.
Þeir hjá Steríó hafa annast upp-
setningu tölvubúnaðar og hljóðvera
og á síðustu árum hafa þeir í vax-
andi mæli tekið upp forritunar-
þjónustu og samningu forrita.
, eftir Róbert
Clausen
Á undanfömum sex mánuðum
hef ég verið að kynna og markaðs-
færa litla og einfalda vöm hér á
landi. Hún er þó með þeim eiginleik-
um gerð að hún dregur úr skaðsemi
reykinga þannig að stór hluti af
nikótíni og tjöm sem annars berst
til lungnanna gerir það ekki. Varan
heitir Tar-Gard og er sígarettu-
munnstykki.
Uppgötvun munnstykkisins —
eða tjömsíunnar — byggist á lög-
máli ítalska eðlisfræðingsins
Venturis sem var uppi á átjándu
öld. Reykurinn dregst gegnum
örmjótt op og síðan er hraði hans
aukinn upp í um það bil 300 km
hraða á klst. Þá rekst hann á haft
sem stöðvar tjöm og nikótín. Munn-
stykkin em gagnsæ svo reykinga-
fólk getur fylgst með hversu mikil
tjara berst úr hverri sígarettu og
hef ég fyrir satt að þessi áhrif hafi
hjálpað mörgum til að hætta að
reykja.
^Ættarmót
í TILEFNI af hundrað ára fæð-
ingarafmæli Jóns Magnússonar
frá Gjögri síðar á þessu ári ætla
afkomendur hans og konu hans,
Bjarnveigar Friðriksdóttur, að
koma saman og halda upp á þessi
tímamót.
Jón, sem var fæddur 11. desem-
ber 1886 og lést 1946, ogBjamveig
(f. 1897 d. 1976) bjuggu allan sinn
búskap á Gjögri í Strandasýslu og
reistu sér þar hús er þau nefndu
Fögmbrekku. Mótið verður haldið
í Ámesi í Strandasýslu, laugardag-
inn 12. júlí nk., og hefst með
minningarguðsþjónustu í Ámes-
). kirkju kl. 14. Að henni lokinni
' hefjast hátíðahöld í samkomuhús-
inu í Ámesi.
„Margt af þessu fólki
er hreinlega búið að
gefast upp fyrir tóbak-
inu og sér enga von til
þess að geta lagt af
þennan ávana eða
draga úr reykingum
sínum.“
Þetta er kannski í sjálfu sér ekk-
ert merkilegt og varla tilefni til
blaðaskrifa. En hitt er þó öllu at-
hyglisverðara að hvar sem ég hef
reynt að kynna þetta einfalda tæki
fyrir þeim sem starfa að tóbaks-
vömum hefur mér ýmist verið
mætt með fáleikum eða andúð. Það
reyndist ekki rétt sem ég í einfeldni
minniu hélt: að allt sem orðið gæti
til að minnka skaðsemi reykinga
eða jafnvel hjálpað fólki til að hætta
væri vel þegið af þeim sem láta
tóbaksvamir í landinu til sín taka.
En sem sagt: nei. Og þess vegna
fannst mér ástæða til að skrifa
nokkur orð í blöðin.
Til er fjöldinn allur af fólki sem
nú á síðustu árum og mánuðum
hefur farið að hugsa til þess að
hætta að reykja. Það hefur átt sér
stað viðhorfsbreyting gagnvart
reykingum sem hefur veitt mörgum
„móralskan" stuðning í stríðinu við
sígarettuna.
Sumir hafa einfaldlega hætt að
reykja. Aðrir hafa reynt að minnka
reykingamar, farið á námskeið, en
sífellt byrjað aftur. Og svo eru þeir
sem alltaf ætla að hætta á morgun.
Það em þessir tveir síðastnefndu
hópar sem hafa verulegt gagn af
tjörusíunum — þó ekki væri nema
til þess eins að minnka hratið sem
annars færi ofan í lungun, svo ekki
sé talað um þann möguleika að
síumar geta beinlínis hjálpað fólki
til að hætta reykingum. Hvemig?
Jú, þannig að þegar munnstykkin
eru notuð minnkar nikótínmagnið
sem berst til líkamans og þar með
Iöngunin f efnið.
Eg hef undir höndum skýrslu sem
dr. Robert Bames, forstöðumaður
Greiningarstofnunarinnar (Ana-
lytical Laboratories) í Bandaríkjun-
um, hefur gert fyrir framleiðendur
munnstykkjanna, Bissell, Inc. þar í
landi. Þar kemur fram að tjara og
nikótín sem berst til lungnanna úr
hverri sígarettu sem er reykt
minnkar um 7,4 mg — úr 19,9 í
12,5 mg miðað við algenga
ameriska sígarettutegund. Þetta
eru 37,3%. Menn geta svo leikið sér
að því að margfalda þessa tölu með
þeim fjölda sígaretta sem þeir
reykja á dag eða jafnvel ári og þá
kemur fljótlega í ljós hversu miklu
magni af óþverra þeir forða lungum
sínum frá.
Satt að segja sé ég engin hald-
bær rök fyrir því að munnstykki
af þessu tagi stuðli að eða auki
reykingar — þvert á móti raunar.
Eins og allir vita em þeir margir
sem hafa gert ótal misheþpnaðar
tilraunir til að hætta að reykja.
Margt af þessu fólki er hreinlega