Morgunblaðið - 27.07.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.07.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 1986 27 1862 og ólst þar upp og á Leirum hjá foreldrum sínum, Jóni Helga- syni og Guðrúnu Sveinsdóttur. Eftir fermingu fór Sveinn til sjóróðra í Vestmannaeyjum og átti par í fyrstu illa vist. Hann var óráðinn og gekk fyrir formenn á hveijum morgni og bað um skiprúm, sem losnað hefði þann daginn vegna forfalla. Hann réri 6 vertíðir í Vest- mannaeyjum. Árið 1883 flutti Sveinn til Reykjavíkur og hóf trésmíðanám hjá Þorkatli Gíslasyni trésmíða- meistara. Lauk hann því námi 1886. Þá um sumarið fór hann austur að Núpakoti undir Eyjafjöllum og reisti þar hús fyrir bændahöfðingjann Þorvald Bjömsson á Þorvaldseyri. Þann 12. nóvember 1886 gekk hann að eiga Guðrúnu Runólfs- dóttur smiðs frá Maríubakka Runólfssonar. Þau fluttu til Vest- mannaeyja og bjuggu lengst af á Sveinsstöðum, þar til þau slitu sam- vistir árið 1899. Þau eignuðust fimm böm, Sigurveigu Guðrúnu (1887-1972), Júlíönnu (1889-1966), Svein Magnús (1891-1951), Ársæl (1893-1969) og Sigurð (1898-1964). Verðurekki annað sagt en að viðkoma ættarinn- ar hafi síðan verið með betra móti, um 240 afkomendur þar sem Sigur- veig á drýgstan hlut, en afkomend- ur hennar em nú liðlega 100. | • Eftir skilnaðinn bjó Guðrún áfram á Sveinsstöðum, stundaði búskap og tók meðal annars lengi þátt í útgerð með hlutareign í tveim bátum, Vestmannaey og Gnoðinni. Þá er ótalinn rekstur sjúkraskýlis, einkum fyrir erlenda sjómenn og aðra, sem þurftu hjúkmnar við. Hún lést 20. október 1949. . Sveinn flutti alfarinn til FÍeykjavíkur. Hann stofnaði hluta- félagið Völund ásamt 39 öðram trésmiðum hinn 25. febrúar 1904. Hann sat í stjórn Völundar í ára- tugi. Sveinn tók mikinn þátt í félagsmálum og sat meðal annars í bæjarstjóm Reykjavíkur og Bygg- inganefnd Reykjavíkur. Hann var einn af stofnendum stúkunnar Verðandi og var m.a. gerður að héiðursfélaga í Stórstúku íslands. Sveinn lést 13. maí 1947. ÆTTARMÓTIÐ Föstudaginn 11. júlí fór fólk að streyma á ættarmótið að Heima- landi. Fyrst kom undirbúnings- nefndin og 70 manna hópur frá Vestmannaeyjum og vantaði aðeins einn af ættgreininni frá Eyjum. Flestir komu svo á laugardag og slógu upp tjöldum. Fólkið skemmti sér við leiki fram eftir degi og um kvöldið var matur, sem kvenfélags- konur í Vestur-Eyjaíjallahreppi sáu um með miklum myndarbrag. Síðan var stiginn dans fram eftir nóttu. Hljómsveit frá Selfossi hafði verið fengin til að leika fyrir dansi og naut hún dyggrar aðstoðar krakk- anna, sem tóku virkan þátt í tónlist- arflutningnum. Á sunnudagsmorgun var safnið á Skógum skoðað og við það tæki- færi afhentu Ársælsbörnin frá Eyjum safninu kistil, sem talinn er sveinsstykki Sveins Jónssonar. Síðan var bænastund í Ásólfsskála- kirkju með séra Halldóri Gunnars- syni í Holti. Ættarmótinu lauk síðan með „ættargolfmóti“ á Hellu og vom áletraðir silfurskildir í verð- laun. Áætlað er að halda ættargolf- mótið annað hvert ár framvegis. Elstu systkinabömin fengu niðja- tal sem Inga V. Einarsdóttir hafði útbúið og jafnframt fylgdi með saga Sveins Jónssonar, sem Leifur Sveinsson tók saman, og saga Guð- rúnar Runólfsdóttur í samantekt Baldurs Johnsen. Þá fylgdi einnig saga bæjarins Steina undir Eyja- fjöllum eftir Svein Jónsson, sem birt var í Lesbók Morgunblaðsins árið 1929. 30°/c ÚTSALA —70% afsláttur Marc O’Polo STRÆTIÐ LAUGAVEGI 84 Frá Bolvíkinga- félaginu í tilefni af 40 ára afmæli félagsins er ákveðið að efna til hópferðar þangað vestur um verslunar- mannahelgina. Lagt verður af stað frá Hópferðar- miðstöðinni Bíldshöfða 2, föstudaginn 1. ágúst kl. 14.00. Haldið heim mánudaginn 4. ágúst. Tilkynnið þátttöku tímanlega til stjórnarinnar. Stjórnin. ÞÚVl w ■■ JJR AVOXTUN OG BHMDINGU Þegar þú kaupir skuldabréf hjá okkur Einungis ömgg skuldabréf með mjög góðri ávöxtun. Fjárfesting fyrir alla. Vertuvelkomin(n). iónaðarbankinn -Hútim Þanki lánasvið Lækjargötu 12 Reykjavík. S. 2058C
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.