Morgunblaðið - 27.07.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.07.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 1986 IÞINGHLÉI eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON BLÁA LÓNIÐ Tæplega 30% af nýtingu jarðvarma í veröldinni tengjast heilsu- samþykkti sl. vor o g fjallað verður stuttlega um „I þinghléi“ í rækt, baðlækningum og ferðaútvegi. Island geymir margháttaða dag. Myndin sýnir Bláa lónið í Svartsengi, einn af þeim heilsu- möguleika í þessu efni að dómi flutningsmanna tillögu til þings- brunnum, sem gæti orðið segull á erlenda ferðamenn tU landsins. ályktunar um nýtingu jarðvarma í heilsubótarskyni, sem Alþingi Nýting jarðhita í heilsubótarskyni; 30% af nýttum jarð- varma tengist heilsurækt Baðlækningar með jarðhita, hveravatni og hveraleir Iaprílmánuði síðastliðnum var samþykkt þingsálykt- un um nýtingu jarðhita í heilsubótarskyni: „Al- þingi skorar á ríkisstjórn- ina að láta gera áætlun um það á hvem hátt jarð- hiti og hveravatn verði bezt nýtt hér á landi í heilsubótar- skyni. Jafnframt verði kannað á hvaða stöðum helzt komi til greina að reisa heilsubótarstöðvar er byggi starfsemi sína á jarðhita og hver sé rekstrargrundvöllur slíkra stöðva." Þingsályktun þessi, sem var sam- þykkt með 39 samhljóða atkvæðum (af 60), var flutt af íjórum þing- mönnum Sjálfstæðisflokks: Gunn- ari G. Schram, Birgi ísl. Gunnarssyni, Eggert Haukdal og Friðjóni Þórðarsyni. Skýrsla dr. Maurice Lamarche Fýrir hálfum öðrum áratug, eða þar um bil, fóru íslenzk stjómvöld fram á aðstoð Sameinuðu þjóðanna við úttekt á framtíðarmöguleikum Islands sem ferðamannalands. Bandarísku ráðgjafarfýrirtæki, í Checchi and Company, var falið að annast verkið í samráði við íslenzk- an ferðaútveg. Fyrirtækið skilaði Qölþættri skýrslu, sem geymir margvíslegan fróðleik. Sérstök skýrsla fjallaði um nýt- ingu jarðvarma til heilsubótar, en hún var unnin af dr. Maurice La- marche, prófessor við læknadeild háskólans f Nancy f Frakklandi. Tveir íslendingar unnu að þessu verkefni: dr. Gunnar Bjömsson, sem fjallaði um íslenzk jarðhita- svæði, og Sigurður R. Guðmunds- son, efnafræðingur, sem vann skýrslu um efnasamsetningu varmavatns og jarðhitasvæði. Dr. Lamarch segir m.a. f skýrslu sinni að lindarvatn og hveravatn hér á landi sé víða gætt sömu heilsubótareiginleikum og vatn það sem notað er við ýmsar kunnustu heilsubótarstöðvar Evrópu. Gerir hann tillögur um, segir í greinar- gerð með framangreindri ályktun, „að komið verði á stofn baðlækning- arstöðvum hér á landi, sem ætla mætti að sóttar yrðu, ekki sízt frá öðmm löndum. Jafnframt rekur hann læknisfræðileg atriði sem lúta að meðferð við ýmsum sjúkdómum f miðað við eiginieika íslenzka lindar- vatnsins, hveravatnsins og leir- baða.“ Forysta í nýtingn jarðhita Islendingar hafa gegnt vissu for- ystuhlutverki í nýtingu jarðvarma, svo sem kunnugt er, m.a. til hús- hitunar. Einn þáttur hefur þó verið homreka, að minnsta kosti til skamms tíma, það er nýting jarð- hita, hveravatns og hveraleirs til heilsuræktar og baðlækninga. Ýms- ar aðrar þjóðir hafa um langan aldur nýtt þessa kosti, sem og öl- kelduvatn, til heilsubótar, ekki sízt í Þýzkalandi, Frakklandi, Tékkó- slóvakíu og Ungverjalandi. Heilsu- bótarvinjar af þessu tagi hafa laðað erlenda ferðamenn til þessara landa til hressingar og afþreyingar. í greinargerð með þessu máli segja flutningsmenn m.a.: „Þáttur jarðhitans í heilsurækt á slíkum stöðum hefur um langan aldur verið allstór. Farið hefur í vöxt á undanfömum ámm að heilsuræktarstöðvar séu byggðar við heitar lindir, m.a. í Ungveija- landi og Japan. Er það ekki sízt með móttöku erlendra gesta í huga. Tæplega 30% af nýtingu jarðvarma í heiminum em tengd heilsurækt og ferðamálum. Á þessu sviði er verðmætasköpunin langmest eða rúmlega 50% af heildarverðmæta- sköpun í öllum jarðvarmaiðnaði í i Nu er tilvaliö aö kíkja mn hjá kaupmanninum og krœkja sér í bita af ljúffengu fjallalambi — eöa kaupa þaö í heilum og hálíum skrokkum á ótrúlega hagstœöu veröi. Verðlœkkunin gUdir í takmarkaðan tíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.