Morgunblaðið - 27.07.1986, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 27.07.1986, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 1986 ---.■ ■■■ ----------------------------------------------------------------------------------------- JT __ ÆT_____ IÞROTTIR UNGLINGA UMSJÓN/Vilmar Pétursson Úrslit á Pollamótinu f úrslitakeppni Pollamóts- ins kepptu alls 14 lid, 7 í A-liðskeppninni og 7 f B- liðskeppninni. Liðunum var skipt í tvo riðla og kepptu efstu liðin úr hvorum riðli síðan til úrsiita um efsta sætið en lið númer 2 kepptu um 3—4 sætið. Úrslit leikj- anna urðu þessi: B-lið: KR-Fram 2:2 Þór A-Bolungarvík 9:0 Fram-Bolunarvík 9:2 KR-Þór A 7:1 Þór A-Fram 2:2 FH-Fram 2:2 Sindri-FH 0:8 Valur-Sindri 12:0 Bolungarvík-KR 0:14 Leikur um 5. sæti Þór A-Sindri 4:0 Leikur um 3. sæti Fram-FH 4:1 Leikur um 1. sæti Valur-KR 0:2 A-lið: Valur-Sindri 5:0 FH-Völsungur 1:1 Sindri-Völsungur 3:6 Valur-FH 0:2 FH-Sindri 0:1 Víkingur-Bolungarvík 12:0 KR-Víkingur 1:2 Bolungarvík-KR 0:15 Völsungur-Valur 2:3 Leikur um 5. sæti FH-Bolungarvík 4:0 Leikur um 3. sæti Völsungar-KR 3:7 leikur um 1. sæti Valur-Víkingur 0:5 • Sigurvegarar KR í B-llða keppninnl á Pollamótinu. Þeir eru í efri röð frá vinstri: Sigurður Fríðriksson, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Kjartan Björgvinsson, Óskar sigurgeirsson, Ólafur Jón Ormsson og Georg Lúðvíksson. í neðrí röð frá vinstri: Sverrír Þór Viðarsson, Benedikt Magn- ússon, Kristinn Rúnar Victorsson, Hörður Gylfason, Arnar Sigurgeirsson og Haraldur Þorvarðarson. Pollamót Eimskips og KSÍ: Pollar um allt land eltust við leðurtuðruna Pollamót Eimskips og KSÍ er mót þar sem knattspyrnumenn 10 ára og yngri fá útrás fyrir fótboltaþörf sína. Því lauk um síðustu helgi. 73 lið eða 730 pollar hófu þátttöku í þessari keppni sem hófst með keppni í ríðlum út um allt land. Það var því mikið búið aö ganga á áður en sjáif úrslita- keppnin hófst en þar höfðu 14 liö tryggt sér þátttökurétt. Þau voru: A-lið; A-riðill: Valur, FH, Völsung- ur og Sindri. A-lið; B-riðill: KR, Víkingur og Bolungarvík. B-lið; B-riðill: KR, Þór A, Bolung- arvík og Fram. B-lið; B-riðill: Sindri, FH og Valur. Sigurður með m fc þrennu Í flokki A-liða voru það Víking- ar og Valsmenn sem unnu sína riöla og kepptu því til úrslita um efsta sætið. Víkingarnir mættu mjög ákveðnir i þennan leik, spil- uðu frábæran fótbolta og leik- mennirnir spiluðu sem ein liðsheild þar sem allir voru virkir sama hvort þeir voru með bolt- ann eða ekki. Árangurinn af þessu lét ekki á sér standa því fljótlega í leiknum náðu Víkingar forystu með glæsilegu marki sem Sigurður E. Sigurðsson l> skoraði beint úr aukaspyrnu; hann bókstaflega „smurði bolt- anum i skeytin". Áfram hélt sókn Víkinga og þeir bættu tveimur fallegum mörkum við fyrir leikhlé. Það fyrra gerði Sigurður eftir fallegt gegnumbrot Þorbjarnar Sveins- sonar en hið seinna Georg Ómarsson eftir hornspyrnu. Víkingar héldu áfram í síðari hálfleik þar sem frá var horfið í þeim fyrri. Tjörvi skoraði 4. mark þeirra. Hann fékk boltann einn og óvaldaður eftir að hjólhesta- spyrna Þrastar Helgasonar hafði skollið í slá Valsmarksins. Sig- urður E. skoraði síðan síðasta mark leiksins og sitt þriðja skömmu fyrir leikslok. Valsmenn, sem komu mjög á óvart á þessu móti með mjög góðri frammistöðu, mættu ofjörl- um sínum í þessum leik en þeir eiga þó góðu liði á að skipa. Lið Víkinga blómstraði á mótinu og eins og áður sagði sýndu þeir frábæran leik í úrslitaleiknum og kórónuðu þar með góða frammi- stöðu sína á mótinu. KR-ingar bestir B-liða f úrslitaleik B-liða áttust við KR og Valur og var það mikill barningsleikur. í fyrri hálfleik tókst hvorugu liðinu að skora mark en KR sótt öllu meira án þess þó að skapa sér nein hættu- leg marktækifæri. KR-ingar höfðu undirtökin áfram í síðari hálfleik en þaö var ekki fyrr en um miöjan háifleikinn sem fyrsta markið leit dagsins Ijós. Hinn stórhættulegi sóknar- leikmaður Sverrir Þór skoraði þá fallegt mark með viðstöðulausu vinstrifótar skoti og hafnaði knötturinn efst í markhorninu, óverjandi fyrir markvörð Vals. Þremur mínútum fyrir leikslok innsigluðu KR-ingar sigur sinn með fallegu skallamarki Bene- dikts Magnússonar. Sigur KR var sanngjarn, þeir hafa sýnt það á þessu og öðrum mótum í sumar að lið þeirra er harðsnúið. Valsmenn spiluðu þennan leik skynsamlega, þeir vörðust vel og fengu siðan nokkr- ar skyndisóknir sem báru þó ekki árangur en eins og í A-liðskeppn- inni kom árangur þeirra skemmti- lega á óvart. Margskonar verð- laun og viðurkenningar Það voru því Víkingar og KR- ingar sem hömpuðu hinum glæsilegu bikurnum sem Eim- skipafélagið gaf og var það Ágúst Jónsson fyrrverandi skipherra sem afhenti sigurvegurunum þá í mótslok. Allir þátttakendur fá sfðan send heiðurs- og viður- kenningarskjöl fyrir þátttöku sína í drengilegri keppni. Einnig var valinn besti sóknar- og varnar- maður mótsins og fengu þeir einnig bikara fra Eimskip. Þeir sem þessi verðlaun hlutu voru: Ingi Júlíusson, Fram, besti varnarmaður B-liöa. Sverrir Þ. Viðarsson, KR, besti sóknarmaður B-liða. Georg Ómarsson, Víkingi, besti varnarmaður A-liöa. Siguröur Elvar Sigurðsson, Vikingi, besti sóknarmaður A- liða. Allir þátttakendur i þessu skemmtilega móti fá því verðlaun eða viöurkenningar til að gleðjast yfir. Morgunblaðlð/Börkur • Benedikt Magnússon fyríriiði KR-B var að vonum ánægður þegar hann hafði fengíð þessa fallegu bikara afhenta sem sigurlaun í Polla- mótinu og lái honum hver sem vill. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.