Morgunblaðið - 10.07.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 10.07.1986, Blaðsíða 54
38ei UÚl .01 flUOAaUTMMI'? .aiQAJaUUOHOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986 t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLAUG Þ. GUÐNADÓTTIR, Kjartansgötu 1, andaðist í Borgarspítalanum 8. júlí. Guðrún A. Edvardsdóttir, Ragnar Edvardsson, Guðni Þ. Guðmundsson, börn, barnabörn og barnabarna- börn. t Elsku dóttir okkar, móðir mín, systir og mágkona, KRISTÍN ÞORGERÐUR JÓNSDÓTTIR frá Setbergi, Kambaseli 85, Reykjavlk, verður jarösungin frá Breiðabólstaðarkirkju Skógarströnd laugar- daginn 12. júlí kl. 14.00. Ferð verður frá BSÍ sama dag kl. 10.OO. Ólafía Þorsteinsdóttir, Málfrfður Mjöll Finnsdóttir, Kristvin Ómar Jónsson, Jón Bergmann Jónsson, Ólafur Jónsson, Þorsteinn Jónsson, Sigurður Þór Jónsson. Jón Jónsson, Eygló Siqurðardóttir, Bryndfs Olafsdóttir, Sigþóra Björnsdóttir, Hallveig Lárusdóttir, t Útför ÓSKARS JÓNSSONAR skipstjóra, Hafnargötu 78, Keflavik, fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 11. júlí kl. 14.00. Blóm og kransar afbeöin en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á minningarsjóöi. Halldóra Jónasdóttir, Hreinn Óskarsson, Guðrún Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐBERGS FINNBOGASONAR, Álfheimum 32, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. júlí kl. 15.00. Hulda Guðmundsdóttir, Hafdfs Guðbergsdóttir, Þórhallur Magnússon Stefanfa Guöbergsdóttir, Óli Björn Torfason, Sigríður Guðbergsdóttir, Sfmon Kristjánsson, og barnabörn. t Þökkum af alhug alla þá samúð og vinsemd er okkur var sýnd vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóöur, systur og ömmu, ESTHERAR FINNBOGADÓTTUR, Hábergi 5, Reykjavfk. Sérstakar þakkirfærum við starfsliði deildar 11-G Landspitalanum. Finnbogi Jónsson, Sveinborg Sveinsdóttir, Dórothea Jónsdóttir, Helgi Bergs, Hrafnhildur Ólafsdóttir systkini og barnabörn. t Þökkum auösýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu SUMARLÍNU DAGBJARTAR JÓNSDÓTTUR, Njálsgötu 30B, Reykjavfk. Súsanna Kristjánsdóttir, Emelía Kristjánsdóttir, Jóhann Guðbjörnsson, íris Kristjánsdóttir, Þorsteinn Sigurðsson, Perla Kristjánsdóttir, Páli Garöar Olafsson, barnabörn og barnabarnabörn. Sumarlína D. Jóns- dóttir — Kveðjuorð Fædd 23. ágúst 1900 Dáin 23. júni 1986 Hún Lína amma er dáin. Tveimur mánuðum áður en hún hefði orðið 86 ára og nokkrum vikum eftir að afi birtist henni í draumi og sagði: „Lína, nú bíð ég ekki lengur". Hvert sem hún fór og hvort sem afí tók á móti henni, vona ég að umhverfið sé fallegt. Ekki síðra en Fljótin í Skagafírði, sem héldu henni f átt- hagafjötrum allt frá því hún kom til Reykjavíkur um tvítugt. Einhvem tímann mun ég komast í Fljótin og hugsa til ömmu með söknuði og þakklæti fyrir þær skemmtilegu stundir sem við áttum saman. Þegar búið var að ræða um hvemig hin og þessi hefði það - og öllum leið vel, var farið út í aðra sálma. Stjómmál, trúmál, jafn- réttismál, hvað sem var en alltaf var samtalið fléttað ljóðum. Heilu erindin, þulumar, vísumar og stök- umar. AJlt fram á síðasta dag var minnið óbrigðult. „Ásdís á Bjargi" eftir Jakob Thorarensen var síðasta ljóðið sem ég heyrði hana fara með, orðrétt eins og hjá bami, sem er tilbúið í próf. Þegar ég sagði henni að mér þættu ljóðin hennar of rómantísk og tregabundin fyrir minn smekk, fór hún yfír í Stein Steinarr og kímdi. Hún kenndi mér að meta ljóð og skáldskap. Strax sem bami fannst mér Lína amma ekki vera þessi dæmigerða amma í hugum krakka þeirra tíma, þegar þær vom þybbnar með fléttur og knúsuðu mann á milli stroffanna á sokkunum eða vettlingunum, sem þær vom að pijóna, gáfu kandís og höfðu svo fátt að segja nema eitthvað um mannasiði. Lína amma var öðmvísi. Hún talaði böm til ábyrgðar og umhugsunar. Spurði um nám og hvað var verið að læra hveiju sinni. Fátt gladdi hana eins mikið og þegar eitthvert af bama- bömum hennar stóð sig vel í skóla. Sjálfsagt komið til af því að sjálf þráði hún að komast til mennta, eins og það var kallað, en aðstæður leyfðu það ekki. Hún sagði mér að aðeins einu sinni á ævinni hefði hún stolið. Það var á bemskuslóðum um 10 ára aldur þegar hún tók bók í leyfís- leysi á næsta bæ, vegna þess að hún var búin að lesa allt heima mörgum sinnum. Hvort sem hún hefur fundið til samkenndar með snærisþjófnum Jóni Hreggviðssyni í sögunni um íslandsklukkuna vegna þessa, veit ég ekki en hún hélt mikið upp á þá sögu. Það hefur eflaust gilt það sama með böm um aldamótin og ómaga á tímum Jóns Hreggsviðs- sonar, að á hvomgt var hlustað. Allt frá þeim tíma vom bækur hennar líf og yndi. Sjálf skrifaði hún bækur undir nafninu Dagbjört Dagsdóttir og var með eina í vinnslu, þegar sjónin gaf sig fyrir nokkmm ámm. Ferðasögur, smá- sögur og ljóð skrifaði hún einnig og ekkert gat stöðvað hana frá því að njóta góðra bóka og afla sér þekkingar. í skáldsögum hennar kemur fram þessi sterka réttlætiskennd sem ein- kenndi hana. Réttlæti fyrir þá sem minna mega sín í lífsbaráttunni og sem órétti vom beittir, enda sósíal- isti alla tíð. Það sem einkenndi hana líka var rómantík, sem í dag mundi vart teljast jarðnesk og alltaf var söknuður í öllum lögum, Ijóðum og öðm sem hún unni. Það væri ekki rétt að segja að Ingveldur Olafs- dóttir — Minning Fædd l.júní 1889 Dáin 2. júlí 1986 Ingveldur Ólafsdóttir, húsfreyja, andaðist í Landakotsspítala þann 2. þ.m. eftir mjög sutta legu, því þrátt fyrir háan aldur var hún hraust og hafði fótavist fram á sína síðustu daga. Ingveldur fæddist í Lárkoti í Eyrarsveit 1. júní 1889, dóttir hjón- anna Ingigerðar Þorgeirsdóttur og Ólafs Bjöms Þorgrímssonar, sem þar bjuggu. Hinn 26. september 1914 giftist hún Kristfínni Þor- steinssyni, sjómanni, en hann dmkknaði við störf sín þann 6. nóvember 1916. Þeim hjónum varð tveggja dætra auðið, Ingu og Krist- fínnu, sem báðar era látnar. Fyrstu árin eftir fráfall Krist- fínns bjó Ingveldur að Bryggju í Eyrarsveit með föður sínum og dætmm, en síðan gerðist hún ráðs- kona á heimili Herdísar Bogadóttur og Jósefs H. Jónssonar, bókbindara og bókavarðar í Stykkishólmi, og gegndi því starfí þar til Jósef lézt árið 1949, en þá fluttist Ingveldur til Reylqavíkur og bjó á heimili dóttur sinnar, Ingu, og tengdasonar Björgvins Þorbjömssonar, í Sörla- skjóli 3. Eftir andlát Ingu þann 6. desember 1979 hugsaði Ingveldur um heimili tengdasonar síns og dóttursonar fram á síðustu ævi- daga. Kynni okkar Ingveldar hófust fyrst á árinu 1937, en á því ári gekk bróðir minn, Björgvin, að eiga Ingu, dóttur hennar. Kynni okkar urðu nánari eftir að Ingveldur flutt- ist til Reykjavíkur árið 1949 og stóðu þau óslitið fram til hennar hinztu stundar. Það var mikil gæfa fyrir mig, eiginkonu mína og syni að kynnast jafn göfugri, háttprúðri og glaðværri konu eins og Ingveld- ur var alla tíð, konu sem var ávallt reiðubúin til hjálpar og aðstoðar hvar og hvernig sem á stóð. Við hjónin, synir okkar og síðar bama- böm eigum margar hugljúfar minningar um þessa glæsilegu og ástríku konu. Með þessum fátæklegu orðum viljum við hjónin, synir okkar og fjölskyldur þeirra þakka Ingveldi fyrir alla vinsemd hennar, styrk og stoð. Við öll sendum eftirlifandi tengdasyni hennar, bamabömum og bamabamabömum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Sigurbjörn Þorbjörnsson + Þökkum af alhug öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför sambýliskonu minnar, móður, tengdamóð- ur og ömmu, HERBORGAR HJELM, Vesturbergl 6. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Landspítalans á deild- um 11-A og 12-A. Stefán Gunnlaugsson, Halldór Gíslason, Kristbjörg Ólafsdóttir, Jóhanna Björg Halldórsdóttir, Ólafur Valdín Halldórsson, Gfsli Elvar Halldórsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR HJÖRLEIFSDÓTTUR, Huldulandi 3. Valgarður Friðjónsson, Erla Friðjónsdóttir, Þorkell Júliusson, Steinar Friðjónsson, Aslaug Aðalsteinsdóttir, Guðrún Friðjónsdóttir, Gunnar Friðjónsson, Edda Þórarinsdóttir, Friðdís Friðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. lífíð hafí klappað henni ömmu minni, þessari stoltu norðankonu. Hún kynntist baslinu og harðri bar- áttu við það að fá að njóta þess að skapa, að hlusta á sitt innra sjálf og að þurfa að standa sig sem móðir á þeim tímum þegar staða konunnar var bágbomari e_n í dag og vinnustundimar fleiri. Ólgusjór í hjónabandi, þó lygnt hafí að lok- um. Hún lifði í tveimur heimum og þegar sá harði var of aðgangs- frekur, flýði hún í sinn eigin og kom sterkari til baka. Hvemig hafðir þú tíma, sem íjög- urra bama móðir, saumaskapur og önnur búsýsla án nútíma þæginda? spurði ég hana einu sinni. Nóttin, svaraði hún. Þú gleymir nóttunum. Þá er kyrrð, þá em álfar á sveimi. Svona var amma. Ef hún talaði ekki í ljóðum þá talaði hún í gátum og alltaf var stutt í spaugið. Enginn sofnaði af leiðindum hjá henni. Næst þegar ég fer norður þá kem ég við þar sem amma mín sagði að vötnin væm tærari og fjöllin blárri. Ég ætla að sjá það sem ég hef hingað til aðeins heyrt um. Dagbjört Erla Magnúsdóttir Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birt- ingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðs- ins • á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðs- ins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á þvi vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tekin til birtingar fmmort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Megin- regla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birt- ar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar em birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.