Morgunblaðið - 27.07.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.07.1986, Blaðsíða 22
22______________________________________MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 1986_ | Tvö hundruð ára afmælis Eskifjarðar minnst 16.—23. ágúst Frá Eskifirði. Mikill hugur í fólki og búist við fjölda gesta - segir Hrafnkell A. Jónsson bæjarstjóri MIKILL undirbúningur á sér stað á Eskifirði vegna 200 ára afmælis bæjarins, sem minnst verður vikuna 16—23. ágúst. Morgunblaðið hitti að máli Hrafnkel A. Jónsson, forseta bæjar- stjómar, sem gegnir embætti bæjarstjóra þar til nýráðinn bæjar- stjóri, Bjami Stefánsson, kemur til starfa 1. október. Hrafnkell hefur einnig starfað í hátíðarnefnd, sem skipuð er 8 mönnum, og hefur hún unnið síðustu mánuði að undir- búningi og skipulagningu afmælis- vikunnar. Hrafnkell sagði að mikill hugur væri í fóiki og miklar framkvæmdir væru í gangi á vegum bæjarfélags- ins. í miðbænum er t.d. verið að útbúa útivistarsvæði eða torg þar sem verða útimarkaður og tónleik- ar, auk ýmissa skemmtiatriða. Einnig á sér stað viðgerð á félags- heimilinu og íþróttahúsinu, en í félagsheimilinu verða haldnir dans- leikir, tónleikar og kvöldvökur. Hrafnkell var beðinn um að segja í stórum dráttum frá því sem um yrði að vera á 200 ára afmæli Eski- fjarðar. „Við byijum laugardaginn 16. ágúst með popptónleikum þar sem koma fram hljómsveitimar Skrið- jöklar frá Akureyri, Dúkkulísumar og fleiri hljómsveita af Austur- landi. Um kvöldið leika síðan Skriðjöklar frá Akureyri fyrir dansi í félagsheimilinu Valhöll. Eiginleg hátíðardagskrá hefst síðan á sjálfan afinælisdaginn, 18. ágúst, með há- tíðarguðsþjónustu og opnun sýn- inga af ýmsum toga í nýja skólanum. Það verður sýning á gömlum ljósmyndum, bókasýning þar sem verða sýnishom af þeim blöðum sem gefin hafa verið út á staðnum og má í því sambandi nefna blaðið Skuld, sem gefið var út hér á Eskifírði á árunum 1877— 82 og Jón Ólafsson skáld og al- þingismaður ritstýrði. Á bókasýn- ingunni verður einnig kynning á bókum eftir Eskfirðinga og á skrif- um sem tengjast staðnum beint. Þá verður söguleg sýning um þróun verslunar á staðnum og þijár mál- verkasýningar þar sem sýndar verða myndir eftir Einar Helgason, sem er borinn og bamfæddur Esk- firðingur, Steindór Eiríksson frá Egilsstöðum og myndir eftir ýmsa listamenn frá Listasafni alþýðu. Handmálað postulín verður einnig til sýnis, en á undanförnum ámm hafa margar konur hér málað á postulín. Já, og ekki má gleyma heimildarmyndinni um Eskifjörð en sýningar á henni verða í nýja skól- anum. Það verður síðan gerð önnur mynd um staðinn í afmælisvikunni, þar sem fléttað verður saman sögu- legum fróðleik og þeirri dagskrá sem í gangi verður." Aðspurður um kostnaðinn við hátíðarhöldin sagði Hrafnkell að á fjárhagsáætlun bæjarins væri 750 þús. kr. varið til afmælishaldsins, en þegar væri séð fram á að sú áætlun stæðist ekki þótt reynt hefði verið að halda öllum kostnaði í lág- marki. Dagblað verður gefíð út frá mánudegi til föstudags og mun það vera í fyrsta skipti sem dagblað er gefið út á Austurlandi, að sögn Hrafnkels. Efni blaðsins verður að miklum hluta tilbúið fyrirfram, en það á einnig að flytja fréttir af at- burðum þessarar viku. Einnig verður starfrækt útvarpsstöð, Ut- varp Eskifjörður, í eina viku, en dagskrá þess er enn á vinnslustigi. Búist er við að margt gesta heim- sæki Eskifjörð á meðan á hátíðar- höldunum stendur, bæði gamlir Eskfírðingar sem búa annars staðar á landinu og aðrir sem leið eiga um Austurland. Forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, verður heiðursgestur dagana 21. og 22. ágúst, en auk hennar er boðið sérstaklega nokkr- um þjóðkunnum listamönnum sem fæddir eru og uppaldir á staðnum. Það eru Gísli Magnússon og Rögn- valdur Siguijónsson, píanóleikarar, Ásdís Skúladóttir og Róbert Am- fínnsson, leikarar og Einar Bragi, rithöfundur sem skráð hefur sögu Eskiíjarðar í fímm bindum Eskju. Þetta fólk mun koma fram á tón- leikum og kvöldvökum. Amþór Jensen og Guðný Pétursdóttir verða einnig sérstak'r boðsgestir, en Am- þór starfaði við verslun á Eskifírði manna lengst, í um 50 ár. Þá verður Eskjukórinn endurvak- inn og mun hann syngja í nokkur skipti fyrir hátíðargesti undir stjóm Hrafnkell A. Jónsson: Mikill und- irbúningur vegna afmælisins. Pavel Smid og Violetu Smidovu, sem í nokkur ár voru stjómendur kórsins. Þau verða einnig með pí- anótónleika þriðjudaginn 19. ágúst, en daginn eftir leggja þau hjórtin upp í tónleikaferðalag um Þýska- land. Hátíðardagskránni í tilefni 200 ára afmælis Eskifjarðar lýkur laug- ardaginn 23. águst með dansleik í félagsheimilinu Valhöll, en þann dag verður einnig golfmót á golf- velli Eskiíjarðar, opna Mazda- mótið, þar sem verðlaunin eru Maz- da-bifreið, veitt fyrir holu í höggi. Karl Símonarson: „Það liggja sterkar taug- ar til þess staðar sem maður er fæddur og uppalinn á“ KARL Símonarson fæddist á Eskifirði 1910 og hefur átt þar heima alla sína tíð, að undan- skildum 11 árum sem hann bjó í Reykjavík við vinnu og nám í skipasmíði. — Margir sem fara til náms til Reykjavíkur snúa ekki heim aftur að því loknu. Það hefur aldrei hvarflað að þér að setjast að í Reykjavík fyrst þú dvaldist þar þetta lengi? „Mér líkaði ákaflega vel í Reykjavík og kynntist mörgum önd- vegismönnum þegar ég vann í Skipasmíðastöð Reykjavíkur á stríðsárunum, þá var enga vinnu á hafa hér. En þá var nú Reykjavík öðruvísi en hún er í dag. Kannski hefði ég sest þar að ef ég hefði ekki keypt verkstæðið af föður mínum. Samt liggja nú alltaf sterk- ar taugar til þess staðar sem maður er fæddur og alinn upp á.“ — Hvemig verkstæði var það sem þú keyptir? „Faðir minn var með slipp og átti dráttarbraut héma. Það var árið 1945 sem ég keypti slippinn og dráttarbrautina í félagi við ann- an, en síðar keypti ég hans hlut. Dráttarbrautin var sett upp að mig minnir árið 1934, löngu áður en dráttarbrautir vom settar upp ann- ars staðar á Austfjörðum. Hún var ekki stór, en það var hægt að taka upp 50 tonna skip. Það var alltaf nóg að gera, enda töluverð bátaút- gerð hér og eftir að togarinn Austfírðingur kom árið 1951 og síðar Vöttur sáum við líka um þá. Þeir vom báðir með síðustu togur- unum sem látið var byggja í Englandi á nýsköpunarárunum, svokallaðir nýsköpunartogarar. Dráttarbrautina lagði ég svo niður þegar ég fékk meistararéttindi í vélvirkjun og rak Vélaverkstæði Eskiflarðar til 1980, þá bilaði heils- an. Rennibekkurinn sem var á verkstæðinu var keyptur 1922, mjög stór bekkur og hann er enn í notkun, seinast í gær var verið að renna í honum þegar ég leit við á verkstæðinu." — Eitthvað hefurðu líka verið í pólitíkinni, ekki satt?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.