Morgunblaðið - 27.07.1986, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 1986
57
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Dyrasímaþjónusta
Gestur rafvirkjam. — S. 19637.
FERÐAFELAG
SSLANDS
ÖLDUGÖTU3
5ÍMAR11738 og 19533.
Sumarleyfisferðir
Ferðafélagsins:
1) 31. júlf - 8. ágúst (8 dagar):
Kvfar — AAalvlk. Gengið með
viðleguútbúnað frá Kvíum í Ló-
nafirði um Veiðleysufjörð,
Hesteyrarfjörð og frá Hesteyri
yfir til Aöalvíkur.
2) 1.-6. ágúst (8 dagar): Land-
mannalaugar — öórsmörk
Fararstjóri: Ásgeir Pálsson.
3) 6.-10. ágúst (6 dagar): Land-
tnannalaugar — bórsmörk.
Fararstjóri Jón Hjaltalin Ólafs-
uon.
4) S.-15. ágúst (10 dagar): Há-
lendishringur. Ekið noröur
Sprengisand um Gæsavatna-
leið, Oskju, Drekagil, Herðu-
Irrelðarlindir, Mývatn, Hvanna-
lindir, Kverkfjöll og víðar.
Fararstjórí: Hjalti Kristgeirsson.
5) 14.-19. ágúst (6 jagar):
Fjöröur — Hvalvatnsfjörður —
Sorgeirsfjörður. Flogiö til Akur-
eyrar. Gist á Grenivík og farnar
dagsferðir þaðan í Fjörðu.
6) 16.-19. ágúst (5 dagar):
Fjallabaksleiölr og Lakagfgar.
Gist í Landmannalaugum, Kirkju-
bæjarkaustri og Álftavatni.
7) 9.-13. ágúst (5 dagar): Eyja-
fjarAardalir og víAar. Ekið um
Sprengisand og Bárðardal til
Akureyrar. Skoðunarferðir um
Eyjafjörð og Skagafjörð.
Kynnið ykkur ódýrt sumarleyfi
meö Ferðafélagi íslands. Upp-
lýsingar og farmiðasala á skrif-
stofunni, Öldugötu 3.
Ferðafélag íslands.
UTIVISTARFERÐIR
Dagsferðir sunnudag-
inn 27. júlí.
Kl. 3.00 Þórsmörk. Verð 800 kr.
Stansað 3-4 klst. í Mörklnnl.
Léttar göngu- og skoðunarferö-
ir. Munið sumardvölina í skálum
Útivistar Básum.
Kl. 13.00 MiðsumarferA f Inn-
itadal (á Hengilssvæðinu).
Fallegur dalur rneð jarðhita-
svæði. Baðmöguleikar í heitum
læk. Hressandi ganga. Verð 450
Itr.
MiðvikudagsferA f Þórsmörk
30. júlf. Fyrir 3umardvalargesti
og dagsferð kl. 8.00.
KvöldferA kl. 20.00 EIIIAavatn -
ElliAaárdalur. Afmælisganga i
tilefni 200 ára afmælis Reykja-
víkurborgar. Létt ganga fyrir
unga sem aldna. Verð 200 kr.
frítt f. böm m. fullorðnum. Brott-
förfrá BSl, bensínsölu. Sjáumstl
Útivist.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 og 19533.
Ferðir um verslunar-
mannahelgina 1 .-4.
ágúst: Brottför kl.
20.00. föstudag.
1) Fjöllin upp af Kálfafellsdal.
Gist i tjöldum.
2) Skaftafell — Þjóögaröurinn.
Gist f tjöldum. Gönguferðlr um
þjóðgarðlnn.
3) Þórsmörk — Fimmvöröuháls
(dagsferð). Gist I Skagfjörðs-
skála.
4) Þórsmörk og nágrenni.
Gönguferðir við allra hæfi um
mörkina. Gist f Skagfjörösskála.
5) Landmannalaugar — Langi-
sjór — Sveinstindur — Eldgjá.
Ekiö í átt aö Sveinstindi og geng-
ið á hann, komið við f Eldgjá.
Gist i sæluhúsi Feröafélagsins f
Laugum.
6) Alftavatn — Strútslaug —
Hólmsárlón. Ekið inn Mælifells-
sand og gengið frá Rauöubotn-
um meðfram Hólmsárlóni i
Strútslaug. Gist f sæluhúsi
Ferðafélagsins við Alftavatn.
7) Sprengisandur — Skagafjörð-
ur — Kjölur. Gist í Nýjadal,
Steinsstaðaskóla og Hveradöl-
um.
8) 2.-4. ágúst, kl. 13.00. ÞÓRS-
MÖRK — gist í Skagfjörösskála.
Upplýsingar og farmiöar á skrif-
stofunni, Öldugötu 3.
Tryggiö ykkur sæti timanlega.
Ferðafélag íslands.
ÚTIVISTARFERÐIR
Sumarleyfisferðir
Útivistar
1. Lónsöræfi 2.-9. ágúst. Tjald-
að við lllakamb. Kynnist óbyggð-
um austan Vatnajökuls. Hægt
að Ijúka feröinni með dagsgöngu
yfir í Hoffellsdal. Fararstjóri:
Egill Benediktsson.
2. Hálendishringurinn 8.-17.
ágúst. Fjölbreytt hálendisferð:
Sprengisandur — Gæsavatna-
leið — Askja — Kverkfjöll —
Snæfell — Mývatn. Tjöld og hús.
Fararstjóri: Björn Hróarsson.
3. AustfjarðaferAin 17.-24.
ágúst. Fyrst farið í Mjóafjörð og
síðan í Viðfjörð en þar verður
tjaldbækistöð með dagsgöngu-
ferðum m.a. á Barðsnes, Gerpi,
í Vaðlavik og víðar. Gist í húsum.
Tilvalin fjölskylduferö. Veiði,
berjatinsla, hestar. Fararstjóri:
Jón J. Elíasson.
4. Hornstrandir — Hornvfk um
verslunarmannahelgina 31. júlf
- 5. ágúst. Tjaldaö við Höfn.
5. Homstrandlr — Lónafjörður
o.fl. 7.-14 ágúst. Góð Horn-
strandaferð með nýju sniði.
Fararstjóri: Gísli Hjartarson.
Sumarleyfisferðir Útivistar eru
ódýr og góð leiö til að kynnast
landinu. Uppl. og farm. á skrifst.
Grófinni 1, simar 14606 og
23732. Sjáumst!
Útivist, ferðafélag
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR11798 og 19533.
Dagsferðir Ferðafélags-
ins — sunnudag 27. júlí:
1) Kl. 8.00 ÞÓRSMÖRK - dags-
ferð kr. 800. Þeim fjölgar sem
njóta sumaleyfis i Þórsmörk.
Aöstaðan hjá Feröafélaginu er
sú fullkomnasta sem völ er á í
óbyggðum.
2) Kl. 8.00 Þórisdalur - Kaldi-
dalur. Gengið frá Kaldadalsvegi
i Þórisdal. Verð kr. 800. Farar-
stjóri: Þorsteinn Þorsteinsson.
3) Kl. 13.00 Hrútagjá - Fífla-
vallafjall — Djúpavatn. Ekið
framhjá Vatnsskaröi. Gengið um
Hrútagjá, á Fíflavallafjall og aö
Djúpavatni. Verð kr. 500. Farar-
stjórí: Bjami Ólafsson.
Miðvikudagur 30. júlf, kl. 20.00
- BLÁFJALLAHELLAR - Verð
kr. 350. Æskilegt að hafa Ijós
með. Brottför frá Umferöarmið-
stöðinni, austanmegin. Farmið-
ar við bil. Frítt fyrir börn í fylgd
fullorðinna.
Feröafélag íslands.
KFUM og KFUK,
Amtmannsstíg 2B.
Samkoma í kvöld kl. 20.30. Upp-
hafsorö og bæn: Steinunn
Ásgeirsdóttir. Ræðumaður:
Guöni Gunnarsson. Gjafir i
starfssjóð. Allir velkomnir.
A
MITSUBISHI FARSÍMAR
Við fengum 100 Mitsubishi farsíma
á einstaklega hagstæðu verði.
69.000
kr. stgr.
Algeriega handfrjáls notkun, þú þarft ekki
að ýta á neinn takka þegar þú talar í
símann, og getur því einbeitt þér að akstr-
inum. Handfrjálsi bljóðneminn sér um að
skipta milli sendingar og móttöku.
Innbyggður hátalari og hljóðnemi.
Læsingarofi, enginn getur hringt úr síman-
um nema sá sem kann lykilnúmerið til að
opna hann.
99 númera minni.
Þá eru í símanum möguleikar:
Til að flytja símtal yfir á annan síma;
Til fundarsamtala þriggja aðila;
Til hindrunar á langlínusímtölum.
Ljósaborð, mjög skýrt hvort sem er í sterku
sólskini eða myrkri, sýnir númer sem
hringt er í, hægt að láta það sýna lengd
samtala.
V® iokum m
Á MÓTIÞÉR
SKIPHOLTI 19
SÍMI 29800