Morgunblaðið - 10.07.1986, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986 53
Celebrant Sing-
ers á íslandi
Og hvað er svona æðislega gam-
an?
— Gaman að geta farið f sund á
hverjum degi, fara í fjöruferðir og
gönguferðir um nágrennið. Vera í
borðtennis og búa til flugdreka. Jú,
líka að vera á kvöldvökunum og
leika þar og syngja og leika fyrir
myndbandsupptökumar. Við getum
séð okkur sjálf þar á eftir. Orðnar
sjónvarpsstjörnur.
En er ekkert leiðinlegt?
— Jú, sagði Ámi. Það er svo sem
ekkert gaman að þurfa að taka til
eftir sig í borðsalnum en það þarf
nú að gera það og gott ef allir hjálp-
i ast að við það. Svo það er ekkert
svo mjög leiðinlegt.
Mér fínnst leiðinlegt að þurfa að
f vera inni, ef ég er með kvef og get
ekki farið í sundlaugina, þegar hin-
ir krakkamir fara, sagði Helga.
Við höfum frétt af því, að það
sé ekki alveg fullt í síðasta flokkn-
um, sem er 21. júlí til 1. águst.
Við hvetjum krakka á aldrinum
7-12 ára að slá til og koma í síðasta
flokkinn. Starfsliðið er frábært og
góður matur hjá Jóhönnu og Haf-
dísi. Svo má ekki gleyma því, að
við höfum lært heilmikið um Guð
sem við vissum ekki áður og það
byggir upp okkar trú, svo við höftim
eitthvað að geyma okkur eftir að
heim er komið.
Of lítið talað
við krakkana
Jóna H. Bolladóttir, einn sumar-
búðastjóranna, hefur verið með
drama eða leikræna tjáningu með
krökkunum. Var Jóna spurð að
því, hvaða tilgangi það þjónaði að
vera með leikræna tjáningu í sum-
arbúðum.
— Okkur er það efst í huga að leyfa
krökkunum að upplifa ævintýra-
heim. Þau leika sér ekki eins mikið
og áður fyrr. Nú eru þau mötuð á
leiktækjum. Skapa lítið sjálf. Breyta
sér ekki í einhveijar kynjaskepnur
og leika í leikriti og upplifa eitthvað
sem leikrit. Reynum að láta þau
eiga lítinn ævintýraheim. Hjálpum
þeim til þess að opna sig. Otrúlegt,
hvað sum eru heft og þora varla
að opna sig.
Það getur oft á tíðum verið létt-
v/i ast að vera með böm á aldrinum
7-9 ára í leikrænni tjáningu. Þau
*' eru ekki eins heft og þau eldri. Oft
er ég með þessar æfíngar á fræðslu-
stundunum. Reyni að gera drama-
æfíngar, sem tengjast viðfangi
fræðslustundanna. Láta þau fara í
æfíngar einnig, þar sem þau þurfa
að einbeita sér. Hópeflisæfíngar eru
mjög góðar í þeim efnum. Þar þarf
hver og einn að leggja sig fram,
fá þau til þess að vinna saman, því
ef þau gera það ekki, þá er allt
ónýtt, sem verið er að fást við.
Leikritin tekin
upp á myndband
Undanfarið höfum við verið að
taka upp leikritið okkar á mynd-
band, sagði Jóna. Fá þau tilsögn
strax fyrsta daginn og áfram.
Síðan, þegar að upptökunni er kom-
ið, þá leggja þau sig mjög fram við
að standa sig. Það kemur vel í ljós,
hversu lítið er talað við þau heima
fyrir. Er oft vandamál að fá þau
til þess að tala og tjá sig.
Hér í sumarbúðunum erum við
eins og ein stór fjölskylda í 12 daga.
Einbimi geta upplifað það að taka
þátt í stórijölskyldulífi.
Sést það bezt, þegar þau fara
héðan í burtu, þá hefur margt
breytzt. Þau þurfa að taka tillit
hvert til annars og ná ekki að skila
árangri nema láta að stjóm. Krakk-
arnir þrá aga og vilja að honum sé
viðhaldið. Þar finna þau öryggi og
sælu. Það er með öðmm orðum
reynt að láta þau fínna það að þau
eru einhvers virði og hafi öll ein-
hveiju hlutverki að gegna.
-pþ
Texti og myndir:
Pétur Þorsteinsson
BANDARÍSKI kórinn og hljóm-
sveitin Celebrant Singers verða
stödd hér á landi dagana 9.—21.
júlí nk. Þau komu hingað einnig
siðastliðið sumar og fluttu tónlis
sína á Reykjavíkursvæðinu.
A tónleikum Celebrant Singers
fer saman lofgjörð og tilbeiðsla í
söng, með flutningi sálma og trúar-
söngva. Einnig segja tónlistar-
mennimir frá starfí sínu víða um
heim.
Meðlimimir koma víðsvegar að
úr Bandaríkjunum og Kanada, þeir
tilheyra átta mismunandi kirkju-
deildum og hafa verið valdir úr
stórum hópi ungs fólks. Þetta unga
fólk hefur helgað líf sitt boðun fagn-
aðarerindis Jesú Krists vítt og breitt
um heiminn.
Dagskrá þeirra hefst fímmtudag-
inn 10. júlí í Fíladelfíukirkjunni,
Hátúni 2, kl. 20:30. Síðan verða
tónleikar á Lækjartorgi kl. 12:00
og 15:45 á föstudag, ásamt íslensk-
um iistamönnum, 12. júlí í Fella-
kirkju, Breiðholti, kl. 20:30 og í
Kristskirkju og Fíladelfíukirkjunni
þann 13. júlí kl 10:30 og 20:00.
Að þessu loknu heldur hópurinn
út á land og syngur í Vestmanna-
Celebrant Singers
eyjum 14. og 15., á Egilsstöðum
17., Vopnafirði, 18., Akureyri 19.
og 20. og loks á Olafsfirði þann
20. júlí.
Heimsókn þessi er að tilhlutan
Hvltasunnumanna og er öllum
heimill aðgangur að hljómleikum
þessum meðan að húsrúm leyfír.
í Cap d'Agde
eru endalausar
vatnsrennibrautir
og öldusundlaugar
fyrir börnin aö busla í.
Nú kemst öll fjölskyldan
í sólarfeið tíl Cap d'Agde
Sumarleyfisstaöurinn Cap d’Agde á
Miöjaröarhafsströnd Frakklands er
sannkölluð sólarparadís. Úrval gerir allri
fjölskyldunni kleift aö komast þangað
fyrir viöráðanlegt verö með því aö bjóöa
mjög ríflegan barnaafslátt:
50% afslátt af fullorðinsverði fyrir
2-12 ára.
í júlí getur fjölskyldan farið í 2 vikna ferö
fyrir kr. 24.975.- á mann og í 3 vikna
ferð fyrir kr. 27.225.- á mann. Verðið
miðast viö hjón með tvö börn 2-12 ára.
Vatnsrennugarðurinn Aqualand, sem
er við hliðina á gististöðum Úrvals, er
heimur út af fyrir sig jafnt fyrir börn sem
fullorðna.
Greitt er 20% út og afgangurinn á 6-8
mánuðum eftir heimkomu.
Innifalið: Flugfar, akstur milli flugvallar
og gististaða úti. Gisting í glæsilegu
íbúðarhóteli. íslenskur fararstjóri.
Brottför 23. júlí - 2 eða 3 vikur: 4 íbúðir lausar
Brottför 13. ágúst - 2 eða 3 vikur: 2 íbúðir lausar
FfRÐASKRIFSTOFANÚRVAL
Ferðaskrifstofan Úrval v/Austurvöll. Sími (91) 26900.
G0TT FÖLK / SÍA