Morgunblaðið - 27.07.1986, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚU 1986
Hðfnin eins og hún var 1943 er Þórarinn lést.
Aldarminning:
Þórarinn Kristjáns-
son liafnarstjóri
eftir Kristján B.G.
Jónsson
Það voru merk tímamót í sögu
Reylq'avíkur þegar hafnarmann-
virkin, gamla höfnin, voru fullgerð
og afhent bænum af verktakanum,
dönskum verkfræðingi, N.C. Mon-
berg. Þetta varð þó ekki fyrr en
langt var liðið á annan áratug þess-
arar aldar.
Fyrir aldamótin voru öll skip, sem
til Reykjavíkur komu afgreidd á
þann veg, að uppskipunarbátar
voru notaðir til þess að flytja vörur
í land og útflutningur allur sendur
aftur frá landi í skipin. Það var
fyrst 1915 sem byggð var skipa-
bryggja við höfnina. Um þetta segir
Knud Zimsen í æviminningum
sínum, Úr bæ í borg: „í nóvember
1915 var kolabryggjan við Batteríið
fullgerð, og lögðust skip þá þegar
við hana. Frá því aldamótaárið og
fram að þessum tíma höfðu risið
trébryggja niður undan Völundi,
steinbryggja niður undan Kveld-
úlfshúsum við Skúlagötu og Sjávar-
borgarbryggja fram undan
Barónsstíg og var hún úr steini.
Inni á Kirkjusandi voru komnar
tvær bryggjur og átti Th. Thor-
steinsson aðra, hlutafélagið ísland
hina. Vestur við Grandagarð hafði
Alliance reist trébryggju. Allar
höfðu bryggjur þessar, að Völund-
arbryggjunni undanskilinni, orðið
til vegna togaraútgerðarinnar, en
togaramir í bænum voru nú orðnir
16. Þeir gátu þó ekki lagst né at-
hafnað sig við þessar bryggjur, og
varð því að flytja allt úr þeim og í
, með 8-10 rúmlesta prömmum, er
vélbátar drógu, en gömlu uppskip-
unarbátamir vora látnir nægja fyrir
skútumar."
N.C. Monberg afhenti hafnar-
mannvirkin 16. nóvember 1917 eða
ári síðar en upphaflega hafði verið
ráðgert. Þegar hafnarmannvirkin
vora fullgerð, þótti bæjarstjóm ein-
sýnt að stofna þyrfti embætti
hafnarstjóra, og ráða til þess starfs
verkfræðing. Fyrir valinu varð Þór-
arinn Kristjánsson. Þórarinn
fæddist í Hafnarfirði 27. júlí 1886
og dó í Reykjavík 19. júní 1943.
Foreldrar hans vora Kristján (f. 4.
marz 1852, d. 2. júlí 1926, 74 ára)
sýslumaður í Gullbringu- og Kjósar-
sýslu, síðar dómstjóri, og kona hans
Anna (f. 30. júlí 1852, d. 2. des.
1921, 69 ára) Þórarinsdóttir pró-
fasts, Görðum á Alftanesi, Böðvars-
sonar. Stúdent í Reykjavík 1905
með 1. einkunn. Lauk prófi í bygg-
ingaverkfræði frá Kaupmannahafn-
arháskóla 1912 með fyrstu einkunn.
Um það bil er Þórarinn er að
ljúka prófi í verkfræði í Kaup-
mannahöfn standa yfír samningar
við N.C. Monberg verkfræðing um
hafnarmannvirkin í Reykjavík. Þór-
arinn ræðst þegar að námi loknu
til N.C. Monbergs verkfræðings og
fer á hans vegum til íslands. Fyrsta
árið vinnur hann að hafnargerð í
Vestmannaeyjum og síðan í
Reykjavík. Landsverkfræðingur var
á þessum áram Jón Þorláksson (f.
3. marz 1877, d. 20. marz 1935)
síðar borgarstjóri í Reykjavík,
kunnur athafna- og stjómmálamað-
ur. Jón hafði þá haft með höndum
lagningu jámbrautar frá Reykjavík
austur um Qa.ll að Selfossi. Þessu
verkefni tekur Þórarinn við fyrsta
sumarið eftir verkfræðipróf. Að
þessum mælingum að fyrirhugaðri
jámbraut vinnur hann á vegum
Monbergs verkfræðings. Sú jám-
braut kom aldrei, eins og kunnugt
er, en það varð þó verkefni Þórar-
ins að hafa fyrirsögn um aðra
jámbraut og þá einu, sem lögð hef-
ur verið á ísiandi. Skömmu eftir
heimkomu Þórarins takast samn-
ingar við Monberg um byggingu
hafharinnar í Reykjavík. Það verður
því fyrsta stórverkefni hans að
vinna að hafnarmannvirkji’m höf-
uðstaðarins. Þórarinn fór aldrei í
nein önnur störf. Hafnarstjóm
Reykjavíkur varð hans starf og að
þeim málum vann hann til æviloka.
Þegar samningar höfðu tekist um
byggingu hafnarinnar lá fyrst fyrir
að leggja jámbraut sunnan úr
Öskjuhlíð vestur til Örfiriseyjar-
granda, en allt efni í hafnargarðana
skyldi tekið þar. Þórarinn mældi
fyrir jámbrautinni og sá um verkið.
Þetta var einasta jámbrautin, sem
hér hefur verið lögð, en því verki
var lokið í apríl 1913. Eimvagn
brautarinnar er enn til og er í minja-
safni Reykjavíkur, Árbæjarsafni.
Þórarinn starfar síðan á vegum
N.C. Monbergs verkfræðings að
hafnargerðinni fram á árið 1916,
en þá er hann ráðinn bæjar- og
hafnarverkfræðingur. Þeim störf-
um sinnir hann svo fram til þess
að hann er skipaður hafnarstjóri í
febrúar 1918.
Knud Zimsen (f. 1875, d. 1953),
sem var borgarstjóri 1914-1932,
skrifaði endurminningar, Úr bæ I
borg, þar sem hann ræðir upp-
byggingu Reykjavíkur á ýmsum
sviðum. Þar sem hann víkur að
hafnarmálunum segir í endurminn-
ingunum: „Lengst af þeim tíma,
sem ég var borgarstjóri, kom Þórar-
inn Kristjánsson meir við sögu
hafnarinnar en nokkur annar mað-
ur.“ Það kemur fram af skrifum
Knuds Zimsen og annarra verk-
fræðinga, að Þórarinn naut trausts
þeirra, sem í návist hans störfuðu.
Hann var starfsamur og hafði lif-
andi áhuga á öllum framföram á
sviði hafnarmála.
Það var f mörg horn að líta, strax
eftir gerð hafnarinnar. Ifyrst vora
það togaramir og síðan bátaflotinn,
sem alltaf þurftu greiðan aðgang
að höfn. Síðan var að skapa nægi-
lega góða aðstöðu fyrir hafskipin,
sem sinntu inn- og útflutningi
landsmanna. Það verður að hafa í
huga, að fyrstu áratugi aldarinnar
var Reykjavíkurhöfn helsta höfn
landsmanna og um hana fór mest-
allur út- og innflutningur. Þar vora
annir ævinlega miklar.
Á þessum áram var enginn drátt-
arbátur til_ og var það oft mjög
bagalegt. Úr þessu þurfti að bæta
og var því ákveðið að höfnin festi
kaup á dráttarbáti. í þessu skyni
fór Þórarinn til Hamborgar 1928
og var í för með honum reyndur
skipstjóri, Geir Sigurðsson, en hann
hafði um árabil setið í hafnamefnd.
Þeir festu kaup á dráttarbátnum
Magna, sem reyndist höfninni vel.
Síðar var keyptur nýr Magni. Gamli
Þórarinn Kristjánsson
Magni er þó enn nýttur að nokkra
leyti, því hafnsögumenn nota
skrokkinn af honum sem viðlegu-
bryggju fyrir hafnsögubáta við
gömlu verbúðimar hjá Hafnar-
búðum.
Mörg önnur verkefni biðu úr-
lausnar á þeim áram, eins og
gengur. Það þurfti að skapa hafn-
sögumönnum, hafnarskrifstofunni
sjálfri, tolleftirliti og annarri starf-
semi, sem ávallt fylgir skipasam-
göngum, framtíðarhúsnæði við
höfnina. Þá var ráðist í að reisa
stærsta hús á landinu, Hafnarhúsið.
Þessi bygging var fjögur ár í
smíðum og var húsinu að mestu
Iokið 1932. Það var afrek hjá Þór-
ami að koma húsinu upp, en það
var fyrirsjáanlegt að þessi aðstaða
þyrfti að koma. Fjárhagur hafnar-
innar var góður á þessum árum og
því þótti sjálfsagt að ráðast í þetta
mannvirki með tilliti til framtíðar-
innar. Enda mun fjárhagsstaða
hafnarinnar heldur hafa styrkst
með tilkomu hafnarhússins. Þama
fékk öll starfsemi hafnarinnar
framtíðarhúsnæði svo og önnur
starfsemi, sem var í tengslum við
höfnina. Hafnsögumenn, hafnar-
skrifstofa og tolleftirlit fengu þama
húsnæði svo og skipafélög. Skipaút-
gerð ríkisins, Bergenska skipafé-
lagið og margir skipamiðlarar vora
þar til húsa lengi og sum fyrirtæk-
in enn.
Önnur stórframkvæmd var fyrir-
sjáanleg, sem höfnin þurfti að
ráðast í, en það var að auka starfs-
rými hafnarsvæðisins. Hluti hafnar-
innar gekk inn á milli Miðbakka
og Austurbakka og vora þ'ar tvær
bryggjur, Zimsensbryggja og Stein-
bryggjan. Þessar bryggjur vora lítið
notaðar, þegar hér var komið sögu
hafnarinnar, en mikil þörf fyrir
hafnarsvæðið, sem þær lögðu undir
sig. Þama var einfaldlega fyllt upp
milli núverandi Tollstjórahúss og
Austurbakka eða skemmanna, þar
sem Eimskipafélagið var, áður en
sú starfsemi flutti inn í Sundahöfn.
Þetta var allt svæðið norðan
Tryggvagötu milli Pósthússtrætis
og Kalkofnsvegar. Yfir þetta svæði
liggur nú bflabrú upp á Tollstjóra-
húsið m.a. og allt landið nýtt, sem
áður var illa nýttur hluti af höfn-
inni. Þama skapaðist vinnuaðstaða,
sem annars var ekki til, því gamli
bærinn kreppti að höfninni og hon-
um varð ekki hnikað. Þetta verður
að skoðast í ljósi þess, að á þeim
tíma var Sundahöfn ekki í sjón-
máli, þótt vitað sé að Þórarinn sá
hana fyrir.
Um önnur málefni en hafnarmál
var Þórarinn fáskiptinn. Þó vora
honum ávallt dýraverndunarmál
ofarlega í huga. Mun hann senni-
lega hafa kynnst þessum málum
hjá móðurbróður sínum Jóni Þórar-
inssyni, fræðslumálastjóra, (f.
1853, d. 1926). Jón Þórarinsson tók
við ritstjóm Dýravemdarans og for-
mennsku Dýravemdunarfélags
íslands úr hendi Tryggva Gunnars-
sonar (f. 1835, d. 1917), sem
stofnaði samtökin um dýravemdun-
armál. Jón Þórarinsson er forsvars-
maður blaðs og félagsskapar fram
til 1925. Þórarinn verður svo for-
maður Dýravemdunarfélags ís-
lands 1934 og er það til æviloka.
Þórarinn átti hesta um árabil og
hafði þá í hagagöngu um sumartím-
ann í Örfirisey.
Þórarinn kvæntist 5. júní 1915
Ástríði (f. 30. ág. 1893, d. 6. des.
1985) Hannesdóttur, ráðherra Haf-
stein. Böm þeirra hjóna era:
Hannes læknir í Reykjavík, giftur
Bergþóra Jónsdóttur (d. 21. 2.
1973), Anna sjúkraþjálfi, átti Stef-
án Guðnason forstjóra, Jón lyfja-
fræðingur, d. 16. sept. 1975,
kvæntur Gunnlaugu Hannesdóttur.
Sonur Þórarins áður en hann
kvæntist (með Ástu Ámadóttur),
Njáll, kaupmaður í Reykjavík.
Höfundur er fyrrverandi
blaðamaður í Reykjavík.
Reykjavíkurhöfn eins og Þórarinn tók við henni 1918.