Morgunblaðið - 12.08.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.08.1986, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 177. tbl. 72. árg.__________________________________ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsíns Risaveldin: Fundir fyrir luktum dyrum í Moskvuborg Moskvu, AP. SENDINEFNDIR risaveldanna Fundur forsætisráð- herra Norðurlanda: Stuðningnr við hval- veiðar í vís- indaskyni Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, gerði grein fyrir afstöðu íslendinga í hval- veiðimálinu á forsætisráðherra- fundi Norðurlanda í Danmörku í gær og sögðust ráðherrar Dan- merkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands styðja áframhaldandi veiðar íslendinga i vísindaskyni. Aðalcfni fundarins var viðskipta- þvinganir gegn Suður-Afríku. Að sögn Steingríms var einhugur um að Norðurlöndin yrðu sam- stiga í viðskiptaþvingunum vegna aðskilnaðarstefnu Suður- Afríkustjórnar. Aftur á móti yrði í fyrsta lagi gripið til slíkra að- gerða í upphafi næsta árs. „Ég óskaði eftir stuðningi við það að Islendingar haldi áfram hvalveið- um í vísindaskyni og að hvalveiðar verði hafnar að nýju 1990 undir vísindalegu eftirliti. Það vakti ánægju mína að þetta hlaut stuðn- ing allra,“ sagði forsætisráðherra. Hann sagði að forsætisráðherrar Norðurlanda hefðu sagt að afskipti einnar þjóðar af þessu máli væru illþolandi og það ætti að afgreiða innan Alþjóðahvalveiðiráðsins. Hvað við- skiptaþvingan- ir gegn Suður-Afríku varðaði var lagt til að málið yrði tekið upp hjá Sameinuðu þjóðunum og það kæmi þá í hlut Dana, sem sitja í öryggisráði SÞ. Steingrímur sagði að Danir væru tregir til þess. Hægt væri að beita neitunarvaldi og þá væri verr farið en heima set- ið. Steingrímur sagðist hafa gert grein fyrir því að innflutningur okk- ar frá Suður-Afríku hefði dregist verulega saman. „Meginniðurstaða þessa fundar var að allir töldu sig hlynnta því að hafa samflot í því, sem ofan á kann að verða,“ sagði Steingrímur. Ingvar Carlsson, forsætisráð- herra Svía, sagði að hann myndi fylgja hinum Norðurlöndunum að málum ef ekki yrði gripið til al- þjóðlegra aðgerða. hittust í Moskvu í gær og stóðu viðræður í átta klukkustundir. I fréttatilkynningu bandaríska sendiráðsins, sem aðeins var cin setning, höfð eftir Paul Nitze, aðalsamningamanni Bandaríkja- manna, sagði að viðræðurnar hefðu verið „alvarlegar" og ríkisstjórnum landanna til glöggvunar. Aftur verður komið saman til fundar í dag. Samkomulag er með málsaðiljum að láta ekkert uppi um gang mála á fundunum, en gert er ráð fyrir að þeir standi í tvo daga. Viktor Karpov, aðalsamningamaður Sov- étríkjanna, sagði þó fyrir fundinn, að Sovétmenn væru reiðubúnir að „gera hvað sem er,“ til þess að leið- togar risaveldanna kæmu saman á ný, en hann sagði að viljaleysi Bandaríkjamanna í afvopnunarmál- um setti strik í þann reikning. í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð sagði Karpov að Sovétmenn myndu leggja áherslu á bann við kjamork- utilraunum og jafnframt að þar myndi hvað mest reyna á samnings- vilja Bandaríkjamanna, því ekki gæti orðið af leiðtogafundi fyrr en árangur hefði náðst í afvopnunar- málunum. Samkomuiag varð með Reagan Bandaríkjaforseta og Gor- bachev leiðtoga Sovétríkjanna í Genf um að hittast í Washington á þessu ári. Enn er þó ekki ákveðið hvort eða hvenær af honum verður. Athygli hefur vakið að Sovét- menn hafa ekki sagt frá viðræðun- um á heimavelli, þó svo að þeir hafi getið þeirra í fréttaútsendingu Moskvuútvarps á ensku. Kenneth L. Adelman, einn aðal- samningamaður Bandaríkjanna í afvopnunarmálum sagði að ýmsar aðgerðir Bandaríkjaþings í varnar- málum hefðu veikt samningsað- stöðu Bandaríkjamanna, en sagðist þó bjartsýnn á árangur fundarins í Moskvu, þar sem að Sovétmönnum væri orðið ljóst að þeir græddu ekki á frekari töfum. Af sömu ástæðum taldi hann öruggt að af fundi leiðtoga risaveldanna yrði, áður en árið væri allt. Sjá ennfremur grein á bls. 25. A-vítamín getur dregið stórlega úr barnadauða Kaltimore, AP. VÍSINDAMENN við John Hopkins-háskólann telja sig hafa fengið óyggjandi sannanir fyrir því að A- vítamín geti dregið verulega úr ung- barnadauða í þróunarlöndunum. Gengist var fyrir A-vítamíngjöfum í 450 þorpum í Indónesíu til þess að fyrirbyggja blindu, en A-vítamín er einkar áhrifaríkt í þessu skyni. I kjölfar gjaf- anna minnkaði barnadauði stórlega. Að sögn dr. Alfreds Sommer, sem stjórnaði áætl- uninni, fækkaði dauðsföllum barna á forskólaaldri um 34%. „Við vitum ekki hvers vegna A-vítamín hefur þessi áhrif en svo virðist sem það dragi veru- lega úr líkum á sýkingum í öndunarfærum og meltingarvegi en þess konar sýkingar valda flestum dauðsföllum í þróunarríkjunum," sagði dr. Sommer. A-vítamínskortur getur leitt til blindu og er nátt- blinda oftast fyrsta einkennið. Lýsi er sérstaklega ríkt af A- og D-vítamíni en D-vítamínskortur veldur beinkröm sem var landlægur sjúkdómur hér á landi áður en íslendingar hófu að neyta lýsis. Steingrímur Hermannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.