Morgunblaðið - 27.07.1986, Blaðsíða 9
08ei LIUl .TS JTJOACTUiíJÍUa ,GiaA.iaHTjaíK>M- _ f
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 1986 9
HUGVEKJA
I
„Svo sem vér og
fyrirgefum vorum
skuldunautum“
eftir EINAR J. GÍSLASON
I„Enginn var sterkari en Jesús.
Hvernig hann gat fyrirgefiÖ og beÖ-
iÖ fyrir þeim, er sýndu honum hiö
illa“.
„Svo sem vér og fyrirgefum
vorum skuldunautum." Hér
vandast málið. Jesús talar um
tvo menn í Matt. 18., versin
21-35. Símon Pétur spyr
hversu oft hann eigi að fyrir-
gefa bróður sínum. Allt að sjö
sinnum? Svarið var ekki sjö
sinnum heldur „allt að sjötíu
sinnum sjö“. Þá kemur frá-
sögn um mann er var svo
skuldum vafinn og hafði ekk-
ert að borga með. Bað hann
um biðlund. Þá mundi hann
borga allt. Það er ávallt mjög
mikilvægt fyrir skuldara að tjá
sig og greina frá aðstæðum
sínum, en fara hvorki í flótta
eða í felur. Þessi skuldari fékk
uppgjöf og útstrikun á öllum
sínum skuldum. Enda konung-
ur í himnaríki, sem var annar
aðilinn. Nú hittir þessi starfs-
maður einn af vinnufélögum
sínum. Sá skuldaði honum lítil-
ræði. Rukkar hann nú með
harðri hendi og krefst greiðslu
þegar í stað. Hvorki miskunn
eða biðlund var nú til staðar.
Konungur himnaríkis fréttir
um þessar aðfarir og kveður
hinn miskunnarlausa fyrir sig:
„Bar þér ekki vera miskunn-
samur við sámþjón þinn, eins
og ég var miskunnsamur við
þig?“ Þunnt var um svör. Hvað
gerði konungur himnaríkis?
Fyrirgefningin var tekin til
baka og öll skuldasúpan var
lögð á herðar hans að nýju.
„Þannig mun einnig minn him-
neski faðir breyta við yður, ef
þér fyrirgefið ekki hver og
einn af hjarta bróður yðar.“
Missætti og harður hugur og
hatur er hið mesta mein, sem
hrjáir mannlíf.
Djúpvitur maður hér sunn-
anlands fann að endadægur
hans nálgaðist. Fékk hann
skiptaráðanda til að deila eig-
um sínum jafnt milli barna
hans. Þetta var allt stórlynt
fólk. Sín á milli töluðu systkin-
in um að þau vildu fá þetta
og hitt. Voru þau mjög ósam-
mála og stefndi til sundrungar
þeirra á milli.
Eftir andlát húsföðurins,
sem sat í óskiptu búi eftir eig-
inkonu sína, þá kallaði skipta-
ráðandi erfíngjana alla saman.
Dyrum var lokað. Innsigluð
erfðaskrá var opnuð. Þar stóð
svart á hvítu eigin vilji og
ákvörðun húsföður til barn-
anna. Andrúmslofið var lævi
blandað. Búast mátti við
sundrungu og ósætti milli
systkinanna. Svo var síðasta
málsgrein erfðaskýrslunnar
lesin upp. Hún hljóðaði svo:
„Hafi nokkurt bama minna,
við þessa arfleiðsluskrá að at-
huga, þá fellur niður algjör-
lega erfðaréttur viðkomandi
og skal skiptast milli hinna,
er samþykkja ákvörðun mína.“
Allar væringar féllu niður,
sátt og samlyndi og samhugur
ríkti meðal systkinanna. í stað
óefni og sundrungar, sem virt-
ist blasa við.
Enginn var sterkari hér en
Jesús. Hvemig hann gat fyrir-
gefíð og beðið fyrir þeim er
sýndu honum hið illa. Þegar
hann var kysstur af Júdasi,
með svikakossi, þá var ávarp-
ið: „Vinur, hví svíkur þú
mannssoninn með kossi?"
Þegar þrælaliðið lagði Jesúm
flatan niður á harðan krossinn
og teygði út hendur hans og
fætur og negldi hann fastan á
höndum og fótum. Ekki var
miskuninni fyrir að fara, því
höfuð hans var þymum krýnt
og gaddamir gengu inn í höf-
uð hans. Þá bað hann þeim
fyrirgefningar fyrir misgjörð
þeirra og illræðisverk. „Þeir
vita ekki hvað þeir gjöra." Öll
píslarganga Jesú Krists er
samfelld fyrirbæn fyrir þeim
er hrjáðu hann og kvöldu.
„Lausnara þínum lærðu af,
lundemið þitt að stilla. Hóg-
værðardæmið gott hann gaf,
nær gjöra menn þér til illa.“
(H.P.)
Dæmin em mýmörg í Biblí-
unni um fyrirgefningu, sem
svar við misgjörð. Davíð Ísaí-
son bað fyrir Sál og hvernig
var það með son hans Ab-
salom. Hvílíkur kærleikur, sátt
og fyrirgefning. Slíkt bræðir
mann algjörlega, þegar lesið
er um þvílíkt manngildi og
þroska. „Fyrirgefum vomm
skuldunautum."
Akranes — Akranes
Til sölu er húseignin nr. 22 við Skólabraut á Akra-
nesi. Húsið er tvær haeðir ásamt bifreiðargeymslu.
Á efri bæð er ibúð en verslunarhúsn. á neðri Hæð.
Húsið er vel staðsett í miðbæ Akraness og stendur
á eignarlóð. Allar uppl. gefa undirritaðir:
Gísli Kjartansson hdl. sími 93-7700.
Birgir Þórðarson sími 93-2661.
V^terkurog
^3 hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Jföetgaistííla&ifc
Jörð til sölu í Skagafirði
Á jörðinni er gott íbhús, góð útihús, 35 ha tún. Skipti
á fasteign í Reykjavík eða á Akureyri koma til greina.
Bústofn og vélar geta fylgt. Laus eftir samkomulagi.
Upplýsingar í síma 95-6067.
FJARFESTINGARFEIAGIÐ
VI :RC IB •R :e F Al M IAI Rl KA Ðl Jl Rl IR IN
Genaiðídaa 27. JÚLÍ 1986 Markaðsfréttir
Veðskuldabréf - ver&trygg& Veðskuldabréf - óverðtr.
Lánst. 2afb. ááii Nafn- vextir HLV Sölugengi m.v. mism. ávöxtunar- Lánst. 1 afb. áári Sölugengi m/v. mism. nafnvexti
kröfu 20% HLV 15%
12% 14% 16% 89 84 85
1 ár 4% 95 93 92 2ár 81 72 76
2 ár 4% 91 90 88 3 ár 74 63 68
3ár 5% 90 87 85 4ár 67 56 61
4ár 5% 88 84 82 5ár 62 50 56
5ár 5% 85 82 78 KJARABRÉF
6 ór 7ár 5% 5% 83 81 79 77 76 73 Gengi pr. 25/7 1986 = 1,637
Bár 5% 79 75 71 Nafnverð Söluverð
9ár 5% 78 73 68
10 ár 5% 76 71 66 5.000 8.185
50.000 81.850
Avðxtun íslenskur fjármagnsmarkaður
Óskum eftir öllum
tegundum verðbréfa
í umboðssölu.
<
fjármál þín - sérgrein okkar
Fjárfestingarfélag íslands hf., Hafnarstræti 7, 101 Revkjavík. © (91) 28566, © (91) 28506 símsvari allan sólarhringinn