Morgunblaðið - 10.07.1986, Side 66
iaei jjtji .01 auoAOUTMMiu jQiöajhwudhom
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1986
Rokkari
af gamla
skólanum
í júníhefti þýska tímaritsins Fussball
Magazin, er mjög skemmtilegt viðtal við
Ásgeir Sigurvinsson, tekið skömmu eft-
ir úrslitaleikinn í bikarkeppni þýsku
knattspyrnunnar, þar sem Stuttgart tap-
aði með miklum mun fyrir Bayern
Munchen. Viðtalið er tekið af þýskum
blaðamanni og skrifað frá öðru sjónar-
horni en viðtöl íslenskra blaðamanna
við atvinnumenn okkar í knattspyrnu.
Það birtist hér í lauslegri þýðingu.
Um lágnættifi yfirgaf Ásgeir Sig-
urvinsson danssalinn í „Steglitz
lnternational“-hótelinu í Berlín.
Fögnuður var honum og félögum
hans hjá VFB Stuttgart fjarri skapi.
„Ég fer að halla mér," muldraði
„Sigi". „Eða kannski ætti ég þrátt
fyrir allt að fara yfir til Bæjaranna
og drekka einn með „Auge".
Stemmningin hjá hinum knáu
leikmönnum Stuttgart-liðsins var
döpur þessa fögru vornótt í Berlín.
Þeir höfðu ásett sér að kóróna
glæsilega frammistöðu í síðari
umferð „Bundesligunnar", undir
stjórn Willi Entenmanns þjálfara,
með sigri í bikarkeppninni. En
þennan dag gekk ekkert upp hjá
liðinu og þeir urðu að þola 2—5
skell gegn léttleikandi liði Bayern
Munchen.
„Við áttum allir slæman dag,"
áleit Ásgeir — og fór að sofa. En
það var einmitt hann sem mest
mæddi á og átti að gera stóra hluti
í leiknum. Honum var ætlað að
vinna einvigið við Danann snjalla,
Sören Lerby, á miðjunni, en þessir
tveir höfðu á leiktímabilinu háð
harða baráttu um nafnbótina
„bezti betlendingurinn" í „Bund-
esligunni". En þegar til kastanna
kom gekk allt á afturfótunum hjá
„Sigi" og ásamt öðrum leikmönn-
um Stuttgart-liðsins gerði hann
lítið annað en að hrasa og rasa í
ráðleysi um ólympíuvöllinn glæsi-
lega leikinn á enda.
Hinn frábæri leikstjórnandi var
svo sannarlega úti að aka. Engar
draumasendingar, sólóupphlaup,
hælspyrnur eða þrumufleygar
sáust frá Ásgeiri í þessum leik, en
hins vegar ótal misheppnaðar
sendingar, töpuð návígi, ráðleysi
og fát.
Þjálfarinn Willi Entenmann varði
leikstjórnanda sinn: „Viku eftir viku
hefur hann drifið liðið áfram með
krafti sínum og dugnaði, núna var
komið að samherjum hans að
porra hann upp. En þeir lögðu árar
í bát og því fór sem fór."
Án Ásgeirs gengur
leikur Stuttgart
ekki upp
í Berlín kom það glögglega í Ijós
að leikur Stuttgart-liðsins stendur
• Eins og fram kemur í viðtalinu er Ásgeir tónlistaraðdáandi og er
Elvis Presley f miklu uppáhaldi hjá honum. Á glæsilegu heimili Ás-
geirs og Ástu, konu hans, eru góð hljómlistartæki - á myndinni hér
til hægri stendur Ásgeir við hijómtækjasamstæðu af bestu gerð.
• Fjölskylda Ásgeirs á heimilinu í Þýskalandi. Sfðan þessi mynd var tekin f maí hefur þeim hjónum
fæðst annað barn.
og fellur með Ásgeiri Sigurvins-
syni. Þegar liðið varð Þýzkalands-
meistari fór hann á kostum í
hverjum leik og þótti leikmaður í
heimsklassa. Eftir að hafa veriö frá
leik um tíma vegna meiðsla lenti
Ásgeir síðan í lægð um tíma. Ýms-
ir töldu hann þá vera útbrunninn,
en síðari hluta síðasta keppnis-
tímabils sýndi hann og sannaði að
hann hafði engu gleymt af töfra-
brögðum knattspyrnunnar. Þegar
leikur Stuttgart gengur illa þá á
Ásgeir slæman dag. Þegar Ásgeir
opnar töfrakistu sína, standast fá
liö Stuttgart snúning.
Sjálfur þolir Ásgeir ekki slikt tal
og hamrar á því að knattspyrnulið
samanstandi af ellefu mönnum,
sem verði að vinna saman sem
ein heild. „Einstaklingurinn einn
sér er einskis virði, ef hann fellur
ekki inn í heildina, sama hversu
góður hann er,“ segir Ásgeir róleg-
ur og yfirvegaður að vanda. Af
þessu má ráða að Ásgeiri fellur
illa að vera í sviðsljósinu. Hann er
stjarnan sem geðjast ekki að því
að vera stjarna.
„Einkalíf mitt kemur Pétri og
Páli ekkert við. Ég kýs að halda
mig frá sviðsljósinu en mér stend-
ur á sama um fjölmiðlafárið þótt
ég taki ekki þátt í því.“ Ásgeir hef-
ur haldið sínu striki og neitar
flestum blöðum, útvarps- og sjón-
varpsstöðvum um viðtöl.
Én hefur ekki aðdáandinn rétt
til þess að kynnast atvinnumannin-
um nánar? „Þeir sem vilja sjá mig
geta farið á völlinn." Þótt þetta
kunni aö virðast hrokafull afstaða,
þá fer því fjarri að íslendingurinn
sé oflátungur. — Það er nú raunar
öðru nær. Honum finnst sjálfsagt
að gefa eiginhandaráritanir og við-
töl að loknum leik, en vill eiga frí
frá slíku utan leikvallarins.
Á glæsilegu heimili Ásgeirs í
Denkendorf reynir blaðamaöur að
nálgast innri mann Ásgeirs Sigur-
vinssonar. í eina tíð lagöi hann
stund á veiðar (hið forna víkinga-
blóð?), spilaði golf, nú hefur hann
aðeins tíma til að spila tennis stöku
sinnum.
önnur áhugamál? „Ég er sjón-
varpsfrík og horfi á allt nema
vestra og kung-fu-myndir." Þegar
Ásgeir er spurður hvaða tónlist
honum líki bezt, gellur samstundis
í honum „Elvis! Ég er rokkari af
gamla skólanum."
Uppáhaldsrithöfundur er sam-.
landi hans, Nóbelsverðlaunahöf-
undurinn Halldór Laxness. Eins og
Laxness hélt Ásgeir pngur að árum
út í heim. 16 ára gamall æfði hann
með Glasgow Rangers í Skotlandi,
18 ára fór hann til Standard Liege
í Belgíu, þaðan lá leiðin til Svaba-
lands með stuttri viðkomu í
Munchen. í Munchen gekk dæmið
ekki upp hjá Ásgeiri knattspyrnu-
lega séð, þótt hann hafi eignazt
góða vini hjá félaginu og haldi enn
sambandi við Klaus Augenthaler
og Bertram Beierlorzer. Pal
Csernai þjálfari stóð á bak við
Paul Breitner sem leikstjórnanda
og sá „kall" leið engum samkeppni
við sig.
En átti Ásgeir sér fyrirmynd á
leikvellinum? „Leikur Johan Cruyff
hafði mest áhrif á mig, það var
augnayndi að fylgjast með þeim
dreng í leik."
„Það er broslegt," heldur Ás-
geir áfram, „að á mínum unglings-
árum vissi ég alls ekkert um þýzka
knattspyrnu." Það munaði mjóu á
sínum tíma að „Sigi", sem talar
skínandi þýzku og að auki frönsku
og ensku, færi ekki á meginland
Evrópu.
Ensk knattspyrna
ekkert fyrir mig
„Að öllu jöfnu spila íslendingar
á Bretlandseyjum, en ég sá það
strax t Glasgow að enski boltinn
var ekki mín deiid. Þá vissi ég aö
ég yrði að freista gæfunnar annars
staðar. Á Englandi eða Skotlandi
hefði ég aldrei slegið í gegn."
En hvernig stendur á því að
Norðurálfumaður hefur slíka bolta-
tækni sem Ásgeir? Hver er leynd-
ardómurinn að baki „íshafs-Zico“?
„Sem ungur drengur notaði ég
tækifærið til að leika mér með
bolta. Þannig kynntist ég eiginleik-
um knattarins svo að segja um
leið og ég fór úr vöggunni." Ás-
geir játar því að það sé ótrúlegt
hve margir fslendingar séu í at-
vinnufótbolta ef tekið er mið af
fólksfæð og veðurfari á landinu.
„fslendingar eru duglegt fólk
með stóra drauma og framkvæma
það sem þeir ætla sér. Á Islandi
eru íþróttamenn, sem ná topp-
árangri i mörgum greinum. Þannig
mætti nefna að Janus Guðlaugs-
son, sem áður spilaði með Fortuna
Köln, hefur leikið landsleiki í knatt-
spyrnu, handknattleik og blaki.
Uerdingen-leikmaðurinn Atli Eð-
valdsson var einnig landsliðsmað-
ur í blaki ef ég man rétt."
En hvað gerist hjá Ásgeiri Sigur-
vinssyni eftir að knattspyrnuferlin-
um lýkur? „Það kemur margt til
greina," segir Ásgeir, sem nú er
31 árs. „Þjálfara- eða fram-
kvæmdastjórastaða ef til vill?"
hrekkur út úr spyrjandanum.
„Maður skyldi aldrei segja aldrei,"
svarar Ásgeir um hæl.
Skömmu fyrir úrslitaleikinn í
Berlín framlengdi Ásgeir samning
sinn við Stuttgart til ársins 1989,
en þá má búast við að hann haldi
á ný til lands ísa og elda. „Okkur
líður prýðilega hér í Denkendorf,
en þegar Tanja dóttir okkar byrjar
í skóla, flytjum við að öllum líkind-
um til íslands."
Þrátt fyrir glæsta sigra á knatt-
spyrnuvellinum og reisulegt hús
með öðrum veraldargæðum, þá
má merkja að í brjósti „Sigi" býr
heimþrá: „Ég sakna sjávarins,"
segir hann tregafullur og sver sig
þvi i ætt við eyjaskeggja alls
heimsins. „Heima í Eyjum ríkir hin
fullkomna ró og friður."
En skömmu fyrir úrslitaleikinn
leit út fyrir að óvænt félagaskipti
ættu sér stað hjá Ásgeiri. Köln
sýndi mikinn áhuga á honum —
en þó fyrst og fremst Uli Hoeness
og Bæjararnir, sem settu Ásgeir
efstan á óskalistann til að taka við
af Sören Lerby.
En forráðamenn Stuttgart dauf-
heyrðust við umleitunum Bæjara
og stóðu fast á samningi sínum
við Ásgeir, sem renna átti út 1987.
Varð því ekkert úr félagaskiptum.
„Ég hefði verið fús til að fara
aftur til Bayern Múnchen," Ijóstrar
Ásgeir upp. Hann vildi leiðrétta
þann leiða misskilning, sem kom
upp á dögum Csernais, og sanna
getu sína til að stjórna leik fræg-
asta liðs Þýzkalands.
Auk þess má ætla að ákveðin
óánægja með gang mála hjá Stutt-
gart hafi kynt undir löngun Ásgeirs
til félagaskipta. Það virðist nefni-
lega sem hann efist um getu
Stuttgart til að ná toppárangri.
Upphafið að óánægju hans má
rekja til þjálfaratíðar Ottos Baric,
sem var skólabókardæmi um það,
hvernig ekki á að stjórna knatt-
spyrnuliöi. „Herra Baric er vissu-
lega ekki slæmur þjálfari," telur
„Sigi", „én andlega hliðin, hinn
mannlegi þáttur, sem hver þjáifari
verður að búa yfir eigi árangur að
nást, var einfaldlega ekki fyrir
hendi. Yfirlýsingar hans í dag-
blöðum voru orðnar algjörlega
óþolandi. Baric hafði allt á hornum
sér við leikmenn og vildi sí og æ
kaupa nýja menn." Um Ásgeir
sagði Baric: „Hann er latur!" En
Ásgeir gerði þessi orð hans að
engu með stórkostlegri frammi-
stöðu sinni undir stjórn Enten-
manns í síöari umferö Bundeslig-
unnar.
„í Bundesligunni eru fáir leik-
menn sem hafa þá náðargáfu að
geta stjórnað spilinu svo vel fari.
Því segi ég enn og aftur að leik-
stjórnandinn þarf frelsi til aö
fremja sín töfrabrögð," sagði Ás-
geir Sigurvinsson að lokum.