Morgunblaðið - 27.07.1986, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 27.07.1986, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ; SUNNUDAGUR’27-' JÚLÍ 1986 59 VISINDI/ SVERRIR ÓLAFSSON Andvetni í CERN Allt venjulegt efni er samsett úr atómum sem sjálf samanstanda af enn smærri eindum er nefnast róteindir, nifteindir og rafeindir. Kjami atómsins samanstendur af jákvætt hlöðnum róteindum og óhlöðnum nifteindum, en í rúminu umhverfis atómkjamann hreyfast neikvætt hlaðnar rafeindir. Talið er að sérhver eind eigi sér andeind, sem hefur sama massa og eindin sjálf og sömu hleðslu með öfugu formerki. Ef eindir og andeindir þeirra koma saman geta þær tortímt hvor ann- arri þannig að efnisorka þeirra ummyndast í geislun. Dæmi um þetta em rafeindir og andeindir þeirra sem nefnast jáeindir. Ef eindir þessar rekast saman, „leys- ast þær upp“ og efnisorka þeirra ummyndast í rafsegulgeislun. Alitið er að ekkert andefni sé fyrir hendi í sólkerfi okkar og jafnvel hvergi í alheiminum. And- eindir verða þó iðulega til í háorkuferlum kjamahraðla, en þær lifa venjulega í mjög stuttan tíma eða finna aðrar eindir sem þær leysast upp með og mynda geislun. Nýlega sögðu eðlisfræðingar frá háskólunum í Heildelberg og Karlsruhe og evrópsku kjarneðlis- fræðistofnunni CERN við Genf frá áformum sínum um að búa til andvetni, þ.e. atóm þar sem kjam- inn samanstendur af andróteind- um en atómholid af jáeindum. Við CERN eru nú þegar starfræktar kjamahraðlar sem framleiða og geyma róteindir í miklu magni. Einn þessara hraðla er LEAR (Low Energy Antiproton Ring) sem notaður er til að geyma and- róterindir sem „hringsóla“ á lokaðri braut og á tiltölulega iágu orkustigi. Helmut Poth, sem er forsvars- maður hópsins, sagði að hug- myndin væri sú að nota andróteindir úr LEAR til að búa til andvetni. Nauðsynlegt er að andróteindir hitti jáeindir sem þær geta hrifsað til sín og myndað á þann hátt andvetni ásamt geislun sem losnar úr læðingi þegar eind- imar bindast. Ferill þessi nefnist ljósgleypni og er frekar sjaldgæf- ur, en reikningar benda til að undir þeim kringumstæðum sem ríkja í LEAR verði einungis til einn andvetnisatóm á nokkurra mínútna fresti. Poth og samstarfsmenn hans hafa stungið upp á nýrri aðferð til að auka myndunarhraða and- vetnisins, en hugmyndin er sú að nota leysiljós sem býr yfir sömu bylgjulengd og það ljós sem losn- Tölvuteikning af líkindadreif- ingu rafeinda við myndun vetnis. Myndin er gerð af John Risley og félögum við ríkis- háskólann í North Carolina, en þeir framleiddu vetni með því að skjóta róteindum sem orðið höfðu fyrir 200.000 volta hröð- un inn í hóif sem innihélt helíum. Róteindirnar geta tekið til sín rafeindir frá helíum- atómum og myndað með þeim vetnisatóm. Andróteindir hringsóla í segulhring LEAR. Á einum stað i hringn- um eru rafeindir notaðar til að kæla andrótaeindargeislann sem á öðrum stað blandast jáeindageisla. Leysigeisli er notaður til að örva myndun andvetnis. ar úr læðingi við áðumefnda geislagleypni. Áætunin er að beina leysigeislanum samhliða en í andstæða átt við hreyfistefnu já- og andróteindageislans. Sam- kvæmt útreikningum mun leysi- örvun þessi stórauka ljósgleypni- ferilinn og búast má við því að eitt andvetnisatmóm verði til á einnar sekúndu fresti (að meðal- tali). Myndin sýnir segulspólu úr segulhring sem notaður er til að geyma róteindir og andróteindir. Til þess að geislagleypni geti átt sér stað þegar andróteinda- geisli hittir jáeindageisla er nauðsynlegt að geislamir séu sterkir (þ.e. margar eindir á rúm- málseiningu), að þeir skarist og að þeir ferðist með sama hraða. Til þess að skapa þessar aðstæður er nauðsynlegt að s.k. „geislakæl- ing“ eigi sér stað, en tilgangur hennar er að þjappa eindageislan- um saman. Áætlað er að notuð verði aðferð er nefnist „rafeinda- kæling“, en hún verður tekin í notkun vió LEAR í upphafi næsta árs. Aðferðin byggist á því að leiða saman „hraðadreifðan" (þ.e. heitan) andróteindageisla og sam- anþjappaðan (þ.e. kaldan) raf- eindageisla, sem þó búa yfir sama meðalhraða. Árekstrar á milli eindanna í geislanum draga úr hraðadreifingu andróteindageisl- ans, en sagt er að geislinn kólni. Jáeindageislinn þarfnast sam- svarandi kælingar því nauðsyn- legt er að leiða saman tvo jafnkalda geisla andróteinda og jáeinda. Fyrsta skref Poths og félaga er að reyna nýju aðferðina til að búa til vetnisatóm og nota þá ein- ungis róteindir og rafeindir. Ef það gengur vel ætti ekkert sð vera því til fyrirstöðu að hægt verði (einhvem tíma á næsta ári) að búa til „heimsins fyrsta and- vetnisatóm"! hefst á morgun Ping Pong Reykjavík, Akureyri, s. 28499, 26565.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.