Morgunblaðið - 27.07.1986, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 1986
plnri0m Útgefandi íTt|ífeíj»ÍÍÍI> Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 450 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 40 kr. eintakið.
Vernd íslenskrar
tungn
Islendingar eru ekki eina smá-
þjóðin á Vesturlöndum, sem
áhyggjur hefur af tungu sinni
og menningu, á tímum alþjóð-
legrar fjölmiðlunar, þar sem
enska ræður ferðinni. í grein hér
í blaðinu 11. júlí sl. kom fram,
að í Danmörku fara fram miklar
umræður um þetta efni og virð-
íst sumum, sem kvatt hafa sér
hljóðs, að danskri tungu sé teflt
í tvísýnu vegna sinnuleysis um
ensk áhrif. Hefur jafnvel verið
talað um bráðan háska tungunn-
ar. í greininni kemur þó fram,
að ekki eru allir á einu máli um
hætturnar af erlendum áhrifum.
Erik Hansen, formaður danskrar
málnefndar, er t.d. í hópi þeirra,
er telja hin útlendu tökuorð til
marks um eðlilega þróun tung-
unnar. Hann bendir á, að
tökuorð séu alls ekki nýjung í
danskri tungu og margt af því,
sem nú þyki gott og vandað
mál, hafi upphaflega verið útlend
aðskotaorð.
Þessi skoðanamunur er um
margt athyglisverður. Það er
vissulega rétt, að tungan er í
sífelldri framvindu og endurnýj-
un. Útlend tökuorð geta á
stundum verið eðlileg eða óhjá-
kvæmileg ef þau lúta lögmálum
tungunnar. En umburðarlyndi í
þessum efnum eru mikil takmörk
sett og ólík viðhorf í Danmörku
og íslandi stafa m.a. af því, að
erlend orð falla betur að dönsku
en íslensku vegna beygingar-
kerfis okkar, eins og formaður
dönsku málnefndarinnar bendir
raunar á í fyrrnefndri grein hér
í blaðinu. En það er ekki fyrst
og fremst skoðanamunurinn í
Danmörku, sem er athyglisverð-
ur, heldur hitt, að umræður um
vanda þjóðtungunnar á tímum
alþjóðlegrar fjölmiðlunar skuli
vera svo áberandi þar í landi,
sem raun ber vitni. Þetta er
lærdómsríkt fyrir íslendinga, en
hérlendis virðast ýmsir halda,
að hvers kyns málverndarsjónar-
mið séu til marks um aftur-
haldssemi eða jafnvel íslenskan
sérvitringshátt. Sannleikurinn er
sá, að það er ekki aðeins á ís-
landi — og í Danmörku — sem
umræður um málvernd fara nú
fram. Meðal Evrópuþjóða, sem
ekki hafa ensku að móðurmáli,
er mikið um þetta hugsað og
rætt á opinberum vettvangi og
víða hafa stjórnvöld gripið til
ýmissa ráðstafana til að efla
þjóðtungumar og vernda.
Á allra síðustu árum hafa ís-
lendingar fengið að kynnast því,
hvað alþjóðleg fjölmiðlun er og
hvernig hún er smám saman að
gera heiminn að einni menning-
ar- eða ómennigarheild. Náin
samskipti manna af ólíku þjóð-
erni og mismunandi kynþáttum
em af hinu góða, svo og allt er
stuðlar auknum skilningi á fram-
andi menningu, enda er eitt að
skilja og annað að réttlæta eða
sætta sig við. Hitt er jafnljóst,
að án hinnar fjölbreytilegu
menningar þjóðanna væri heim-
urinn snauðari, en hann er nú.
Sama gildir um þjóðtungumar.
Á það er t.a.m. að líta, að þjóð-
tungumar em uppspretta og
forðabúr breytilegs skilnings og
þekkingar á náttúm og mann-
félagi. I því sambandi þarf ekki
annað en að nefna, hversu ólíkur
vemleiki snjór er fyrir inúkum —
eða íslendingum — sem hafa
fjölbreytileg orð yfir margvísleg-
ar myndir þessa fyrirbæris, og
þeim íbúum á suðurhveli jarðar,
sem þekkja snjó alls ekki eða
aðeins lítillega og hafa yfir hann
eitt orð eða jafnvel ekkert.
Við íslendingar emm hreyknir
af því, að vera sjálfstæð þjóð,
ekki síst í Ijósi þess, hversu fá-
mennir við emm. Ymsar millj-
ónaþjóðir í nágrenni okkar þurfa
að lúta erlendum yfirráðum. Það
er athyglisvert, að eitt helsta ráð
drottnaranna til að halda sjálf-
stæðisbaráttu þessara þjóða
niðri, felst í því, að slæva vitund
þeirra um eigin tungu og sögu
og jafnvel vinna skipulega að
skemmdum á tungumálum
þeirra. íslendingar ættu að
minnast þess, að það var vegna
þess að hið menningarlega sjálf-
stæði okkar glataðist aldrei, að
við endurheimtum hið stjómar-
farslega sjálfstæði. Höfuðþáttur
menningarlegs sjálfstæðis er
tungan og nú sem fyrr er varð-
veisla hennar forsenda þess, að
við fáum áfram að búa sjálfstæð
þjóð í eigin landi.
Deilur um eitt og eitt erlent
orð í íslensku máli kunna að virð-
ast hégómlegar, og vissulega
skulum við gæta þess að missa
ekki sjónar á skóginum fyrir
tijánum, en við skulum einnig
hafa í huga, að dropinn holar
steininn. Erlend tökuorð eru
veruleiki, sem við verðum að
sætta okkur við að einhverju
marki og alls ekki ástæða til að
amast við þeim öllum, en höfuð-
máli skiptir að vemda málkerfi
tungunnar, sérkenni íslenskunn-
ar. Við höfum sýnt að við getum
staðist mikla ágengni, en nú
þegar alþjóðahrinan kemur á
okkur skiptir öllu að við séum á
varðbergi. Hér gildir engin létt-
úð, því sjálf þjóðartilvera okkar
er í veði.
Sagan, samansöfnuð
reynsla þjóða og mann-
kyns, geymir þá lærdóma,
sem eru beztu vegvísarnir
inn í framtíðina. Þess-
vegna þarf bæði að horfa
um öxl og fram á veg þeg-
ar stefna er mörkuð inn í óráðna framtíð.
Þessvegna er nauðsynlegt að gera sér
grein fyrir aðdraganda að mikilvægum
ákvörðunum í sögu eigin þjóðar. Einn
meginþáttur í utanríkisstefnu íslenzka
ríkisins, sem mótuð var á fyrsta áratug
lýðveldisins, var aðildin að Norður-Atlants-
hafssamningnum, varnarsamningi helztu
lýðræðisríkja heims, austan hafs og vest-
an. Fram að þeim tíma trúðu menn því
að „ævarandi hlutleysi“ og fjarlægð frá
öðrum þjóðum væri okkur ærin vöm gegn
hvers konar hemaðarvá. Síðari heimsstyij-
öldin kollvarpaði þessari trú. Þrátt fyir
yfírlýst hlutleysi vóru þijú Norðurlanda
hernumin, Danmörk, ísland og Noregur.
Þau vóru síðar stofnaðilar að Atlantshafs-
bandalaginu.
Tengslin við Danmörku
í ræðu sem Bjami heitinn Benediktsson,
einn hæfasti stjómmálamaður okkar á
þessari öld, hélt á fundi sjálfstæðisfélag-
anna í Reykjavík í febrúar 1949, komst
hann m.a. svo að orði:
„Lengi héldu menn, eða þóttust halda,
að vera íslands í danska ríkinu — og eftir
1918 samband íslands við það — væri næg
trygging fyrir öryggi landsins. Jafnvel í
baráttunni um lýðveldisstofnunina 1944
heyrðist sá sónn, að ísland væri sett í
aukna hættu, ef stjómskipuleg tengsl þess
við Danmörku væm slitin.
þ Reynslan sjálf, sem jafnan er ólygn-
ust, hafði hins vegar fyrir löngu skorið
úr því, að danska ríkið megnaði ekki að
veita Islandi hjálp, ef á reyndi. Þvert á
móti höfðu Napóleonsstyijaldirnir fært
mönnum heim sanninn um það, að vegna
þess að ísland var talið hluti af danska
ríkinu, lenti það í hættu, er Danmörk dróst
inn í styijöld. Að því sinni barg góðvild
Englendinga og fjarlægð íslands frá hinum
þýðingarmeiri vígstöðvum landinu frá
beinum hemaðaraðgerðum, þó að margs
konar óþægindi og skort leiddi af því stríði
fyrir Islendinga.
í fyrri heimsstyijöldinni, 1914-1818,
óttuðust menn mjög, að Danmörk kynni
þá og þegar að dragast inn í stríðið og
að Island mundi þess vegna lenda í hættu,
ef það enn væri talið hluti danska ríkis-
ins. Meðal annars af þessum sökum vildu
menn mjög hraða samþykkt sambandslag-
anna 1918 og lögðu þá mikla áherzlu á
hlutleysisyfírlýsinguna í 19. grein þeirra,
þar sem sagt var, að ísland lýsti yfír ævar-
andi hlutleysi sínu“.
Brussel-bandalagið
Sovétríkin ástunduðu ótvíræða út-
þenslustefnu á ámnum eftir heimsstyijöld-
ina síðari. Þau færðu yfírráðasvæði sitt
stöðugt vestur á bóginn. Lýðræðisþjóðum
V-Evrópu og N-Ameríku varð ljóst „að
ekki væru framundan þeir tímar friðsæld-
ar og öryggis, sem þær höfðu vonað og
Samtökum Sameinuðu þjóðanna hafði ver-
ið ætlað að tryggja", segir Bjarni Bene-
diktsson í tilvitnaðri ræðu. Hann sagði
ennfremur:
„Á stríðsárunum og fyrstu árunum þar
á eftir höfðu þau (Sovétríkin) lagt undir
sig Eistland, Lettland og Lithauen og hluta
af Finnlandi, Póllandi, Rúmeníu, Þýzka-
landi og Tékkóslóvakíu. Á næstu árum var
í skjóli Rauða hersins sovézka komið til
valda einræðisstjómum kommúnista í Alb-
aníu, Búlgaríu, Póllandi, Rúmeníu,
Tékkóslóvakíu, Ungveijalandi og Austur-
Þýzkalandi.
Þegar hér var komið 'þótti þjóðum
V-Evrópu það ljóst, að þær yrðu að grípa
til sameiginlegra vamarráðstafana, ef þær
vildu ekki eiga það á hættu að verða hver
á fætur annarri fórnarlömb yfírgangs-
stefnu Sovétríkjanna. í marz 1946, mánuði
eftir valdarán kommúnista í Tékkóslóv-
akíu, var hið svokallaða Brussel-bandalag
stofnað, en það var bandalag Bretlands,
Frakklands, Belgíu, Hollands og Lúxem-
borgar. Þessi ríki skuldbundu sig til að
koma upp sameiginlegum vörnum og hafa
með sér samvinnu á sviði efnahags- og
menningarmála. Danir, Norðmenn og
Svíar höfðu einnig gert tilraun til stofnun-
ar norræns vamarbandalags, sem ekki bar
árangur, umfram alit vegna ólíkrar utan-
ríkissteftiu þessara landa.“
Síðan rakti ræðumaður framvindu þess-
ara ára áfram. Greinilegt var, segir hann
efnislega, að vamarmáttur Brussel-banda-
lagsins mátti sín lítils gegn vaxandi
herveldi Sovétríkjannna, ef á reyndi, ,jafn-
vel þótt önnur fijáls Evrópuríki bættust í
hóp þeirra“. Þessvegna vóru — á miðju
ári 1948 — teknar upp viðræður um vam-
arbandalag lýðræðisþjóða beggja vegna
Atlantshafsins, milli Brussel-bandalagsins,
Kanada og Bandaríkjanna. Síðar var fleiri
ríkjum boðin aðild að þessum viðræðum.
Sögulegt baksvið þessara viðræðna var
sameiginlegur lærdómur fjölda þjóða: „ef
aflið til vamar er ekki fyrir hendi, hefur
reynslan kennt þjóðunum, að hlutleysi
stoðar lítt, ef voldugir nágrannar líta þær
girndaraugum".
Norðurlönd og
Eystrasaltsríkin
Sex tiltölulega fámenn grannríki, þijú
Norðurlanda- og þijú Eystrasaltsríki, vóru
hemumin í heimsstyijöldinni síðari, þrátt
fyrir yfírlýst „ævarandi hlutleysi“. Norð-
urlöndin þijú hlutu frelsi með friði, er
hildarleiknum lauk, en Eystrasaltsríkin
sitja enn undir hrammi rússneska bjamar-
ins, fjörutíu ámm eftir stríðslok, og litlar
horfur, ef nokkrar, eru á breytingu þar á.
Á ámnum fyrir síðari heimsstyijöldina
og í stríðsbyijun kepptust Norðurlöndin
við að gera umheiminum ljóst, að þau vildu
halda sig utan átaka stórveldanna. Öll
Norðurlöndin, utan ísland, höfðu töluverð-
an herafla til vemdar hlutleysi og fullveldi
sínu. Á Finnland var ráðist, þrátt fyrir
hlutleysi þess. Danmörk var hemumin,
þrátt fyrir griðasáttmála við Þjóðveija,
þ.e. þriðja ríkið. Þjóðveijar hemámu Noreg
og Bretar ísland. Svíar sluppu einir Norð-
urlanda, en þar réði hnattstaða landsins
og öflugur her meiru en yfírlýst hlutleysi.
Handan Eystrasalts vóm næstu ná-
grannar Norðurlandaþjóðanna, baltnesku
ríkin þijú: Eistland, Jættland og Litháen,
með nálægt sex milljónir íbúa. Þau veðj-
uðu öll á hlutleysi, sem styrkt var eigin
hervömum, auk þess sem eitt þeirra hafði
gert sérstakan griðasáttmála við risann í
austri, Sovétríkin. Samt fór sem fór. Eftir
að Sovétríkin og Hitlers-Þýzkaland höfðu
samið sín á milli, 1939, vóm þessi þijú
smáríki knúin til að samþykkja rússneskar
herstöðvar. í lok heimsstyijaldarinnar
hertu Sovétríkin tök sín á þessum grann-
þjóðum Norðurlanda. Sovétmenn telja þau
nú hluta af veldi sínu. Hnattstaða þeirra
réð því, fyrst og fremst, að þau hlutu ekki
frelsi með friði, eins og Danmörk, Noregur
og ísland, er hildarleiknum lauk. •
Reynsla Norðurlanda og Eystrasaltsríkj-
anna segir í raun allt sem segja þarf um
vemleika þjóðfrelsis og þegnréttinda, ann-
arsvegar í sósíalisma Á-Evrópu og hins-
vegar í fijálsræði Vesturlanda. Það var
þessi reynsla og hliðstæður hennar sem
Atlantshafsbandalagið var reist á.
Fjarlægðin er úr sögxmni
Fjarlægðin, sem fyrr á öldum var okkur
skjól og skjöldur í átökum stórvelda, er
nú úr sögunni. Samgöngutæknin hefur
fært þjóðir heims saman, þann veg, að þær
búa nú nánast í túnfæti hverrar annarrar.
Við ferðumst heimshoma á milli á fáeinum
klukkustundum. Við horfum á atburði hin-
um megin á hnettinum, samtímis og þeir
gerast, með hjálp gervihnatta og sjón-
varps. Hugvit mannsins, menntun, þekk-
ing og tækni hafa fært okkur margar
góðar gjafír, sem gera lífið og tilveruna
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 1986
33
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 26. júlí
betri, en því miður einnig hættur, fleiri
og meiri en fyrir vóru. Við lifum enn í
skugga stórveldaátaka.
Bjami heitinn Benediktsson sagði í ræðu
á Alþingi í nóvember 1953:
„Áuðvitað vildum við allir geta látið
deilur stórveldanna afskiptalausar. Gallinn
er sá, að reynslan hefur þegar sýnt, að
þau láta okkur ekki afskiptalaus. Úr því
skar síðasta heimsstytjöld svo skýrt, að
ekki verður um villzt.
Því fer þess vegna íjarri, að ágreiningur-
inn milli Austurs og Vesturs komi okkur
ekki við. Það er óðs manns æði að búast
við því, að land okkar dragist ekki inn í
hemaðarátök, ef úr þeim verður milli þess-
ara aðila. Ef landið væri óvarið, em allar
líkur til, að kapphlaupið verði um, hver
geti fyrst hremmt það ...“
Hann sagði síðar í sömu ræðu:
„Hvort sem okkur þykir betur eða verr,
em örlög okkar nátengd þjóðunum, sem
umhverfís okkur búa. Þegar af þeim
ástæðum getum við ekki skorizt úr sam-
félagi vestrænna þjóða. En við eigum fleira
sameiginlegt með þessum þjóðum en ná-
lægðina. Baráttan, sem nú er háð í
heiminum, er annars eðlis en venjuleg stór-
veldaátök. Sameiginleg trú á frelsi og
mannréttindi tengir okkur við okkar vold-
ugu nágranna. Ef ofbeldið eyðir þessum
hugsjónum er það ekki síður hættulegt
fyrir okkur en hina aflmeiri. Það væri
þess vegna alger fásinna að láta svo sem
baráttan milli frelsis og kúgunar, lýðræðis
og áþjánar, komi okkur ekki við.“
Friður í okkar
heimshluta
Keppikeflið er að sjálfsögðu að þessari
baráttu linni án þess að til hemaðarátaka
komi. Það er meginmálið. Það er og höfuð-
tilgangur Atlantshafsbandalagsins að
varnir þess verði það sterkar, að gerræðis-
öfl sjái, svart á hvítu, að árás er vonlaus.
Þar af leiðir að viðræður og samningar
milli Austurs og Vesturs, sem mannkyn
bindur nokkrar vonir við, þrátt fyrir allt,
verða að fela í sér gagnkvæma afvopnun.
Menn verða að varast þann áróður, sem
Sovétríkin ýta undir á Vesturlöndum, á
sama hátt og Hitlers-Þýzkaland gerði á
íjórða áratugnum, að einstök Vesturlönd
(hlekkir í vamarkeðjunni) afvopnist ein-
hliða, á sama tíma og ausurblokkin
hervæðist af kappi. Sumir halda því jafn-
vel fram að værukærð Vesturlanda að
þessu leyti hafí verið meginkveikjan að
heimsstyijöldinni síðari.
Atlantshafsbandalagið hefur tryggt frið
í okkar heimshluta frá lyktum heimsstyij-
aldarinnar síðari, á sama tíma og rúmlega
hálft annað hundrað staðbundin stríð hafa
geisað annars staðar í veröldinni. Þau
hemaðarátök hafa ekki aðeins kostað tug-
milljónir mannslífa, heldur em, ásamt
gerræðisstjórnum, höfuðorsök flótta-
mannavandamálsins í heiminum. Það
vandamál, í bland við hungurvofu þriðja
heimsins, er síðan dekksti bletturinn á
mannkyni líðandi stundar.
Annað mál er að ísland og hin smærri
lýðræðisríki eiga að beita sér innan Atl-
antshafsbandalagsins, hafa jákvæð áhrif.
Þau eiga þar heima, ótvírætt, en hver vill
ekki bæta sitt nánasta umhverfi, breyta
því sem betur má fara. Norðurlöndin þijú,
sem stóðu að stofnun Atlantshafsbanda-
lagsins, reynslunni ríkari eftir hemám í
síðari heimsstyijöldinni, eiga að hafa sam-
flot um slíka viðleitni. Samstarf Norður-
landa er að vísu ekki alfullkomið, langt
frá því, en það er engu að síður um margt
eftirdæmi, sem vísað getur öðmm nokkur
skref fram — til betri samskiptahátta.
Afstaða dvergþjóðar, eins og íslendinga,
vegur máske ekki þungt á vogarskálum
veraldarinnar, en_ dropinn holar steininn,
segir máltækið. í því efni þykir rétt að
vitna enn einu sinni til Bjama heitins Bene-
diktssonar, sem öðmm stjómmálamönnum
fremur mótaði þá utanríkisstefnu, er
íslenzka lýðveldið hefur fylgt til dagsins í
dag:
„Enginn veit, hvað úrslitum ræður að
lokum milli friðar og ófriðar. Hitt er aug-
ljóst, að afstaða íslands getur haft þar
áhrif og ef til vill ekki smávægileg. Við
sem viljum að ísland sé varið meðan svo
horfír sem nú, viljum það af því að við
emm sannfærðir um, að með því veitum
við veralegan stuðning til þess, að friður
megi haldast í heiminum."
Sá vilji ræður enn ferð í hugum þeirra
íslendinga, sem standa vilja trúan vörð
um aðild Islands að vamarsamtökum Vest-
urlanda; sem slá vilja þann veg skjaldborg
um frið með frelsi, fullveldi þjóða og al-
menn mannréttindi í veröldinni.
<
„Þrátt fyrir yfir-
lýst hlutleysi vóru
þrjú Norðurland-
anna hernumin,
Danmörk, Island
og- Noregur. Þau
vóru síðar stofn-
aðilar Atlants-
hafsbandaiags-
ins ...
Handan Eystra-
salts vóru uæstu
nágrannar Norð-
urlanda, baltn-
esku ríkin þrjú: #
Eistland, Lettland
og Litháen með
nálægt sex millj-
ónir íbúa. Þau
veðjuðu öll á hlut-
leysi sem styrkt
var eigin hervörn-
um, auk þess sem
eitt þeirra hafði
gert sérstakan
griðasáttmála við
risann í austri,
Sovétríkin. Samt
fór sem fór...
Sovétríkin telja
þau nú hluta af
veldi sínu...
Reynsla Norður-
landa og Eystra-
saltsríkjanna
segir í raun allt
sem segja þarf um
veruleika þjóð-
frelsis og þegn-
réttinda, annars
vegar í sósíalisma
A-Evrópu, hins
vegar í frjálsræði
Vesturlanda...“