Morgunblaðið - 27.07.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.07.1986, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 1986 38 SILUNGUR Þeir sem stunda silungsveiðar hafa margar sögur að segja frá veiðiferðum sínum. Ekki eru allar sögurnar um þann stóra sem þeir misstu. Utan i Skarðsheiðinni eru þijú vötn samtengd, sem raða sér eftir dalverpi. Eitt þeirra er Þórisstaðavatn. Þar sem afrennsli úr Geitabergsvatni kemur í Þórisstaða- vatn veiðist oft vel. Byrjað er að veiða kl. 7 á morgnana og verið að til kl. 10. Á morgnana er veiði oft best og þegar rigning eða úði er, er hann i tökustuði. Nokkrir félagar höfðu komið snemma morguns úr bænum, sett fram bátinn og keyrt út á vatn. Til þess að rýmra yrði um þá í bátnum, höfðu þeir geymt nesti sitt, sem var í plast- pokum, undir sprekum sem voru á vatnsbakkanum. Alltaf mætti skjótast í land þegar hungrið segði til sin. Þórisstaðavatn er 14,5 m þar sem það er dýpst. Það var 10 punda lína í spúninum, því hún er mjög þjái og góð fyrir bátsveiði, ef krækist í botni, eins og oft gerist þegar komið er af dýpra vatni yfir á grynnra. Þeir höfðu haft mikla yfirferð en enga veiði, og þegar silungur- inn sem reynt er að veiða er orðinn minni en spúnninn, er kominn timi til að hala inn og huga að nestinu. Það var annars skrítið með manninn á vatnsbakkanum, sem ekki færði sig úr stað, en dró hvern fiskinn eftir annan, og það enga titti. Þetta var víst það sem kallað er að þekkja vatnið sitt. Þegar kom upp undir land, þar sem nestið var geymt, flaug upp svartur fugl með gargi miklu. Krummi var búinn að opna plastpokana og gæða sér á samlokunum með skinkunni og aspasin- um, en hann hafði alveg sneitt hjá þeim sem voru með tómötum og gúrku. Hafði ekki enn lært að meta grænmetið sem skyldi. Upp- takarann réð hann ekki við, en það sást á flöskunum að hann hefði viljað skola góð- gætinu niður með kóki. Mörgum finnst þægilegt að hafa siiunginn flakaðan og auðvelt er að matreiða hann þannig. Þegar þið flakið sil- ung, leggið þið hann á bretti. Skerið hausinn af, skerið síðan upp kviðinn og slægið sUunginn. Látið sporðinn snúa til vinstri og kviðinn frá ykk- ur. Skerið niður með hryggn- um í gegn og áttina að sporðinum. Snúið síðan sil- ungnum við og látið sporðinn snúa til hægri og hafið sama hátt á. Skerið niður með hryggnum í gegn og áttina að sporðinum. Snúið síðan sil- ungnum við og látið sporðinn snúa til hægri og hafið sama hátt á. Skerið síðan bein úr flökunum og fjarlægið ugga. Svolítið erfitt er að finna bein í silungsflökum, en þau liggja niður eftir miðju flakinu. Best er að stijúka með fingrinum niður eftir flakinu, og tína síðan hvert bein úr með góm- unum. Skafið síðan roðið vel. Gott getur verið að láta heitt vatn renna augnablik á roðið, það losar slímið. Sjálfsagt er að borða roð af silungi ef hann er ekki því stærri. Sil- ungurinn verður mun bragð- betri sé það gert. Silungur með rjóma- osti og dilli Handa 4 2 silungar, 800-1000 g hvor safi úr 1 sítrónu 2 tsk. salt ‘A tsk. pipar 2 msk rjómaostur án bragðefna væn grein ferskt dill eða 1 msk. þurrkað “Ttf 10 g smjör 1. Flakið silunginn eins og segir hér að framan. Skafið roðið. 2. Leggið flökin á roðhliðina, kreistið safann úr sítróiiunni og heliið yfír flökin. Stráið salti og pipar á þau og látið bíða í 10 mínútur. 3. Klippið dillið, blandið saman við rjómaostinn. Smyijið síðan ijómaostinum á tvö flök, leggið síðan hin tvö flökin yfír. 4. Leggið silunginn á smurt eld- fast fat. 5. Hitið bakaraofninn í 180° C, blástursofn í 150° C. Setjið fatið í miðjan ofninn og bakið í 15 mínútur. Þegar helmingur af bök- unartímanum er liðinn, penslið þið flökin með bræddu smjöri. Meðlæti: Soðnar kartöflur og hrásalat. Silungsflök með tómötum og osti Handa 4 4 silungar, 400 g hver Chile: Hermenn kveiktu í pari og börðu með byssum — að sögn lögfræðings fjölskyldna f órnarlambanna Santiago, AP. LÖGFRÆÐINGUR sagði á fimmtudag að hermenn í Chile hefðu ekki aðeins kveikt í konu og manni fyrr í þessum mánuði heldur hefðu þeir barið þau með byssuskeftum sínum til að koma í veg fyrir að þeim tækist að IRtæfa logana. Hector Salazar, sem er lögfræð- ingur fjölskyklna fómarlambanna, gaf út fímm blaðsíðna yfírlýsingu um atburðinn 2. júlí. Dómari dæmdi á miðvikudag að útgáfa stjómvalda á atburðinum væri rétt. Þar sagði að hjónin hefðu sjálf lagt að sér eld. Rodrigo Rojas de Negri, nítján ára gamall ljósmyndari frá Wash- ington, lést af brunasámm fjómm dögum eftir atburðinn. Hann var fæddur í Chile. Átján ára gömul vinkona hans, Carmen Gloria Quint- ana, liggur enn á sjúkrahúsi í Santiago og er langt leidd af sámm sínum. Atvikið átti sér stað í fátækra- hverfí í Santiago á fyrra degi verkfalls, sem farið var í um allt landið til að mótmæla þrettán ára setu herstjórnar Augustos Pinoc- hets, hershöfðingja. Sjónarvottar, sem bæði em úr röðum embættismanna ríkisins og almennings, segja að herflokkur hafi átt upptökin að atburðinum og ráðist að hópi ungs fólks, sem var í þann mund að kveikja eld á miðri götu til að stöðva umferð. safí úr >/2 sítrónu lVt tsk. salt >/s tsk. pipar Vs tsk. rifín múskathneta eða til- búið duft 8 litlir tómatar 50 g feitur mjólkurostur 8 málmpinnar eða stoppunálar 1. Flakið silunginn eins og segir hér að framan. Skafið roðið. 2. Leggið flökin á roðhliðina, kreistið safann úr sítrónunni og penslið silungsflökinn með hon- um. Stráið salti, pipar og múskati á flökin og látið bíða í 10 mínútur. 3. Hellið sjóðandi vatni á tómat- ana, látið standa í vatninu í 2 mínútur. Stingið þá gaffli í þá og flettið húðinni af. 4. Vefjið hveiju flaki utan um einn tómat. Festið saman með nálunum. 5. Raðið rúllunum á eldfast fat. 6. Rífíð ostinn og stráið yfír rúll- umar. 7. Hitið bakaraofninn í 180° C. Blástursofn í 150° C, setjið fatið í miðjan ofninn og bakið í 12-15 mínútur. Meðlæti: Soðnar kartöflur og blaðsalat með steinselju. Glóðarsteiktur silungur Handa 4 2 silungar, 800—1000 g hvor safi úr 1 sítrónu 2 tsk. salt '/< tsk pipar 15 g smjör 1 msk. sólblómafræ eða saxaðar hnetur væn grein fersk steinselja 1. Dýfíð silungnum eldsnöggt í sjóðandi vatn og skafíð síðan vel. Hafíð hausinn á honum. 2. Hreinsið síðan allt blóð úr kviðnum og skerið frá ugga. 3. Nuddið salti og pipar í silung- inn að utan og innan, hellið einnig á hann sítrónusafa að utan og innan. 4. Hitið glóðarristina, setjið sil- unginn á smurt fat. Bræðið smjörið og penslið hann með því. Glóðið á fyrri hliðinni í 7 mínút- ur, snúið þá við, penslið seinni hliðina með bræddu smjöri, stráið sólblómafræi eða söxuðum hnet- um yfír og glóðið í aðrar 7 mínútur. 5. Klippið steinseljuna og stráið yfír. Berið á borð. Meðlæti: Soðnar kartöflur, tómat- ar, gúrkur, blaðsalat og sítrónu- bátar. Silungur á útigrilli Handa 4 4 silungar, u.þ.b. 400—500 ghver 2 tsk. salt ’/< tsk. pipar xh dl matarolfa + safí úr 1 stórri sítrónu Mörg blöð tún- eða Ólafssúra 1. Slægið fískinn, skerið síðan upp í hann kviðmegin, og losið hrygginn frá. Látið fískinn hanga saman að aftan. 2. Stráið salti og pipar inn í sil- unginn, leggið síðan mikið af þvegnum súrublöðum inn í silung- inn. 3. Leggið silunginn á grind, eða setjið í grindur, sem ætlaðar eru til að glóðarsteikja fisk í. 4. Penslið silunginn með leginum. 5. Hitið útigrillið. Glóðið silung- inn á hvorri hlið í 7—10 mínútur. Berið eftirfarandi brauð með: 200 g heilhveiti 100 g hveiti 1 tsk. salt 2 tsk. sykur 1 msk. þurrger V2 flaska pilsner eða maltöl 6. Velgið innihald flöskunnar í 35° C. Hægt er að gera það meðan kolin eru að hitna. Hella því í ílát og setja ofan á grindina. 7. Blandið öllu hinu saman, hrær- ið síðan ölið út í. 8. Mótið aflöng mjó brauð, vefjið þau lauslega í álpappír. Leggið þannig að þau fái velgju frá kolun- um meðan þau eru að hitna. Þá ættu brauðin að lyfta sér á 20 mínútum. 9. Stingið síðan brauðunum í ál- pappímum milli kolanna, þegar þau eru orðin heit og bakið um leið og silungurinn er að glóðast. Brauðin þurfa þó heldur lengri tíma en silungurinn. Salazar segir að hermennimir hafí þá neytt Rojas og Quintana til að leggjast í götuna, hellt yfír þau eldsneyti og lagt að þeim eld og vísar til vitnisframburðar. „Þegar logarnir blossuðu upp um allan líkama hans stökk Rodrigo á fætur og gerði örvæntingarfullar tilraunir til að kæfa þá. Carmen Gloria reyndi að slökkva eldinn með berum höndum þar sem hún lá á jörðunni. Hermaður stöðvaði til- raunir Rodrigos með því að beija hann í hnakkann með byssuskefti. Carmen Gloria reyndi þá að rísa á fætur, en var þá lamin í andlitið með byssuskeftinu með þeim afleið- ingunt að hún missti nokkrar tennur," sagði í yfirlýsingu lög- fræðingsins. Rojas og Quintana fundust síðar um tíu km utan við bæinn þar sem mótmælin áttu sér stað. Rojas er sonur félagsráðgjafa frá Chile, sem nú lifir í útlegð í Los Angeles. Móðir hans sagði að hann hefði farið til Chile að leita uppruna síns. Vuærkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.