Morgunblaðið - 27.07.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.07.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 1986 23 Jón Kjartansson frá Eskifirði á leið til hafnar. Gamla-búðin, þar sem er Sjómiiyasafn Austurlands og Byggðasafn Eskifjarðar. Vestmannaeyjar, ísafjörður og Grundarfjörður. Gamla-búðin á Eskifirði er með eldri verslunarhúsum á landinu sem varðveist hafa, byggt á tímabilinu frá 1816—1833. Þar er nú til húsa Sjóminjasafn Austurlands og Byggðasafn EskiQarðar. Gamla- búðin var endurbyggð, að því er talið er í sinni upprunalegu mynd, fyfir fáum árum og gerð að safna- húsi. Safnvörður í Gömlu-búð er Geir Hólm, sem var í sumarleyfi þegar blaðamaður heimsótti Eski- flörð fyrir skömmu, en Hilmar Bjamason sem á meðan gegnir starfi safnvarðar gerðist leiðsögu- maður okkar um safnið. Þegar gengið er inn í Gömlu-búð er fyrst komið inn í verslun, sem að sögn Hilmars er dæmigerð fyrir sölubúðir á 19. öldinni. Vamingur- inn í hillunum er frá því um aldamótin og snemma á þessari öld og viðbúið að yngra fólki kæmi þar margt spánskt fyrir sjónir, enda ýmislegt sem ekki er tiltækt í versl- unum í dag. Það gætir ýmissa grasa og í einni búðarhillunni era t.d. harðir flibbar, export og kúakambar við hliðina á tóbaki og sápu. Á búðarborinu er lóðavigt og forn- fálegur peningakassi. Hilmar sagði að starfrækt hefði verið í húsinu samskonar sölubúð fram til ársins 1902, en eftir það þegar nýtt versl- unarhús leysti Gömlu-búð af hólmi, var húsið notað sem geymsla fyrir saltfisk og aðrar vörar. Inn af búðinni er Sjóminjasafn Austurlands. Þar er að finna ýmsar minjar og líkön sem varpa ljósi á útgerð og fiskverkun á Austurlandi á síðustu öld og fram á þessa. Á miðju gólfi stendur árabátur frá 1916, með seglum og öðram út- búnaði sem tilheyrði slíkum bátum og róið var á til fiskjar. Meðal gam- alla muna er ýmislegt sem minnir á upphaf síldveiðanna og á hákarla- veiðar sem áður vora stundaðar við Austfirði. Á veggjum hanga myndir sem margar varpa ljósi á atvinnu- hætti á fyrri áram. Til gamans má geta að sumar þeirra tók Lára Ól- afsdóttir, sem var lærður ljósmynd- ari, en er öilu þekktari fyrir bréfín frægu sem Þórbergur skrifaði henni. Á Sjóminjasafni Austurlands era líkön t.d. af stauranót, síldarlás, síldarsjóhúsi og af fyrsta vélbátnum sem kom til Reyðarfjarðar, en þau líkön gerði Geir Hólm en hann hef- ur unnið mikið starf við innréttingu og endurbyggingu Gömlu-búðar, að sögn Hilmars Bjarnasonar. Einnig er til sýnis líkan af Ásubergsskipinu sem Jón Sigurðsson, Rjóðri við Djúpavog, smíðaði, en Ásubergs- skipið er eitt af víkingaskipum sem grafín hafa verið upp í Noregi. Þá er á safninu flettimappa með mynd- um og upplýsingum um skip og báta sem verið hafa á Eskifirði frá 1862 og fram til okkar daga. Efri hæð Gömlu-búðar er básuð niður og era þar munir o.fl. sem minna á heimilisiðnað og hand- verksmenn á Eskifirði allt frá síðustu öld. Hvað mesta athygli hefur vakið bijóstsykurgerðin sem keypt var til Eskifjarðar um 1898 frá Danmörku. Jón Þorsteinsson, bakari, var sendur til Danmerkur til að nema þar kúnstina og var orðlagður fyrir framleiðslu sína. Bijóstsykurgerðin var starfrækt fram til 1930. Aðrir básar sýna aðstæður og áhöld sem snerta skósmíði, járn- smíði, trésmíði, röra- og steinsteypu og tóvinnu og heimilisiðnað. í einu homi loftsins hefur verið sett upp lækningastofa, búin tækjum Einars Ástráðssonar, sem lengi var læknir á Eskifírði, og áhöldum frá spítala sem starfræktur var á Eskifirði á áranum 1911—32, þ. á m. skurðar- borði fomfálegu sem mun reyndar hafa verið notað miklu lengur. Það má með sanni segja að Gamla-búð veiti yfirlit yfir sögu Eskifjarðar, bæjar þar sem verslun hófst fyrir 200 áram og afkoma íbúanna hefur verið háð físki og sjósókn öðra fremur. Svo er enn í dag þótt við aðrar aðstæður sé en áður fyrr. Þar sem fyrir 200 áram kúrði kotbýli eitt á litlu túni, er nú blómlegur bær sem um 1.100 manns byggja. Karl Símonarson: Ekkert verið byggt hér í 3—4 ár. „Jú, en það er nú orðið langt síðan, ég var ein þijú kjörtímabil í hreppsnefndinni, líklega á áranum 1960—1970. Þá var ágætis sam- staða innan hreppsnefndarinnar og reksturinn í bæjarfélaginu gekk vel, hvorki hlóðust upp skuldir né annað og var þó ýmislegt gert. Það var steypt héma aðalgatan sem ekki var svo lítið átak þá og læknis- bústaðurinn byggður og byggt við félagsheimilið. Þetta var auðvitað ekki mér að þakka, það vora aðrir. Nú heyrir maður að allt sé aura- laust, hvers vegna skal ég ekki segja, en maður heyrir að öllum íjarmunum sé sópað suður til Reykjavíkur." — En hefur ekki mikið byggst upp hér á Eskifirði á síðustu áram og áratugum? „Fólk bjó allt öðravísi fram til 1952—3, þá taldist það ekki vanda- mál þótt 3—4 íjölskyldur byggju saman í einu húsi. Þá var búið þröngt og þótti sjálfsagt — ekkert mál. Eftir 1954 byijaði að byggjast upp hér og hélt áffarn þar til fyrir 3—4 áram, þá staðnaði allt saman og síðan hefur varla nokkuð verið byggt. Varla svo mikið sem hænsnakofí, enda engin hænsn lengur. En ég man eftir því þegar hænur vora við svo til hvert hús og 102 beljur í bænum þegar mest var, rétt í stríðsbyijun, en allt hefur þetta breyst. En að fólk skuli ekki geta byggt og eigi enga peninga þar sem önnur eins verðmætasköp- un fer fram, það er undarlegt og óskiljanlegt. Svona getur þetta ekki gengið til lengdar. Ég er helst á að fólki hafi fækkað hér á staðnum, heilu fjölskyldumar hafa flutt í burtu og það munar um það.“ Torfhildur Magnúsdóttir: Leiddist óskaplega hérna til að byrja með „ÉG ER fædd og uppalin á Reyð- arfirði en flutti hingað til Eskifjarðar árið 1942 til að vinna á símstöðinni. Eskifjörður fannst mér þá stór og fjölmennur bær miðað við Reyðarfjörð og mér leiddist alveg óskaplega til að byija með. En það lagaðist fljótt og nú vildi ég hvergi annars stað- ar búa.“ Viðmælandi okkar er Torfhildur Magnúsdóttir, en hún var stöðvar- stjóri Pósts og síma á Eskifirði í tæp 32 ár, frá 1949 og fram á mitt ár 1981. Hún var gift Hall- grími Hallgrímssyni, en hann lést árið 1984. — Var ekki óalgengt á þessum tíma að konur gegndu trúnaðar- störfum? „Jú, frekar var það nú, en samt vora konur stöðvarstjórar bæði á Egilsstöðum og á Reyðarfirði og eflaust víðar. Eg átti alls ekki von á að fá stöðuna þegar ég sótti um, en ég hafí þá unnið á símstöðinni í rúm 7 ár. Mig minnir að margir hafí sótt um og ég var eini kven- maðurinn í þeim hópi. En það fór nú samt svo að ég fékk stöðuna." — Hvemig var vinnuaðstaðan og húsakynnin hjá Pósti og síma þá? „Símstöðin var þá í litlum kjall- ara og þrengslin alveg geysileg. Það vora tvö lítil herbergi þarna í gamla símstöðvarhúsinu sem var kolakynt og kyndarinn var í biðstofunni. Það var engin böggla- eða póstgeymsla. í þá daga vora póstflutningar að mestu bundnir við skipin og mikið magn sem kom í einu, sérstaklega fyrir jólin, og þá var varla hægt að komast inn fyrir dymar. Þarna voram við í 11 ár. Þegar ég tók við þurfti ég sjálf að kaupa af for- vera mínum það sem þarna var, t.d. skrifborð og tvo peningakassa, en Póstur og sími átti lítið annað en lítinn peningaskáp og klukku. Og fyrst ég er nú farin að tala um aðstöðuna á þessum árum, þá dett- ur mér í hug að það lak í nokkum tíma inn vatn í gegnum loftið og við þurftum að hafa bala undir lek- anum, en þegar það dugði ekki til setti Hallgrímur þakrennu innan á loftið svo vatnið rynni allt í einn bala, en þetta var svo lagað. Fyrstu árin var eitt handsnúið símaborð með 40 númeram. Þá vora tiltölulega fáir einstaklingar með síma og mikið um boðsending- Torfhildur Magnúsdóttir, stöðv- arstjóri Pósts og síma í meira en 30 ár. ar. Samt /ar enginn sendill á stöðinni fyrstu árin og ég varð að biðja Pétur og Pál um að hlaupa og sækja fólk í símann þegar þann- ig bar undir. En það breyttist allt. A stríðsáranum og síldaráranum var sérstaklega mikið að gera og mjög erfítt að ná sambandi í gegn- um símann, en þá fóra öll símtöl í gegnum stöðina. Sérstaklega var erfítt að ná í gegn á stríðsáranum, því herinn hafði alls staðar for- gang.“ — Og þú varst eini starfsmaður- inn, eða hvað? „Á pósthúsinu, já, það er að segja ég átti að vera það. En þetta var allt of mikið starf fyrir eina mann- eskju og hefði aldrei gengið nema af því að við hjónin voram bæði í þessu, en á einum launum. Þannig gekk það í 10 ár áður en það fékkst í gegn að hann fengi greitt fyrir sína vinnu líka. Það var margt sem hljómar ótrúlega nú, og þegar var flutt í nýja símstöðvarhúsið þá sá maður best hve aðstaðan öll hafði verið óskaplega erfíð. Svo varð gjör- bylting þegar allt varð sjálfvirkt, þá furðaði maður sig mest á því hvemig þetta gat allt gengið áður. Ein mikil breyting varð með tilkomu sjálfvirkninnar, en það vora hin persónulegu kynni sem urðu sér- staklega á milli okkar símastúlkn- anna, eins og við voram kallaðar í þá daga. Ég eignaðist margar góð- ar kunningjakonur í gegnum símann og á enn í dag. Þetta er að mestu liðin tíð og er það miður að mínu mati.“ — Hvemig var hægt að gegna jafn erilsömu starfí og ala jafnframt upp 4 böm? „Það var oft erfítt og hefði aldr- ei blessast nema af því að við voram tvö og unnum alltaf sarnan." Gamla-búðin á Eskifirði Sjóminjasafn, byggða- safn og dæmigerð verslun frá því á 19. öld. ÞANN 18. ágnst 1786 var birt í Kaupmannahöfn konungleg aug- lýsing þar sem tilkynnt var að stofnaðir yrðu 6 kaupstaðir á íslandi, en þá höfðu Islendingar búið við verslunareinokun í 184 ár, sem aflétt var með stofnun þessara kaupstaða. Eskifjörður er einn þeirra kaup- staða sem halda nú hátíðlegt 200 ára afmæli sitt. Á Eskifírði var ekki fjölmenn byggð á þessum tíma. I nýútkomnu afmælisriti um Eski- ijörð segir að kotbýli eitt hafí kúrt í litlu túni þar sem bærinn stendur nú og hafí íbúar í ársbyijun 1786 verið 8. Til samanburðar má geta þess að í Reykjavík vora á sama tíma innan við 170 íbúar. Auk þess- ara tveggja staða fengu kaupstað- arréttindi árið 1786 Akureyri, Hilmar Bjarnason Texti: Kristín A. Árnadóttir Myndir: Ingólfur FriðgeirssonJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.