Morgunblaðið - 27.07.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 1986
27
1862 og ólst þar upp og á Leirum
hjá foreldrum sínum, Jóni Helga-
syni og Guðrúnu Sveinsdóttur. Eftir
fermingu fór Sveinn til sjóróðra í
Vestmannaeyjum og átti par í
fyrstu illa vist. Hann var óráðinn
og gekk fyrir formenn á hveijum
morgni og bað um skiprúm, sem
losnað hefði þann daginn vegna
forfalla. Hann réri 6 vertíðir í Vest-
mannaeyjum.
Árið 1883 flutti Sveinn til
Reykjavíkur og hóf trésmíðanám
hjá Þorkatli Gíslasyni trésmíða-
meistara. Lauk hann því námi 1886.
Þá um sumarið fór hann austur að
Núpakoti undir Eyjafjöllum og reisti
þar hús fyrir bændahöfðingjann
Þorvald Bjömsson á Þorvaldseyri.
Þann 12. nóvember 1886 gekk
hann að eiga Guðrúnu Runólfs-
dóttur smiðs frá Maríubakka
Runólfssonar. Þau fluttu til Vest-
mannaeyja og bjuggu lengst af á
Sveinsstöðum, þar til þau slitu sam-
vistir árið 1899. Þau eignuðust
fimm böm, Sigurveigu Guðrúnu
(1887-1972), Júlíönnu
(1889-1966), Svein Magnús
(1891-1951), Ársæl (1893-1969)
og Sigurð (1898-1964). Verðurekki
annað sagt en að viðkoma ættarinn-
ar hafi síðan verið með betra móti,
um 240 afkomendur þar sem Sigur-
veig á drýgstan hlut, en afkomend-
ur hennar em nú liðlega 100.
| •
Eftir skilnaðinn bjó Guðrún
áfram á Sveinsstöðum, stundaði
búskap og tók meðal annars lengi
þátt í útgerð með hlutareign í tveim
bátum, Vestmannaey og Gnoðinni.
Þá er ótalinn rekstur sjúkraskýlis,
einkum fyrir erlenda sjómenn og
aðra, sem þurftu hjúkmnar við.
Hún lést 20. október 1949.
. Sveinn flutti alfarinn til
FÍeykjavíkur. Hann stofnaði hluta-
félagið Völund ásamt 39 öðram
trésmiðum hinn 25. febrúar 1904.
Hann sat í stjórn Völundar í ára-
tugi. Sveinn tók mikinn þátt í
félagsmálum og sat meðal annars
í bæjarstjóm Reykjavíkur og Bygg-
inganefnd Reykjavíkur. Hann var
einn af stofnendum stúkunnar
Verðandi og var m.a. gerður að
héiðursfélaga í Stórstúku íslands.
Sveinn lést 13. maí 1947.
ÆTTARMÓTIÐ
Föstudaginn 11. júlí fór fólk að
streyma á ættarmótið að Heima-
landi. Fyrst kom undirbúnings-
nefndin og 70 manna hópur frá
Vestmannaeyjum og vantaði aðeins
einn af ættgreininni frá Eyjum.
Flestir komu svo á laugardag og
slógu upp tjöldum. Fólkið skemmti
sér við leiki fram eftir degi og um
kvöldið var matur, sem kvenfélags-
konur í Vestur-Eyjaíjallahreppi sáu
um með miklum myndarbrag. Síðan
var stiginn dans fram eftir nóttu.
Hljómsveit frá Selfossi hafði verið
fengin til að leika fyrir dansi og
naut hún dyggrar aðstoðar krakk-
anna, sem tóku virkan þátt í tónlist-
arflutningnum.
Á sunnudagsmorgun var safnið
á Skógum skoðað og við það tæki-
færi afhentu Ársælsbörnin frá
Eyjum safninu kistil, sem talinn er
sveinsstykki Sveins Jónssonar.
Síðan var bænastund í Ásólfsskála-
kirkju með séra Halldóri Gunnars-
syni í Holti. Ættarmótinu lauk síðan
með „ættargolfmóti“ á Hellu og
vom áletraðir silfurskildir í verð-
laun. Áætlað er að halda ættargolf-
mótið annað hvert ár framvegis.
Elstu systkinabömin fengu niðja-
tal sem Inga V. Einarsdóttir hafði
útbúið og jafnframt fylgdi með saga
Sveins Jónssonar, sem Leifur
Sveinsson tók saman, og saga Guð-
rúnar Runólfsdóttur í samantekt
Baldurs Johnsen. Þá fylgdi einnig
saga bæjarins Steina undir Eyja-
fjöllum eftir Svein Jónsson, sem
birt var í Lesbók Morgunblaðsins
árið 1929.
30°/c ÚTSALA —70% afsláttur
Marc O’Polo
STRÆTIÐ LAUGAVEGI 84
Frá Bolvíkinga-
félaginu
í tilefni af 40 ára afmæli félagsins er ákveðið að
efna til hópferðar þangað vestur um verslunar-
mannahelgina. Lagt verður af stað frá Hópferðar-
miðstöðinni Bíldshöfða 2, föstudaginn 1. ágúst kl.
14.00. Haldið heim mánudaginn 4. ágúst.
Tilkynnið þátttöku tímanlega til stjórnarinnar.
Stjórnin.
ÞÚVl
w ■■
JJR
AVOXTUN OG BHMDINGU
Þegar þú kaupir skuldabréf hjá okkur
Einungis ömgg skuldabréf
með mjög góðri ávöxtun.
Fjárfesting fyrir alla.
Vertuvelkomin(n).
iónaðarbankinn
-Hútim Þanki
lánasvið
Lækjargötu 12
Reykjavík. S. 2058C