Morgunblaðið - 12.08.1986, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986
Vegaskemmdir vegna vatnavaxta í Öræfasveit
Austurlands vegur grófst
í sundur við sex brýr
MIKLAR vegarskemmdir urðu vegna rigninga og vatna-
vaxta í Öræfasveit í gær og fyrrinótt. Nokkrar ár í sveitinni
flæddu yfir bakka sína og grófu þjóðveginn í sundur. Austur-
landsvegur hefur verið ófær síðan I fyrrinótt en unnið er
að viðgerðum og búast vegagerðarmenn við að hann verði
fær í dag. Ferðafólk hefur orðið fyrir miklum óþægindum
vegna þessa og fram eftir degi gær voru hátt í eitt hundrað
ferðamenn innilokaðir á Hofi
Rigningin bytjaði aðfaranótt
sunnudagsins og var úrkoman í
Skaftafelli 107 millimetrar þann sól-
arhring. Einnig rigndi mikið að-
faranótt mánudagsins. Vegurinn fór
í sundur við að minnsta kosti sex
ár. Á milli Skaftafells og Hofs urðu
vegarskemmdir við fjórar brýr, á
Svínafellsá, Falljökulskvísl, Virkisá
og Kotá. Vegagerðarmenn úr sveit-
inni gerðu akfært yfir Svínafellsá
síðdegis í gær og byijuðu að fylla
að Virkisá. Mestu skemmdirnar urðu
á veginum við Kotá, 20—30 metra
skarð myndaðist við vestari brúar-
endann og um miðjan dag í gær
rann öll áin framhjá brúnni og var
hægt að ganga þurrum fótum undir
brúna. Vegagerðarmenn frá Höfn
komu að um hádegið en gátu lítið
aðhafst fyrr en síðdegis þegar stytti
upp. Hófu þeir vinnu við að beina
og Fagurhólsmýri.
vatninu í réttan farveg en það var
erfitt verk. Snorri Jónsson, vega-
verkstjóri frá Höfn, sem stjórnar
verkinu sagði við blaðamann Morg-
unblaðsins í gær að þeir ætluðu að
vinna við veginn mestalla nóttin og
vonaðist til að þeim tækist að gera
hann færan til bráðabirgða sem fyrst
í dag. Austan við Fagurhólsmýri
urðu vegarskemmdir við Hólá og
Kvíá en vegagerðarmönnum tókst
að gera þar akfært yfir í gærkvöldi.
Vegagerðarmönnum gekk illa að
hemja Kotá í gær. Reyndu þeir að
beina henni undir brúna en straum-
urinn var svo mikill að áin tók jafnan
með sér möl sem ýtt var að vestari
brúarstöplinum. „Þegar við náum
ánni af okkur og undir brúna verður
fljótlegra að gera akfært yfir,“ sagði
Snorri vegaverkstjóri í gær.
Snorri Jónsson á brúnni á Kotá þar sem 20—30 metra skarð er í veginn.
Morgunblaðið/Júlíus
Hundrað ferðamenn á Hofi og Fagurhólsmýri:
Óvænt uppbót á
Islandsferðina
HÁTT í hundrað ferðamenn voru innilokaðir á Hofi og Fagurhólsmýri
í gær þegar blaðamenn Morgunblaðsins komu fljúgandi í sveitina og
biðu flestir eftir að komast vestur yfir Kotá. Austan við var Kvíá
ófær en vegagerðarmönnum tókst að gera akfært þar yfir á áttunda
tímanum í gærkvöldi. Nokkrir bílar biðu þar, en flestir höfðu snúið
við til Hafnar, meðal annars Austurleiðarrútan.
I nýja félagsheimilinu á Hofí voru
tveir ferðahópar, mest Austurríkis-
menn, alls um 50 manns. „Það er
allt í stakasta lagi hjá okkur enda
er hér allt gert til að bjarga málum
fyrir okkur. Annars hefðum við lent
í miklum vandræðum," sögðu farar-
stjóramir, Ingis Ingason og
Guðmundur Áki Lúðvíksson farar-
stjórar Austurríkismannanna. Báðir
hópamir eru í 12 daga ferðum og
ætluðu að gista á tjaldstæðunum í
Skaftafelli aðfaranótt mánudagsins.
Fararstjóramir sögðu að allt hefði
verið að fara á flot á tjaldstæðinu á
sunnudagskvöldið og þeir því sem
betur fer hætt við að tjalda og feng-
ið inni í félagsheimilinu. Seint á
sunnudagskvöldið voru tjaldstæðin í
Skaftafelli orðin eins og sundlaug,
að sögn þeirra. Rútumar sluppu yfir
ámar §órar á leiðinni að Hofi og
var sofið þar um nóttina. Ferða-
mennimir vöknuðu þar á mánudags-
morguninn innilokaðir á milli ófærra
vatna og urðu fararstjóramir því að
gera nýja ferðaáætlun og sleppa úr
einhverjum stöðum.
Erlenda ferðafólkið virtist taka
þessari óvæntu uppákomu vel og er
ekki ólíklegt að fyrir sumum hafí
þetta verið einn ánægjulegasti kafli
ferðarinnar. Ingis sagði til dæmis
að útlendingarnir hefðu fylgst með
því af áhuga þegar hann þurfti að
draga brauð, sem þeir fengu sent
frá Höfn, í spottum yfír Kvíá.
Oðinn Kristmundsson úr
Reykjavík var á ferðalagi ásamt fjöl-
skyldu sinni og kom að Kotá að
austan um klukkan 9 á mánudags-
morgun og var þá búið að loka
veginum. Hann var á leiðinni til
Reykjavíkur. Óðinn sagði að fyrst
þegar hann kom að brúnni hefði áin
verið að grafa sig í gegn um veginn
við brúarendann en annað hjólfarið
eftir þó. Hann kom aftur að brúnni
um hádegið og þá var komið 20—30
metra skarð í veginn eftir ána og
alveg stíflað undir brúnni sjálfri.
Óðinn sagðist ekki geta annað en
beðið eftir því að vegurinn yrði fær
og héldi þá heim, eftir þessa smátöf.
Morgunblaðið/Júlíus
Guðmundur Áki Lúðvíksson og Ingis Ingason ásamt austurriskum ferðamönnum í félagsheimilinu á Hofi.
Kotá flæðir hressilega yfir bakka sína.
Skaftafell:
Þeir sem voru
í tjöldum áttu
slæma nótt
— sagði Ragnar Stefánsson þjóðgarðsvörður
„ÞAÐ var talsvert margt fólk hér á tjaldstæðinu á laugardag en
tíndist í burtu þegar fór að rigna aðfaranótt sunnudags. Aðrir
höfðust hér við í tjöldum og áttu náttúrlega heldur slæma nótt
því þetta varð allt blautt bæði tjöld og farangur," sagði Ragnar
Stefánsson þjóðgarðsvörður í Skaftafelli en á laugardag voru
um 400 í tjöldum í Skaftafelli og fjöldi annarra ferðamanna í
þjóðgarðinum.
Ragnar sagðist ekki vita hversu Ragnar sagðist þakka fyrir að
margir hefðu verið í tjöldum um símasambandið væri enn í lagi en
nóttina. Fært er vestur um og jarðstrengur liggur yfir brýmar
hafa margir notfært sér það en og er því í lausu lofti þar sem þjóð-
þeir sem ætla austur verða að vegurinn hefur rofnað á stómm
sætta sig við töfina. „Ástandið sem kafla við brýmar. Þá sagðist Ragn-
hér skapast við svona aðstæður ar hafa frétt að grafið hefði undan
er mjög slæmt," sagði Ragnar. rafmagnsstaur við Svínafellsá og
„Hér er ekkert húsnæði fyrir fólk héngi hann í raflínunni. „Við í
að flýja í og er það mjög baga- Skaftafelli megum því eiga’ von á
legt. Við höfum enga möguleika að missa rafmagnið þá og þegar “
að hýsa svona ijölda eins og hér sagði hann. Hann bætti við áð
var þegar fór að rigna. Margir vatnsmagnið í ánum minnti á
hefðu sjálfsagt þegið að komast í Skeiðarárhlaup á seinni ámm, sem
húsaskjól í svona beljandi rigningu að vísu hefðu ekki verið stór.
eins og þá var.“