Morgunblaðið - 27.07.1986, Blaðsíða 60
60
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 1986
Daniel Camey: Macao
Útg-. Corgi Books 1986
Macao er kynlegur staður, ör-
smár landsskiki sem kúrir á strönd
meginlands Kína. Þar hafa Portú-
galar ráðið en nú eru hafnar
samningaviðræður um framtíð
Macao, þótt ekki sé afráðið enn
hvemig málið verður leyst. í Maeao
búa um 400 þúsund manns á 16
ferkílómetra landi. Að vísu fylgja
nokkrar smáeyjar. Langflestir íbúar
em Kínveijar og auðvitað hefur
jpt töluverð blöndun verið við Portúgai-
Hvaða bækur eigum við að lesa
í sumarleyfinu?
JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR
ana gegnum tíðina. í Macao hefur
löngum verið sagt að þar sé gróðra-
stía hvers kyns spillingar, smygl
og svínarí þrífist þar og sé látið
óátalið. Spilavítið í Macao er sagt
miðstöð smyglara og njósnara sem
þar makki og plotti út og suður.
Macao og nágrannabyggðin
Hong Kong em sögusvið bókarinn-
ar. Hún snýst um að á Macao em
bækistöðvar illræmdrar glæpa-
mannaklíku sem hefur dafnað á
ólöglegri gullsölu. Aðalglæponinn
er doktor Sun, og að honum gengn-
um tekur Crystal Lily dóttir hans
við. Þá kemur til sögunnar flótta-
stúlkan Mae Ling sem vill allt vil
vinna að vera ekki send aftur til
Kína og Höggormsmaðurinn Nik-
olai, sem hafði unnið fyrir doktor
Sun en síðan sezt í helgan stein í
Hong Kong. Crystai Lily leitar hann
uppi til að fá hann til að fara í
síðustu gullsmyglferðina og verður
þá allt hið sögulegasta eins og við á
í slíkri bók.
Daniel Carney, höfundur bókar-
innar, mun vera fæddur í Beirút
Ovcrf‘«jrMí»ntlis
«1 Ncw York T'hiun Beslselit'rf
ROBIIN [VORWOOD
WOMEN
WHO
TOO
MUCH
I WhenYou
KeepWishing
«ind Hoping
He'il Cliange
'■farlusl vviHi imck'fsLUKÍíng.
bí>;>e,.UKl .ibow aIí, iH'ip."
••S.IHIA il.iib.ira Newv i‘»csv
VÖR0SYNIN6AR
GJAFAVÖRUR
FRANKFURTINTERNATIONAL FAIR
FRANKFURT 23.-27. ágúst
Hópferö 22. ágúst
ALÞJÓÐLEG VÖRUSÝNING
LEIPZIGER MESSE
LEIPZIG 31. ágúst-06. september
JÁRNIÐNAÐUR
METAV-7 SÝNINGAR Á SAMA TlMÁ
BIRMINGHAM 01.-05. september
Hópferö 02. september
LJÓSMYNDAVÖRUR
PHOTOKINA
KÖLN 03.-09. september
Hópferö 02. september
BÍLAR OG BILAVARAHLUTIR
AUTOMECHANICA
FRANKFURT 09.-14. september
Hópferö 08. september
GLERIÐNAÐUR
GLAS
DUSSELDORF 24.-27. september
Hópferö 23. september
MATVÆLI
SIAL
PARÍS 20.-24. október
Hópferö 18. október
HÓTEL OG VEITINGAR
EQUIP’HOTEL
PARÍS 20.-27. október
Hópferð 18. október
KJÓTIÐNAÐUR OG
MATVÆLAFRAMLEIÐSLA
GIA/MATIC
PARÍS 13.-19. nóvember
Hópferö 12. nóvember
PÖKKUN
EMBALLAGE
PARÍS 13.-20. nóvember
Hópferð 12. nóvember
Ef auglýstir brottfarardagar henta ekki, höfum við
tryggða hótelgistingu fyrir þá sem feröast vilja
aðra daga.
Fáið upplýsingar og bæklinga hjá okkur;
pantið tímanlega!
Ijf^j FERÐA.. Centcat
BmIÐSTOÐIIM Jccwd
A Ð A LSTRÆTI 9 - REYKJAVlK - S. 2 8 1 3 3
LEIPZIG TRADE FAIR
German Democratic
Republic
|i:' _<«
<<> y
sfi
og faðir hans var í brezku utanríkis-
þjónustunni. Hann ólst upp í
Austurlöndum fjær og ferðaðist
uppkominn vítt um veröld. Af frá-
sögninni má ráða að hann er vel
að sér um þennan heimshluta og
auðvitað er það til bóta.
Robin Norwood: Women who
love too much
Útg. Pocket Books, New York
1985
Hvers vegna verða konur ást-
fagnar af mönnum, sem geta ekki
endurgoldið ástina? Menn sem eru
tilfinningalega séð ekki „innan seil-
ingar", menn sem eru háðir áfengi,
eða eru vinnusjúklingar? Þetta er
auðvitað ekki ómerkara rannsókn-
arefni en hvað annað og Robin
Norwood sem mun vera sálfræðing-
ur eða félagsráðgjafi hefur nú
skrifað bók sem á að hjálpa þessum
konum að horfast í augu við stað-
reyndir, skilja þær og breyta
ástarfarveginum. Höfundur segir
að konur sem elska of mikið, hneig-
ist einatt af fjarrænum, duttlunga-
fullum mönnum en líti varla við
mönnum sem eru venjulegir af því
að þeir hljóti að vera svo leiðinleg-
ir. Konur sem elska of mikið sýna
fleiri einkenni: þær vanrækja vini
sína og áhugamál til þess að þær
séu alltaf til taks þegar viðkomandi
lætur í sér heyra. Þeim finnst lífið
einskis virði án hans. Og svo fram-
vegis. Allt er þetta nú heldur
almennt orðað hjá höfundi svona
við fyrstu sýn að minnsta kosti.
I bókinni skýrir höfundur þetta
svo nánar og segir frá samtölum
sínum við þessar konur sem eiga
við þennan vanda að stríða. Oftast
kemur í ljós að konan hefur búið
við öryggisleysi í bernsku, hún hef-
ur verið of háð foreldrum sínum eða
hún hefur alls ekki verið tengd þeim
tilfinningalega. Þeim finnst þær
þurfa að bæta sér og reyndar í
upphafi mönnunum upp eitthvað
sem er þeim óskilgreinanlegt unz
Robin Norwood kemur á vettvang
og býður þeim pottþétta aðferð til
að losna undan þessari ástarþrá
sem hlýtur að eyðileggja þær. Og
hún segir að þeim geti batnað og
þær náð valdi á tilfinningum sínum
svo að þær losni undan fargi auð-
mýkingarinnar sem er að sliga þær
og verður þeim enn ljósari eftir að
þær hafa farið í meðferð hjá Robin
Norwood.
Wterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiöill!