Morgunblaðið - 27.07.1986, Blaðsíða 46
”46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 1986
Heimsmeistaraeinvígið í skák hefst á morgnn:
Gjörólíkur undirbúningur
1. d4 - d5, 2. c4 - c6, 3. Rc3 -
Rf6, 4. e3 — e6, 5. Rf3 — Rbd7, 6.
UNDIRBÚNINGUR heimsmeist-
♦ arans í skák og áskorandans fyrir
einvígi þeirra, sem hefst í London
á morgun, hefur verið gjörólíkur.
Kasparov hefur aðeins teflt tvö
einvígi, við þá Timman og Miles,
auk fjöltefla, en Karpov hefur
hins vegar teflt á fjórum alþjóð-
legum skákmótum, í heimsmeist-
arakeppni sveita í Sviss, á IBM
mótinu í Austurríki, á SWIFT-
mótinu í Brussel og nú siðast á
stórmótinu í Bugojno S Júgóslavíu.
Sannfærandi einvígis-
’ sigrar Kasparovs
Heimsmeistarinn nýbakaði hefur
enn styrkt stöðu sína með öruggum
sigrum yfir tveimur af öfiugustu
stórmeisturum á Vesturlöndum,
Hollendingnum Jan Timman í des-
ember og Englendingnum Tony
Miles í maí. Gegn Timman vann
Kasparov tvær fyrstu skákimar af
miklu öryggi, en virtist ofmetnast
við það og tapaði þriðju skákinni
klaufalega. Næstu tveimur lauk með
jafntefli, en í þeirri síðustu tefldi
Kasparov frábærlega vel í flækjum
og sigraði örugglega.
Á leiðinni heim tefldi hann síðan
mjög óvenjulegt flöltefli við 1. deild-
arlið skákfélagsins í Hamborg.
Kasparov réði ekki við enska stór-
meistarann Chandler og Sjö aðra
öfluga skákmenn, alla í einu. Heims-
meistarinn varð að sætta sig við
tap, 3V2-4V2, þama færðist hann
of mikið í fang.
Það var síðan ekki fyrr en í maí
að Kasparov tefidi næst kappskák,
en hann virtist hafa notað
hvfldartímann vel, því hann rót-
burstaði Tony Miles 5*/2—V2. Að vísu
fékk Miles sín tækifæri, en yfir-
burðimir voru samt sláandi. Eins og
Englendingurinn sagði í gamni við
blaðamann þegar einvíginu lauk:
„Ég hélt ég væri að tefla við heims-
meistarann í skák, ekki 27-eygt
skrímsli sem sæi allt“.
Sjötta og síðasta skákin var sér-
lega glæsileg:
Hvítt: Miles.
Svart: Kasparov.
Slavensk vöm.
Bd3 - dxc4, 7. Bxc4 - b5, 8. Bd3
— a6, 9. e4 — c5, 10. e5 — cxd4,
11. Rxb5 - Rg4!?, 12. Da4
Hvassara en 12. Rxd4 sem Miles
lék í 4. skákinni.
— Rgxe5, 13. Rxe5 — Rxe5, 14.
Rd6++ - Ke7, 15. Rxc8+ - Kf6!!
Nýr og ótrúlegur leikur í stöð-
unni, sem færir svarti frumkvæðið.
Hvítur drepur biskup með skák, en
í stað þess að drepa til baka með
drottningu eða hrók leikur svartur
kóngnum undan.
16. Be4 - Hxc8, 17. h4 - h6, 18.
0-0? - Hcx4, 19. Ddl - d3, 20. Hel
— Hxcl!, 21. Hxcl - d2, 22. Hfl -
Dd4, 23. Hc2 - Dxe4, 24. Hxd2 -
Bc5, 25. Hel — Dxh4, 26. Dc2 —
Bb4, 27. Hxe5 - Bxd2, 28. g3 -
Dd4, 29. He4 — Dd5 og hvítur gafst
upp.
Eftir að hafa glatað titlinum í
byrjun nóvembermánaðar í fyrra
lagðist Anatoly Karpov ekki í þung-
lyndi. Þvert á móti fór hann strax
tónleikar
laugardagogsunnudag
BuWj' Morthens og hljómsveit
Skriðjoklar
Lótus
SvartogbTttTln^"-^’
Hátídardagskrá
sunnudag
Danssýningar Siggi Sigurjóns.
Bardagasýningar Karl Ágúst Úlfsson
íþróttir og Örn Árnason
Tónlist meðléttgrin
Hátíðarræða
Jón Gústafsson
vikuna eftir til Luzem þar sem hann
leiddi sigursveit Sovétmanna í
heimsmeistarakeppni landsliða,
þeirri fyrstu sinnar tegundar. það
var þó ljóst að Karpov hafði ekki
fyllilega jafnað sig eftir einvígið.
Fimm vinningar úr sjö skákum var
að vísu ekkert hneyksli, en gamall
óvinur hans, Viktor Korchnoi, stal
senunni með 7V2 v. af 9 og bezta
árangur keppninnar.
Á IBM-mótinu í Vín í janúar, sem
var fyrsta opna mót sem Karpov tók
þátt í á ævinni, var hann líka frem-
ur daufur. Aftur stal Korchnoi
senunni. Hann varð efstur ásamt
Beljavsky með 6'/2 v. af 9 möguleg-
um, en Karpov hlaut aðeins 6
vinninga ásamt sex öðmm.
Það var ekki fyrr en í Bmssel í
mars að Karpov náði að sýna sitt
rétta andlit. Þar sigraði hann með
yfirburðum, hlaut níu vinninga af
ellefu, tveimur vinningum á undan
Korchnoi. Þar sló hann líka eitt vopn
úr höndum Kasparovs:
Hvitt: Karpov
Svart: Van der Wiel (Hollandi)
Sikileyjarvörn
I. e4 - c5, 2. Rf3 - e6, 3. d4 -
xcd4, 4. Rxd4 - Rc6, 5. Rb5 -
d6, 6. c4 - Rf6, 7. Rlc3 - a6, 8.
Ra3 - d5?!
Kasparov náði að koma Karpov á
óvart með þessum leik í síðasta ein-
vígi, en nú er hann talinn vafasamur.
9. cxd5 — exd5, 10. exd5 — Rb4,
II. Be2 - Bc5, 12. Be3!
Þessi öflugi leikur hrekur gjör-
samlega áætlun svarts. í sextándu
einvígisskákinni í fyrra lenti Karpov
í erfíðri stöðu eftir 12. 0-0? — 0-0,
13. Bf3 - Bf5, 14. Bg5 - He8, 15.
Dd2 - b5, 16. Hadl - Rd3!
- Bxe3, 13. Da4+ - Rd7, 14.
Dxb4 - Bc5, 15. De4+ - Kf8, 16.
0-0
Karpov er nú sælu peði yfir en
öllum á óvart missti hann skákina
samt niður í jafntefli. Það gekk
þannig fyrir sig:
16. - b5, 17. Rc2 - Rf6, 18. Dd3
- g6, 19. Bf3 - Bf5, 20. Dd2 -
h5, 21. Rd4 - Bg4, 22. Rc6 -
Dd6, 23. Re4 - Rxe4, 24. Bxe4 -
Kg8, 25. Hacl - He8, 26. Dd3 -
Bb6, 27. Bf3 - Bc7, 28. g3 -
Df5, 29. Hc3 - Bb6, 30. Hb3 -
Bh3, 31. Bg2 - Bg4, 32. Bf3 -
Bh3, 33. Bg2 - Bg4, 34. Dc3 -
Dd6?. 35. Hel - Hxel+, 36. Dxel
- Df6, 37. h3 - Bd7, 38. Hf3 -
Dd6, 39. Dc3 - Bf5, 40. h4 -
Kh7, 41. Bh3?! - b4!, 42. Del?
Hvítur hefði haft vinningsstöðu
eftir 42. Rxb4! að mati Van der Wiel.
- Dxd2, 43. Bg2 — De6, 44. Dxb4
- Dxc6, 45. Hxf5 — Dcl+, 46.
Kh2 - gxf5, 47. Dxb6 - Dh6!, 48.
Dd4 - He8, 49. Bh3 - f4, 50.
gxf4 - Kg8, 51. b4 - Dg7, 52.
Dd7 - Hel, 53. Dd8+ - Kh7, 54.
Bf5+ — Kh6, 55. Dg5+ — Dxg5,
56. fxg5+ - Kg7, 57. Bd3 - Hal,
58. Bc4 - Hbl, 59. a3 - Hal, 60.
Bxa6 — Hxa3, 61. Be2 — Ha2.
Jafntefli.
I vor hélt Karpov slðan til Bugoj-
no í Júgóslavíu þar sem hann tefldi
í geysiöflugu átta manna móti. Ekki
blés byrlega fyrir honum framan af,
hann tapaði sannfærandi fyrir landa
sínum Ándrei Sokolov, en með mik-
illi þrautseigju vann hann sig upp í
efsta sæti og hélt því. Karpov hlaut
8V2 vinning af 14 mögulegum, vinn-
ingi ofar en Sokolov og Ljubojevic.
Sigur hans var því ömggur en vinn-
ingshlutfallið hefði getað verið hæra.
Það verður samt að taka með í reikn-
inginn að þetta mót var eitt það
sterkasta í skáksögunni og a.m.k.
það fyrsta sem náði styrkleikaflokki
16 (2628 meðalstig).
Það verður fróðlegt að sjá á hveiju
Karpov lumar. Það er ljóst að báðir
hafa undirbúið sig markvisst og
þetta einvígi gæti orðið enn betur
teflt en þau tvö fyrri og eins spenn-
andi og það síðasta.
Spáin: 12‘/2—IU/2 fyrir Kasp-
arov.
Höfðar til
.fólks í öllum
starfsgreinum!